Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2006

Leikskólastjórar bođa til fundar

Í gćr fór fram fjölmennur fundur í ráđhúsinu í Reykjavík ţar sem fjallađ var um breytingar á menntaráđi. Ţetta var gott framtak hjá leikskólastjórum en ég hefđi viljađ sjá ţennan fund ţróast á annan hátt. Ţađ var alltof neikvćđur andi á fundinum til ţess ađ samrćđur um fagmennsku og framtíđarhugsun í skólamálum gćtu fariđ fram. Ég er ekki viss um ađ ég taki ţátt í fundi aftur međ ţessari uppsetningu. Blađamenn stóđu sig sömuleiđis illa í ađ leita eftir mismunandi sjónarhornum.

Áhugasamir geta lesiđ ávarpiđ mitt hér ađ neđan:

Kćri fundarstjóri, fundargestir, borgarfulltrúar,

Ég vil byrja á ţví ađ ţakka fyrir framtak leikskólastjóra og ég hlakka til ađ heyra sjónarmiđ ykkar allra. Ţau skilabođ sem ég vil helst ađ ţiđ fariđ međ héđan út í dag frá mér eru ţau ađ starfsemi leikskóla í Reykjavík hefur gengiđ afar vel. Ţjónustan er mjög góđ, starfsfólkiđ metnađargjarnt og öflugt og foreldrar farnir ađ gera miklar kröfur til skólastigsins. Öflugt starfsfólk Menntasviđs sinnir vel verkefnum sínum ţrátt fyrir ađ vera of fáliđađ. Leikskólinn blómstrar og er til dćmis sú einstaka stofnun í mínu lífi sem hefur komiđ mér á ţann stađ sem ég er á í dag, hann hefur veitt mér tćkifćri til ađ leita mér menntunar, velja mér starf og veita mér ţá ómćldu lífsfyllingu ađ eiga tvö heilbrigđ og hamingjusöm börn.

Leikskólinn er í augum nýs meirihluta í borgarstjórn eitt mikilvćgasta verkefni borgarstjórnar. Kosningabaráttan í vor snerist ađ miklu til um verkefni er tengdust ungum börnum og ţjónustu viđ ţau. Mörg málin tengdust uppbyggingu ţessa góđa skólastigs og önnur ţjónustu viđ foreldra. Í ljósi ţessa og skođana okkar á allt of stóru og ţunglamalegu menntaráđi, sem er stćrra en borgarstjórn, var ákveđiđ ađ búa til leikskólaráđ samhliđa menntaráđi.

Fyrrverandi meirihluti í Reykjavíkurborg setti af stađ miklar kerfisbreytingar á stjórnskipulagi Reykjavíkurborgar. Sumar breytingarnar hafa boriđ árangur, sumar eru enn óskýrar og enn ađrar eru alls ekki ađ ganga nćgilega vel. Núverandi meirihluti gagnrýndi margar af ţessum breytingum í ţessu ferli. Okkar tillögur nú og áherslur um tvö ráđ eru til ađ efla leikskólann sem fyrsta skólastigiđ, auka sveigjanleg skil skólastiga og auka skilvirkni í ţjónustu viđ skólana og ţróunarverkefni. Nú ţegar hefur veriđ tilkynnt um ađ systkinaafsláttur verđi 100% og ađ kennslugjald lćkki um 25% frá 1. september. Unniđ verđur ađ ţví ađ leikskólaráđ hafa yfirsýn yfir gćsluvelli og leikvelli borgarinnar enda verđugt verkefni ađ efla útvistartćki borgarinnar fyrir yngstu börnin. Settar verđa af stađ ungbarnadeildir fyrir börn yngri en 18 mánađa viđ leikskóla í borginni. Gćđastarf og námsmat verđur eflt. Menntastefna borgarinnar fyrir bćđi skólastigin verđur unnin međ fulltrúm beggja ráđa, verđlaunanefndir stofnađar fyrir leikskóla líkt og grunnskóla og ákveđnar hugmyndir unnar varđandi starfsmannamál leikskólanna. Starfshópar verđa áfram skipađir fulltrúm beggja skólastiga til ađ uppfylla og auka fagleg tengsl menntastefnu. Hér hef ég ađeins nefnt nokkur mál sem viđ munum ráđast í á nćstu mánuđum. Ég hlakka til og hvet ykkur öll til ađ taka ţátt í ţessum verkefnum.

Yngri sonur minn kom međ mér í vinnuna í morgun. Ég byrjađi á ţví ađ kynna hann fyrir Úlfhildi sem er ritari okkar borgarfulltrúa og ég skýrđi henni frá ţví ađ hann vćri svona á milli sumarfría og skóla og myndi ţvćlast međ mér eitthvađ á fundi. Úlfhildur spurđi son minn hvađa skóla hann vćri ađ fara í og hann skýrđi stoltur frá ţví ađ hann vćri ađ fara í Fossvogsskóla. Síđan horfđi hann kumpánlegur á hana og sagđi enn stoltari, ?fyrsti skólinn minn var Kvistaborg. Ţar var ég sko í skóla alveg frá 2. ára.? Sonur minn eins og ég og viđ öll vitum ađ engan ţarf ađ sannfćra um ađ leikskólinn er fyrsta skólastigiđ. Og ţađ bíđa draumar og hugmyndir enn sem hrinda ţarf í framkvćmd.

Sonur minn fer í gegnum breytingar sem marka ákveđin tímamót í hans lífi. Hann fćrist frá einu skólastigi til annars. Skólastig sem mega lćra margt af hvoru öđru. Stofnun leikskólaráđs marka líka tímamót ţví međ ţessu fjölgum viđ tćkifćrunum til ađ vinna ađ áframhaldandi uppbyggingu skólastigsins án ţess ađ draga úr ţeim áherslum ađ tengja skólastigin tvö saman. Stjórnsýslubreytingar sem ţessar taka ávallt á og ég dreg ekki úr ţeirri vinnu sem er framundan. Ég mun leitast viđ ađ hitta leikskólastjóra og leikskólakennara á nćstu vikum og hlusta á ykkar skođanir fyrir ţetta ferli. Ţessar breytingar verđa í miklu samstarfi viđ ykkur og starfsmenn menntasviđs og verđur unniđ ađ ţví markmiđi ađ auka sýnileika og faglega umrćđu um leikskólann til muna og ađ tryggja ađ fagleg yfirsýn yfir menntastefnu borgarinnar sýnilegri og tryggđ međ samstarfi allrar ţeirrar skólaţjónustu er borgin stýrir.

Stórkallalegar yfirlýsingar um eyđileggingu menntaráđs eru pólitískar keilur sem skađa umrćđu um leikskólana frekar en ađ styrkja.

Menntun hefst viđ fćđingu

Óteljandi fjöldi vísindalegra rannsókna hafa viđurkennt mikilvćgi ţess ađ börn fái örvun og kennslu á fyrstu árum sínum. Í dag eru nánast allir frćđimenn í ţroskafrćđum sammála um ađ strax viđ fćđingu er heili mannsins hannađur til ađ taka viđ upplýsingum frá umhverfinu. Margt ţarf ađ lćra til ađ sjálfstćđi sé náđ. Íslendingar hafa í ţessum efnum sem öđrum veriđ fljótir ađ tileinka sér nýja ţekkingu og ađferđir til ţess ađ veita ungum börnum ţađ umhverfi sem gefur ţeim kost á ađ tileinka sér hćfileika og fćrni. Sveitarfélög um allt land hafa sett mikinn metnađ í ađ búa til sterka umgjörđ fyrir leikskólann. Ísland er eina ţjóđin á Norđurlöndum sem hefur viđurkennt leikskólann sem fyrsta skólastigiđ og hefur ţví veriđ leiđandi í ađ kynna og miđla reynslu um ţessa farsćlu stefnumótun.

Leikskólaráđ veitir aukin tćkifćri
Nýr meirihluti í borgarstjórn leggur mikinn metnađ og mikla áherslu á fjölskyldumál og skólamál reykvískra barna. Metnađarfullar hugmyndir flokkanna um eflingu dagvistarţjónustu viđ foreldra yngstu barnanna frá ţví ađ fćđingarorlofi lýkur og aukinn styrk leikskólans sem fyrsta skólastigiđ eru efstar á baugi. Áhersla er lögđ á val, gćđi, árangur og lausnir. Sjálfstćđisflokkur og Framsóknarflokkur ćtla sér ađ vinna faglega og láta verkin tala. Ákvörđun meirihlutans um ađ stofna leikskólaráđ er einmitt í takt viđ ţessar hugmyndir. Leikskólaráđ fćr sérstakan vettvang til ađ rćđa og útfćra m.a. menntunarhlutverk leikskólans, ţróun leikskólastigsins, bćtta ţjónustu viđ foreldra barna í Reykjavík, tengsl leikskólans viđ ađra ţćtti borgarlífsins eins og listasöfn og eldri borgara. Fleiri tćkifćri gefast til ađ styđja viđ ţróunarverkefni og eflingu tengsla skólastiganna. Tíminn sem kjörnir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar hafa til ađ rćđa innra starf og ţjónustu viđ yngri börn margfaldast. Leikskólaráđ mun ţannig sinna einu mikilvćgasta hlutverki borgarinnar, ađ mennta og tryggja yngstu borgarbúunum öruggt og ţroskandi umhverfi. Nú ţegar hefur borgarráđ samţykkt tillögu meirihlutans um ađ lćkka leikskólagjöld í Reykjavík frá og međ 1. september. Námsgjald, sem áđur var nefnt kennslugjald, verđur lćkkađ um 25% en auk ţess verđur veittur 100% systkinaafsláttur af námsgjaldinu međ öđru eđa fleiri börnum.

Móttćkilegir litlir svampar
Börnin okkar soga í sig ţekkingu, tungumál, fćrni og kunnáttu eins og svampar draga í sig vatn. Kennarar og starfsfólk vinna hörđum höndum allan daginn ađ ţví ađ kenna börnum okkar ađ vera kurteis, ađ syngja, ađ lćra stafi, ađ umgangast ađra, ađ ganga vel um, ađ borđa međ hníf og gaffli og ýmsan fróđleik. Allt er ţetta ađ eiga sér stađ á međan foreldrar vinna sína vinnu. Leikskólinn og dagforeldrar tryggja ađ auki öruggt umhverfi ţar sem starfsfólk sinnir börnum annara sem sínum. Ţetta eru lífsgćđi sem verđur ađ varđveita, efla og tryggja. Nýr borgarstjórnarmeirihluti ćtlar sér ađ gera ţađ.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband