Bloggfćrslur mánađarins, desember 2006

Greiđslur auknar til dagforeldra

Framlög til dagforeldra aukast um 32% 1. janúar 2007.

Ţann 1. janúar 2007 eykst framlag Leikskólasviđs Reykjavíkurborgar međ börnum hjá dagforeldrum um 32%. Markmiđiđ međ ţví ađ auka framlag til dagforeldra er fyrst og fremst ađ lćkka kostnađ foreldra sem nýta sér ţjónustu dagforeldra en einnig ađ tryggja grundvöll fyrir ţjónustunni, ţ.e. ađ ţjónusta dagforeldra verđi áfram til stađar í borginni.

Borgarstjórn samţykkti breytingartillögu leikskólaráđs á fjárhagsáćtlun 19. desember sl. ţar sem óskađ var eftir verulegri hćkkun framlaga borgarinnar međ börnum sem njóta ţjónustu dagforeldra í borginni. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar HÍ sem gerđ var fyrir Menntasviđ sýndi ađ yfir 90% foreldra sem nýta sér ţjónustu dagforeldra eru mjög ánćgđir međ ţjónustuna. Dagforeldrar eru mjög mikilvćgur liđur í ţjónustu viđ foreldra strax eftir ađ fćđingarorlofi lýkur. Ţrátt fyrir ţetta hefur dagforeldrakerfiđ á undanförnum árum fengiđ lítinn stuđning borgaryfirvalda. Lítill stuđningur viđ ţetta mikilvćga kerfi undanfarin ár hefur til dćmis leitt af sér 37% fćkkun dagforeldra frá árinu 2000.

Miđađ er viđ ađ ţessi aukning framlags til dagforeldra kosti Reykjavíkurborg 85 milljónir á ári. Áhrif ţessara breytinga felur í sér ađ barn hjóna sem er í 8 tíma vistun hjá dagforeldri fćr niđurgreiđslu frá Reykjavíkurborg um kr. 31.880 á mánuđi en fékk áđur kr. 21.600. Niđurgreiđslan hćkkar ţví hjá hjónum og foreldrum í sambúđ um kr.10.280 eđa um ríflega 110.000 kr. ár ári. Barn einstćđs foreldris og foreldrum sem báđir stunda nám og er í 8 tíma vistun hjá dagforeldri fćr niđurgreiđslu frá Reykjavíkurborg um kr. 49.440 á mánuđi en fékk áđur kr. 33.520. Niđurgreiđslan hćkkar ţví hjá einstćđum foreldrum og foreldrum sem báđir stunda nám um kr. 15.920 eđa um 175.000 kr. á ári.

Fjölskylduborgin Reykjavík?

Borgarfulltrúi Dagur B. Eggertsson gagnrýndi í fréttum Stöđvar 2 á fimmtudag nýjan meirihluta borgarstjórnar og sagđi vísitölutengdar hćkkanir leikskólagjalda vera ,,stefna tekin frá fjölskylduvćnni borg?. Borgarfulltrúi líttu ţér nćr og kynntu ţér ţróun fjölskylduvćnu borgarinnar í tölulegu samhengi. Ţegar tölurnar eru rýndar koma upp í hugann fjölmargar spurningar til Dags B. Eggertssonar um fjölskyldustefnu ţá sem hann leiddi međal annara síđustu 12 ár.

7,4% fćkkun leikskólabarna frá 1997

Ţađ leikur enginn vafi á ađ flestir Reykvíkingar telji ađ borgin eigi ađ vera fyrsta flokks og til fyrirmyndar fyrir fjölskyldur međ ung börn. Tölur um íbúaţróun gefa ţó skýrar vísbendingar um ađ svo sé ekki. Tölur Hagstofu Íslands sýna ađ börnum á leikskólaaldri hefur fjölgađ í Kópavogi um 26%, í Hafnarfirđi um 15% og í Garđabć um 15% frá 1997 til 1. desember 2006. Á sama tíma fćkkađi sama aldurshópi í Reykjavík um 7,4%. Á ţessu sama tímabili hefur Íslendingum fjölgađ um 12% og ađfluttum börnum á leikskólaaldri til höfuđborgarsvćđisins fjölgađ um ríflega 20% á tímabilinu. Framtíđarspár sem ganga út frá núgildandi ađalskipulagi fyrrverandi meirihluta gera ráđ fyrir áframhaldandi fćkkun barna í borginni og núverandi spá gerir ráđ fyrir ađ frá 2005 til 2030 muni börnum á leikskólaaldri fćkka um ríflega 8% en ađ eldri íbúum muni fjölga um ríflega 20%. Ţessar tölur eru sláandi og ég tel mikilvćgt ađ borgarbúar átti sig á og rćđi ţessa grundvallarbreytingu sem hefur átt sér stađ í Reykjavík.

Hvar skal skjóta rótum?

Ţessar tölur eru stađfesting á mikilvćgi ţeirra ađgerđa sem nýr meirihluti í Reykjavík stendur fyrir međ áherslu sinni á málefni fjölskyldunnar. Stofnun leikskólaráđs, gerđ menntastefnu borgarinnar í fyrsta sinn, stofnun starfshóps um gerđ fyrstu fjölskyldustefnu borgarinnar, lćkkun leikskólagjalda, fegrun umhverfisins, efling dagforeldrakerfisins, aukiđ lóđaframbođ og frístundakort fyrir börn eru allt upphafiđ ađ öflugri sókn til ađ sýna fjölskyldum hvađ borgin býđur upp á. Ţessu til viđbótar er ađalskipulag í endurskođun hjá skipulagsráđi en skipulag er ein mikilvćgasta stefnumörkunin í ţessu samhengi. Afar mikilvćgt er ađ í ţeirri vinnu sé hlutföllum um fjölda sérbýla og fjölbýla verđi breytt frá ţví sem veriđ hefur ţannig ađ meira frambođ verđi af sérbýlum og stćrri íbúđum sem fjölskyldur velja fremur ţegar börnum fjölgar. Ađ auki verđur í ađalskipulagi ađ gera ráđ fyrir leikskólum og útivistarsvćđum fyrir yngstu börnin, en í núgildandi skipulagi er ţađ ekki gert.

Börnin aftur í borgina

Í öllum ákvörđunum borgarinnar verđur ađ huga ađ ađstćđum yngstu borgarbúanna og hugsa hlutina út frá ţeirra ţörfum. Barnafjölskyldur hafa nefnilega val. Ţćr geta á einfaldan hátt kynnt sér ţjónustu fjölmargra sveitarfélaga í kringum borgina, skođađ valkosti og stćrđ húsnćđis, hreinlćti, öryggi og umhverfi, útivistarsvćđi, samgöngur til og frá og síđast en ekki síst áherslur og kraft skólastarfs í sveitarfélaginu. Ţessi samanburđur hefur ţví miđur leitt til fćkkunar barnafólks í Reykjavík síđustu 10 árin. Reykjavík á ađ vera fyrsta val barnafjölskyldna og ţađ er markmiđ nýs meirihluta í borgarstjórn ađ gerđa ţađ međ ţví ađ veita ungum börnum og fjölskyldum ţeirra örugga og fjölbreytta ţjónustu ţar sem áherslan er á val, gćđi og lausnir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband