Miðvikudagur, 21. júní 2006
Gagnrýni stjórnar leikskólakennara í Reykjavík
Leikskólakennarar í Reykjavík hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir gagnrýna ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að skipta menntaráði upp í tvö ráð fyrir leik- og grunnskóla. Mér þykir miður að þeir hefji samstarfið svona án þess að hafa samband við mig eða Júlíus til að fá nánari upplýsingar um markmið okkar. Ályktunin dregur fram forsendur gagnrýninnar sem fela í sér að þetta sé yfirlýsing um að fallið sé frá því markmiði að tengja saman leikskóla og grunnskóla.
Þetta er fjarri lagi. Mér þykir afar leitt að kennarar treysti ekki betur hugmyndum okkar um leikskólastigið og þeim metnaðarfullu tillögum sem lagðar voru fram í kosningabaráttunni varðandi skólamál. Ég get ekki séð af hverju ekki er hægt að vinna áfram að góðri uppbyggingu og verkefnum án þess að kennarar hafi miklar skoðanir á skipulagi stjórnkerfisins. Ég hef sagt við þá sem hafa velt þessu fyrir sér að ég sjái ekki betur en að ég fái tækifæri til að auka snerpu og fjölga málum sem hægt er að vinna að. Í nýjustu ályktun félags leikskólakennara er skýrt kveðið á um mörg verkefni sem enn á eftir að vinna að til að bæta umhverfi og aðbúnað leikskólans.
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hugsa sér stóra hluti er varða leiksskólastigið og aðra þjónustu við yngstu börnin. Ákvörðunin um að skipta menntaráði upp er tekin annars vegar út frá þeim mörgu og mikilvægu verkefnum sem flokkarnir hafa sett á oddinn á kjörtímabilinu til að bæta þjónustu við yngstu Reykvíkingana og hins vegar vegna fenginnar reynslu í menntaráði þar sem málefni yngstu barnanna hafa fengið of litla umfjöllun í mjög svo stóru fagráði.
Þetta er fjarri lagi. Mér þykir afar leitt að kennarar treysti ekki betur hugmyndum okkar um leikskólastigið og þeim metnaðarfullu tillögum sem lagðar voru fram í kosningabaráttunni varðandi skólamál. Ég get ekki séð af hverju ekki er hægt að vinna áfram að góðri uppbyggingu og verkefnum án þess að kennarar hafi miklar skoðanir á skipulagi stjórnkerfisins. Ég hef sagt við þá sem hafa velt þessu fyrir sér að ég sjái ekki betur en að ég fái tækifæri til að auka snerpu og fjölga málum sem hægt er að vinna að. Í nýjustu ályktun félags leikskólakennara er skýrt kveðið á um mörg verkefni sem enn á eftir að vinna að til að bæta umhverfi og aðbúnað leikskólans.
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hugsa sér stóra hluti er varða leiksskólastigið og aðra þjónustu við yngstu börnin. Ákvörðunin um að skipta menntaráði upp er tekin annars vegar út frá þeim mörgu og mikilvægu verkefnum sem flokkarnir hafa sett á oddinn á kjörtímabilinu til að bæta þjónustu við yngstu Reykvíkingana og hins vegar vegna fenginnar reynslu í menntaráði þar sem málefni yngstu barnanna hafa fengið of litla umfjöllun í mjög svo stóru fagráði.
Miðvikudagur, 14. júní 2006
Tími til að hefjast handa
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn (B og D listi) hafa tekið við ráðhúsinu í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar og Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs.
Ég er dauðfegin að ferli samninga og skipulags nefnda er lokið í borginni. Svona tímabil tekur alltaf á liðsheildina. Ég er viss um að þetta hefur verið eitt erfiðasta verkefni nýs borgarstjóra enda margar ólíkar kröfur til staðar frá borgarfulltrúum og samstarfsflokki. En nú er þetta allt í höfn og nóg að gera. Þegar líður á kjörtímabiliðð munum við svo þurfa á fleiru góðu fólki að halda til að starfa fyrir okkur í nefndum og ráðum.
Ég er mjög ánægð með mitt hlutskipti. Ég fæ að takast á við spennandi og aðkallandi málefni leikskólabarna og ekki síst einmitt barna sem eru ekki komin með aldur til að fara í leikskóla. Það er spennandi að fá að móta nýtt svið og tengja leik- og grunnskóla betur saman. Leikskólinn er að mínu mati skólastig 21. aldarinnar og þarf að fá sitt vægi innan borgarkerfisins. Það er leikur einn að hafa gott samstarf grunnskólaráðs og leikskólaráðs áfram. Þetta stig er mótandi fyrir alla litlu Reykvíkingana sem við kappkostum að líði vel og þroskist þar til grunnskólanám tekur við. Ég hef alltaf sagt að grunnskólinn þurfi að læra miklu meira af leikskólanum.
Það erum mýmargar hugmyndir að formast í kollinum á mér varðandi þetta þroskastig sem við sinnum svo ágætlega. Ég er menntunð í þessum fræðum, BA ritgerðin mín fjallaði um ,,Children´s theory of belief?. Þýðing þessa titils er aðeins flóknari en virðist í fyrstu en ritgerðin fjallar um þá þroskabreytingu sem á sér stað um 3-5 ára aldur þegar börn fara að átta sig á því að aðrir gætu haft ólíkar skoðanir eða þekkingu á þeirra reynslu eða umhverfi. Þetta á til dæmis við breytingu heilans sem endurspeglast þegar börn sjá að hús hafa ekki líf eða augu og raunveruleikinn verður miklu hólfaðri en í ímyndun þeirra. Í M.Ed. náminu mínu vann ég svo með prófessor Meltzoff sem er víðfrægur prófessor í ungbarnafræðum. Hann er þekktastur fyrir að eiga mynd af sér í hverri einustu almennri sálfræðibók sem kennd er um þroska barna. Myndin er af honum að ulla á nýfætt barn en hann er einmitt þekktur fyrir hversu mikið er lært og hversu mikið er meðfætt hjá ungabörnum. (Hann sannaði semsagt að börn geta hermt eftir manni 40 tíma gömul. Þessi staðreynd fellur undir kenningar hans um að hermun sé meðfædd).
Í borginni er ég að auki aðalmaður í umhverfisnefnd sem mun fljótlega fá heitið samgöngu- og umhverfisnefnd, formaður hverfisráðs Háaleitis, og er fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó. Ég hlakka til að byrja og fæ vonandi skrifstofu í dag við Tjarnargötuna.
Ég er dauðfegin að ferli samninga og skipulags nefnda er lokið í borginni. Svona tímabil tekur alltaf á liðsheildina. Ég er viss um að þetta hefur verið eitt erfiðasta verkefni nýs borgarstjóra enda margar ólíkar kröfur til staðar frá borgarfulltrúum og samstarfsflokki. En nú er þetta allt í höfn og nóg að gera. Þegar líður á kjörtímabiliðð munum við svo þurfa á fleiru góðu fólki að halda til að starfa fyrir okkur í nefndum og ráðum.
Ég er mjög ánægð með mitt hlutskipti. Ég fæ að takast á við spennandi og aðkallandi málefni leikskólabarna og ekki síst einmitt barna sem eru ekki komin með aldur til að fara í leikskóla. Það er spennandi að fá að móta nýtt svið og tengja leik- og grunnskóla betur saman. Leikskólinn er að mínu mati skólastig 21. aldarinnar og þarf að fá sitt vægi innan borgarkerfisins. Það er leikur einn að hafa gott samstarf grunnskólaráðs og leikskólaráðs áfram. Þetta stig er mótandi fyrir alla litlu Reykvíkingana sem við kappkostum að líði vel og þroskist þar til grunnskólanám tekur við. Ég hef alltaf sagt að grunnskólinn þurfi að læra miklu meira af leikskólanum.
Það erum mýmargar hugmyndir að formast í kollinum á mér varðandi þetta þroskastig sem við sinnum svo ágætlega. Ég er menntunð í þessum fræðum, BA ritgerðin mín fjallaði um ,,Children´s theory of belief?. Þýðing þessa titils er aðeins flóknari en virðist í fyrstu en ritgerðin fjallar um þá þroskabreytingu sem á sér stað um 3-5 ára aldur þegar börn fara að átta sig á því að aðrir gætu haft ólíkar skoðanir eða þekkingu á þeirra reynslu eða umhverfi. Þetta á til dæmis við breytingu heilans sem endurspeglast þegar börn sjá að hús hafa ekki líf eða augu og raunveruleikinn verður miklu hólfaðri en í ímyndun þeirra. Í M.Ed. náminu mínu vann ég svo með prófessor Meltzoff sem er víðfrægur prófessor í ungbarnafræðum. Hann er þekktastur fyrir að eiga mynd af sér í hverri einustu almennri sálfræðibók sem kennd er um þroska barna. Myndin er af honum að ulla á nýfætt barn en hann er einmitt þekktur fyrir hversu mikið er lært og hversu mikið er meðfætt hjá ungabörnum. (Hann sannaði semsagt að börn geta hermt eftir manni 40 tíma gömul. Þessi staðreynd fellur undir kenningar hans um að hermun sé meðfædd).
Í borginni er ég að auki aðalmaður í umhverfisnefnd sem mun fljótlega fá heitið samgöngu- og umhverfisnefnd, formaður hverfisráðs Háaleitis, og er fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó. Ég hlakka til að byrja og fæ vonandi skrifstofu í dag við Tjarnargötuna.
Fimmtudagur, 8. júní 2006
Ráðhúsið
Það tók smá tíma að jafna sig eftir kosningar. Vinnan beið og mörg verkefni sem höfðu setið á hakanum. Nú glittir hins vegar í að sjálfstæðismenn fái lyklana af ráðhúsinu og Vilhjálmur skipti um skrifstofu. Þetta hefur verið fjarlægur draumur í langan tíma og ég held að margir átti sig ekki á því að loksins getum við farið að breyta og bæta út frá hugmyndum sjálfstæðismanna. Á þriðjudaginn verður borgarstjórnarfundur þar sem skipað verður í nefndir og ráð borgarinnar. Þriðjudagurinn 13. júní verður því sögulegur þriðjudagur í mínu lífi að minnsta kosti.
Ég þekki ekki til Björns Inga og hlakka til að kynnast honum. Það verður ansi lágur meðalaldur (rétt tæplega 40 ár) í borgarstjórnarflokksmeirihlutanum og líklega koma með okkur nýjar hefðir og ný vinnubrögð. Ég hlakka til að taka til hendinni og koma hugmyndum okkar í framkvæmd. Það er kominn tími til.
Ég þekki ekki til Björns Inga og hlakka til að kynnast honum. Það verður ansi lágur meðalaldur (rétt tæplega 40 ár) í borgarstjórnarflokksmeirihlutanum og líklega koma með okkur nýjar hefðir og ný vinnubrögð. Ég hlakka til að taka til hendinni og koma hugmyndum okkar í framkvæmd. Það er kominn tími til.
Föstudagur, 26. maí 2006
Borgarstjóri breytir um stefnu
Í kvöld birtist á RÚV frétt um að borgarstjóri hefði áhyggjur af Úlfljótsvatnsmálinu svokallaða. Það er áhugavert að nú fyrst hafi Steinunn skoðun á málinu því að Samfylkingin í Reykjavík hefur samþykkt málið frá upphafi, síðast í síðustu viku á stjórnafundi OR. Í fréttinni kemur fram að Steinunn vilji byggð á þessu svæði en ekki svona þétt. Það sem hún veit líklega ekki er að 600 húsa byggð er akkúrat talan sem þarf af húsum til að verkefni beri arð. Hún veit líklega heldur ekki að nú þegar er búið að selja landið inn í einkahlutafélag og skv. samþykktum félagsins lækkar hlutur OR í félaginu ef að færri hús verða byggð.
Flott að kíkja á málið þegar það er of seint Steinunn!
Flott að kíkja á málið þegar það er of seint Steinunn!
Föstudagur, 26. maí 2006
Borgarstjóri breytir um stefnu
Í kvöld birtist á RÚV frétt um að borgarstjóri hefði áhyggjur af Úlfljótsvatnsmálinu svokallaða. Það er áhugavert að nú fyrst hafi Steinunn skoðun á málinu því að Samfylkingin í Reykjavík hefur samþykkt málið frá upphafi, síðast í síðustu viku á stjórnafundi OR. Í fréttinni kemur fram að Steinunn vilji byggð á þessu svæði en ekki svona þétt. Það sem hún veit líklega ekki er að 600 húsa byggð er akkúrat talan sem þarf af húsum til að verkefni beri arð. Hún veit líklega heldur ekki að nú þegar er búið að selja landið inn í einkahlutafélag og skv. samþykktum félagsins lækkar hlutur OR í félaginu ef að færri hús verða byggð.
Flott að kíkja á málið þegar það er of seint Steinunn!
Flott að kíkja á málið þegar það er of seint Steinunn!
Fimmtudagur, 25. maí 2006
Biðin styttist
Spennan eykst með hverjum deginum og biðin eftir laugardeginum
er að verða búin. Ég hlakka mikið til kosninganæturinnar og mig grunar að spennan haldist langt fram eftir nóttu. Umræða oddvita listana á NFS var ágæt í kvöld þó að ég skólamanneskjan blóti því alltaf að ekki sé verið að ræða um önnur málefni en hús og flugvelli. Mér finnst óskiljanlegt að skólamál til dæmis séu aldrei á dagskrá. Fréttablaðið var með mýmargar spurningar til frambjóðenda í blaðinu í dag og ekki eina spurningu um skólamál. Samt er mest aðkallandi fyrir framtíð landsins að leik- og grunnskólar séu á heimsmælikvarða.
Er fólk svona hrætt við að hafa ólíkar skoðanir á skólamálum af því að allir eru pólitískt réttþenkjandi eða erum við enn í að byggja landið með steypu?
Ég er með margar spurningar um skólamál sem ég hefði viljað fá svar við frá R-listanum. Til dæmis hvort að menntasvið ætli áfram að stefna að því að gera skóla veggjalausa, hvaða úrræði þeir ætli að veita börnum með hegðunarvanda (og foreldrum þeirra), hvort að skólastjórar þurfi að hafa sérdeildir í skólunum sínum eður ei, hvort að bráðgerum börnum sé boðin sérstök þjónusta eins og þeim sem eru með sértæka erfiðleika í skólum, hvort ekki eigi að aðstoða sérstaklega skóla sem eru í erfiðari hverfum eða með hlutfallslega hátt hlutfall af börnum sem þurfa sérstaka aðstoð, hvernig mat á skólastarfi fer fram og hvort að foreldrar eigi áfram (sem ófaglærðir skólamenn) að stýra skólunum að ofan fremur en sem hjálparkokkur kennarans um betra skólastarf.
Allar þessar spurningar verða að verkefnum til að leysa ef vel gengur á laugardaginn. Ég vona að Reykvíkingar kjósi breytingar - því skólarnir eru grunnurinn að því samfélagi sem við byggjum.

Er fólk svona hrætt við að hafa ólíkar skoðanir á skólamálum af því að allir eru pólitískt réttþenkjandi eða erum við enn í að byggja landið með steypu?
Ég er með margar spurningar um skólamál sem ég hefði viljað fá svar við frá R-listanum. Til dæmis hvort að menntasvið ætli áfram að stefna að því að gera skóla veggjalausa, hvaða úrræði þeir ætli að veita börnum með hegðunarvanda (og foreldrum þeirra), hvort að skólastjórar þurfi að hafa sérdeildir í skólunum sínum eður ei, hvort að bráðgerum börnum sé boðin sérstök þjónusta eins og þeim sem eru með sértæka erfiðleika í skólum, hvort ekki eigi að aðstoða sérstaklega skóla sem eru í erfiðari hverfum eða með hlutfallslega hátt hlutfall af börnum sem þurfa sérstaka aðstoð, hvernig mat á skólastarfi fer fram og hvort að foreldrar eigi áfram (sem ófaglærðir skólamenn) að stýra skólunum að ofan fremur en sem hjálparkokkur kennarans um betra skólastarf.
Allar þessar spurningar verða að verkefnum til að leysa ef vel gengur á laugardaginn. Ég vona að Reykvíkingar kjósi breytingar - því skólarnir eru grunnurinn að því samfélagi sem við byggjum.
Laugardagur, 20. maí 2006
Mennta hvað?
Menntaskemmtigarður er nýja slagorðið hjá Samfylkingunni. Á heimasíðu Samfylkingarinnar (og á www.reykjavik.is) er frétt um samning sem borgarstjóri hefur gert um þróun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Þar kemur fram að borgin hafi breytt deiliskipulagi í Laugardalnum svo hægt sé að byggja upp eins konar menntaskemmtigarð (vísindagarð, sjávardýrasafn, garða, IMAX sýningarhús, barnasali fyrir barnamyndir og leiksýningar, fræðsluaðstöðu, starfsmannaaðstöðu, sýningarsali, leiksvæði, húsnæði fyrir dýr og ýmsa aðra starfsemi.
Þetta lyktar svo af kosningabrellu að það er næstu hlægilegt. Það fyrsta sem maður tekur eftir að í ,,samningakeðjunni" eru auk borgarstjóra Dagur B. og framkvæmdastjóri ÍTR. Enginn úr Vinstri grænum eða Framsókn. Hvergi kemur fram að R-listinn hafi skrifað undir þetta samkomulag. Hvergi kemur fram hvað samningurinn kostar. Hvergi kemur fram hvað íbúar Laugardalsins segja um þessa risa uppbyggingu á það litla svæði sem er nú grænt í Laugardalnum. Hvergi kemur fram hver á að kosta eitt stykki vísindasafn, hvað þá annað. Hvað segja borgarbúar sem búa ekki eins og Steinunn Valdís, þ.e. í Laugardalnum? Er ekkert kominn tími á að laga skólalóðir og umhverfi skóla í Breiðholti frekar en að ganga í byggja menntaskemmtigarð? Þær hugmyndir sem nú liggja fyrir um vísindasafn kosta um 300 milljónir á ári - fyrir utan fasteignakostnað!
Og hvað gera fjölmiðlar við fréttina? Spyrja ekki að neinu sem gæti varpað ljósi á þessa kosningabrellu.
Þetta lyktar svo af kosningabrellu að það er næstu hlægilegt. Það fyrsta sem maður tekur eftir að í ,,samningakeðjunni" eru auk borgarstjóra Dagur B. og framkvæmdastjóri ÍTR. Enginn úr Vinstri grænum eða Framsókn. Hvergi kemur fram að R-listinn hafi skrifað undir þetta samkomulag. Hvergi kemur fram hvað samningurinn kostar. Hvergi kemur fram hvað íbúar Laugardalsins segja um þessa risa uppbyggingu á það litla svæði sem er nú grænt í Laugardalnum. Hvergi kemur fram hver á að kosta eitt stykki vísindasafn, hvað þá annað. Hvað segja borgarbúar sem búa ekki eins og Steinunn Valdís, þ.e. í Laugardalnum? Er ekkert kominn tími á að laga skólalóðir og umhverfi skóla í Breiðholti frekar en að ganga í byggja menntaskemmtigarð? Þær hugmyndir sem nú liggja fyrir um vísindasafn kosta um 300 milljónir á ári - fyrir utan fasteignakostnað!
Og hvað gera fjölmiðlar við fréttina? Spyrja ekki að neinu sem gæti varpað ljósi á þessa kosningabrellu.
Laugardagur, 20. maí 2006
Vika til stefnu
Skoðanakannanir fara að streyma inn og spennan er að magnast. Könnun á fimmtudaginn, könnun á morgun og svo á hverjum degi til kosninga. Ég viðurkenni að mér finnst ótrúlega gaman á þessum tímapunkti þó maður sé úrvinda. Ég er þreytt en er samt með tilhlökkun í maganum þannig að þreytan angrar ekkert. Í dag vorum við Sif og Áslaug og Hanna saman meirihluta dagsins. Fyrst fylltum við bílinn hennar Áslaugar af vatni, mintum, blöðrum og bæklingum. Þá var farið á fjölskylduhátíð í Fossvogsskóla þar sem synir mínir voru. Næst fórum við í Laugardalinn þar sem ekki var hægt að leggja fyrir ótrúlegum fjölda bifreiða. Við vorum nú ekkert að örvænta, fórum upp á kant og buðum M12 áskrifendum vatn og mintur inn um rúðurnar á bílunum. Það var ótrúlegur fjöldi þarna. Næst fórum við Sif í Réttó sem hélt upp á 50 ára afmælið sitt í dag. Svo var það fjölskylduhátíð flokksins í Grafarholti og síðan lá leiðin í Kringluna. Þokkaleg yfirferð og alls staðar var okkur vel tekið.
Á morgun förum við frambjóðendur að hringja. Sérstaklega þarf að minna fólk á utankjörstaðakosningar því að okkur grunar að margir ætli að taka sér frí á föstudaginn og skella sér út úr bænum. En, þar sem yfirvofandi er spennandi kosninganótt getur líka verið að margir velji að vera í bænum. Sjáum til. Ég minni þó þá sem eru óvissir að utankjörstaðakosning fer fram í Laugardalshöll frá 10-22 alla daga.
Á morgun förum við frambjóðendur að hringja. Sérstaklega þarf að minna fólk á utankjörstaðakosningar því að okkur grunar að margir ætli að taka sér frí á föstudaginn og skella sér út úr bænum. En, þar sem yfirvofandi er spennandi kosninganótt getur líka verið að margir velji að vera í bænum. Sjáum til. Ég minni þó þá sem eru óvissir að utankjörstaðakosning fer fram í Laugardalshöll frá 10-22 alla daga.
Miðvikudagur, 17. maí 2006
Samgöngur R-listans
Ég held ég hafi ekki verið eins hissa lengi eins og í gær þegar ég sá kjarna samgöngustefnu R-listans til næstu ára. Þar ætlar borgin að setja upp gjaldtöku á bílastæðum stofnana og skóla borgarinnar. Hvaða ótrúlega hugmynd er þetta hjá flokkum sem eru nýbúnir að státa sig af því að bæta kjör þeirra lægst launuðu.
Upp vakna spurningar um hvernig gjaldskyldan eigi sér stað. Líklegast er talið að borgin bjóði starfsfólki kjör sem eru sambærileg eða til jafns við sólarhringsgjöld í bílastæðahúsunum í Reykjavík (4000-9600 á mánuði). Líklegast er að þetta fari eftir framboði og eftirspurn. Þetta þýðir að í besta falli þurfi leikskólakennari sem velur að fara á bílnum sínum í vinnuna að greiða 48.000 kr. í bílastæðagjöld á ári vegna vinnu. Er þetta hægt?
Á stjórnarfundi OR í dag lögðum við Sjálfstæðismenn fram fyrirspurn um hvort að OR ætli að leggja bílastæðagjöld á eins og stefna borgarinnar gerir nú ráð fyrir. Uppi varð fótur og fit og greinilegt að stjórnarmenn í meirihluta og forstjóri voru ekki búnir að ráðfæra sig um þessa nýju stefnu. Ég hlakka til að heyra hvernig fyrirtæki borgarinnar hyggjast innleiða þessa gjaldskyldu.
Upp vakna spurningar um hvernig gjaldskyldan eigi sér stað. Líklegast er talið að borgin bjóði starfsfólki kjör sem eru sambærileg eða til jafns við sólarhringsgjöld í bílastæðahúsunum í Reykjavík (4000-9600 á mánuði). Líklegast er að þetta fari eftir framboði og eftirspurn. Þetta þýðir að í besta falli þurfi leikskólakennari sem velur að fara á bílnum sínum í vinnuna að greiða 48.000 kr. í bílastæðagjöld á ári vegna vinnu. Er þetta hægt?
Á stjórnarfundi OR í dag lögðum við Sjálfstæðismenn fram fyrirspurn um hvort að OR ætli að leggja bílastæðagjöld á eins og stefna borgarinnar gerir nú ráð fyrir. Uppi varð fótur og fit og greinilegt að stjórnarmenn í meirihluta og forstjóri voru ekki búnir að ráðfæra sig um þessa nýju stefnu. Ég hlakka til að heyra hvernig fyrirtæki borgarinnar hyggjast innleiða þessa gjaldskyldu.
Sunnudagur, 14. maí 2006
Reykviskir kvenleiðtogar
Það var óneitanlega ánægjulegt að líta yfir fullan sal af konum á Grand hótel í dag á Leiðtoganámskeiði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þarna voru samankomnar hátt í 300 konur til að hlýða saman á frábæra fyrirlesara um leiðtogafræði, tengslanet, og aðferðir til að hugsa stórt og hugsa öðruvísi. Ásdís Halla reið á vaðið, síðan Sigríður Snævarr, þá Auður Eir, Hulda Dóra og Guðfinna rektor HR. Allar með frábæra fyrirlestra og það mun taka þó nokkurn tíma að melta allt það sem þarna kom fram.
Það er alveg magnað hvað konur eru miklar hópsálir. Við söfnumst saman í stórum hópum og þrífumst vel á svona fundum eins og sá sem haldinn var í dag. En stundum finnst mér eins og við séum bara frekar og ákveðnar á heimilunum. Þurfa konur ekki að taka þá ráðdeild og það skipulag sem flestar stjórna heima við og nýta betur á vinnumarkaðinum. Þurfum við ekki að gefa meira eftir heima við og hætta að vera með fullkomnunaráráttu um að allt þurfi að ganga upp. Eða gefa meira eftir á vinnumarkaði. Allir fyrirlesararnir voru að minnsta kosti sammála um eitt - að sú kona finnist ekki þar sem allt gengur fullkomnlega hjá. Hættum því að leika þann leik og gerum okkur grein fyrir að það er ekki hægt að vera alls staðar, með fínt heimili og fljúgandi flott djobb án þess að eitthvað bresti. Setjum okkur markmið í vinnu, leik og fjölskyldu og höfum þau raunhæf til að þau gangi saman.
Ánægjulegur dagur í dag. Nú er ég samt orðin frekar lúin og ætla snemma í háttinn. Góða nótt.
Það er alveg magnað hvað konur eru miklar hópsálir. Við söfnumst saman í stórum hópum og þrífumst vel á svona fundum eins og sá sem haldinn var í dag. En stundum finnst mér eins og við séum bara frekar og ákveðnar á heimilunum. Þurfa konur ekki að taka þá ráðdeild og það skipulag sem flestar stjórna heima við og nýta betur á vinnumarkaðinum. Þurfum við ekki að gefa meira eftir heima við og hætta að vera með fullkomnunaráráttu um að allt þurfi að ganga upp. Eða gefa meira eftir á vinnumarkaði. Allir fyrirlesararnir voru að minnsta kosti sammála um eitt - að sú kona finnist ekki þar sem allt gengur fullkomnlega hjá. Hættum því að leika þann leik og gerum okkur grein fyrir að það er ekki hægt að vera alls staðar, með fínt heimili og fljúgandi flott djobb án þess að eitthvað bresti. Setjum okkur markmið í vinnu, leik og fjölskyldu og höfum þau raunhæf til að þau gangi saman.
Ánægjulegur dagur í dag. Nú er ég samt orðin frekar lúin og ætla snemma í háttinn. Góða nótt.
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
-
kjartanvido
-
olofnordal
-
fridjon
-
andres
-
astamoller
-
gaflari
-
ragnhildur
-
birkire
-
doggpals
-
stebbifr
-
jarnskvisan
-
herdis
-
ea
-
doj
-
godsamskipti
-
arndisthor
-
audbergur
-
audureva
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
dullur
-
bryn-dis
-
jaxlinn
-
erla
-
uthlid
-
grettir
-
gudfinna
-
hildurhelgas
-
kolgrimur
-
hlodver
-
oxford
-
hvitiriddarinn
-
golli
-
ingo
-
ibb
-
nonniblogg
-
jorunnfrimannsdottir
-
skruddan
-
maggaelin
-
olafur23
-
otti
-
sigurdurkari
-
sjalfstaedi
-
saethorhelgi
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
vibba
-
villithor
-
thorsteinn
-
hnefill