Hjukrunarheimili

Eftirfarandi frétt birtist á vef morgunblaðsins í dag, 29. apríl:

,,Á SÍÐASTA ári létust 42 einstaklingar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými. Sumir höfðu beðið í marga mánuði. "Eðlilegt hefði verið að þessir einstaklingar nytu forgangs að hjúkrunarrými á ævikvöldinu," segir í árskýrslu LSH, þar sem fjallað er um útskriftarvanda í þjónustu við aldraða.
Á síðasta ári biðu að jafnaði 60-80 aldraðir sjúklingar á LSH eftir varanlegri vistun. Tveir af hverjum þremur voru á öldrunarsviði. Því seinkar innlögnum þar og aukinn þrýstingur myndast á innlögn á aðrar deildir sjúkrahússins. Gangalagnir verða þá oft eina úrræðið til að taka við veiku fólki. Á árinu 2005 biðu jafnan 200-250 manns eftir innlögn á deildir öldrunarsviðs, heima eða á öðrum deildum LSH. Um það bil 1.700 legudagar á spítalanum voru skráðir í slíkri bið, einkum á lyf- og skurðlækningasviði."

Þetta eru kaldar staðreyndir málsins. Amma mín fékk ekki inni á þeirri stofnun sem hún hefði átt að fá og ég fullyrði við hvern sem heyra vill að það hafi haft úrslitaáhrif á hennar líðan og líftíma. Þetta er ömurlegt og ég skammast mín sem Íslendingur að þetta sé staðan. Ég vil sjá fleiri svona staðreyndir, eins og kaldar gusur framan í okkur öll, við erum öll ábyrg. Ekki aðeins stjórnmálamenn heldur allir Íslendingar sem annars vegar hafa ekki tíma til að sinna þeim sem eldri erum og ólu okkur upp og hins vegar hafa ekki áhuga á að berjast fyrir þessu mikla hagsmunamáli sem íbúar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband