Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Verkefnið lofar góðu
Þetta eru frábærar viðtökur sem verkefnið fær. Nú reynir á hvort að álagið haldi áfram eins og fyrstu dagar benda til, hvort það aukist eða minnki. Nemendur eiga að vera meðvitaðir um að búast megi við töfum og aðlögunum að nýju kerfi og nýjum fjölda í vagninum. En það hlýtur að vera gaman í Strætó þessa dagana og ýmsir hljóta að geta náð nokkrum ómetanlegum mínútum með vinum sínum á leið í skólann.
Starfsmenn Strætó bs. eru á fullu við að bæta við aukavögnum á morgnana þar sem mesti kúfurinn er. Það verður mjög spennandi að vita hvort við sjáum ekki mælanlegan mun á því hvort umferð sé minni en í fyrra. Að auki þarf að meta hvaða leiðir eru sterkastar fyrir næstu endurskoðun á leiðakerfinu sjálfu en því er aðeins breytt einu sinni á ári.
![]() |
Fullt í strætó á morgnana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
K bekkur í Hvassaleitisskóla
Ég fékk það skemmtilega verkefni um daginn að segja frá fyrsta skóladeginum mínum í Blaðinu. Í kjölfarið sendi gamall bekkjabróðir minn úr Hvassaleitisskóla bekkjarmynd af K-bekknum og Margréti Skúladóttur bekkjarkennaranum okkar sem við dáðum öll og gerum enn.
Ég birti myndina að gamni og vona að bekkjarfélagar mínir láti heyra í sér. Ég vona að ég sé með nöfn allra rétt að neðan. Ég held ég viti hvar flestir eru í dag en þó ekki allir! Margréti hitti ég af tilviljun á föstudaginn var og gat sagt henni að saga um hana væri að birtast daginn eftir í Blaðinu. Þokkaleg tilviljun fannst mér enda hafði ég ekki hitt Margréti í mörg ár. Þessi bekkur á 20 ára útskriftarafmæli næsta vor.
- Margrét kennari, Eva, Áslaug, Guðrún, Þórunn, Margrét, Sigurjón, Þórhallur, Jón Ingi, Valdimar.
- Ingibjörg, Kristín, Elín, Smári, Jason, Kári.
- Ásta, Hlín, Helen, Ingibjörg, Þorbjörg, Svanur, Heimir, Birnir og Hrafn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2007 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Ekki skortur á grunnskólakennurum hjá Bretum
Hún væri nú flokkuð sem lúxusvandamál staðan ef hún væri eins hjá okkur og hjá Bretum. Við vonum það besta um framtíðina en á meðan að 0,9% atvinnuleysi ríkir þá vantar hreinlega líkama til starfa á Íslandi. Vandamálið er margbrotið en ég held að stjórnvöld, ríkisvaldið og sveitarfélögin þurfi að staldra aðeins við og skoða hvort fleiri stórverkefni séu tímabær þegar þenslan hefur svona mikil áhrif á grunnþjónustu við börn, foreldra og eldri borgara.
Grein af BBC vef:
Secondary schools in England are experiencing a "golden" period for staff recruitment, research suggests.
The quality and quantity of candidates applying for vacant posts means schools can select from a talented field. It is a reversal of the trend less than a decade ago when there were teacher shortages, says Education Data Surveys.
The downside is that newly qualified teachers and experienced returners face stiff competition for jobs. This is especially true in the North, where the workforce is shrinking fastest alongside pupil numbers.
![]() | ![]() ![]() John Howson, Education Data Surveys |
"It is a golden age and possibly the best it has been for a generation," said John Howson, director of Education Data Surveys. "In 2001, you had shortages of trainees because there weren't training enough teachers. "But now schools have never been as well off for selecting teachers who are keen to work in their establishments," he added.
Science gaps
One such school is Rooks Heath High in Harrow, north west London. This year the comprehensive had four vacant posts to fill, one of them in science - a subject which has faced recruitment challenges in recent years. The post was filled by the only candidate to apply, who then pulled out. A second round of adverts produced two strong candidates, one of whom was appointed.
Head teacher John Reavley is encouraged by recent trends in recruitment, but not complacent. He said: "I've found the situation has got better, but not across the board. "I know of one or two schools around here who have had trouble recruiting in the science area."
Stepney Green School - a comprehensive in East London - had three posts to fill this year. Head teacher Paramjit Bhutta said: "I would agree that there has been a turnaround. "Every time we place adverts we get a good pool of candidates - a very strong field."
Balancing act
The new golden era of teacher recruitment may be good news for schools, who can pick and choose the cream of the crop, but in some cases newly qualified teachers, especially from the north, are having to compete with more than 100 others for the same post.
Some are considering moving south to find a post, where the higher cost of living swallows up most of their modest starting salaries. Education Data Surveys' concern with the recruitment pendulum swinging in favour of schools, is that it may not be sustainable.
John Howson said: "As much as possible needs to be done to get the market as close to balance as possible because extremes either way mean someone is going to be disappointed. "The risk is that it swings back the other way. We don't want people to be put off training to become teachers because they won't get a job." Evidence suggests this is already happening, however, with graduate teacher training applications down this year. Mr Howson says if this accelerates, the supply position could deteriorate rapidly, but it might take years for the government to notice.
Education Data Surveys' conclusions are based on tracking 32,000 secondary school vacancies across the country in the 2006-07 academic year.
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Námsmenn fá frítt í Strætó (grein Fréttablaðið)
Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008.
Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freistar þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar.
Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt á mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum.
Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Reykjavíkurmaraþon
Jæja, það tókst í dag. Ég hljóp í fyrsta sinn 10 km í þessari líka grenjandi rigningu. Það var nú gott að ná áfanganum einu sinni áður en ég tek þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég var slétta klukkustund og vonandi verður sá tími bættur eitthvað á menningarnótt.
Mér var sagt af ótal mörgum að ég þyrfti ekkert endilega að vera búin að hlaupa 10 km. Það væri nóg að gera eins og ég hef verið að gera, hlaupa hressilega, 5-8 km í hvert sinn. Þá yrðu 10 kílómetrarnir nú ekki mikið mál. En (og ég held að þetta sé kvenlægt vandamál,), ég þurfti að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta. Ekki gat ég farið að pústa og skjálfa af þreytu í sjálfu maraþoninu. Sjálfstraustið ekki nægilega sterkt í þessum efnum!
Ég hlakka til menningarnæturinnar, ég held að þetta verði frábær dagur.
p.s. - Glitnir (www.glitnir.is) er með sniðuga síðu af heimasíðunni þar sem hægt er að heita á hlaupara. Ég valdi að styðja foreldrafélag Öskjuhlíðarskól og nú geta velunnar mínir, foreldrafélagsins eða annara góðgerðarsamtaka heitið á mig sem hlaupara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.8.2007 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Frítt í Strætó verkefnið hefur göngu sína
Ég bendi áhugasömum um samgöngumál á afrakstur sumarsins hjá okkur í borgarstjórn. Um er að ræða eitt af grænu skrefunum sem er tilraunaverkefni með að gefa framhaldsskólanemendum og háskólanemendum frítt í strætó í eitt skólaár.
Verkefnið er vel undirbúið þó ég segi sjálf frá og ég vona að fleiri taki eftir því að Strætó er alvöru valkostur. 19. ágúst fer vetrarleiðakerfið í gang og þjónar nú þétt þeim leiðum sem mikið eru notaðar og minna þeim sem eru fámennari. Þetta er eðlileg þróun fremur en að vera með sömu tíðni á öllum vögnum enda er það alþekkt í nágrannalöndum okkar að vagnar eru með þétta tímatöflu á annatímum og á helstu leiðum en aðrar eru með allt að klukkutíma tímatöflu.
Heimasíðan betri í Strætó er komin í loftið og þar verður að finna helstu upplýsingar um verkefnið en skólarnir hefjast um 20. ágúst og þá geta nemendur náð sér í kortið.
Mánudagur, 30. júlí 2007
Ein tölva fyrir hvert barn
Draumur Nicholas Negroponte stofnanda Rannsóknarseturs í upplýsingatækni hjá MIT hefur ræst með framleiðslu XO tölvunnar. Fartölva á barn (one laptop per child) hefur verið verkefni á borðinu hjá Negroponte í 5 ár. Draumurinn var að börn í þróunarlöndum fengju tækifæri til að læra á tölvur eins og önnur börn í heiminum, og að tölvan kostaði ekki meira en 100$. Framleiðslan er nú hafin og miðað er við að fyrstu börnin fái tölvur í október á þessu ári. XO kostar nú 176$ en vonast er til að framleiðslan gangi svo vel að eftir ár eða svo verði tölvan á 100$ hver.
Margt þurfti að þróa og tryggja áður en að framleiðsla gat hafist. Fyrsta vandamálið var að finna orkugjafa. XO tölvan gengur fyrir batteríum, sólarorku, lítilli vindmillu og fót- og handstigi. Tölvan er helmingi léttari en venjuleg fartölva og gengur helmingi lengur á fullri rafhlöðu. Mikið hefur verið lagt í að tryggja að vélarnar komist á netið. Vélin er hönnuð þannig að hún hitnar ekki mikið og þarf því ekki nein viftukerfi. Allir takkar og kerfi eru hönnuð fyrir notkun úti við og skelin er úr gúmmíi. Ég fer nú ekki yfir meira af tæknilegum þáttum hér, en áhugasamir geta skoðað meira á þessari síðu.
Þetta er alveg stórkostlegt mál. Ég hugsa að ekkert verkefni styðji jafnvel við menntun í vanþróaðri löndum eins og þetta mun gera. Við ræðum oftar en ekki um neikvæðu hliðar tölvuvæðingar en þetta mun á nokkrum árum hafa jákvæð áhrif í fátækari hluta heimsins. Þetta vekur þó upp fjölmargar spurningar um afleiðingar í samfélagslegum skilningi.
Meira um þetta magnaða verkefni: OLCP, grein úr The Economist
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Stæði í vinnu hlunnindi?
Ég velti því fyrir mér eftir umræður við góðar vinkonur í gærkvöldi hvers vegna bílastæði við vinnustað séu ókeypis. Eins og við vitum öll þá er ekkert ókeypis og mjög dýrt fyrir fyriræki og stofnanir að vera með land og umhirðu í kringum stæði og bíla.
Ef að við gefum okkur að allir séu sammála um að það kosti fyrirtæki pening að reka stæði fer maður að hugsa hvort að sá sem velur Strætó sem ferðamáta í vinnunna ætti ekki að fá sambærileg hlunnindi og sá sem leggur í stæðið. Það er aðeins munur þarna á, starfsmaðurinn á bílunum greiðir jú fyrir bílinn sinn og umhirðu við hann en samt mætti segja að þar sem starfsmaðurinn sparar fyrirtækinu rekstur eins stæðis þá ætti hann kannski réttilega að fá í staðinn aurinn sem fyrirtækið sparar.
Þessi hugsun grundvallar þau nútímalegu fyrirtæki sem setja sér samgöngustefnu og leggja ólíka ferðamáta að jöfnu. Fyrirtæki reikna sér til þá upphæð sem þeir telja sig geta lagt til starfsmann sem ferðamátahlunnindi. Síðan eru í boði ólíkir ,,pakkar". Einn pakkinn er stæðið og starfsmaður greiðir þá viðbótarkostnað við stæðið í vinnunni ef það er dýrara en ferðamátahlunnindaupphæðin. Einn pakkinn er fyrir göngugarpinn og hjólamanninn og er ákveðinn fjöldi leigubíla og kannski eingreiðsla. Þriðji pakkinn er árskort í Strætó og ákveðinn fjöldi daga sem þú getur lagt, dagana sem þú verður að skutlast í búð eða í leikfimi.
Mér finnst þetta eina vitið og hvet fyrirtæki til að byrja á því að skoða hvað landið kostar sem öll bílastæðin sitja á og hvort þeir geti sparað peninga um leið og þeir hvetja til umhverfisvænni ferðamáta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Æ, en leiðinlegir bakþankar
Eins og ég er alltaf ánægð með bakþanka og þætti Dr. Gunna þá finnst mér pistillinn í dag (26. júlí) afar súr. Pistillinn er neikvæður og endurspeglar hugmyndir þeirra sem finnst Ísland vera smáborgaralegt land. Endurspeglar gagnrýni á landsbyggðina og líkir henni við Strætó. Ég vona að Dr. Gunni ætli ekki hringinn á næstunni því hann á ekki marga vini úti á landi eftir þennan pistil.
Almennt finnst mér steikt að dæma harkalega hópa sem maður samsamar sig ekki sem hluta af. Eins og í þessu tilfelli notendur Strætó og íbúa úti á landi. Okkar hlutverk er að skilja aðstæður allra og styðja við framþróun í þeirra málum ef þess er kostur - ekki að gagnrýna og nöldra. Það hefði að minnsta kosti hinn mikli höfðingi Einar Oddur sagt.
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
138 biðstöðvar fá nafn á næstunni
Þetta er eitt af grænu skrefum borgarinnar í átt að bættri þjónustu við notendur Strætó. Ekki síst þykir mér þetta framtak vera gott fyrir foreldra sem vilja mögulega fara að kenna börnum sínum á borgina og hvernig vagnarnir virka. Við verðum að átta okkur á því að borgin er orðin ansi stór og að sama skapi eru kennileiti í borginni mörg. Við eigum að nota þau í miklu meira mæli. Það var skemmtilegt að taka þátt í að keyra um borgina og finna nöfn á öll þessi skýli. Það er ýmislegt augljóst við nafngiftina (t.d. að Vonarstræti heiti Ráðhús) en annað vekur kannski upp spurningar fyrir suma (Gamla sjónvarpshúsið).
Því miður verður ekki hægt að nefna allar biðstöðvar með skiltum í borginni fyrr en skýlin endurnýjast en smátt og smátt verður hægt að nefna flest skýli. Þessi 138 eru þau skýli sem eru á fjölförnustu vegunum og sjást vel. Á þau mun líka koma nafn á hlið skýlis auk þess sem að númer þeirra vagna sem stöðvast við þetta skýli verður líka við hlið nafnsins á skýlinu.
19. ágúst hefst vetrarleiðakerfi Strætó bs. Þá verða komnar tímatöflur í öll skýli sem eru lík þeim sem sjá má erlendis og gefa upplýsingar um hvenær vagninn er á þeirri stöð sem viðkomandi er á. Hingað til hafa notendur leið 18 á Bústaðavegi þurft að áætla komu vagnsins út frá t.d. Mjódd og Borgarsspítala en nú mun á stoppistöðinni Grímsbær standa hvenær vagninn á að mæta á stoppistöðina Grímsbæ.
Nú líður líka að því að frítt í strætó verkefnið okkar hefjist. Framhaldsskólanemar og háskólanemar í Reykjavík og vonandi í nágrannasveitarfélögunum fá frítt í Strætó í vetur. Það verður gaman að sjá viðbrögð samfélagsins. Mikilvægt er að á sama tíma taki skólar og stofnanir sig til og skoða hjá sér hvort þær geti ekki lagt sitt af mörkum, t.d. með gerð samgöngustefnu fyrir fyrirtækið eða með því að setja gjaldskyldu á stæðin sín. Það kostar fyrirtæki miklu meira að halda úti stæðum fyrir starfsfólk heldur en að styrkja það með strætókorti og ákveðnum fjölda leigubílaferða.
![]() |
Fyrsta strætóstöðin nefnd Verzló" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
-
kjartanvido
-
olofnordal
-
fridjon
-
andres
-
astamoller
-
gaflari
-
ragnhildur
-
birkire
-
doggpals
-
stebbifr
-
jarnskvisan
-
herdis
-
ea
-
doj
-
godsamskipti
-
arndisthor
-
audbergur
-
audureva
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
dullur
-
bryn-dis
-
jaxlinn
-
erla
-
uthlid
-
grettir
-
gudfinna
-
hildurhelgas
-
kolgrimur
-
hlodver
-
oxford
-
hvitiriddarinn
-
golli
-
ingo
-
ibb
-
nonniblogg
-
jorunnfrimannsdottir
-
skruddan
-
maggaelin
-
olafur23
-
otti
-
sigurdurkari
-
sjalfstaedi
-
saethorhelgi
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
vibba
-
villithor
-
thorsteinn
-
hnefill