Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

Verndun húsa og nýr meirihluti

Á borgarstjórnarfundi í dag fór Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstćđismanna vel yfir ţann farsa sem hefur einkennt vinnubrögđ nýs meirihluta í Reykjavík vegna húsa viđ Laugaveg 4-6.

Ţessi farsi einkennist fyrst og fremst af ósćtti í nýjum meirihluta Samfylkingar, Vinstri grćnna, Framsóknarflokks og flokks Frjálslynda.   Samfylkingin er klofin í málinu, sumir vilja flytja húsin, sumir vilja friđa og sumir vilja breyta skipulagi.  Vinstri grćnir hafa skipt um skođun frá ţví ađ ţeir samţykktu deiliskipulag Laugavegsins á síđasta kjörtímabili og vilja nú friđa húsin, Frjálslyndir eru mjög skýrir og vilja friđa öll húsin á Laugavegi en Framsóknarflokkurinn vill rífa húsin.

Ţetta er kjarni málsins.  Nýr meirihluti í Reykjavík er ekki sammála um hvađ eigi ađ gera viđ ţau.   Nú bíđur meirihlutinn eftir niđurstöđu menntamálaráđherra en hefur samt ekki fundiđ sér skýra stefnu.   Enn er líka óljóst hvađ gerist ef ráđherra friđar húsin, ţ.e. hver er skađabótaskyldur og hver framtíđ Laugavegarins er og hvort ađ ríkisstjórn er ţarna komin međ skipulagsvald í sveitarfélögum.  Og ef ađ ráđherra ákveđur ađ friđa ekki húsin, hvađ ćtlar ţá nýr borgarstjórnarmeirihluti ađ gera?  Ćtlar hann ađ breyta deiliskipulagi og lćkka húsin?  Ćtlar hann ađ flytja húsin í Hljómskálagarđinn?  Ćtlar hann ađ kaupa aftur reitinn af verktökum?   Ţessum spurningum er ekki svarađ af ţví ađ meirihlutinn er ekki sammála.

Nokkrar spurningar vakna sem tengjast ţessu.   Vćri nýr borgarstjóri svona rólegur ef húsafriđunarnefnd vćri ađ friđa hús sem meirihlutinn vćri sammála um ađ ćtti ađ rífa?   Eru landsmenn allir tilbúnir til ađ láta ríkiđ greiđa skađabćtur úr sjóđi skattgreiđenda upp á hundruđi milljóna fyrir Laugaveg 4-6?  Hvađ međ restina af Laugavegi og deiliskipulagiđ í heild, erum viđ ađ sjá svona farsa endurtaka sig međ ţeim afleiđingum ađ verktakar og eigendur hlaupa beint í ađra kosti?  Og ađ lokum, Björn Ingi Hrafnsson sleit meirihlutasamstarfi viđ Sjálfstćđisflokkinn vegna ósćttis flokksins í REI málinu.   Af hverju ćtli hann slíti ekki núna, ţegar ósćttiđ er ekki bara sýnilegt heldur ekki sćttanlegt?

 

 


Forgangsröđun fyrir börn (Frbl. 10.01.08)

Ţessa dagana er glćnýr meirihluti í borgarstjórn ađ rífast. Meirihlutinn er ađ rífast um gömul hús sem sannarlega eiga sér mikla sögu og verđmćti. Ţessi sami ósamstćđi meirihluti tók hins vegar ákvörđun um ađ húsin skyldu hverfa fyrir nokkrum árum ţegar R-listinn var viđ völd. En nú telja ţessir sömu ađilar eđlilegt ađ skipta um skođun, skođun sem gćti kostađ útsvarsgreiđendur 600 milljónir eđa jafnvel meira.

Foreldrar skrifa mér reiđir ţessa dagana vegna umfjöllunar um húsafriđun og telja forgangsröđun borgarfulltrúa ótrúlega. Nýr meirihluti sem ekki enn hefur sett fram málefnasamning hefur ţó sagst ćtla ađ setja ţjónustu viđ börn í öndvegi. Ţrátt fyrir ađgerđir fyrri meirihluta og núverandi meirihluta fyrir áramót vantar hátt í tvöhundruđ starfsmenn, eđa á helming leikskóla í Reykjavík. Enn vantar umsjónarkennara í grunnskóla borgarinnar. Enn vantar ađ manna frístundaheimili.   Stóru orđin voru ekki spöruđ hjá borgarfulltrúum meirihlutans ţegar ţeir voru í minnihluta.   Ţrúgandi ţögn um vandann er hins vegar áberandi núna ţegar sömu borgarfulltrúarnir eru komnir í meirihluta.

Ekki skortir umfjöllunina um Laugaveg 4-6 undanfarna daga og ótrúlegasta fólk er fariđ ađ tjá sig og sýna málinu skilning og stuđning.  Foreldrar eiga erfiđara međ ađ tjá sig enda hafa ţeir áhyggjur af ţví ađ reiđi ţeirra um ástandiđ bitni á ţeirra eigin börnum.  Foreldrar sem eru alla daga ađ koma börnum sínum fyrir hjá vinum og vandamönnum, taka ţau í vinnu eđa fresta ţví ađ fara ađ vinna eftir fćđingarorlof hljóta ađ spyrja sig hvađa forgangsröđun borgin hafi ađ leiđarljósi.  Foreldrar eiga sér ekki sterka talsmenn.  Ţví spyr ég borgarstjórann í Reykjavík fyrir hönd foreldra hver sé forgangsröđunin hjá nýjum meirihluta í málefnum barna? 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband