Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Víkingur þarf betri aðstöðu

Við í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna erum að hitta á ýmsa aðila þessa dagana. Ég sem Fossvogsbúi snaraði mér að sjálfsögðu með til að heimsækja Víkinga í Grófinni. Það er sorglegt að sjá hversu litla aðstoð svona sterkt félag hefur fengið til að mæta þeirri ásókn sem er í fótboltann hjá þeim. Skíðadeild Víkings er greinilega gríðarlega sterk og virðist vera sátt við flutningin frá Kolviðarhóli til Bláfjalla. Knattspyrnudeildin þarf nauðsynlega á gervigrasvelli að halda og það er með ólíkindum að ekki sé búið að koma því máli lengra eftir svona mörg ár.

Foreldrar í hverfinu segja ótrúlega fráhrindandi að þurfa alltaf að keyra börnin sín á æfingar í önnur hverfi ef þau æfa knattspyrnu. Aðstaðan er það bagaleg að mörg börn fara aldrei á æfingar í Víkinni. Hvers konar stefna er þetta? Er þetta ekki til að auka á akstur hjá foreldrum og draga úr virkni iðkenda? Stefnan á að vera að fjölga iðkendum í hverfum þannig að allir geti á auðveldan hátt komist í íþróttir í hverfinu sínu. R-listinn hefur ekki verið með nægilega skýra stefnu í íþróttamálum. Það endurspeglaðist í viðtali við einn af oddvitum flokksbrota R-listans, Árna Þór, þegar hann sagðist vilja skera niður í íþróttamálum til að mæta ókeypis hinu og þessu í kerfinu. Það verður gaman að vita hvaða Reykvíkingar eru tilbúnir til að fórna hreyfingu fyrir heitan mat í hádeginu?

Fossvogurinn þungamiðja búsetu

Þetta rakst ég á í dag á mbl.is. Þetta er mjög áhugaverð mynd hér til hliðar vegna þess að þetta sýnir að ný íbúðarsvæði eru meira og minna í austurátt frá borginni. Áður hafa nágrannasveitarfélögin í suðri verið að byggja hratt og mikið og því hafði miðjan verið að nálgast Kópavog. Þessi beygja bendir til þess að nýjar íbúðabyggðir í Reykjavík séu að breyta búsetumiðjunni og ef af verður að 20.000 manna byggð byggist í Úlfarsfelli eins og R-listinn hefur boðað þá verður línan líklega fljót að nálgast Ártúnsbrekkuna.

Við fórum tvö á lista borgarstjórnarflokksins í bíltúr upp í Úlfarsfellsdal um daginn og litum á svæðið sem byggja á eitt stykki Kópavog. Ég verð að viðurkenna að mér féllust alveg hendur og það fyrsta sem kom í hugann var hvernig þessir íbúar ætluðu að ferðast til og frá vinnu. Ekki tekur Ártúnsbrekkan meiri umferð því hún er byggð fyrir 80.000 bíla á sólarhring en í dag fara þarna um 83.000 bílar. Ekki mun Sundabraut anna þessari umferð á næstu árum ef R-listaflokkarnir fá áfram að ráða. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill t.d. Sundabraut með tveimur brautum. Það er eins og að leggja til að byggja eigi einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins. Og ekki munu þessir íbúar hjóla í Úlfarsfellið.

Hitt sem sló mig verulega var sýnin sem blasti við mér í austurhlíð Grafarholtsins. Nýja byggðin þar minnti helst á gamla borg í austur Evrópu. Gráar blokkir og ekkert nema blokkir þöktu hlíðina.

Ég hvet áhugasama Reykvíkinga til að fara í bíltúr þarna í páskafríinu.

Skattar og dauðinn


Ég má til með að deila þessu með ykkur. Ég er áskrifandi af skemmtilegu fræðiefni (www.wordsmith.com) sem miðar að því að kenna grunn og sögu enskrar tungu. Ég fæ í tölvuboxið mitt í hverri viku nýtt orð og sögulegar þýðingar orðanna. Þessa viku mun ég fá orð sem tengjast sköttum og dauðanum. Eftirfarandi kynning á hvers vegna þessi tvö orð eru tekin saman er mjög hnyttin:

Ben Franklin once said, "In this world nothing is certain but death and taxes." And the same goes for this week's words: nothing is certain but death and taxes, or at least a discussion of them. Don't worry, nobody dies and no one has to pay a tax to learn these words. Each of the words this week has something to do with either death or taxes.

Over the ages, the world's rulers have imposed all imaginable kinds of taxes on the populace. Taxes were once based on the number of hearths in a house (fumage), and there have been taxes to pay off raiding Danes (Danegeld).

In late seventeenth century, William III of UK imposed a window tax, levied on each window in a house. Three hundred years later, William III of US imposed a Windows tax, levied on each personal computer manufactured, whether it had Windows or not, but I digress.

Death too comes in unexpected places. When we buy a house and sign a mortgage, let's keep in mind that the word derives from Old French mort (death) + gage (pledge).

In the US, April 15 is the deadline for filing tax return for the previous year. At one time the consequences of failure to pay taxes were severe but thankfully, today, the "dead"line is only metaphorical.

publican (PUB-li-kuhn) noun

1. A tax collector.
2. An owner or manager of a pub or hotel.

[From Latin publicanus, from publicum (public revenue), from publicus (public), from populus (people).]

In ancient Rome, the state farmed out the collection of taxes. The right to collect tax was auctioned off to the highest bidder. Tax collection agents, known as publicans, employed lower-level collectors who made best use of their license. For their severe extraction of taxes, publicans were widely despised. Now, if a publican is a tax collector, what is a republican?

Flóttinn úr ráðhúsinu

Það er ljóst að margir af starfsmönnum ráðhússins telja að umhverfið í stjórnun borgarinnar sé að fara að breytast. Nýjasta fréttin er af Eiríki Hjálmarssyni, aðstoðarmanni borgarstjóra sem er búinn að ráða sig til Orkuveitu Reykjavíkur. Það sem er skondið hversu margir starfsmenn borgarinnar flýja til OR. Anna Skúladóttir, fjármálastjóri borgarinnar er nú orðinn fjármálastjóri OR, Hjörleifur Kvaran fyrrverandi borgarlögmaður er lögmaður OR og Helgi Pétursson (sem nú gegnir starfi Eiríks) er að fara í ferðamálatengd verkefni OR. Eiríkur Bragason sem stýrði sögulegu fyrirtæki, Lína. net, er núna verkefnisstjóri Hellisheiðarvirkjunar.

Að auki vitum við að Helga Jónsdóttir hefur verið að horfa í kringum sig (hún sótti um stöðu ráðuneytisstjóra í Félagsmálaráðuneytinu) og Kristín Jónsdóttir, framkvæmdastýra Miðborgarinnar.

10 lóðir eftir í Úlfarsfelli

Stefán Jón Hafstein sagði á Hrafnaþingi í dag að einbýlishúsalóðirnar sem boðnar voru upp um daginn í Úlfarsfelli hefðu ekki allar gengið út. Þetta er frétt sem miðlarnir misstu alveg af í dag. Það er jú saga til næsta bæjar þegar að borgin klúðrar útboði sínu, hættir við að láta hæstbjóðanda fá lóðirnar og kemur þeim svo ekki öllum í verð. Stefán Jón sagði þetta endurspegla það að það væri nóg af lóðum í Reykjavík. En mér er spurn, var öllum þeim sem buðu í lóðirnar boðin lóðin óháð verðtilboði eða setti borgin gólf? Var verktakanum sem fékk synjun á allar lóðir nema eina (mér skilst þó að eiginkona hans hafi fengið aðra) boðið að kaupa þessar lóðir? Hvernig ætlar borgin að standa að næsta útboði? Mínar heimilir herma að fyrir 2 vikum hafi lóðaverðtilboðin verið komin undir 10 milljónum. Þetta mál er allt hið áhugaverðasta.

Álver í Helguvík

Á fimmtudaginn á stjórnarfundi í Orkuveitunni samþykkti stjórnin að forstjóri kannaði fýsileika þess að aðstoða við uppbyggingu á Suðurnesjum með athugun á raforku til álvers í Helguvík. Ég hef lýst skoðun minni opinberlega á þessari álversvæðingu okkar en samþykkti hiklaust þessa tillögu. Hún felur ekki í sér neinar skuldbindingar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur þrátt fyrir að sumir fjölmiðlar kjósi að túlka þetta þannig og er viðleitni okkar Reykvíkinga til þess að aðstoða þegar þessi breyting á sér stað á varnarmálunum.

Ég lýsti þó yfir á fundinum að ég vildi að það yrði sérstaklega tekið mið að því að stækkun álversins í Straumsvík skipti höfuðmáli við ákvarðanatöku sem þessa því jafnvel gæti stækkun Alcan haft jafn mikil eða meiri áhrif á fjölgun starfa fyrir Suðurnesin eins og að ráðast í nýtt álver. OR og Alcan eru enn í viðræðum um kaup á raforku frá OR fyrir stækkunina. Að vísu ræðst það líklega í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði hvort að af stækkun verður því núverandi meirihluti hyggst bera það undir kjósendur hvort stækkun eigi að verða eður ei.

Vísindi í grunnskólum

Íslendingar fjúka upp alla lista í samanburði við önnur lönd í flestu sem við getum borið okkur saman í. Ein tafla sker sig þó úr og sýnir lágt hlutfall íslenskra nemenda sem fara í vísinda- og tækninám í háskólum. Við sjáum fleiri og fleiri velja náttúruvísindabraut í framhaldsskóla en þrátt fyrir það er hlutfallið á milli raunvísinda og félagsvísinda ólíkt öðrum löndum þegar háskólanám er skoðað.

Lykillinn er að byrja á fyrstu skólastigunum, í leikskóla og í grunnskóla. Í leikskóla er hægt að kynna með leik eins og víða er gert hin mismunandi efni sem jörðin gefur okkur. Í Montessori hugmyndafræðinni er mikið lagt upp úr því að leyfa börnum að snerta á ólíkum efnum, fljótandi og í föstu formi, að blanda saman hlutum og byggja upp þann þankagang sem undirbyggir tilraunastarfsemi.

Í grunnskóla ættu tæki og tól fyrir raunvísindakennara að vera mun betri en þau eru í dag. Mér dettur í hug að hafa sameiginlegt geymslurými sem sveitarfélög geta sameinast um þar sem dýrari tækin eru til útláns. Það sem er svo spennandi við vísindin eru tilraunirnar og börnum (yngri en 13 ára) finnst þetta leikur einn. Sonur minn er í Ísaksskóla og þar eru þau t.d. byrjuð að telja dagana sem það tekur að láta vatn gufa upp. Allt þetta miðar að því að kveikja í börnunum, sýna þeim hvað vísindi eru spennandi og hvernig hlutir bæði breytast og verða til fyrir framan okkur.

Þá komum við að vandanum. Kennara skortir sem hafa góðan bakgrunn í að kenna ungum börnum vísindi. Sami vandi blasir við í Kaliforníu um þessar mundir og þessi grein er áhugaverð með tilliti til þess hvernig þeir nálgast vandann með ýmsum úrræðum. Scwarzenegger hefur ákveðið að láta peningana tala.

Þetta er hugmyndafræði sem að við höfum ekki nýtt okkur mikið. Íslendingar eiga alltaf erfitt með að ræða um styrki og peninga í tengslum við menntun (og heilbrigðismál). En þetta eru góðar hugmyndir. Ég sé fyrir mér að ÞEGAR við Sjálfstæðismenn vinnum borgina gætum við boðið styrki til þeirra námsmanna sem velja að fara í kennaranám með áherslu á vísindakennslu í kennaraháskólum landsins með því skilyrði að þeir kenni í 4 ár í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Þessir nemendur gætu þá minnkað lántöku sína hjá LÍN og verið tryggir með vinnu að loknu námi.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband