Fimmtudagur, 11. maí 2006
Ég skora á Dag
Dagur B. Eggertsson segir í dag á heimasíðu Samfylkingarinnar að hann skori á Vilhjálm að leggja fram þau skjöl sem hann hefur frá fjármálasviði um að ekki séu neinir peningar á biðreikningi borgarinnar vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilis.
Ég skora á Dag að svara því þá á móti hvers vegna ekki er búið að deiluskipuleggja Lýsisreitinn og Sogamýrina til að byggja hjúkrunarheimili. Og ef það er í réttum farvegi að deiliskipuleggja og grafa grunna, af hverju fer borgin út í þá vinnu án þess að ríkið ætli að standa með þeim í uppbyggingunni?
Ég skora á Dag að svara því þá á móti hvers vegna ekki er búið að deiluskipuleggja Lýsisreitinn og Sogamýrina til að byggja hjúkrunarheimili. Og ef það er í réttum farvegi að deiliskipuleggja og grafa grunna, af hverju fer borgin út í þá vinnu án þess að ríkið ætli að standa með þeim í uppbyggingunni?
Sunnudagur, 7. maí 2006
Loforð handa öllum
Þrjár vikur í kosningar. Það er nú ekki mikill tími og þarf að nýta vel. Okkur frambjóðendum þykir vera nóg að gerast enda eru óskir um fundi með frambjóðendum óendanlegar þrátt fyrir að fjölmiðlafólk kvarti yfir rólegri baráttu. Ég held að fjölmiðlar á Íslandi séu alltof uppteknir af því að leita af rifrildi og einhverju subbulegu. Ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku og Bretlandi er umfjöllun um ýmis stór málefni ítarleg og tekur inn sjónarmið allra. Til dæmis hafa stjórnvöld í Danmörku lagt fram ítarlega skýrslu um alþjóðlega samkeppnisstöðu landsins og markmið út frá því í heilbrigðis-, atvinnu- og menntageiranum. Fjölmiðlar gerðu þessu ítarleg skil í margar vikur og Danir ræddu yfir kaffibollanum um markmiðin sem sett voru fram. Líklega erum við allt of skammsýn oft hér heima þegar við setjum fram stefnu okkar. Samt saknar maður þess að blöðin til dæmis taki ekki fyrir fjölskyldustefnu þeirra sem bjóða sig fram í borginni og greini þær. Hlutleysið og hlaupin eru svo mikil að þetta er allt tekið blint upp og ekki skoðað með gagnrýnum augum.
Lítum til dæmis á kosningaloforð Framsóknarflokksins. Af hverju hefur enginn fjölmiðill greint hvað loforðin þeirra kosta? Nú er ljóst að flugvöllur á Lönguskerjum kostar um 24 milljarða, Sundabraut í botngöngum/jarðgöngum líklega um 16 milljarða, ávísun til barnafjölskyldna 500 milljónir á ári, ávísun vegna íþróttaiðkunar barna 700 milljónir á ári, Öskjuhlíðargöng 1 milljarður, mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar 3-4 milljaðar, frítt í strætó fyrir unglinga og aldraðra 300 milljónir á ári, 3 hjúkrunarheimili 3 milljarðar, gjaldfrjáls leikskóli 1200 milljónir á ári, borgin borgi skólabúninga, yfirbygging í Laugardalnum, ókeypis í söfn í eigu borgarinnar, æfingasvæði fyrir skotmenn, sædýrasafn, skautasvell, gagnaveita, vatnsgarður.
Af hverju er þessi hlægilegi loforðalisti ekki reiknaður út svo skattgreiðendur viti hvað þeir eru að velja? Og af hverju segir enginn fjölmiðill frá því hversu marklaust plagg þetta er því ef svo ólíklega vill til að Ex-Bé listinn fái oddastöðu þá þarf ekki nema eitthvað brot af þessu að semjast inn í samkomulag um samstarf í borginni.
Lítum til dæmis á kosningaloforð Framsóknarflokksins. Af hverju hefur enginn fjölmiðill greint hvað loforðin þeirra kosta? Nú er ljóst að flugvöllur á Lönguskerjum kostar um 24 milljarða, Sundabraut í botngöngum/jarðgöngum líklega um 16 milljarða, ávísun til barnafjölskyldna 500 milljónir á ári, ávísun vegna íþróttaiðkunar barna 700 milljónir á ári, Öskjuhlíðargöng 1 milljarður, mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar 3-4 milljaðar, frítt í strætó fyrir unglinga og aldraðra 300 milljónir á ári, 3 hjúkrunarheimili 3 milljarðar, gjaldfrjáls leikskóli 1200 milljónir á ári, borgin borgi skólabúninga, yfirbygging í Laugardalnum, ókeypis í söfn í eigu borgarinnar, æfingasvæði fyrir skotmenn, sædýrasafn, skautasvell, gagnaveita, vatnsgarður.
Af hverju er þessi hlægilegi loforðalisti ekki reiknaður út svo skattgreiðendur viti hvað þeir eru að velja? Og af hverju segir enginn fjölmiðill frá því hversu marklaust plagg þetta er því ef svo ólíklega vill til að Ex-Bé listinn fái oddastöðu þá þarf ekki nema eitthvað brot af þessu að semjast inn í samkomulag um samstarf í borginni.
Mánudagur, 1. maí 2006
Líflegt í miðbænum
Við frambjóðendur fórum yfir mikið svæði í borginni í dag til að sýna okkur og sjá aðra. Það var þröngt á þingi í Lágmúla 7, einni af kosningaskrifstofum flokksins, þar sem eldri borgurum var boðið í kaffi. Sama má segja um kosningaskrifstofu Heimdalls sem er á Austurvelli. Þar stóð ég meðal annars og grillaði pylsur með Helgu Kristínu og það er hægt að segja að það hafi skipst á skin og skúrir. Rétt hjá í Landsímahúsinu var kosningaskrifstofa vesturbæjarfélaga og miðbæjar með grillveislu líka og mér sýndist pylsurnar rjúka út þar. Á Austurvelli var unga fólkið og hlustaði á tónleika sem ég held að BÍSN eða iðnnemar hafi staðið fyrir.
Ég og Jórunn fórum svo í ráðhúsið þar sem allir þeir sem urðu 70 ára voru boðnir í veitingar hjá borgarstjóra. Mér finnst þetta skemmtileg hefð sem hefur skapast og tíðkast í yfir 20 ár. Mér datt strax í hug að það væri frábært að gera þetta fyrir alla þá sem verða 6 ára á árinu og bjóða börnin velkomin í skólakerfið. Ég verð að viðurkenna að mér fannst ansi langt gengið af öllum framboðum að spranga þarna um í leit af atkvæðum og ég lét mig fljótlega hverfa af vettvangi.
Vikan framundan er þéttbókuð hjá mér, bæði í framboðsmálum og í vinnu. Helgin hefur verið löng en samt gjöful, sérstaklega þó fyrirlestur Mitchel Resnicks í Orkuveituhúsinu þar sem hann kynnti verkefnið Prolonging Kindergarten Education. Verkefnið byggir á hugmyndafræði leikskólans þar sem börn læra í gegnum leik. Verkefnin tengjast sköpun í gegnum tölvur og í OR var sýning nemenda á verkefnum sem þau höfðu unnið með teymi Resnicks. Frábærar hugmyndir og það sem var mikilvægast, frábærlega áhugasamir nemendur og foreldrar. Ég vona að við getum fundið þessu góða verkefni stað í kerfinu hjá okkur.
Ég og Jórunn fórum svo í ráðhúsið þar sem allir þeir sem urðu 70 ára voru boðnir í veitingar hjá borgarstjóra. Mér finnst þetta skemmtileg hefð sem hefur skapast og tíðkast í yfir 20 ár. Mér datt strax í hug að það væri frábært að gera þetta fyrir alla þá sem verða 6 ára á árinu og bjóða börnin velkomin í skólakerfið. Ég verð að viðurkenna að mér fannst ansi langt gengið af öllum framboðum að spranga þarna um í leit af atkvæðum og ég lét mig fljótlega hverfa af vettvangi.
Vikan framundan er þéttbókuð hjá mér, bæði í framboðsmálum og í vinnu. Helgin hefur verið löng en samt gjöful, sérstaklega þó fyrirlestur Mitchel Resnicks í Orkuveituhúsinu þar sem hann kynnti verkefnið Prolonging Kindergarten Education. Verkefnið byggir á hugmyndafræði leikskólans þar sem börn læra í gegnum leik. Verkefnin tengjast sköpun í gegnum tölvur og í OR var sýning nemenda á verkefnum sem þau höfðu unnið með teymi Resnicks. Frábærar hugmyndir og það sem var mikilvægast, frábærlega áhugasamir nemendur og foreldrar. Ég vona að við getum fundið þessu góða verkefni stað í kerfinu hjá okkur.
Mánudagur, 1. maí 2006
Grein af Mbl: Tími til að leyfa fagfólki að blómstra
Fjölskyldustefna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tekur á málefnum skólabarna á heildstæðan hátt. Fyrst og síðast er horft út frá þörfum reykvískra nemenda. Til að ná fram sem bestum upplýsingum um þarfir líðan nemenda þarf að huga sérstaklega að skoðunum foreldra og kennara með það að leiðarljósi að búa til enn betra skólakerfi. Fjölskyldustefna Sjálfstæðisflokksins tekur mið af mörgum þeim kröfum sem heyrst hafa hjá þessum mikilvægu hagsmunaaðilum barna.
Foreldrar óska eftir nánara samstarfi við grunnskólann og sérstaklega við bekkjarkennara barna sinna. Upplýsingar um líðan og árangur í skólanum skipta þá höfuðmáli. Betri upplýsingar til foreldra geta krafist viðbótar framlags af kennurum. Viðbótarframlag foreldra í skamskiptum við skólana getur orðið til þess að börnum gengur betur að fóta sig í námi og starfi. Gott samstarf foreldra og kennara hefur bein áhrif á líðan barna. Við viljum efla foreldrastarf með því að gefa skólum og nærþjónustu úr hverfum meira frelsi til að byggja upp markviss tengsl milli heimila og skóla á sínum forsendum.
Kennarar hafast við á ólíkan hátt og kenna á ólíkum hugmyndafræðilegum grunni. Þeir vilja sveigjanleika í starfi og umhverfi til þess að njóta sín sem best og á sínum faglegu forsendum. Skólar eiga að vera fjölbreyttir og hafa ólíkar hugmyndafræðilegar stefnur til að mynda það andrúmsloft sem hentar hverjum skóla fyrir sig. Það eru óteljandi aðferðir til að nálgast sömu markmiðin í leik, uppeldi og námi. Við viljum leyfa kennurum að njóta þess að kenna miðað við sína styrkleika með því að minnka miðstýrða stjórnun og styrkja endurmenntun í fagkennslu fremur en kennsluaðferðum.
Stefnumótandi aðilar um skólastarf eiga að stefna að minni miðstýringu. Skólastjórnendur og kennarar þurfa að fá meira sveigjanleika til að stýra skólum sínum að settum markmiðum enda menntaðir vel til starfsins. Kennarinn er fagmaðurinn um kennslu barna og aðhlynningu þeirra á skólatíma og leiðtogi starfsins í nemendahópnum. Foreldrar, nemendur, stjórnendur og ýmsir aðrir hagsmunaaðilar og þjónustuaðilar skólans eru hluti af liði kennarans. Huga þarf að upplýsingastreymi milli allra þessara aðila til að barninu líði sem best og eigi ánægjulegan vinnudag í skólanum. Við viljum hvetja til þessara vinnubragða í átt að fjölbreytileika, árangurs og gæða með sérstökum skólasamningum sem veita skólastjórnendum og kennurum meiri sveigjanleika og frelsi um skipulag, hugmyndafræði, skólanámskrá, fjármuni og faglega stjórn.
Foreldrar óska eftir nánara samstarfi við grunnskólann og sérstaklega við bekkjarkennara barna sinna. Upplýsingar um líðan og árangur í skólanum skipta þá höfuðmáli. Betri upplýsingar til foreldra geta krafist viðbótar framlags af kennurum. Viðbótarframlag foreldra í skamskiptum við skólana getur orðið til þess að börnum gengur betur að fóta sig í námi og starfi. Gott samstarf foreldra og kennara hefur bein áhrif á líðan barna. Við viljum efla foreldrastarf með því að gefa skólum og nærþjónustu úr hverfum meira frelsi til að byggja upp markviss tengsl milli heimila og skóla á sínum forsendum.
Kennarar hafast við á ólíkan hátt og kenna á ólíkum hugmyndafræðilegum grunni. Þeir vilja sveigjanleika í starfi og umhverfi til þess að njóta sín sem best og á sínum faglegu forsendum. Skólar eiga að vera fjölbreyttir og hafa ólíkar hugmyndafræðilegar stefnur til að mynda það andrúmsloft sem hentar hverjum skóla fyrir sig. Það eru óteljandi aðferðir til að nálgast sömu markmiðin í leik, uppeldi og námi. Við viljum leyfa kennurum að njóta þess að kenna miðað við sína styrkleika með því að minnka miðstýrða stjórnun og styrkja endurmenntun í fagkennslu fremur en kennsluaðferðum.
Stefnumótandi aðilar um skólastarf eiga að stefna að minni miðstýringu. Skólastjórnendur og kennarar þurfa að fá meira sveigjanleika til að stýra skólum sínum að settum markmiðum enda menntaðir vel til starfsins. Kennarinn er fagmaðurinn um kennslu barna og aðhlynningu þeirra á skólatíma og leiðtogi starfsins í nemendahópnum. Foreldrar, nemendur, stjórnendur og ýmsir aðrir hagsmunaaðilar og þjónustuaðilar skólans eru hluti af liði kennarans. Huga þarf að upplýsingastreymi milli allra þessara aðila til að barninu líði sem best og eigi ánægjulegan vinnudag í skólanum. Við viljum hvetja til þessara vinnubragða í átt að fjölbreytileika, árangurs og gæða með sérstökum skólasamningum sem veita skólastjórnendum og kennurum meiri sveigjanleika og frelsi um skipulag, hugmyndafræði, skólanámskrá, fjármuni og faglega stjórn.
Sunnudagur, 30. apríl 2006
OR, fjárfestingar og gengistap
Á meðan almennir fjárfestar halda að sér höndum og reikna út lán sín miðað við breytta krónu er fyrirtæki Reykvíkinga, Orkuveita Reykjavík, ekkert að hafa áhyggjur. Ef litið er á heimasíðu OR sést að framkvæmdagleðin er mikil (Grunnnetið til OR, Risarækjufyrirtæki í burðarliðnum, Mikið samstarf Ölfus og OR, Hornsteinn lagður að Hellisheiðarvirkjun).
Í ársreikningi OR 2005 kemur fram að skuldir OR séu hátt í 40 milljaðar. Þar kemur einnig fram að skuldir í erlendum lánum eru tæpir 30 milljarðar í lok árs 2005. Af þessu má draga þá ályktun að á síðustu þremur mánuðum þessa árs hafi OR tapað 5-6 milljörðum króna vegna gengisfalls krónunnar. Undanfarin 4-5 ár hefur hagnaður OR einmitt verið að miklu leyti vegna gengishagnaðar félagsins (2005:1.944 mkr, 2004: 2.532 mkr, 2003: 440 mkr, 2002:2.690 mkr.).
Þrátt fyrir þessar augljósu breytingar á umhverfi Orkuveitunnar sem munu hafa áhrif á alla fjárfestingaráætlun hennar eru stjórnarformaður og forstjóri í viðræðum um kaup á grunnneti Símans sem hefur verið verðlögð á rúma 20 milljarða. Miðað við að skuldir OR séu tæpir 40 milljarðar, eigið fé tæpir 50 milljarðar. Miðað við fjárfestingaáætlun næstu ára í ljósleiðara og litlum tekjum af gagnaflutningum gefa til kynna að OR á ekki að vera á fjarskipamarkaði. Miðað við þær áætlanir er það óðs manns æði að fara með fyrirtækið í auknar fjárfestingar á fjarskiptamarkaði.
Ég trúi því tæpast að samningar milli Símans og OR náist fyrir borgarstjórnarkosningar enda tel ég að nýr borgarstjórnarmeirihluti eigi að taka þessar ákvarðanir. Ef svo illa færi að þessu samkomulagi yrði komið haganlega fyrir kosningar þá kvíði ég næstu árum. Fjárfestingaþörf fyrirtækisins er mjög mikil, samningar um orkusölu og ljósleiðaravæðingu í 7 sveitarfélögum munu hratt og örugglega lækka eigið fé fyrirtækisins of mikið. Ef fjárfesting í grunnneti bætist við þá er voðinn vís.
Í ársreikningi OR 2005 kemur fram að skuldir OR séu hátt í 40 milljaðar. Þar kemur einnig fram að skuldir í erlendum lánum eru tæpir 30 milljarðar í lok árs 2005. Af þessu má draga þá ályktun að á síðustu þremur mánuðum þessa árs hafi OR tapað 5-6 milljörðum króna vegna gengisfalls krónunnar. Undanfarin 4-5 ár hefur hagnaður OR einmitt verið að miklu leyti vegna gengishagnaðar félagsins (2005:1.944 mkr, 2004: 2.532 mkr, 2003: 440 mkr, 2002:2.690 mkr.).
Þrátt fyrir þessar augljósu breytingar á umhverfi Orkuveitunnar sem munu hafa áhrif á alla fjárfestingaráætlun hennar eru stjórnarformaður og forstjóri í viðræðum um kaup á grunnneti Símans sem hefur verið verðlögð á rúma 20 milljarða. Miðað við að skuldir OR séu tæpir 40 milljarðar, eigið fé tæpir 50 milljarðar. Miðað við fjárfestingaáætlun næstu ára í ljósleiðara og litlum tekjum af gagnaflutningum gefa til kynna að OR á ekki að vera á fjarskipamarkaði. Miðað við þær áætlanir er það óðs manns æði að fara með fyrirtækið í auknar fjárfestingar á fjarskiptamarkaði.
Ég trúi því tæpast að samningar milli Símans og OR náist fyrir borgarstjórnarkosningar enda tel ég að nýr borgarstjórnarmeirihluti eigi að taka þessar ákvarðanir. Ef svo illa færi að þessu samkomulagi yrði komið haganlega fyrir kosningar þá kvíði ég næstu árum. Fjárfestingaþörf fyrirtækisins er mjög mikil, samningar um orkusölu og ljósleiðaravæðingu í 7 sveitarfélögum munu hratt og örugglega lækka eigið fé fyrirtækisins of mikið. Ef fjárfesting í grunnneti bætist við þá er voðinn vís.
Laugardagur, 29. apríl 2006
Ljóshærða fólkið?
Egill er með skemmtilegar pælingar á Vísi.is um kosningarnar. Hann bendir á að í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík séu margir ljóshærðir og í Samfylkingunni dökkhærðir. Ég verð nú samt að benda Agli á að samanburður á ljósi hári Júlíusar við t.d. mitt á myndinni er verulega varhugaverður ;)
Þetta er skemmtileg pæling og gaman að tengja við niðurstöður VR launakönnunar þar sem í ljós kemur að þeir sem eru dökkhærðir séu með hærri laun en þeir ljóshærðu. Þetta minnir aðeins á fléttulistahugsunina og þá gagnrýni sem hægri menn hafa sett fram um að kvótahugsun feli í sér miklu meira en kynjajafnrétti. Huga þyrfti að aldri, bakgrunni, uppruna og fleiru þegar að búið er að réttlæta kvótahugsun í eitt sinn. Kannski líka háralitskvóti svo þetta sé ekki of arískt?
Þá komum við líka að konum og körlum en það er gaman að segja frá því að í 10 efstu sætunum á báðum listum er jafnt hlutfall kvenna og karla. Það er mjög jákvætt og sérstaklega þar sem hlutfallið er alls ekki svona gott í bæjarstjórnum yfir landið. Kannski verða hlutföllin ekki svona þegar talið er upp úr kjörkössunum, en líklegt er að hlutfall kynja þeirra 15 sem verða kjörnir í borgarstjórn verði nokkuð nærri lagi. Þetta er spáin mín að verði niðurstaðan þessa dagana þó ég taki fram að litlu flokkarnir eru alveg óljós stærð ennþá. Miðað við þessa spá verða 8 borgafulltrúar konur og 7 karlar. Í raun eru það einungis litlu flokkarnir sem gætu skekkt þetta hlutfall því Framsókn hefur aðeins möguleika á fyrstu tveimur sætunum í besta falli og það eru karlar. Vinstri grænir er með karl í 2.sæti en Frjálslyndir (sem ég spái að nái ekki inn manni) er með konu, Margréti Sverris, í 2.sæti. Næsti maður inn hjá Samfylkingu er Sigrún Elsa.
X D (8):
Vilhjálmur, Hanna Birna, Gísli Marteinn, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga, Jórunn, Sif, (Bolli)
X S (5):
Dagur, Steinunn Valdís, Stefán Jón, Björk og Oddný Sturludóttir, (Sigrún Elsa)
X F (0)
X V (1):
Svandís, (Árni Þór)
X B (1):
Björn Ingi (Óskar Bergsson)
Þetta er skemmtileg pæling og gaman að tengja við niðurstöður VR launakönnunar þar sem í ljós kemur að þeir sem eru dökkhærðir séu með hærri laun en þeir ljóshærðu. Þetta minnir aðeins á fléttulistahugsunina og þá gagnrýni sem hægri menn hafa sett fram um að kvótahugsun feli í sér miklu meira en kynjajafnrétti. Huga þyrfti að aldri, bakgrunni, uppruna og fleiru þegar að búið er að réttlæta kvótahugsun í eitt sinn. Kannski líka háralitskvóti svo þetta sé ekki of arískt?
Þá komum við líka að konum og körlum en það er gaman að segja frá því að í 10 efstu sætunum á báðum listum er jafnt hlutfall kvenna og karla. Það er mjög jákvætt og sérstaklega þar sem hlutfallið er alls ekki svona gott í bæjarstjórnum yfir landið. Kannski verða hlutföllin ekki svona þegar talið er upp úr kjörkössunum, en líklegt er að hlutfall kynja þeirra 15 sem verða kjörnir í borgarstjórn verði nokkuð nærri lagi. Þetta er spáin mín að verði niðurstaðan þessa dagana þó ég taki fram að litlu flokkarnir eru alveg óljós stærð ennþá. Miðað við þessa spá verða 8 borgafulltrúar konur og 7 karlar. Í raun eru það einungis litlu flokkarnir sem gætu skekkt þetta hlutfall því Framsókn hefur aðeins möguleika á fyrstu tveimur sætunum í besta falli og það eru karlar. Vinstri grænir er með karl í 2.sæti en Frjálslyndir (sem ég spái að nái ekki inn manni) er með konu, Margréti Sverris, í 2.sæti. Næsti maður inn hjá Samfylkingu er Sigrún Elsa.
X D (8):
Vilhjálmur, Hanna Birna, Gísli Marteinn, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga, Jórunn, Sif, (Bolli)
X S (5):
Dagur, Steinunn Valdís, Stefán Jón, Björk og Oddný Sturludóttir, (Sigrún Elsa)
X F (0)
X V (1):
Svandís, (Árni Þór)
X B (1):
Björn Ingi (Óskar Bergsson)
Laugardagur, 29. apríl 2006
Næsta launadeila liklega skammt undan.
Nú hefur verið samið við starfsfólk öldrunarstofnana til að koma í veg fyrir flótta starfsfólks í aðrar stéttir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir kom þeirri keðjuverkun af stað þegar hún hækkaði laun ófaglærðra starfsmanna í grunnskólum að aðrar stéttir fóru að miða sig við breytt kjör sambærilegrar stétta. Allir muna eftir uppþotunum í kringum leikskólakennarana sem hafa nú samið um betri kjör og hafa nú töluvert betri laun en starfsmenn hjúkrunarheimila. Stéttir hafa lítið annað en aðrar stéttir til að miða laun sín við. Það er eðlilegt að mínu mati að allar stéttir beri sig saman við hvora aðra í launum en óeðlilegt af borgarstjóra að hugsa ekki um þessa keðjuverkun sem hefst þegar hún ákveður í góðri trú að hækka laun. Þessi keðjuverkun mun halda áfram og verðbólgan mun aukast í takt við hana, og launin munu rýrna hratt í kjölfarið vegna þess að efnahagslífið má ekki við þessum hækkunum.
Laugardagur, 29. apríl 2006
Hjukrunarheimili
Eftirfarandi frétt birtist á vef morgunblaðsins í dag, 29. apríl:
,,Á SÍÐASTA ári létust 42 einstaklingar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými. Sumir höfðu beðið í marga mánuði. "Eðlilegt hefði verið að þessir einstaklingar nytu forgangs að hjúkrunarrými á ævikvöldinu," segir í árskýrslu LSH, þar sem fjallað er um útskriftarvanda í þjónustu við aldraða.
Á síðasta ári biðu að jafnaði 60-80 aldraðir sjúklingar á LSH eftir varanlegri vistun. Tveir af hverjum þremur voru á öldrunarsviði. Því seinkar innlögnum þar og aukinn þrýstingur myndast á innlögn á aðrar deildir sjúkrahússins. Gangalagnir verða þá oft eina úrræðið til að taka við veiku fólki. Á árinu 2005 biðu jafnan 200-250 manns eftir innlögn á deildir öldrunarsviðs, heima eða á öðrum deildum LSH. Um það bil 1.700 legudagar á spítalanum voru skráðir í slíkri bið, einkum á lyf- og skurðlækningasviði."
Þetta eru kaldar staðreyndir málsins. Amma mín fékk ekki inni á þeirri stofnun sem hún hefði átt að fá og ég fullyrði við hvern sem heyra vill að það hafi haft úrslitaáhrif á hennar líðan og líftíma. Þetta er ömurlegt og ég skammast mín sem Íslendingur að þetta sé staðan. Ég vil sjá fleiri svona staðreyndir, eins og kaldar gusur framan í okkur öll, við erum öll ábyrg. Ekki aðeins stjórnmálamenn heldur allir Íslendingar sem annars vegar hafa ekki tíma til að sinna þeim sem eldri erum og ólu okkur upp og hins vegar hafa ekki áhuga á að berjast fyrir þessu mikla hagsmunamáli sem íbúar.
,,Á SÍÐASTA ári létust 42 einstaklingar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými. Sumir höfðu beðið í marga mánuði. "Eðlilegt hefði verið að þessir einstaklingar nytu forgangs að hjúkrunarrými á ævikvöldinu," segir í árskýrslu LSH, þar sem fjallað er um útskriftarvanda í þjónustu við aldraða.
Á síðasta ári biðu að jafnaði 60-80 aldraðir sjúklingar á LSH eftir varanlegri vistun. Tveir af hverjum þremur voru á öldrunarsviði. Því seinkar innlögnum þar og aukinn þrýstingur myndast á innlögn á aðrar deildir sjúkrahússins. Gangalagnir verða þá oft eina úrræðið til að taka við veiku fólki. Á árinu 2005 biðu jafnan 200-250 manns eftir innlögn á deildir öldrunarsviðs, heima eða á öðrum deildum LSH. Um það bil 1.700 legudagar á spítalanum voru skráðir í slíkri bið, einkum á lyf- og skurðlækningasviði."
Þetta eru kaldar staðreyndir málsins. Amma mín fékk ekki inni á þeirri stofnun sem hún hefði átt að fá og ég fullyrði við hvern sem heyra vill að það hafi haft úrslitaáhrif á hennar líðan og líftíma. Þetta er ömurlegt og ég skammast mín sem Íslendingur að þetta sé staðan. Ég vil sjá fleiri svona staðreyndir, eins og kaldar gusur framan í okkur öll, við erum öll ábyrg. Ekki aðeins stjórnmálamenn heldur allir Íslendingar sem annars vegar hafa ekki tíma til að sinna þeim sem eldri erum og ólu okkur upp og hins vegar hafa ekki áhuga á að berjast fyrir þessu mikla hagsmunamáli sem íbúar.
Mánudagur, 24. apríl 2006
Tími til að njóta
Það var skemmtilegt að fá loksins að kynna stefnu okkar í fjölskyldumálum borgarinnar. Við hittumst öll frambjóðendur á Hagaborg með börnin okkar og barnabörn. Allir fengu að leika sér og andrúmsloftið var afslappað, líkt og í fjölskylduboði þar sem allir þekktust. Allir gengu til verks að hjálpa börnunum að lita, kubba og lesa. Það einkenndi stemninguna að allir voru öryggir og afslappaðir, og ekki síst að frambjóðendur eru farnir að þekkjast mjög vel.
Fjölskyldustefnan var unnin af stórum hópi frambjóðenda í margar vikur. Viðbrögðin sem við höfum fengið eru gríðarlega góð, allir sjá að þetta hefur verið vel ígrundað og hugsað í heild. Það er mikil hvatning að heyra þetta því að það urðu engin slagorð til í kringum þessa stefnu heldur var hún unnin út frá sjónarmiðum okkar allra um betri borg fyrir fjölskyldur. Uppáhaldsáherslurnar mínar tengjast samræmingu skóladagsins, áætlun um betri menntun fyrir grunnskólabörn og skólasamningar fyrir hvern skóla. Ég trúi því að með meira valdi til hæfra skólastjórnenda er hægt að gefa skólanum nægt sjálfstæði til þess að gegna stærra hlutverki í hverfasamfélaginu í samstarfi við foreldra, kirkju, heimili eldri borgara, skáta og íþróttafélög. Tökum dæmi. Skóli sem fær fjármuni miðað við fjölda nemenda getur ákveðið hvernig þeir nýta fjármuni sína til að samræma skóladaginn við skólaskólið sitt, hver sér um skjólið, hvernig samstarfið við íþróttafélögin eru. Horft er til hinna ýmsu þátta í skipulagi skólans með það að sjónarmiði að reka skólann þannig að þróunarstarf fái meira fé. Í þessu felast endalausir möguleikar. Þetta form hefur verið við lýði í Kópavogi núna í nokkur ár og gefist gríðarlega vel.
Það er margt í þessari fjölskyldustefnu sem vert er að kynna sér. Við leggjum mikla áherslu á umhverfið í hverfunum, ekki bara fyrir börn heldur fyrir allan aldur. Það þarf að bæta umhverfið með trjám, góðum stígum og blómum á sumrin auk þess sem bekkir og rólóvellir þurfa að fá meira vægi við skipulag hverfa. Það er nefnilega kominn tími á að fjárfesta í uppbyggingu og viðhaldi í hverfum.
Ég hlakka til að koma öllum þessum málum áleiðis á næsta kjörtímabili, vonandi í þeirri stöðu að geta framkvæmd fremur en að meirihlutinn vísi alltaf góðum hugmyndum í eitthvað óskilgreint pappírsferli.
Fjölskyldustefnan var unnin af stórum hópi frambjóðenda í margar vikur. Viðbrögðin sem við höfum fengið eru gríðarlega góð, allir sjá að þetta hefur verið vel ígrundað og hugsað í heild. Það er mikil hvatning að heyra þetta því að það urðu engin slagorð til í kringum þessa stefnu heldur var hún unnin út frá sjónarmiðum okkar allra um betri borg fyrir fjölskyldur. Uppáhaldsáherslurnar mínar tengjast samræmingu skóladagsins, áætlun um betri menntun fyrir grunnskólabörn og skólasamningar fyrir hvern skóla. Ég trúi því að með meira valdi til hæfra skólastjórnenda er hægt að gefa skólanum nægt sjálfstæði til þess að gegna stærra hlutverki í hverfasamfélaginu í samstarfi við foreldra, kirkju, heimili eldri borgara, skáta og íþróttafélög. Tökum dæmi. Skóli sem fær fjármuni miðað við fjölda nemenda getur ákveðið hvernig þeir nýta fjármuni sína til að samræma skóladaginn við skólaskólið sitt, hver sér um skjólið, hvernig samstarfið við íþróttafélögin eru. Horft er til hinna ýmsu þátta í skipulagi skólans með það að sjónarmiði að reka skólann þannig að þróunarstarf fái meira fé. Í þessu felast endalausir möguleikar. Þetta form hefur verið við lýði í Kópavogi núna í nokkur ár og gefist gríðarlega vel.
Það er margt í þessari fjölskyldustefnu sem vert er að kynna sér. Við leggjum mikla áherslu á umhverfið í hverfunum, ekki bara fyrir börn heldur fyrir allan aldur. Það þarf að bæta umhverfið með trjám, góðum stígum og blómum á sumrin auk þess sem bekkir og rólóvellir þurfa að fá meira vægi við skipulag hverfa. Það er nefnilega kominn tími á að fjárfesta í uppbyggingu og viðhaldi í hverfum.
Ég hlakka til að koma öllum þessum málum áleiðis á næsta kjörtímabili, vonandi í þeirri stöðu að geta framkvæmd fremur en að meirihlutinn vísi alltaf góðum hugmyndum í eitthvað óskilgreint pappírsferli.
Sunnudagur, 23. apríl 2006
Dagur ætlar að selja kvaðirnar aftur úr OR
Það er ljóst að Dagur er ekki að skilja ástæður kaupa OR á grunnnetinu frekar en ég. Hann gefur sér að það þurfi ekki að vera þannig að kvaðirnar sem ríkið setur á hendur Símanum í dag um uppbyggingu fjarskiptakerfis fari yfir til OR. Mér finnst þetta nú ótrúleg túlkun á því sem ég held að Alfreð sé að gera. Ólafur F. Magnússon hitti held ég naglann á höfuðið þegar hann sagðist fagna því að grunnnetið væri aftur í eigu opinberra aðila.
Kannski heldur Dagur að hann geti sett kvaðir á kvaðirnar, þannig að aðeins opinber aðili geti haft kvaðirnar. Spennandi.
Dagur B. Eggertsson: Ja það fylgir nú kannski ekkert nauðsynlega með í kaupunum. Ég get alveg séð fyrir mér að Norðurorka kaupi út hlutann sem að veit að þeim landshluta og aðrar veitustofnanir. Við erum, eigum fyrst og fremst skyldur við suðvesturhornið. En hagkvæmni stærðarinnar getur líka verið eftirsóknarverð í þessu. En mestu skiptir, er að tryggja samkeppni.
Kannski heldur Dagur að hann geti sett kvaðir á kvaðirnar, þannig að aðeins opinber aðili geti haft kvaðirnar. Spennandi.
Dagur B. Eggertsson: Ja það fylgir nú kannski ekkert nauðsynlega með í kaupunum. Ég get alveg séð fyrir mér að Norðurorka kaupi út hlutann sem að veit að þeim landshluta og aðrar veitustofnanir. Við erum, eigum fyrst og fremst skyldur við suðvesturhornið. En hagkvæmni stærðarinnar getur líka verið eftirsóknarverð í þessu. En mestu skiptir, er að tryggja samkeppni.
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
-
kjartanvido
-
olofnordal
-
fridjon
-
andres
-
astamoller
-
gaflari
-
ragnhildur
-
birkire
-
doggpals
-
stebbifr
-
jarnskvisan
-
herdis
-
ea
-
doj
-
godsamskipti
-
arndisthor
-
audbergur
-
audureva
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
dullur
-
bryn-dis
-
jaxlinn
-
erla
-
uthlid
-
grettir
-
gudfinna
-
hildurhelgas
-
kolgrimur
-
hlodver
-
oxford
-
hvitiriddarinn
-
golli
-
ingo
-
ibb
-
nonniblogg
-
jorunnfrimannsdottir
-
skruddan
-
maggaelin
-
olafur23
-
otti
-
sigurdurkari
-
sjalfstaedi
-
saethorhelgi
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
vibba
-
villithor
-
thorsteinn
-
hnefill