Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

Aukiđ val um námsgögn (grein í Mbl. 24.12)

Hljóđlát bylting á sér stađ í grunnskólum landsins ţessa dagana. Á grundvelli nýrra laga um námsgögn er Menntamálaráđuneytiđ í fyrsta sinn ađ fćra til grunnskóla landsins fjármagn til námsgagnakaupa sem skólarnir velja sér sjálfir. Nú fćr hver og einn grunnskóli, til viđbótar viđ sinn kvóta, hjá Námsgagnastofnun fé til innkaupa á námsgögnum út frá ţörfum skólans og hugmyndafrćđilegri stefnu.

Breyting í kjölfar nýrra laga

Ný lög um námsgögn voru samţykkt á vorţingi 2007. Markmiđ laganna sem samţykkt voru á vorţingi 2007 er ađ tryggja frambođ og fjölbreytileika námsgagna í samrćmi viđ ţarfir nemenda og skóla. Lögin gera ráđ fyrir ađ starfsemi Námsgagnastofnunar haldist svo til óbreytt. Ađ auki er kveđiđ á um námsgagnasjóđ sem hefur ţađ hlutverk ađ leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í ţví augnamiđi ađ tryggja og auka val ţeirra um námsgögn. Međ námsgagnasjóđi er brotiđ blađ í sögu námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla en ríkiđ hefur eitt séđ um útgáfu námsgagna frá 1936. Framlag til námsgagnasjóđs er ákveđiđ í fjárlögum ár hvert. Á ţessu ári er búiđ ađ greiđa samtals 100 milljónir og í framtíđinni verđur greitt úr námsgagnasjóđi í maí ár hvert. Ráđstöfun á ţessu fé er til kaupa á námsgögnum frá lögađilum og eiga námsgögnin ađ samrýmast markmiđum ađalnámskrár. Fjármunir úr námsgagnasjóđi mega flytjast milli ára hjá hverjum og einum grunnskóla.

Aukiđ val út frá sýn kennara og skóla

Námsgögn grunnskóla hafa hingađ til veriđ einsleit enda hefur Námsgagnastofnun ekki haft mikiđ svigrúm miđađ viđ fjárframlög síđustu ára. Í raun hafa stjórnendur Námsgagnastofnunar unniđ ţrekvirki í útgáfu námsgagna fyrir börn ţrátt fyrir miklar breytingar á námskrám og sinnt ţörfum skóla á hagkvćman hátt. Ţađ er hins vegar löngu tímabćrt í ljósi stefnumarkandi ákvarđana skóla, sveitarfélaga og löggjafa ađ skólar fái meira svigrúm til ađ kaupa inn ţau námsgögn sem ţeim henta og geti valiđ úr fjölbreyttu efni frá ólíkum lögađilum, ţ.m.t. Námsgagnastofnunar. Nú er vonin ađ hinir ýmsu lögađilar, útgefendur skólaefnis og jafnvel fyrirtćki kennara kynni vinnu sína fyrir skólum landsins og auki ţannig val og ábyrgđ kennara sjálfra á ţví kennsluefni sem notađ er. 


Gleđilega hátíđ

Gleđileg jól til ykkar allra.  Ég vona ađ ađfangadagur og jóladagur hafi veriđ sem hátíđlegastur og samvera viđ ćttingja og vini sem mest og best.  

Ađ sama skapi vil ég ţakka öllu lesendum fyrir áriđ sem er ađ líđa og óska öllu gleđilegs nýs árs. 


Ekki góđar fréttir

Ţetta lítur ekki nćgilega vel út.   Ísland virđist falla talsvert í lesskilningi frá fyrri könnunum og stćrđfrćđi ţó ekki eins mikiđ.    Viđ erum í miđjumođinu í öllum ţremur greinum en einna  verst í náttúrufrćđi.   Í ljós kemur ađ mikil tilfćrsla er á góđum nemendum, ţ.e. nemendum sem eru á hćfnisstigi 5 og 6 ţannig ađ viđ fjölgum ţeim nemendum sem eru í međalhćfnisţrepum eđa ţeim verstu.   Mér sýnist ţau lönd sem hafa bćtt sig einmitt hafa gert hiđ gagnstćđa, einbeitt sér ađ ţví ađ styrkja ţá nemendur sem ađ eru í međalhópnum og bćtt frammistöđu ţeirra.

Ţetta kallar á mikla endurskođun á málinu og ég hugsa ađ ég rćđi ţetta á borgarstjórnarfundi á eftir.  Ţetta kallar á meiri upplýsingar um árangur, akkúrat ţađ sem viđ Sjálfstćđismenn vildu í síđasta meirihluta fara ađ gera meira af.   Einnig kemur inn í ţessa umrćđu agamál, skóli án ađgreiningar og opin kennslurými sem ég persónulega tel vera mikiđ álag fyrir kennara.

Sveitarfélög hafa nú rekiđ grunnskólana í áratug og ţví ágćt reynsla komin.  Ţađ eru mikil vonbrigđi ađ frá 2000 hafi stađa Íslands dalađ samfara ţessum uppbyggingartíma.  Ég fagna ţví ađ ráđherra ćtli ađ fá viđbrögđ allra í skólaumhverfinu, nú ţurfa foreldrar, kennara, sveitarfélög og pólitíkusar ađ líta í eigin barm og skođa hvađ ţarf ađ gera.   Eftir ţrjú ár verđum viđ ađ hćkka okkur í ţessari könnun.  Ţađ er ţađ eina sem er kýrskýrt í mínum huga.


mbl.is PISA-könnun vonbrigđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband