Námsmenn fá frítt í Strætó (grein Fréttablaðið)

Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti.  Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að.   Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008.   

Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar.  Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi.  Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó.  Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freistar þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn.  Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. 

Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð.   Nemendafélögin munu leggja sitt á mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd.  Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál.  Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum.    

Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto).   Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári.  Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hveru fá ekki grunnskólanemar líka frítt í srætó?  Er það kannski vegna þess að þau eru stærsti tekjuliður félagsins?  Lélegt.

Guðmundur Magnússon (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 05:00

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gott framtak og verður vonandi til að auka virðingu fyrirtækisins jafnt meðal almennings sem yfirvalda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.8.2007 kl. 13:09

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já eg hefi spurt áður um þetta en geri ennþá ,af hverju ekki bara allir,og sesstaklega við gamla fólkið/og ekkert svar/við kusum ykkur til að standa vörð um okkar gamlingjana/vonast eftir svari???Hallí gamli

Haraldur Haraldsson, 15.8.2007 kl. 13:15

4 Smámynd: B Ewing

Gott framtak.  Hinsvegar hef ég sjaldan séð jafn flókna og torlesna tímatöflu fyrir alla vagnana og nú.  Það væri miklu einfaldara og betra að fá allar leiðir til að ganga á 15 mínútna fresti allan daginn, svona til að gera kerfið einfaldara.  Þá skiptir ekki máli hvort ég er á ferðinni klukkan hálf átta eða tíu mínútur yfir níu um að komast leiðar minnar.

Því miður þá er strætó dauðadæmdur að mínu mati nema að þjónustan rjúki upp úr öllu valdi og gjaldskráin fyrir stakar ferðir (og áskrift) verði meira í takt við það sem fólk er tilbúið að greiða fyrir.  300 kall í smáakstur.  1200 kall í fjórar ferðir (sem farnar væru á 608 tímum er einfaldlega okur miðað við þjónustustigið eins og það var síðasta vetur og nú í sumar.

Vonandi stefnir þetta hinsvegar í rétta átt.

p.s.  þessi hlekkur www.reykjavik/betristraeto virkar ekki....

B Ewing, 15.8.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: B Ewing

6 - 8 tímum átti þetta að vera, afsakið.

B Ewing, 15.8.2007 kl. 13:38

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er það satt að leiðabækurnar séu margar og kosti eitt hundrað krónur hver?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.8.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband