Verkefni á strætófundi

Á stjórnarfundi Strætó bs. í dag lagði ég fram skemmtilega tillögu sem ég og formaður SHÍ sköpuðum. Hún er eftirfarandi:

,,Stjórn Strætó leggur til að vísa til umhverfisráðs Reykjavíkurborgar að mynda starfshóp með nemendum í Háskóla Íslands og fulltrúm borgarinnar og Strætó BS til að skilgreina þörf, kröfur og útlit nemendavæns strætóskýlis við Hringbraut. Skýlið á að sameina fagurfræðilega hönnun, umhverfissjónarmið, þægindi og hagkvæmni."

Í umhverfisráði verður svo starfshópurinn gerður formlegur og við getum farið að teyma verkfræðinema og listnema og fleiri góða að borðinu til að búa til flott nemendaskýli. Hver veit nema að þetta verði til þess að við eignumst einstaklega gott módel sem þolir veður allra átta!

Að auki lagði ég fram eftirfarandi fyrirspurn. Ég tel að það sé kominn tími til að félagið Strætó bs. gerist sjálfhverft að hluta og eyði í sjálft sig. Þá á ég við að vagnleiðir séu kynntar betur svo að kúnnarnir læri og skilji betur kerfið. Það er hægt að gagnrýna margt og hvernig þetta var gert allt saman en mikilvægast er að sníða nú kerfið að notendunum og notendurna að þjónustunni sem fyrir er.

,,Einn af mikilvægari þáttum þess að fjölga notendum þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu er að kynna þjónustuna sem best. Nýtt leiðakerfi breytti samgönguleiðum töluvert og því afar mikilvægt að kynna vel fyrir notendum nýtt leiðakerfið. Ein leið til þess að kynna samgöngukerfið í heild sinni er að nýta vagnana sjálfa. Stjórn Strætó bs. óskar eftir upplýsingum um kostnað og mögulegar leiðir þess efnis að setja í alla vagna mynd af leiðakerfinu. Að auki óskar Stjórn Strætó bs. eftir upplýsingum um kostnað við að búa til auglýsingar um ólíkar leiðir til og frá stórum vinnustöðum eða verslunarkjörnum og kostnaðinn við að auglýsa svona utan á vögnunum sjálfum."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband