Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006
Sunnudagur, 30. apríl 2006
OR, fjárfestingar og gengistap
Í ársreikningi OR 2005 kemur fram að skuldir OR séu hátt í 40 milljaðar. Þar kemur einnig fram að skuldir í erlendum lánum eru tæpir 30 milljarðar í lok árs 2005. Af þessu má draga þá ályktun að á síðustu þremur mánuðum þessa árs hafi OR tapað 5-6 milljörðum króna vegna gengisfalls krónunnar. Undanfarin 4-5 ár hefur hagnaður OR einmitt verið að miklu leyti vegna gengishagnaðar félagsins (2005:1.944 mkr, 2004: 2.532 mkr, 2003: 440 mkr, 2002:2.690 mkr.).
Þrátt fyrir þessar augljósu breytingar á umhverfi Orkuveitunnar sem munu hafa áhrif á alla fjárfestingaráætlun hennar eru stjórnarformaður og forstjóri í viðræðum um kaup á grunnneti Símans sem hefur verið verðlögð á rúma 20 milljarða. Miðað við að skuldir OR séu tæpir 40 milljarðar, eigið fé tæpir 50 milljarðar. Miðað við fjárfestingaáætlun næstu ára í ljósleiðara og litlum tekjum af gagnaflutningum gefa til kynna að OR á ekki að vera á fjarskipamarkaði. Miðað við þær áætlanir er það óðs manns æði að fara með fyrirtækið í auknar fjárfestingar á fjarskiptamarkaði.
Ég trúi því tæpast að samningar milli Símans og OR náist fyrir borgarstjórnarkosningar enda tel ég að nýr borgarstjórnarmeirihluti eigi að taka þessar ákvarðanir. Ef svo illa færi að þessu samkomulagi yrði komið haganlega fyrir kosningar þá kvíði ég næstu árum. Fjárfestingaþörf fyrirtækisins er mjög mikil, samningar um orkusölu og ljósleiðaravæðingu í 7 sveitarfélögum munu hratt og örugglega lækka eigið fé fyrirtækisins of mikið. Ef fjárfesting í grunnneti bætist við þá er voðinn vís.
Laugardagur, 29. apríl 2006
Ljóshærða fólkið?
Þetta er skemmtileg pæling og gaman að tengja við niðurstöður VR launakönnunar þar sem í ljós kemur að þeir sem eru dökkhærðir séu með hærri laun en þeir ljóshærðu. Þetta minnir aðeins á fléttulistahugsunina og þá gagnrýni sem hægri menn hafa sett fram um að kvótahugsun feli í sér miklu meira en kynjajafnrétti. Huga þyrfti að aldri, bakgrunni, uppruna og fleiru þegar að búið er að réttlæta kvótahugsun í eitt sinn. Kannski líka háralitskvóti svo þetta sé ekki of arískt?
Þá komum við líka að konum og körlum en það er gaman að segja frá því að í 10 efstu sætunum á báðum listum er jafnt hlutfall kvenna og karla. Það er mjög jákvætt og sérstaklega þar sem hlutfallið er alls ekki svona gott í bæjarstjórnum yfir landið. Kannski verða hlutföllin ekki svona þegar talið er upp úr kjörkössunum, en líklegt er að hlutfall kynja þeirra 15 sem verða kjörnir í borgarstjórn verði nokkuð nærri lagi. Þetta er spáin mín að verði niðurstaðan þessa dagana þó ég taki fram að litlu flokkarnir eru alveg óljós stærð ennþá. Miðað við þessa spá verða 8 borgafulltrúar konur og 7 karlar. Í raun eru það einungis litlu flokkarnir sem gætu skekkt þetta hlutfall því Framsókn hefur aðeins möguleika á fyrstu tveimur sætunum í besta falli og það eru karlar. Vinstri grænir er með karl í 2.sæti en Frjálslyndir (sem ég spái að nái ekki inn manni) er með konu, Margréti Sverris, í 2.sæti. Næsti maður inn hjá Samfylkingu er Sigrún Elsa.
X D (8):
Vilhjálmur, Hanna Birna, Gísli Marteinn, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga, Jórunn, Sif, (Bolli)
X S (5):
Dagur, Steinunn Valdís, Stefán Jón, Björk og Oddný Sturludóttir, (Sigrún Elsa)
X F (0)
X V (1):
Svandís, (Árni Þór)
X B (1):
Björn Ingi (Óskar Bergsson)
Laugardagur, 29. apríl 2006
Næsta launadeila liklega skammt undan.
Laugardagur, 29. apríl 2006
Hjukrunarheimili
,,Á SÍÐASTA ári létust 42 einstaklingar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými. Sumir höfðu beðið í marga mánuði. "Eðlilegt hefði verið að þessir einstaklingar nytu forgangs að hjúkrunarrými á ævikvöldinu," segir í árskýrslu LSH, þar sem fjallað er um útskriftarvanda í þjónustu við aldraða.
Á síðasta ári biðu að jafnaði 60-80 aldraðir sjúklingar á LSH eftir varanlegri vistun. Tveir af hverjum þremur voru á öldrunarsviði. Því seinkar innlögnum þar og aukinn þrýstingur myndast á innlögn á aðrar deildir sjúkrahússins. Gangalagnir verða þá oft eina úrræðið til að taka við veiku fólki. Á árinu 2005 biðu jafnan 200-250 manns eftir innlögn á deildir öldrunarsviðs, heima eða á öðrum deildum LSH. Um það bil 1.700 legudagar á spítalanum voru skráðir í slíkri bið, einkum á lyf- og skurðlækningasviði."
Þetta eru kaldar staðreyndir málsins. Amma mín fékk ekki inni á þeirri stofnun sem hún hefði átt að fá og ég fullyrði við hvern sem heyra vill að það hafi haft úrslitaáhrif á hennar líðan og líftíma. Þetta er ömurlegt og ég skammast mín sem Íslendingur að þetta sé staðan. Ég vil sjá fleiri svona staðreyndir, eins og kaldar gusur framan í okkur öll, við erum öll ábyrg. Ekki aðeins stjórnmálamenn heldur allir Íslendingar sem annars vegar hafa ekki tíma til að sinna þeim sem eldri erum og ólu okkur upp og hins vegar hafa ekki áhuga á að berjast fyrir þessu mikla hagsmunamáli sem íbúar.
Mánudagur, 24. apríl 2006
Tími til að njóta
Fjölskyldustefnan var unnin af stórum hópi frambjóðenda í margar vikur. Viðbrögðin sem við höfum fengið eru gríðarlega góð, allir sjá að þetta hefur verið vel ígrundað og hugsað í heild. Það er mikil hvatning að heyra þetta því að það urðu engin slagorð til í kringum þessa stefnu heldur var hún unnin út frá sjónarmiðum okkar allra um betri borg fyrir fjölskyldur. Uppáhaldsáherslurnar mínar tengjast samræmingu skóladagsins, áætlun um betri menntun fyrir grunnskólabörn og skólasamningar fyrir hvern skóla. Ég trúi því að með meira valdi til hæfra skólastjórnenda er hægt að gefa skólanum nægt sjálfstæði til þess að gegna stærra hlutverki í hverfasamfélaginu í samstarfi við foreldra, kirkju, heimili eldri borgara, skáta og íþróttafélög. Tökum dæmi. Skóli sem fær fjármuni miðað við fjölda nemenda getur ákveðið hvernig þeir nýta fjármuni sína til að samræma skóladaginn við skólaskólið sitt, hver sér um skjólið, hvernig samstarfið við íþróttafélögin eru. Horft er til hinna ýmsu þátta í skipulagi skólans með það að sjónarmiði að reka skólann þannig að þróunarstarf fái meira fé. Í þessu felast endalausir möguleikar. Þetta form hefur verið við lýði í Kópavogi núna í nokkur ár og gefist gríðarlega vel.
Það er margt í þessari fjölskyldustefnu sem vert er að kynna sér. Við leggjum mikla áherslu á umhverfið í hverfunum, ekki bara fyrir börn heldur fyrir allan aldur. Það þarf að bæta umhverfið með trjám, góðum stígum og blómum á sumrin auk þess sem bekkir og rólóvellir þurfa að fá meira vægi við skipulag hverfa. Það er nefnilega kominn tími á að fjárfesta í uppbyggingu og viðhaldi í hverfum.
Ég hlakka til að koma öllum þessum málum áleiðis á næsta kjörtímabili, vonandi í þeirri stöðu að geta framkvæmd fremur en að meirihlutinn vísi alltaf góðum hugmyndum í eitthvað óskilgreint pappírsferli.
Sunnudagur, 23. apríl 2006
Dagur ætlar að selja kvaðirnar aftur úr OR
Kannski heldur Dagur að hann geti sett kvaðir á kvaðirnar, þannig að aðeins opinber aðili geti haft kvaðirnar. Spennandi.
Dagur B. Eggertsson: Ja það fylgir nú kannski ekkert nauðsynlega með í kaupunum. Ég get alveg séð fyrir mér að Norðurorka kaupi út hlutann sem að veit að þeim landshluta og aðrar veitustofnanir. Við erum, eigum fyrst og fremst skyldur við suðvesturhornið. En hagkvæmni stærðarinnar getur líka verið eftirsóknarverð í þessu. En mestu skiptir, er að tryggja samkeppni.
Sunnudagur, 23. apríl 2006
Grunnnet Símans
Nú eru liðnar 4-5 vikur síðan að þessar viðræður hófust og enn hafa ekki komið neinar upplýsingar um málið til stjórnar. Í fréttum í kvöld voru allir oddvitar flokkanna í borginni beðnir um álit sitt á málinu. Það var greinilegt að sumir höfðu meiri upplýsingar en aðrir. Björn Ingi hafði að vísu sagt í Morgunblaðinu í dag að hann hefði fengið kynningu á málinu hjá stjórnarformanni Orkuveitunnar (Alfreð Þorsteinssyni). Það er gott að vita til þess að Björn Ingi hafi betri upplýsingar en ég sem stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur fyrir Reykvíkinga.
Það er margt sem er óljóst í þessu máli. Fyrst og fremst hef ég ekki heyrt neina ástæðu fyrir því að þetta sé góð hugmynd fyrir Orkuveituna. Enginn hefur komið með skýra sýn um hvers vegna OR ætti að fara að leggja kopar í uppsveitum og á landsbyggðinni. Annað hvort er þetta endalaus forræðishyggja stjórnmálamanna eða að stjórnendur borgarinnar telji sig hafa rétt til þess að fara í stórkostlega áhættufjárfestingu með fjármuni Reykvíkinga. Kannski bæði.
Nokkur atriði sem mér finnst þurfa að koma fram í þessu samhengi.
Samningur upp á 20 milljarða korteri fyrir kosningar er náttúrulega móðgun við íbúa í borginni. Nýr borgarstjórarmeirihluti má að mínu mati vel skoða málið frá öllum hliðum eftir 27. maí nk. Það er gífurlega óábyrgt að svo stór samningur sé gerður þegar við blasir að nýtt fólk og nýjir listar taki við borginni. Það er tími til fyrir kjósendur að huga að breytingum í borgarstjórn, sérstaklega þegar fé borgarbúa er notað í áhættufjárfestingar.
Orkuveitan er skuldsett vegna mikilla framkvæmda framundan, Hellishæði og stækkun hennar og mögulega framkvæmda í Helguvik. Ekki þarf að minnast á næstum 10 milljarða króna framkvæmdir við lagningu ljósleiðara. Að mínu mati eru þær áætlanir að auki stórkostlega vanmetnar. Kaupin á grunnnetinu kosta meira en ársvelta félagsins.
Nokkrir hafa velt því upp af hverju Síminn kaupi ekki ljósleiðaranetið af OR. Ástæðan er skýr, Síminn á ekki fé og getur ekki fjármagnað lán fyrir þessum fjárfestingum á borgartryggðu láni eins og OR. Síminn er með þessu (eins og kom réttilega fram í Staksteinum í dag) að fjármagna kaup Excista á félaginu með því að láta opinbert fyrirtæki niðurgreiða kaupin. Skattgreiðendur munið að fjármögnun opinberra félaga er ódýrari en einkafyrirtækja vegna borgar- og eða ríkisábyrgða.
Að lokum. Grunnnetið er mjög flókið fyrirbæri og erfitt hefur reynst hingað til að skilgreina það. Það felur í sér breiðband, ljósleiðara og kopar. Að undanförnu hafa tækninýjungar gert okkur kleift að hringja frítt í gegnum tölvur og því einsýnt að kopar er að hverfa. Ríkisvaldið gerir hins vegar kröfur um að allir hafi aðgang að koparkerfinu þrátt fyrir breytingarnar sem nú eru á símakerfum. Sko er dæmi um breytingar á símaþjónustu, þjónustan hjá þeim er að mestu yfir netið og símtölin líka. Ætlar OR að kaupa koparkerfi dýrum dómum til að Síminn geti valið nýjar leiðir í gegnum netið?
Ég vona að flokksbrot R-listans sjái sóma sinn í að leyfa nýjum borgarstjórnarmeirihluta að taka þessa ákvörðun.
Föstudagur, 21. apríl 2006
Framhaldsskólinn til sveitarfélaga ?
Það er tvennt sem Samfylkingarfólk grundvallar skoðun sína á. Annars vegar að grunnskólinn sé svo frábær og hafi orðið mun betri eftir flutninginn til sveitarfélaga. Hins vegar að brottfall sé svo mikið í framhaldsskólunum og það sé svo af því að ríkið reki framhaldsskólana. Báðar þessar rökfærslur eru nokkuð sannfærandi við fyrstu sýn en þurfa ítarlegri skoðun.
Grunnskólinn hefur nú verið hjá sveitarfélögunum í 10 ár. Það er alveg ljóst að hann hefur eflst og nærþjónusta og tengsl heimila og skóla batnað til muna. En er grunnskólinn betri? Við vitum að hann er dýrari, og svo dýr að við erum með dýrasta grunnskólakerfi OECD landanna. Því er vert að spyrja, hafa gæðin fylgt með þessu aukna fjárframlagi? Þetta er voða vond spurning finnst vinstra fólkinu en hún er afar eðlileg. Hærri framlög til menntamála eru ekki góð nema þau skili sér í betri menntun. Það er enginn sem hefur getað sýnt fram á að menntunin sé betri er það. Það er kjarni málsins, það verður að meta hvort gæðin hafi aukist við flutninginn. Við höfum séð í alþjóðlegum könnunum (PISA) að íslenskir nemendur standa sig ágætlega, en við höfum ekki séð marktækan mun á árangri frá fyrri könnunum. Skoðum þetta nú betur áður en við fullyrðum að grunnskólinn hafi lagast við flutninginn.
Brottfall í framhaldsskólum er mál sem við Íslendingar höfum alltaf verið að kljást við. Brottfall er fyrirbæri sem ekki er hægt að skýra með einni ástæðu heldur er ástæða brottfalls nemenda mjög fjölbreytt. Persónulegar ástæður, námsleiði, fæðingarorlof, vinnutækfæri og ferðalög eru til dæmis allt áhrifaþættir á brottfall.
Brottfall á framhaldsskólastigi er óvíða jafnmikið í Evrópu og hér á landi. Íslendingar eru þar í hópi með Spánverjum, Portúgölum og Maltverjum. Það sem Íslendingar virðist helst eiga sameiginlegt með þessum Suður- Evrópuþjóðum er atvinnuþátttaka ungs fólks. Í nýlegri skýrslu sem var farið yfir þessi mál og Evrópuþjóðir bornar saman. Sérstaklega var skoðað hvað einkennir þau ungmenni sem hætta snemma í námi, hvernig þeim vegnar á vinnumarkaðnum og hvaða möguleika þau hafa á því að snúa aftur í skóla síðar. Sérstaða Íslands virðist einkum felast í miklum atvinnumöguleikum og þátttöku ungs fólks í atvinnulífinu og að hvergi í Evrópu séu atvinnumöguleikar ungs fólks meiri en hér. Auk þess eru atvinnumöguleikar íslenskra ungmenna sem hafa lágmarksmenntun og hætta snemma í námi ekki síðri en þeirra sem ljúka framhaldsskólanámi. Opinn vinnumarkaður hér á landi virðist vera að soga til sín ódýrt vinnuafl úr framhaldsskólunum. Í Ungt fólk 2004 skýrslunni má t.d. sjá að 54% stúlkna og 36% pilta stunda atvinnu samhliða námi. Um 36% stúlkna og tæplega 30% pilta vinna 10 klukkustundir eða meira á viku.
Ráðuneyti eða sveitarfélög standa frammi fyrir sama vanda að þessu leyti. Það er erfitt að segja að það sé mjög neikvætt að atvinnumarkaður á Íslandi sé svona opinn eða að það sé neikvætt að skólakerfið sé svo sveigjanlegt og opið að nemendur geta flakkað úr vinnu og í skóla án mikillar fyrirhafnar. Brottfall sem ástæða flutnings framhaldsskólans til sveitarfélaga eru því ekki góð ástæða nema að takmörkuðu leyti.
Aðrir þættir þurfa einnig að koma til álita í þessu samhengi. Framhaldsskólastiginu er ekki skipt upp í skólahverfi og því er landið allt eitt skólasvæði. Nemendur hafa þannig aðgang að hvaða skóla sem þau óska eftir. Þetta þarf að hafa í huga því að það eru 79 sveitarfélög en aðeins 31 framhaldsskóli. Að mínu mati býður þetta upp á misrétti við lítil sveitarfélög því eðlilegt er að framhaldsskóli sem rekinn er af sveitarfélagi forgangsraði sínum nemendum inn í skóla í sínu sveitarfélagi. Annað er ólíklegt þar sem að aldrei verður sátt um að forgangsraða í skóla eingöngu út frá hæfnismati skv. lögum eða reglugerðum.
Möguleikar lítilla skóla á fjölbreyttu námi eru miklu takmarkaðri en stærri skólanna bæði vegna hóp- eða bekkjastærða og búnaðar sem þarf til starfsnáms, einkum hins tæknivædda náms sem sívaxandi kröfur eru um. Það þarf að hafa í huga að ógerningur er að bjóða upp á 84 starfsnámsbrautir í öllum sveitarfélögum. Erfitt er að sjá hvernig einstakir heimaskólar næðu að standa undir þeim kröfum um fjölbreytt nám sem er á höndum framhaldsskólans. Eins og skipan sveitarfélaga er háttað nú er ljóst að mörg þeirra eru of smá til að þau geti annast rekstur framhaldsskóla.
Þrátt fyrir alla þessa varnagla tel ég að sveitarfélög geti verið leiðandi í málefnum framhaldsskóla og þannig er málum háttað í minni bæjarfélögum. Stærri bæjarfélög, og helst Reykjavík hefur minna frumkvæði um skipulag mála framhaldsskólans, líklega vegna fjölda skóla í borginni. Reykjavík getur haft miklu meira frumkvæði og unnið í meira samstarfi við ríkið í þessum málum sem öðrum. Ég held að það þurfi ekki mikið annað en samstarfsvilja til að hafa áhrif á betra kerfi. Leiðarljósið á að vera á öflugt, fjölbreytt og dýnamískt skólakerfi.
Fimmtudagur, 20. apríl 2006
Flott dagsetning nalgast
Skrifað kl. 01:02:03 þann 04.05.06
Miðvikudagur, 19. apríl 2006
Heimdallur :D
Á sama tíma ætlar Samfylkingin að kynna sína stefnu, það verður spennandi að sjá áherslumálin þeirra. Fyrir fjórum árum vorum við Sjálfstæðismenn á undan að kynna okkar stefnu og ég er fegin að við séum á eftir núna. Það er erfitt að fá holskefluna af gagnrýni eftir að hópurinn hefur unnið daga og nætur að því að skrifa og tala við fólk um hitt og þetta efni. Hins vegar er að sama skapi erfitt að koma með sömu hugmyndirnar á eftir, sem eru góðar óháð því hver segir frá þeim, og fá ekki neina athygli á þær. Við sjáum til.
Auglýsingar Samfylkingarinnar eru ansi látlausar og hafa mikinn texta. Þær eru svolítið ,,menntaðar". Það er líklega stefnan, að ná til sín hámenntaða háskólafólkinu. Ég verð þó að segja að Dagur er að reyna aðeins of mikið að skera sig frá Vilhjálmi í blaðinu í dag. Það er eitt að undirstrika fjölskylduímyndina sína en annað að birta myndir af börnunum sínum í kosningabaráttu. Þetta er umdeilt í prófkjörum enda hefur það ekkert með pólitísk viðhorf einstaklinga að gera hvernig fjölskyldan lítur út. Ég vona að það verði ekki of mikið af þessu.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill