Af hverju hvalveiðar?

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki ákvörðun flokksbræðra minna að fara í veiðar á hval í atvinnuskyni. Ég hef ekki heyrt rökin, ég hef ekki heyrt efnahagsleg rök né vísindaleg rök. Svo virðist sem langreyður er í útrýmingarhættu, í þessi 17 ár hafa engar hvalveiðar ekki haft áhrif á atvinnuleysi eða efnahag landsmanna og á sama tíma hefur ferðamannaiðnaður margfaldast. Þetta hljómar óskynsamlega í mínum eyrum. Ég hlakka til að heyra skýr rök.

Ég tek það fram að ég er engin tepra í þessu máli ég held bara að hér fari meiri hagsmunir fyrir minni. Það breytir ekki neinu að mínu mati að við séum að veiða miklu minna en Hafrannsóknarstofnun sagði samrýmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu. Umræðan er sú sama í erlendum fjölmiðlum og mun að mínu mati hafa áhrif á ákvörðun ferðamanna um hvort þeir komi hingað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband