Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Góðar fréttir fyrir Víkinga og Fossvogsbúa
Loksins sér fyrir endann á tímafreku ferli deiliskipulags í Traðarlandi á íþróttsvæði Víkings. Um er að ræða gervigrasæfingarsvæði. Tillagan er nú í kynningu en hún felur í sér að Kópavogur leigi borginni land til þess að flóðljósin sem tengjast svona velli trufli ekki íbúa í Traðarlandi. Að auki er komið til móts við íbúa varðandi bílastæði því gert er ráð fyrir 85 nýjum álagsstæðum á opnu svæði norð-austan við núverandi íþróttahús. Ég vona fyrir hönd Víkinga að þetta verði samþykkt og hægt sé að tímasetja vígslu nýs vallar í Fossvogsdal.
Mánudagur, 30. október 2006
Spennandi vinna í leikskólum
Á hverjum degi er unnið þrekvirki hjá kennurum og starfsmönnum nokkurra leikskóla borgarinnar við að manna deildir þar sem enn vantar 2-3 starfsmenn. í vinnu Þetta þýðir að mikið viðvarandi álag er á starfsmönnum skólanna. Foreldrar hika ekki við að láta mig vita af stöðunni og ég hvet þá til að halda áfram að reiðast mér en ekki kennurum og starfsfólki því að það er að leggja sig 200% fram við að manna þá þjónustu sem þó foreldrar fá.
Það eru engin galdrameðöl til staðar til að manna skólana. Þó eru ýmsar leiðir að settu marki og nú hefur leikskólaráð sett nokkur mál í farveg sem eiga það sameiginlegt að leita leiða til að óska eftir kennurum og starfsfólki út frá þeim ótal þáttum sem gera leikskólann að spennandi vinnustað.
Hver skóli er einstakur
Á nýlegum fundi leikskólaráðs kynnti starfsfólk menntasviðs ráðinu nýjar auglýsingar sem auglýsa eftir starfsfólki út frá einstökum skólum. Skólarnir eru allir einstakir, hafa sínar stefnur og skólanámskrár og hafa á undanförnum árum skapað sér sérstöðu út frá ólíkri hugmyndafræði, umhverfi og/eða námsáherslum. Þegar ég kynnti mér atvinnuauglýsingar leikskólanna sá ég að ótækt var að halda í stefnu fyrrverandi meirihluta um að allir starfsstaðir Reykjavíkurborgar auglýstu eins. Það er ekki hægt að setja svona fjölbreytt kerfi eins og sveitarfélag í þannig spennitreyju. Auðvitað eru leikskólar, grunnskólar, ÍTR, launadeildin og ráðhúsið afar ólíkir starfsstaðir. Með því að auglýsa út frá stefnu og menningu einstakra skóla er hægt að draga fram jákvæðu þætti starfs leikskólakennarans á betri hátt í stað raðauglýsinga sem gefa ekki neinar upplýsingar um starfið.
Langtímaverkefni ekki skammtíma
Mikilvægasta verkefnið og mikilvægt markmið nýs leikskólaráðs er að fjölga fagfólki í leikskólunum. Á síðasta fundi leikskólaráðs var samþykkt tillaga um starfshóp sem hefur það markmið að leiðarljósi og á að vinna að því á tvennan hátt. Í fyrsta lagi á starfshópurinn að leita samstarfs við Kennarasamband Íslands og í samstarfi við félagið að finna samrýmanlegar leiðir til að kynna og styrkja ímynd leikskólarkennarans. Í þessu felst almenn kynning á starfi kennarans og þeim grunni sem það byggir á. Í öðru lagi á starfshópurinn að setja upp tímasetta áætlun um aðgerðir til að skýra hvaða leiðir og möguleikar eru í boði og þurfa að vera í boði fyrir einstaklinga sem vilja mennta sig í leikskólafræðum.
Ég miða við að á næsta reglulega fundi leikskólaráðs verður skipað í hópinn. Margar góðar hugmyndir liggja fyrir og fleiri fæðast eflaust. Það sem er mikilvægast að muna í þessu er að góðir hlutir gerast hægt. Það tekur tíma að fá fleiri einstaklinga í fagmenntun en með markvissri vinnu ættu fleiri að velja starf leikskólakennarans.
Það eru engin galdrameðöl til staðar til að manna skólana. Þó eru ýmsar leiðir að settu marki og nú hefur leikskólaráð sett nokkur mál í farveg sem eiga það sameiginlegt að leita leiða til að óska eftir kennurum og starfsfólki út frá þeim ótal þáttum sem gera leikskólann að spennandi vinnustað.
Hver skóli er einstakur
Á nýlegum fundi leikskólaráðs kynnti starfsfólk menntasviðs ráðinu nýjar auglýsingar sem auglýsa eftir starfsfólki út frá einstökum skólum. Skólarnir eru allir einstakir, hafa sínar stefnur og skólanámskrár og hafa á undanförnum árum skapað sér sérstöðu út frá ólíkri hugmyndafræði, umhverfi og/eða námsáherslum. Þegar ég kynnti mér atvinnuauglýsingar leikskólanna sá ég að ótækt var að halda í stefnu fyrrverandi meirihluta um að allir starfsstaðir Reykjavíkurborgar auglýstu eins. Það er ekki hægt að setja svona fjölbreytt kerfi eins og sveitarfélag í þannig spennitreyju. Auðvitað eru leikskólar, grunnskólar, ÍTR, launadeildin og ráðhúsið afar ólíkir starfsstaðir. Með því að auglýsa út frá stefnu og menningu einstakra skóla er hægt að draga fram jákvæðu þætti starfs leikskólakennarans á betri hátt í stað raðauglýsinga sem gefa ekki neinar upplýsingar um starfið.
Langtímaverkefni ekki skammtíma
Mikilvægasta verkefnið og mikilvægt markmið nýs leikskólaráðs er að fjölga fagfólki í leikskólunum. Á síðasta fundi leikskólaráðs var samþykkt tillaga um starfshóp sem hefur það markmið að leiðarljósi og á að vinna að því á tvennan hátt. Í fyrsta lagi á starfshópurinn að leita samstarfs við Kennarasamband Íslands og í samstarfi við félagið að finna samrýmanlegar leiðir til að kynna og styrkja ímynd leikskólarkennarans. Í þessu felst almenn kynning á starfi kennarans og þeim grunni sem það byggir á. Í öðru lagi á starfshópurinn að setja upp tímasetta áætlun um aðgerðir til að skýra hvaða leiðir og möguleikar eru í boði og þurfa að vera í boði fyrir einstaklinga sem vilja mennta sig í leikskólafræðum.
Ég miða við að á næsta reglulega fundi leikskólaráðs verður skipað í hópinn. Margar góðar hugmyndir liggja fyrir og fleiri fæðast eflaust. Það sem er mikilvægast að muna í þessu er að góðir hlutir gerast hægt. Það tekur tíma að fá fleiri einstaklinga í fagmenntun en með markvissri vinnu ættu fleiri að velja starf leikskólakennarans.
Mánudagur, 30. október 2006
Leysum kraftinn úr læðingi - Þorbjörg og Illugi (Mbl. 27.10.06)
MJÖG mikið er undir því komið að það takist að nýta vel tíma grunnskólabarna, allt frá fyrsta degi. Á undanförnum árum hefur Ísland komist í hóp þeirra þjóða þar sem lífsgæði eru mest. Til þess að halda þessari stöðu og til þess að gera enn betur er mikilvægast að bæta menntakerfið okkar. Grunnskólinn er hvað mikilvægastur því þar er lagður sá grunnur sem flest önnur tækifæri byggjast á. Við höfum efnahagslega getu til þess að gera grunnskólann þann besta í heimi og ekki er deilt um að íslensk börn eru jafn vel gefin og börn í öðrum löndum. Það er mat höfunda að sveigjanleikinn sé lykilatriðið þegar búa á til heimsins besta grunnskóla.
,,Menntakerfið er okkur það mikilvægt að það hlýtur
að vera alvarlegt umhugsunarefni að þar,
af öllum sviðum þjóðlífsins,
skuli ekki vera samhengi á
milli launa og frammistöðu."
,,Menntakerfið er okkur það mikilvægt að það hlýtur
að vera alvarlegt umhugsunarefni að þar,
af öllum sviðum þjóðlífsins,
skuli ekki vera samhengi á
milli launa og frammistöðu."
Sveigjanlegri kjör kennara
Haldgott mat á gæðum skólastarfsins er lykill að því að umbylta núgildandi launakerfi grunnskólans. Í grófum dráttum er það svo að nú er engin leið fyrir skólastjóra að greiða góðum kennara hærri laun. Það er því ekki bein tenging á milli þess að standa sig vel í starfi og njóta umbunar í launum. Kennarar eru ekki ólíkir öðru fólki þar sem umbun og viðurkenning fyrir vel unnin störf hvetur okkur til dáða. Við teljum því að það eigi að veita skólastjórnendum rúmar heimildir til þess að gera betur við þá kennara sem standa sig vel í starfi. Það gengur ekki að eina færa leiðin til að hækka góðan kennara í launum sé að minnka við hann kennslu og auka við hann stjórnunarstörf. Menntakerfið er okkur það mikilvægt að það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni að þar, af öllum sviðum þjóðlífsins, skuli ekki vera samhengi á milli launa og frammistöðu. Menntakerfið er aflvél hagkerfisins og jafnframt besta leiðin sem við höfum til að veita börnunum jöfn tækifæri í lífinu óháð efnahag foreldra þeirra. Eitt vandasamasta og mikilvægasta verkefni skólayfirvalda er meðal annars að hlúa sem best að þeim skólum þar sem eru mörg börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við þekkjum það öll að nemendur í íslenskum skólum búa við ólíkar félagslegar aðstæður. Ein leið fyrir sveitarfélög til að styrkja slíka skóla er sú að verja til þeirra auknum fjármunum sérstaklega og greiða góðum kennurum við skólann hærri laun. Við eigum að hverfa frá jafnlaunastefnunni sem gerir skólastarfið stirt og ósveigjanlegt. Hún er ekki til þess fallin að efla gæði menntunar í landinu og ekki til þess fallin að veita jöfn tækifæri.
Sveigjanlegt skólastarf
Niðurstöður PISA-rannsóknar gefa vísbendingar um að lítill munur sé á milli skóla á Íslandi. Í raun kemur fram að Ísland og þau lönd önnur sem sýndu lítinn sem engan mun á milli skóla eru öll fyrir neðan OECD-meðaltalið í lestrargetu og stærðfræði og eiga mjög fáa nemendur sem gengur mjög vel eða mjög illa í námi. Út frá þessu vakna spurningar um of stífa ramma og of lítinn sveigjanleika í skólaumhverfi landsins. Mikilvægt er að losa ramma og miðstýringu, hleypa ólíkum rekstrarformum að og losa úr læðingi þann mikla kraft sem býr í fagfólki skólanna. Ef kennarar fá sveigjanleika til athafna fara mýmargar hugmyndir fagfólksins í framkvæmd. Halda þarf áfram vinnu við að losa ramma laga, reglugerða og námskráa. Hæfileg blanda sjálfstætt rekinna skóla og opinberra er æskileg því okkur miðar lítið sem ekkert áfram ef skólarnir eru meira eða minna steyptir í sama mót. Á síðustu árum hafa víða sprottið fram athyglisverðar nýjungar í skólastarfi á grunnskólastiginu og eftir því sem fleiri sveitarfélög auka valfrelsi foreldra og nemenda, því fjölbreyttara verður námsframboðið. Með því að virkja hugmyndir margra eru miklar líkur á að við eflum skólastarf í heild. Ólík rekstrarform skóla hafa til að mynda mikil áhrif á skólakerfið í heild sinni því þeir eiga auðveldara með að skynja hlutverk sitt. Hugmyndir kennara um kennsluhætti og form fara þar hraðar í framkvæmd og ýta þannig við kröfum og skilningi foreldra og samkeppnishugsun í öðrum skólum. Með sveigjanleika einkarekinna skóla og auknu sjálfstæði skóla á vegum sveitarfélaga verða viðbrögð menntakerfisins hraðari, frumkvæði eykst og gæði skólastarfs aukast. Við þurfum sveigjanlegt skólakerfi sem leysir krafta úr læðingi, eykur fjölbreytni og laðar þannig fram það besta í skólastarfinu.
Haldgott mat á gæðum skólastarfsins er lykill að því að umbylta núgildandi launakerfi grunnskólans. Í grófum dráttum er það svo að nú er engin leið fyrir skólastjóra að greiða góðum kennara hærri laun. Það er því ekki bein tenging á milli þess að standa sig vel í starfi og njóta umbunar í launum. Kennarar eru ekki ólíkir öðru fólki þar sem umbun og viðurkenning fyrir vel unnin störf hvetur okkur til dáða. Við teljum því að það eigi að veita skólastjórnendum rúmar heimildir til þess að gera betur við þá kennara sem standa sig vel í starfi. Það gengur ekki að eina færa leiðin til að hækka góðan kennara í launum sé að minnka við hann kennslu og auka við hann stjórnunarstörf. Menntakerfið er okkur það mikilvægt að það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni að þar, af öllum sviðum þjóðlífsins, skuli ekki vera samhengi á milli launa og frammistöðu. Menntakerfið er aflvél hagkerfisins og jafnframt besta leiðin sem við höfum til að veita börnunum jöfn tækifæri í lífinu óháð efnahag foreldra þeirra. Eitt vandasamasta og mikilvægasta verkefni skólayfirvalda er meðal annars að hlúa sem best að þeim skólum þar sem eru mörg börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við þekkjum það öll að nemendur í íslenskum skólum búa við ólíkar félagslegar aðstæður. Ein leið fyrir sveitarfélög til að styrkja slíka skóla er sú að verja til þeirra auknum fjármunum sérstaklega og greiða góðum kennurum við skólann hærri laun. Við eigum að hverfa frá jafnlaunastefnunni sem gerir skólastarfið stirt og ósveigjanlegt. Hún er ekki til þess fallin að efla gæði menntunar í landinu og ekki til þess fallin að veita jöfn tækifæri.
Sveigjanlegt skólastarf
Niðurstöður PISA-rannsóknar gefa vísbendingar um að lítill munur sé á milli skóla á Íslandi. Í raun kemur fram að Ísland og þau lönd önnur sem sýndu lítinn sem engan mun á milli skóla eru öll fyrir neðan OECD-meðaltalið í lestrargetu og stærðfræði og eiga mjög fáa nemendur sem gengur mjög vel eða mjög illa í námi. Út frá þessu vakna spurningar um of stífa ramma og of lítinn sveigjanleika í skólaumhverfi landsins. Mikilvægt er að losa ramma og miðstýringu, hleypa ólíkum rekstrarformum að og losa úr læðingi þann mikla kraft sem býr í fagfólki skólanna. Ef kennarar fá sveigjanleika til athafna fara mýmargar hugmyndir fagfólksins í framkvæmd. Halda þarf áfram vinnu við að losa ramma laga, reglugerða og námskráa. Hæfileg blanda sjálfstætt rekinna skóla og opinberra er æskileg því okkur miðar lítið sem ekkert áfram ef skólarnir eru meira eða minna steyptir í sama mót. Á síðustu árum hafa víða sprottið fram athyglisverðar nýjungar í skólastarfi á grunnskólastiginu og eftir því sem fleiri sveitarfélög auka valfrelsi foreldra og nemenda, því fjölbreyttara verður námsframboðið. Með því að virkja hugmyndir margra eru miklar líkur á að við eflum skólastarf í heild. Ólík rekstrarform skóla hafa til að mynda mikil áhrif á skólakerfið í heild sinni því þeir eiga auðveldara með að skynja hlutverk sitt. Hugmyndir kennara um kennsluhætti og form fara þar hraðar í framkvæmd og ýta þannig við kröfum og skilningi foreldra og samkeppnishugsun í öðrum skólum. Með sveigjanleika einkarekinna skóla og auknu sjálfstæði skóla á vegum sveitarfélaga verða viðbrögð menntakerfisins hraðari, frumkvæði eykst og gæði skólastarfs aukast. Við þurfum sveigjanlegt skólakerfi sem leysir krafta úr læðingi, eykur fjölbreytni og laðar þannig fram það besta í skólastarfinu.
Mánudagur, 23. október 2006
Af hverju hvalveiðar?
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki ákvörðun flokksbræðra minna að fara í veiðar á hval í atvinnuskyni. Ég hef ekki heyrt rökin, ég hef ekki heyrt efnahagsleg rök né vísindaleg rök. Svo virðist sem langreyður er í útrýmingarhættu, í þessi 17 ár hafa engar hvalveiðar ekki haft áhrif á atvinnuleysi eða efnahag landsmanna og á sama tíma hefur ferðamannaiðnaður margfaldast. Þetta hljómar óskynsamlega í mínum eyrum. Ég hlakka til að heyra skýr rök.
Ég tek það fram að ég er engin tepra í þessu máli ég held bara að hér fari meiri hagsmunir fyrir minni. Það breytir ekki neinu að mínu mati að við séum að veiða miklu minna en Hafrannsóknarstofnun sagði samrýmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu. Umræðan er sú sama í erlendum fjölmiðlum og mun að mínu mati hafa áhrif á ákvörðun ferðamanna um hvort þeir komi hingað.
Ég tek það fram að ég er engin tepra í þessu máli ég held bara að hér fari meiri hagsmunir fyrir minni. Það breytir ekki neinu að mínu mati að við séum að veiða miklu minna en Hafrannsóknarstofnun sagði samrýmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu. Umræðan er sú sama í erlendum fjölmiðlum og mun að mínu mati hafa áhrif á ákvörðun ferðamanna um hvort þeir komi hingað.
Sunnudagur, 24. september 2006
Fyrsti fundur leikskólaráðs
Fyrsti fundur leikskólaráðs var haldinn á föstudaginn. Þetta var að mínu mati góður fundur og þarna gafst tími til að ræða mörg stefnumótandi mál skólastigsins.
Ráðið fagnaði nýlegum lækkunum á leikskólagjöldum með bókun og stofnaði formlega til hvatningaverðlauna leikskólaráðs. Markmið verðlaunanna er að veita leikskólum jákvæða hvatningu í starfi, vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram í leikskólum Reykjavíkur og stuðla að auknu nýbreytni- og þróunarstarfi í leikskólum Reykjavíkur. Auglýst verður eftir tilnefningum í byrjun nóvember og foreldrar, kennarar, skólar, starfsmenn og aðrar borgarstofnanir geta tilnefnt til verðlaunanna. Verðlaunin verða veitt sex skólum á hverju ári. Í valhópnum verða þrír fulltrúar úr leikskólaráði, fulltrúi leikskólasviðs, fulltrúi samtakanna Börnin okkar og fulltrúi félags leikskólakennara.
Kallað var eftir mikið af gögnum til að hægt verði að taka ákvörðun um stuðning við yngstu börnin í borginni. Það er allt of mikið bil á milli þeirra greiðslna sem foreldrar þurfa að inna af hendi fyrir þjónustu fyrir 18 mánaða þegar leikskólar taka við. Foreldrar þurfa að greiða fyrir þjónustu dagmæðra frá 45.000-60.0000 á mánuði en síðan þegar barn fær vistun í leikskóla hrapar gjaldið niður í tæpr 20.000 kr á mánuði. Þennan mun verður að jafna. Fundargerð 1. fundar.
Ráðið fagnaði nýlegum lækkunum á leikskólagjöldum með bókun og stofnaði formlega til hvatningaverðlauna leikskólaráðs. Markmið verðlaunanna er að veita leikskólum jákvæða hvatningu í starfi, vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram í leikskólum Reykjavíkur og stuðla að auknu nýbreytni- og þróunarstarfi í leikskólum Reykjavíkur. Auglýst verður eftir tilnefningum í byrjun nóvember og foreldrar, kennarar, skólar, starfsmenn og aðrar borgarstofnanir geta tilnefnt til verðlaunanna. Verðlaunin verða veitt sex skólum á hverju ári. Í valhópnum verða þrír fulltrúar úr leikskólaráði, fulltrúi leikskólasviðs, fulltrúi samtakanna Börnin okkar og fulltrúi félags leikskólakennara.
Kallað var eftir mikið af gögnum til að hægt verði að taka ákvörðun um stuðning við yngstu börnin í borginni. Það er allt of mikið bil á milli þeirra greiðslna sem foreldrar þurfa að inna af hendi fyrir þjónustu fyrir 18 mánaða þegar leikskólar taka við. Foreldrar þurfa að greiða fyrir þjónustu dagmæðra frá 45.000-60.0000 á mánuði en síðan þegar barn fær vistun í leikskóla hrapar gjaldið niður í tæpr 20.000 kr á mánuði. Þennan mun verður að jafna. Fundargerð 1. fundar.
Föstudagur, 22. september 2006
Verkefni á strætófundi
Á stjórnarfundi Strætó bs. í dag lagði ég fram skemmtilega tillögu sem ég og formaður SHÍ sköpuðum. Hún er eftirfarandi:
,,Stjórn Strætó leggur til að vísa til umhverfisráðs Reykjavíkurborgar að mynda starfshóp með nemendum í Háskóla Íslands og fulltrúm borgarinnar og Strætó BS til að skilgreina þörf, kröfur og útlit nemendavæns strætóskýlis við Hringbraut. Skýlið á að sameina fagurfræðilega hönnun, umhverfissjónarmið, þægindi og hagkvæmni."
Í umhverfisráði verður svo starfshópurinn gerður formlegur og við getum farið að teyma verkfræðinema og listnema og fleiri góða að borðinu til að búa til flott nemendaskýli. Hver veit nema að þetta verði til þess að við eignumst einstaklega gott módel sem þolir veður allra átta!
Að auki lagði ég fram eftirfarandi fyrirspurn. Ég tel að það sé kominn tími til að félagið Strætó bs. gerist sjálfhverft að hluta og eyði í sjálft sig. Þá á ég við að vagnleiðir séu kynntar betur svo að kúnnarnir læri og skilji betur kerfið. Það er hægt að gagnrýna margt og hvernig þetta var gert allt saman en mikilvægast er að sníða nú kerfið að notendunum og notendurna að þjónustunni sem fyrir er.
,,Einn af mikilvægari þáttum þess að fjölga notendum þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu er að kynna þjónustuna sem best. Nýtt leiðakerfi breytti samgönguleiðum töluvert og því afar mikilvægt að kynna vel fyrir notendum nýtt leiðakerfið. Ein leið til þess að kynna samgöngukerfið í heild sinni er að nýta vagnana sjálfa. Stjórn Strætó bs. óskar eftir upplýsingum um kostnað og mögulegar leiðir þess efnis að setja í alla vagna mynd af leiðakerfinu. Að auki óskar Stjórn Strætó bs. eftir upplýsingum um kostnað við að búa til auglýsingar um ólíkar leiðir til og frá stórum vinnustöðum eða verslunarkjörnum og kostnaðinn við að auglýsa svona utan á vögnunum sjálfum."
,,Stjórn Strætó leggur til að vísa til umhverfisráðs Reykjavíkurborgar að mynda starfshóp með nemendum í Háskóla Íslands og fulltrúm borgarinnar og Strætó BS til að skilgreina þörf, kröfur og útlit nemendavæns strætóskýlis við Hringbraut. Skýlið á að sameina fagurfræðilega hönnun, umhverfissjónarmið, þægindi og hagkvæmni."
Í umhverfisráði verður svo starfshópurinn gerður formlegur og við getum farið að teyma verkfræðinema og listnema og fleiri góða að borðinu til að búa til flott nemendaskýli. Hver veit nema að þetta verði til þess að við eignumst einstaklega gott módel sem þolir veður allra átta!
Að auki lagði ég fram eftirfarandi fyrirspurn. Ég tel að það sé kominn tími til að félagið Strætó bs. gerist sjálfhverft að hluta og eyði í sjálft sig. Þá á ég við að vagnleiðir séu kynntar betur svo að kúnnarnir læri og skilji betur kerfið. Það er hægt að gagnrýna margt og hvernig þetta var gert allt saman en mikilvægast er að sníða nú kerfið að notendunum og notendurna að þjónustunni sem fyrir er.
,,Einn af mikilvægari þáttum þess að fjölga notendum þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu er að kynna þjónustuna sem best. Nýtt leiðakerfi breytti samgönguleiðum töluvert og því afar mikilvægt að kynna vel fyrir notendum nýtt leiðakerfið. Ein leið til þess að kynna samgöngukerfið í heild sinni er að nýta vagnana sjálfa. Stjórn Strætó bs. óskar eftir upplýsingum um kostnað og mögulegar leiðir þess efnis að setja í alla vagna mynd af leiðakerfinu. Að auki óskar Stjórn Strætó bs. eftir upplýsingum um kostnað við að búa til auglýsingar um ólíkar leiðir til og frá stórum vinnustöðum eða verslunarkjörnum og kostnaðinn við að auglýsa svona utan á vögnunum sjálfum."
Föstudagur, 22. september 2006
Mikið visað í greinina okkar
Eftirfarandi er tilvísun í grein sem ég skrifaði ásamt prófessornum mínum og samnemenda í mastersnáminu mínu.
http://jar.sagepub.com/reports/mfr1.dtl
Greinin er ein af þeim sem er mest vísað í í þessu tímariti (Journal of Adoloscent Research). Þetta er gaman að sjá. Það var afar gaman að vinna þetta verkefni í háskólanum mínum í Bandarikjunum en ekki síst að kynnast prófessornum sem ég hef enn náin samskipti við.
http://jar.sagepub.com/reports/mfr1.dtl
Greinin er ein af þeim sem er mest vísað í í þessu tímariti (Journal of Adoloscent Research). Þetta er gaman að sjá. Það var afar gaman að vinna þetta verkefni í háskólanum mínum í Bandarikjunum en ekki síst að kynnast prófessornum sem ég hef enn náin samskipti við.
Sunnudagur, 17. september 2006
Samgönguvikan
Samgönguvikan 2006 var sett á föstudaginn. Gísli Marteinn setti formlega vikuna með því að segja áhorfendum frá mikilvægi hreins lofts í umhverfinu. Áherslan í ár er sett á aðra valkosti við bílinn enda ekki hægt að halda til streitu bíllausa deginum sem var hálfgerður brandari hér í tíð R-listans.
Í gær var sérstök áhersla á hjólreiðar sem samgöngumáta og því hjóluðu Reykvíkingar og Hafnfirðingar úr hverfunum og hittust svo við tjald í Hljómskálagarðinum. Þar var boðið upp á mat og drykk, hjólaþrautabraut og hjólalistir. Hápunkturinn var að mínu mati hjólreiðamaraþonið sem var haldið í annað sinn og felur í sér alvöru hjólreiðakeppni í kringum Tjörnina. Okkur finnst nú að það megi alveg kalla þetta Tour de Tjörn og festa þetta almennilega í sessi sem árlegan viðburð. Sif Gunnarsdóttir verkefnastjóri á höfuðborgarstofu og ég ákváðum líka að á næsta ári yrðu sérstakar hjólreiðatreyjur sem myndu skarta merki borgarinnar.
Ég fékk að blása af stað hjólreiðakeppnina og hún var ansi skemmtileg. Við stóðum á brúnni á Skothúsveginum og hvöttum 15 hjólreiðakappa áfram af miklum krafti en Íslandsmeistarinn Hafsteinn Geirsson sigraði annað árið í röð (mynd). Það væri verðugt markmið að draga fleiri Reykvíkinga á þennan viðburð og hafa hvatningarhring í kringum Tjörnina á næsta ári. Ekki aðeins til að efla vitund manna á kapphjólreiðum heldur einnig á því hvað það er gaman að hjóla. Mark Twain á að hafa sagt einhvert sinni: ,,Lærðu að hjóla. Þú sérð ekki eftir því ef þú lifir það af". Fulltrúar Hjólreiðafélags Reykjavíkur (HFR) stýrðu keppninni afar vel og vissu nákvæmlega af hverju þyrfti að huga.
Í gær var sérstök áhersla á hjólreiðar sem samgöngumáta og því hjóluðu Reykvíkingar og Hafnfirðingar úr hverfunum og hittust svo við tjald í Hljómskálagarðinum. Þar var boðið upp á mat og drykk, hjólaþrautabraut og hjólalistir. Hápunkturinn var að mínu mati hjólreiðamaraþonið sem var haldið í annað sinn og felur í sér alvöru hjólreiðakeppni í kringum Tjörnina. Okkur finnst nú að það megi alveg kalla þetta Tour de Tjörn og festa þetta almennilega í sessi sem árlegan viðburð. Sif Gunnarsdóttir verkefnastjóri á höfuðborgarstofu og ég ákváðum líka að á næsta ári yrðu sérstakar hjólreiðatreyjur sem myndu skarta merki borgarinnar.
Ég fékk að blása af stað hjólreiðakeppnina og hún var ansi skemmtileg. Við stóðum á brúnni á Skothúsveginum og hvöttum 15 hjólreiðakappa áfram af miklum krafti en Íslandsmeistarinn Hafsteinn Geirsson sigraði annað árið í röð (mynd). Það væri verðugt markmið að draga fleiri Reykvíkinga á þennan viðburð og hafa hvatningarhring í kringum Tjörnina á næsta ári. Ekki aðeins til að efla vitund manna á kapphjólreiðum heldur einnig á því hvað það er gaman að hjóla. Mark Twain á að hafa sagt einhvert sinni: ,,Lærðu að hjóla. Þú sérð ekki eftir því ef þú lifir það af". Fulltrúar Hjólreiðafélags Reykjavíkur (HFR) stýrðu keppninni afar vel og vissu nákvæmlega af hverju þyrfti að huga.
Miðvikudagur, 16. ágúst 2006
Leikskólastjórar boða til fundar
Í gær fór fram fjölmennur fundur í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem fjallað var um breytingar á menntaráði. Þetta var gott framtak hjá leikskólastjórum en ég hefði viljað sjá þennan fund þróast á annan hátt. Það var alltof neikvæður andi á fundinum til þess að samræður um fagmennsku og framtíðarhugsun í skólamálum gætu farið fram. Ég er ekki viss um að ég taki þátt í fundi aftur með þessari uppsetningu. Blaðamenn stóðu sig sömuleiðis illa í að leita eftir mismunandi sjónarhornum.
Áhugasamir geta lesið ávarpið mitt hér að neðan:
Kæri fundarstjóri, fundargestir, borgarfulltrúar,
Ég vil byrja á því að þakka fyrir framtak leikskólastjóra og ég hlakka til að heyra sjónarmið ykkar allra. Þau skilaboð sem ég vil helst að þið farið með héðan út í dag frá mér eru þau að starfsemi leikskóla í Reykjavík hefur gengið afar vel. Þjónustan er mjög góð, starfsfólkið metnaðargjarnt og öflugt og foreldrar farnir að gera miklar kröfur til skólastigsins. Öflugt starfsfólk Menntasviðs sinnir vel verkefnum sínum þrátt fyrir að vera of fáliðað. Leikskólinn blómstrar og er til dæmis sú einstaka stofnun í mínu lífi sem hefur komið mér á þann stað sem ég er á í dag, hann hefur veitt mér tækifæri til að leita mér menntunar, velja mér starf og veita mér þá ómældu lífsfyllingu að eiga tvö heilbrigð og hamingjusöm börn.
Leikskólinn er í augum nýs meirihluta í borgarstjórn eitt mikilvægasta verkefni borgarstjórnar. Kosningabaráttan í vor snerist að miklu til um verkefni er tengdust ungum börnum og þjónustu við þau. Mörg málin tengdust uppbyggingu þessa góða skólastigs og önnur þjónustu við foreldra. Í ljósi þessa og skoðana okkar á allt of stóru og þunglamalegu menntaráði, sem er stærra en borgarstjórn, var ákveðið að búa til leikskólaráð samhliða menntaráði.
Fyrrverandi meirihluti í Reykjavíkurborg setti af stað miklar kerfisbreytingar á stjórnskipulagi Reykjavíkurborgar. Sumar breytingarnar hafa borið árangur, sumar eru enn óskýrar og enn aðrar eru alls ekki að ganga nægilega vel. Núverandi meirihluti gagnrýndi margar af þessum breytingum í þessu ferli. Okkar tillögur nú og áherslur um tvö ráð eru til að efla leikskólann sem fyrsta skólastigið, auka sveigjanleg skil skólastiga og auka skilvirkni í þjónustu við skólana og þróunarverkefni. Nú þegar hefur verið tilkynnt um að systkinaafsláttur verði 100% og að kennslugjald lækki um 25% frá 1. september. Unnið verður að því að leikskólaráð hafa yfirsýn yfir gæsluvelli og leikvelli borgarinnar enda verðugt verkefni að efla útvistartæki borgarinnar fyrir yngstu börnin. Settar verða af stað ungbarnadeildir fyrir börn yngri en 18 mánaða við leikskóla í borginni. Gæðastarf og námsmat verður eflt. Menntastefna borgarinnar fyrir bæði skólastigin verður unnin með fulltrúm beggja ráða, verðlaunanefndir stofnaðar fyrir leikskóla líkt og grunnskóla og ákveðnar hugmyndir unnar varðandi starfsmannamál leikskólanna. Starfshópar verða áfram skipaðir fulltrúm beggja skólastiga til að uppfylla og auka fagleg tengsl menntastefnu. Hér hef ég aðeins nefnt nokkur mál sem við munum ráðast í á næstu mánuðum. Ég hlakka til og hvet ykkur öll til að taka þátt í þessum verkefnum.
Yngri sonur minn kom með mér í vinnuna í morgun. Ég byrjaði á því að kynna hann fyrir Úlfhildi sem er ritari okkar borgarfulltrúa og ég skýrði henni frá því að hann væri svona á milli sumarfría og skóla og myndi þvælast með mér eitthvað á fundi. Úlfhildur spurði son minn hvaða skóla hann væri að fara í og hann skýrði stoltur frá því að hann væri að fara í Fossvogsskóla. Síðan horfði hann kumpánlegur á hana og sagði enn stoltari, ?fyrsti skólinn minn var Kvistaborg. Þar var ég sko í skóla alveg frá 2. ára.? Sonur minn eins og ég og við öll vitum að engan þarf að sannfæra um að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Og það bíða draumar og hugmyndir enn sem hrinda þarf í framkvæmd.
Sonur minn fer í gegnum breytingar sem marka ákveðin tímamót í hans lífi. Hann færist frá einu skólastigi til annars. Skólastig sem mega læra margt af hvoru öðru. Stofnun leikskólaráðs marka líka tímamót því með þessu fjölgum við tækifærunum til að vinna að áframhaldandi uppbyggingu skólastigsins án þess að draga úr þeim áherslum að tengja skólastigin tvö saman. Stjórnsýslubreytingar sem þessar taka ávallt á og ég dreg ekki úr þeirri vinnu sem er framundan. Ég mun leitast við að hitta leikskólastjóra og leikskólakennara á næstu vikum og hlusta á ykkar skoðanir fyrir þetta ferli. Þessar breytingar verða í miklu samstarfi við ykkur og starfsmenn menntasviðs og verður unnið að því markmiði að auka sýnileika og faglega umræðu um leikskólann til muna og að tryggja að fagleg yfirsýn yfir menntastefnu borgarinnar sýnilegri og tryggð með samstarfi allrar þeirrar skólaþjónustu er borgin stýrir.
Stórkallalegar yfirlýsingar um eyðileggingu menntaráðs eru pólitískar keilur sem skaða umræðu um leikskólana frekar en að styrkja.
Áhugasamir geta lesið ávarpið mitt hér að neðan:
Kæri fundarstjóri, fundargestir, borgarfulltrúar,
Ég vil byrja á því að þakka fyrir framtak leikskólastjóra og ég hlakka til að heyra sjónarmið ykkar allra. Þau skilaboð sem ég vil helst að þið farið með héðan út í dag frá mér eru þau að starfsemi leikskóla í Reykjavík hefur gengið afar vel. Þjónustan er mjög góð, starfsfólkið metnaðargjarnt og öflugt og foreldrar farnir að gera miklar kröfur til skólastigsins. Öflugt starfsfólk Menntasviðs sinnir vel verkefnum sínum þrátt fyrir að vera of fáliðað. Leikskólinn blómstrar og er til dæmis sú einstaka stofnun í mínu lífi sem hefur komið mér á þann stað sem ég er á í dag, hann hefur veitt mér tækifæri til að leita mér menntunar, velja mér starf og veita mér þá ómældu lífsfyllingu að eiga tvö heilbrigð og hamingjusöm börn.
Leikskólinn er í augum nýs meirihluta í borgarstjórn eitt mikilvægasta verkefni borgarstjórnar. Kosningabaráttan í vor snerist að miklu til um verkefni er tengdust ungum börnum og þjónustu við þau. Mörg málin tengdust uppbyggingu þessa góða skólastigs og önnur þjónustu við foreldra. Í ljósi þessa og skoðana okkar á allt of stóru og þunglamalegu menntaráði, sem er stærra en borgarstjórn, var ákveðið að búa til leikskólaráð samhliða menntaráði.
Fyrrverandi meirihluti í Reykjavíkurborg setti af stað miklar kerfisbreytingar á stjórnskipulagi Reykjavíkurborgar. Sumar breytingarnar hafa borið árangur, sumar eru enn óskýrar og enn aðrar eru alls ekki að ganga nægilega vel. Núverandi meirihluti gagnrýndi margar af þessum breytingum í þessu ferli. Okkar tillögur nú og áherslur um tvö ráð eru til að efla leikskólann sem fyrsta skólastigið, auka sveigjanleg skil skólastiga og auka skilvirkni í þjónustu við skólana og þróunarverkefni. Nú þegar hefur verið tilkynnt um að systkinaafsláttur verði 100% og að kennslugjald lækki um 25% frá 1. september. Unnið verður að því að leikskólaráð hafa yfirsýn yfir gæsluvelli og leikvelli borgarinnar enda verðugt verkefni að efla útvistartæki borgarinnar fyrir yngstu börnin. Settar verða af stað ungbarnadeildir fyrir börn yngri en 18 mánaða við leikskóla í borginni. Gæðastarf og námsmat verður eflt. Menntastefna borgarinnar fyrir bæði skólastigin verður unnin með fulltrúm beggja ráða, verðlaunanefndir stofnaðar fyrir leikskóla líkt og grunnskóla og ákveðnar hugmyndir unnar varðandi starfsmannamál leikskólanna. Starfshópar verða áfram skipaðir fulltrúm beggja skólastiga til að uppfylla og auka fagleg tengsl menntastefnu. Hér hef ég aðeins nefnt nokkur mál sem við munum ráðast í á næstu mánuðum. Ég hlakka til og hvet ykkur öll til að taka þátt í þessum verkefnum.
Yngri sonur minn kom með mér í vinnuna í morgun. Ég byrjaði á því að kynna hann fyrir Úlfhildi sem er ritari okkar borgarfulltrúa og ég skýrði henni frá því að hann væri svona á milli sumarfría og skóla og myndi þvælast með mér eitthvað á fundi. Úlfhildur spurði son minn hvaða skóla hann væri að fara í og hann skýrði stoltur frá því að hann væri að fara í Fossvogsskóla. Síðan horfði hann kumpánlegur á hana og sagði enn stoltari, ?fyrsti skólinn minn var Kvistaborg. Þar var ég sko í skóla alveg frá 2. ára.? Sonur minn eins og ég og við öll vitum að engan þarf að sannfæra um að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Og það bíða draumar og hugmyndir enn sem hrinda þarf í framkvæmd.
Sonur minn fer í gegnum breytingar sem marka ákveðin tímamót í hans lífi. Hann færist frá einu skólastigi til annars. Skólastig sem mega læra margt af hvoru öðru. Stofnun leikskólaráðs marka líka tímamót því með þessu fjölgum við tækifærunum til að vinna að áframhaldandi uppbyggingu skólastigsins án þess að draga úr þeim áherslum að tengja skólastigin tvö saman. Stjórnsýslubreytingar sem þessar taka ávallt á og ég dreg ekki úr þeirri vinnu sem er framundan. Ég mun leitast við að hitta leikskólastjóra og leikskólakennara á næstu vikum og hlusta á ykkar skoðanir fyrir þetta ferli. Þessar breytingar verða í miklu samstarfi við ykkur og starfsmenn menntasviðs og verður unnið að því markmiði að auka sýnileika og faglega umræðu um leikskólann til muna og að tryggja að fagleg yfirsýn yfir menntastefnu borgarinnar sýnilegri og tryggð með samstarfi allrar þeirrar skólaþjónustu er borgin stýrir.
Stórkallalegar yfirlýsingar um eyðileggingu menntaráðs eru pólitískar keilur sem skaða umræðu um leikskólana frekar en að styrkja.
Þriðjudagur, 8. ágúst 2006
Menntun hefst við fæðingu
Óteljandi fjöldi vísindalegra rannsókna hafa viðurkennt mikilvægi þess að börn fái örvun og kennslu á fyrstu árum sínum. Í dag eru nánast allir fræðimenn í þroskafræðum sammála um að strax við fæðingu er heili mannsins hannaður til að taka við upplýsingum frá umhverfinu. Margt þarf að læra til að sjálfstæði sé náð. Íslendingar hafa í þessum efnum sem öðrum verið fljótir að tileinka sér nýja þekkingu og aðferðir til þess að veita ungum börnum það umhverfi sem gefur þeim kost á að tileinka sér hæfileika og færni. Sveitarfélög um allt land hafa sett mikinn metnað í að búa til sterka umgjörð fyrir leikskólann. Ísland er eina þjóðin á Norðurlöndum sem hefur viðurkennt leikskólann sem fyrsta skólastigið og hefur því verið leiðandi í að kynna og miðla reynslu um þessa farsælu stefnumótun.
Leikskólaráð veitir aukin tækifæri
Nýr meirihluti í borgarstjórn leggur mikinn metnað og mikla áherslu á fjölskyldumál og skólamál reykvískra barna. Metnaðarfullar hugmyndir flokkanna um eflingu dagvistarþjónustu við foreldra yngstu barnanna frá því að fæðingarorlofi lýkur og aukinn styrk leikskólans sem fyrsta skólastigið eru efstar á baugi. Áhersla er lögð á val, gæði, árangur og lausnir. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætla sér að vinna faglega og láta verkin tala. Ákvörðun meirihlutans um að stofna leikskólaráð er einmitt í takt við þessar hugmyndir. Leikskólaráð fær sérstakan vettvang til að ræða og útfæra m.a. menntunarhlutverk leikskólans, þróun leikskólastigsins, bætta þjónustu við foreldra barna í Reykjavík, tengsl leikskólans við aðra þætti borgarlífsins eins og listasöfn og eldri borgara. Fleiri tækifæri gefast til að styðja við þróunarverkefni og eflingu tengsla skólastiganna. Tíminn sem kjörnir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar hafa til að ræða innra starf og þjónustu við yngri börn margfaldast. Leikskólaráð mun þannig sinna einu mikilvægasta hlutverki borgarinnar, að mennta og tryggja yngstu borgarbúunum öruggt og þroskandi umhverfi. Nú þegar hefur borgarráð samþykkt tillögu meirihlutans um að lækka leikskólagjöld í Reykjavík frá og með 1. september. Námsgjald, sem áður var nefnt kennslugjald, verður lækkað um 25% en auk þess verður veittur 100% systkinaafsláttur af námsgjaldinu með öðru eða fleiri börnum.
Móttækilegir litlir svampar
Börnin okkar soga í sig þekkingu, tungumál, færni og kunnáttu eins og svampar draga í sig vatn. Kennarar og starfsfólk vinna hörðum höndum allan daginn að því að kenna börnum okkar að vera kurteis, að syngja, að læra stafi, að umgangast aðra, að ganga vel um, að borða með hníf og gaffli og ýmsan fróðleik. Allt er þetta að eiga sér stað á meðan foreldrar vinna sína vinnu. Leikskólinn og dagforeldrar tryggja að auki öruggt umhverfi þar sem starfsfólk sinnir börnum annara sem sínum. Þetta eru lífsgæði sem verður að varðveita, efla og tryggja. Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar sér að gera það.
Leikskólaráð veitir aukin tækifæri
Nýr meirihluti í borgarstjórn leggur mikinn metnað og mikla áherslu á fjölskyldumál og skólamál reykvískra barna. Metnaðarfullar hugmyndir flokkanna um eflingu dagvistarþjónustu við foreldra yngstu barnanna frá því að fæðingarorlofi lýkur og aukinn styrk leikskólans sem fyrsta skólastigið eru efstar á baugi. Áhersla er lögð á val, gæði, árangur og lausnir. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætla sér að vinna faglega og láta verkin tala. Ákvörðun meirihlutans um að stofna leikskólaráð er einmitt í takt við þessar hugmyndir. Leikskólaráð fær sérstakan vettvang til að ræða og útfæra m.a. menntunarhlutverk leikskólans, þróun leikskólastigsins, bætta þjónustu við foreldra barna í Reykjavík, tengsl leikskólans við aðra þætti borgarlífsins eins og listasöfn og eldri borgara. Fleiri tækifæri gefast til að styðja við þróunarverkefni og eflingu tengsla skólastiganna. Tíminn sem kjörnir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar hafa til að ræða innra starf og þjónustu við yngri börn margfaldast. Leikskólaráð mun þannig sinna einu mikilvægasta hlutverki borgarinnar, að mennta og tryggja yngstu borgarbúunum öruggt og þroskandi umhverfi. Nú þegar hefur borgarráð samþykkt tillögu meirihlutans um að lækka leikskólagjöld í Reykjavík frá og með 1. september. Námsgjald, sem áður var nefnt kennslugjald, verður lækkað um 25% en auk þess verður veittur 100% systkinaafsláttur af námsgjaldinu með öðru eða fleiri börnum.
Móttækilegir litlir svampar
Börnin okkar soga í sig þekkingu, tungumál, færni og kunnáttu eins og svampar draga í sig vatn. Kennarar og starfsfólk vinna hörðum höndum allan daginn að því að kenna börnum okkar að vera kurteis, að syngja, að læra stafi, að umgangast aðra, að ganga vel um, að borða með hníf og gaffli og ýmsan fróðleik. Allt er þetta að eiga sér stað á meðan foreldrar vinna sína vinnu. Leikskólinn og dagforeldrar tryggja að auki öruggt umhverfi þar sem starfsfólk sinnir börnum annara sem sínum. Þetta eru lífsgæði sem verður að varðveita, efla og tryggja. Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar sér að gera það.
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1201
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
-
kjartanvido
-
olofnordal
-
fridjon
-
andres
-
astamoller
-
gaflari
-
ragnhildur
-
birkire
-
doggpals
-
stebbifr
-
jarnskvisan
-
herdis
-
ea
-
doj
-
godsamskipti
-
arndisthor
-
audbergur
-
audureva
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
dullur
-
bryn-dis
-
jaxlinn
-
erla
-
uthlid
-
grettir
-
gudfinna
-
hildurhelgas
-
kolgrimur
-
hlodver
-
oxford
-
hvitiriddarinn
-
golli
-
ingo
-
ibb
-
nonniblogg
-
jorunnfrimannsdottir
-
skruddan
-
maggaelin
-
olafur23
-
otti
-
sigurdurkari
-
sjalfstaedi
-
saethorhelgi
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
vibba
-
villithor
-
thorsteinn
-
hnefill