Ein tölva fyrir hvert barn

Draumur Nicholas Negroponte stofnanda Rannsóknarseturs í upplýsingatækni hjá MIT hefur ræst með framleiðslu XO tölvunnar.   Fartölva á barn (one laptop per child) hefur verið verkefni á borðinu hjá Negroponte í 5 ár.   Draumurinn var að börn í þróunarlöndum fengju tækifæri til að læra á tölvur eins og önnur börn í heiminum, og að tölvan kostaði ekki meira en 100$.   Framleiðslan er nú hafin og miðað er við að fyrstu börnin fái tölvur í október á þessu ári.  XO kostar nú 176$ en vonast er til að framleiðslan gangi svo vel að eftir ár eða svo verði tölvan á 100$ hver.Skjámyndin

Margt þurfti að þróa og tryggja áður en að framleiðsla gat hafist.   Fyrsta vandamálið var að finna orkugjafa.  XO tölvan gengur fyrir batteríum, sólarorku, lítilli vindmillu og fót- og handstigi.   Tölvan er helmingi léttari en venjuleg fartölva og gengur helmingi lengur á fullri rafhlöðu.  Mikið hefur verið lagt í að tryggja að vélarnar komist á netið.  Vélin er hönnuð þannig að hún hitnar ekki mikið og þarf því ekki nein viftukerfi.  Allir takkar og kerfi eru hönnuð fyrir notkun úti við og skelin er úr gúmmíi.  Ég fer nú ekki yfir meira af tæknilegum þáttum hér, en áhugasamir geta skoðað meira á þessari síðu.

Þetta er alveg stórkostlegt mál.  Ég hugsa að ekkert verkefni styðji jafnvel við menntun í vanþróaðri löndum  eins og þetta mun gera.  Við ræðum oftar en ekki um neikvæðu hliðar tölvuvæðingar en þetta mun á nokkrum árum hafa jákvæð áhrif í fátækari hluta heimsins.  Þetta vekur þó upp fjölmargar spurningar um afleiðingar í samfélagslegum skilningi.

Meira um þetta magnaða verkefni:  OLCP, grein úr The Economist

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér Þorbjörg Helga. Hins vegar er OLPC ekki án tæknilegra vandamála eins og önnur mannanna verk og hætt er við að íslenskum nemendum þyki lítið til "tölvunnar" koma. Bæði er notendaviðmótið mjög takmarkað og síðan er lyklaborðið dapurt. Ég vil hins vegar benda þér á Asus Eee Pc sem er nýkomin á markaðinn (sjá: http://www.notebookreview.com/default.asp?newsID=3829 og http://www.hothardware.com/Articles/Hands_on_with_the_ASUS_Eee/). Þarna sýnist mér vera komin alvörulausn í tölvumálum íslenskra nemenda. 

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 10:43

2 identicon

Góð grein hjá Þorbjörgu. En hvers vegna aðeins þróunarlöndin?  Mér finnst að öll börn mundu hafa hag af því að fá slíka 10 þúsung íslenskra króna tölvu.  Hvers vegna ekki íslensk börn líka?

Jón Þór Þórhallsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 13:42

3 identicon

Jón Þór: öööööööö......... af því að við höfum efni á því að borga hundraðþúsundkall fyrir fullkomnari tölvur!

Ertu ekki að grínast? Tilgangurinn á bak við þetta þróunarstarf hlýtur að hafa farið gersamlega framhjá þér. Finnst þér virkilega ekki mikilvægara að mennta þá verst settu heldur en að skaffa alvöru Bónustölvur í BT?

Feitibjörn (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 00:13

4 Smámynd: Tryggvi Thayer

Það er ekki alveg rétt að segja að OLPC er ætlað að gefa börnum í þróunarlöndum tækifæri til að "læra á tölvur, eins og önnur börn". Ætlunin er fyrst og fremst að tryggja börnum aðgang að upplýsingatækni. Enda er tölvan ólík því sem við höfum fengið að venjast hvað varðar notandaviðmót og annað. Það er mun meira reynt að höfða til sköpunargleði barna og forrit og viðmót ætlað að hvetja notendur til að skapa sína eigin tölvu reynslu. Það eru til margar tölvur sem eru sérstaklega ætlaðar skólastarfi og sér í lagi skólastarfi í þróunarlöndum (t.d. Intel Classmate PC og Eee PC, sem Hilmar Þór nefnir). Það sem gerir OLPC verkefnið sérstakt er pedagógíska hugmyndafræðin sem liggur að baki ("constructionism").

@Hilmar Þór - Þessi gagnrýni á OLPC (notandaviðmótið o.s.frv.) byggist á misskilningi á verkefninu. Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að OLPC tölvurnar hafa valið að fara þá leið sem farin er varðandi notandaviðmót o.þ.h.

@Jón Þór og @Feitibjörn - Það er alls ekki búið að útiloka að börn í "þróuðum" löndum hafi líka aðgang að þessum tölvum og reyndar hafa margir sýnt áhuga á þeim. En athugið að þetta er ekki venjuleg "neytendatölva". Það hefur ekki verið gert ráð fyrir að einstaklingar geti farið út í búð og keypt hana, heldur (og verðlagningshugmyndir byggjast á þessu) á að selja hana í stórum upplögum til ákv. svæða, helst í 100.000-um eða miljónum. En hugmyndin var einhvertíma sett fram (veit ekki hvað varð um hana) að neytendur í "þróuðum" löndum munu geta keypt tölvurnar en þá myndu þeir þurfa að borga fyrir tvær, hin myndi fara til þeirra sem mest þurfa. En fyrst í stað er lögð áhersla á þróunarlönd vegna þess að þar er þörfin mest af ýmsum ástæðum, ekki bara að þar er takmarkaðri aðgangur að tölvubúnaði heldur líka, og e.t.v. mikilvægara, að það sárvantar tölvuvætt efni fyrir þessi svæði og OLPC tölvurnar eru sérstaklega til þess gerðar að hvetja notendur til að búa til tölvuvætt efni fyrir sína menningarheima.

Tryggvi Thayer, 31.7.2007 kl. 10:22

5 identicon

Ágætur Tryggvi Thayer, vinsamlegast ekki ætla mér misskilning á OLPC verkefninu. Ég hef fylgst með því frá byrjun og þykist nokkuð vel að mér í þeirri hugmyndafræði sem þar liggur að baki. Ég er hins vegar að kalla eftir alvöru námsverkfærum í íslenskum skólum. Íslenskir nemendur þurfa, hver og einn, að eiga nettölvu sem þeir geta notað í skólum landsins. Staðreyndin er að tölvuver í skólum landsins eru fá og smá og í raun er illa búið að upplýsingatækni í íslensku skólakerfi - sama hvað ráðamenn úttala sig á tyllidögum. Stór þáttur í að breyta þessu ástandi er að mínu mati að hleypa opnum hugbúnaði og Web2 netbúnaði inn í skólana og fjárfesta í ódýrum tölvum (sjá td. http://www.zonbu.com/home/). Hins vegar er nauðsynlegt að hætta að okra á íslenskri æsku/fjölskyldum og bjóða uppá ódýran kost í fartölvum (sjá áðurnefnda Asus Eee Pc).

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Tryggvi Thayer

@Hilmar Þór - Ég er s.s. ekkert að ætla þér þennan misskilning sérstaklega, enda margir sem hafa fylgst með þessu verkefni í langan tíma sem hafa sagt það sama. En réttmætara og uppbyggilegra væri að gagnrýna ástæðurnar sem liggja að baki þessa viðmóts en ekki viðmót sjálft. Eins og OLPC menn hafa sagt margoft, þetta er ekki tölvuverkefni heldur menntaverkefni og viðmót og annað miðast við það.

Hvað varðar tölvumál íslenskra skóla er ég að miklu leyti sammála. En ég efast um að nokkur hafi fram að þessu dottið í hug að OLPC væri möguleg lausn á því.

Tryggvi Thayer, 1.8.2007 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband