Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 17. desember 2009
www.thorbjorghelga.is
Sæl öll,
Ég hef fengið nýja heimasíðu www.thorbjorghelga.is. Endilega kíkið þangað - www.thorbjorg.is vísar ykkur á mína síðu einnig.
Gleðilega hátíð kæru lesendur.
Þorbjörg Helga borgarfulltrúi.
Föstudagur, 11. apríl 2008
Borgarbörn
Í leikskólaráði var aðgerðaráætlunin borgarbörn samþykkt. Þær fela í sér umfangsmikla aðgerðaráætlun með ólíkum úrræðum til að tryggja börnum frá því að fæðingarorlofi lýkur og fram til grunnskóla val um þjónustu. Árið 2012 verða þannig foreldrar lausir við þá óreiðu og óskipulag í dagvistun sem nú er við lýði.
Að auki var samþykkt tillaga um svokallaða þjónustutryggingu og rannsókn á því hvernig foreldrar nýta sér hana og önnur úrræði þegar foreldraorlofi lýkur. Þjónustutryggingin felur í sér að foreldrar sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt, sótt um í leikskóla fyrir barn sitt og eru á biðlista eftir plássi, geti fengið þjónustutryggingu. Þjónustutrygging er jafnhá greiðsla og Reykjavíkurborg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri.
Foreldrar sem þiggja þjónustutryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila sem gætir barns skipta á milli sín tímabilinu á sambærilegan hátt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Markmiðið er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera báðum foreldrum kleift að samræða jafnt fjölskyldu-og atvinnulíf.
Tillögurnar sem samþykktar voru eru eftirfarandi. Einnig er hægt að sjá hér yfirlit yfir borgarbörn af blaðamannafundi á miðvikudaginn.
Tillaga F-lista og D-lista um Borgarbörn - tímasetta aðgerðaráætlun í uppbyggingu á þjónustu fyrir reykvísk börn Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri undir handleiðslu sérmenntaðs fólks. Höfuðmarkmið leikskólaráðs Reykjavíkurborgar er að tryggja börnunum framúrskarandi nám og umönnun í leikskólum. Til að ná því marki þarf að huga að mörgu. Byggja þarf skóla í takt við fjölgun barna í borginni og mæta auknum kröfum foreldra um lengri dvalartíma. Fjölga þarf rýmum fyrir yngri börn í leikskólum og tryggja að fagmenntuðu starfsfólki fjölgi. Þá þarf að setja skýr markmið og fylgja eftir kröfum um gæði í skólastarfi. Samfara þessari uppbyggingu er það markmið leikskólaráðs að tryggja foreldrum aðgengi að öðrum ummönnunarúrræðum, s.s. dagforeldrum. Brýnt er að setja tímasett markmið til að foreldrum sé ljóst að unnið er samkvæmt metnaðarfullri aðgerðaráætlun. Aðgerðaráætlunin heitir Borgarbörn og endurspeglar skref Reykjavíkurborgar á næstu 4 árum að því framtíðarmarkmiði borgarstjórnar að tryggja foreldrum val um dagvistarþjónustu frá því að fæðingarorlofi lýkur. Aðgerðaráætlunin Borgarbörn hefur það markmið að fjölga leikskólaplássum og kynna ný og ólík úrræði fyrir börn í Reykjavík með það að markmiði að bæta þjónustu við foreldra og börn. Í áætluninni kemur fram að á næstu þremur árum verði leikskólaplássum fjölgað í nýjum leikskólum og nýjum deildum bætt við rótgróna leikskóla. Einnig verða í henni tímasetningar á nýjungum eins og nýjum úrræðum í þjónustu dagforeldra, samningar við dagforeldra, þjónustutrygging, ungbarnaskólar, jöfnun niðurgreiðslna til sjálfstætt rekinna leikskóla, rafræn innritun í leikskóla samhliða nýjum upplýsingavef um dagvistunarmöguleika.Tillaga F-lista og D-lista um þjónustutryggingu
Lagt er til að foreldrar í Reykjavík sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt, sótt um í leikskóla fyrir barn sitt og eru á biðlista eftir plássi, geti fengið þjónustutryggingu. Þjónustutrygging er jafn há greiðsla og Reykjavíkurborg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri. Þjónustutrygging stendur til boða eftir að fæðingarorlofi lýkur, við 6 mánaða aldur hjá einstæðum foreldrum og við 9 mánaða aldur hjá giftum foreldum og þeim sem eru í sambúð. Þjónustutrygging gildir þar til barn fær boð um vistun í leikskóla eða gefst kostur á dagforeldri að ósk foreldra (þar til barnið verður 2 ára). Þjónustutrygging borgarinnar stendur til boða frá 1. september 2008 og verða umsóknir á rafrænu formi. Þjónustutrygging er tímabundin greiðsla til foreldra á meðan þeir brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær þjónustu dagforeldra eða leikskóla, s.s. til að greiða þriðja aðila, skyldmenni eða öðrum, fyrir aðstoð. Foreldrar sem þiggja þjónustutryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila skipta á milli sín greiðslutímabilinu á sambærilegan hátt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Markmiðið með skiptingu á milli foreldra er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Tillaga F-lista og D-lista um rannsókn á nýtingu og viðhorfi foreldra á dagvistarþjónustu að loknu fæðingarorlofi Lagt er til að sett verði á laggir rannsóknarverkefni í samstarfi við Rannsóknarstofu í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands. Í því verði skoðað hvernig reykvískir foreldrar haga umönnun barna sinna frá því að fæðingarorlofi sleppir, ástæður fyrir ólíku vali foreldra á þjónustu fyrir börn sín og hvernig foreldrar nýta og upplifa tímabundna þjónustutryggingu. Rannsóknin dragi fram tölulegar staðreyndir (megindleg rannsókn) og varpi ljósi á skoðanir foreldra með ólíkan bakgrunn, m.a. með viðtölum (eigindleg rannsókn). Nánari rannsóknaráætlun verði kynnt leikskólaráði í vor og er miðað við að rannsókn ljúki í ágúst 2009.
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Flott hugmynd
Ég er ekki vön að setja svona hluti á síðuna mína en mér finnst svona litlar hugmyndir svo hrikalega skemmtilegar. Ekki spillir þegar mögulega hugmyndin getur haft áhrif á líf fólks. Ég veit að þetta er ekki einsdæmi um virðingu fólks fyrir grunnskólakennurum sínum, ég á nokkuð margar svona litlar sögur sem sitja eftir. Engin þeirra er tengd verkefni í bók eða námsefni sem slíku heldur miklu frekar atviki sem var stýrt af kennara til að kenna okkur mikilvægan hluti eða hluti.
En þetta fékk ég sem sagt sent í dag frá æskuvinkonu minni:
Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli. Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
Lífið hélt áfram.
Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum.
"Þakka þér fyrir að gera þetta,því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli" sagði móðir Magnúsar. Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af því sem þeim þótti vænst um. Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki.
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Þau opna dyr
Nú er að ljúka heimsókn leikskólasviðs og menntasviðs hér í Boston þar sem skoðuð eru ólík úrræði sem notuð eru hér fyrir einhverf börn. Með í för eru skólastjórar og aðstoðarskólar skóla í Reykjavík sem sinna börnum með sérþarfir. Ég veit að við gerum mjög vel við börn við sérþarfir í Reykjavík en það er mikilvægt að vera á tánum og bæta við úrræðum eða þjónustu ef þurfa þykir.
Á síðu umsjónarfélags einhverfa segir skýrt frá hvað einhverfa er og hvernig hún lýsir sér en þar segir að miða megi við að um 2000 íslendingar séu á einhverfurófinu. Aukning á einhverfugreiningum er veruleiki en ekki er vitað hvers vegna. Ein skýring er að greiningartækin séu orðin það nákvæm að önnur þroskahömlun sem áður var sé nú skýrð betur á einhverfurófinu en margir rannsóknarmenn telja hins vegar einhverjar breytingar vera í umhverfinu eða lífeðlislega sem leiða til þessarar aukningar.
Sérstaklega góðar móttökur fengum við hjá NECC (The New England Center for Children) sem er einkarekinn skóli sem hefur byggst upp í rúm 30 ár. Leiðarljósið þeirra er ,,We open doors" sem mér fannst sérstaklega góð skilaboð. Í skólanum starfa um 700 starfsmenn og halda utan um 230 börn. Þeir vinna eingöngu með atferlisþjálfun og hvert barn er með starfsmann með sér. Markmiðið er að börnin geti sinnt sér sjálf eins mikið og hægt er og með eins litlum stuðningi og hægt er. Í skólanum eru fjögur ólík kerfi auk háskólaumhverfis fyrir sérkennara.
Fyrst ber að nefna sambýli sem við fengum að heimsækja sem er starfrækt í einbýlishúsum í nágrenni við skólann. Í hverju húsi eru 6 einhverfir einstaklingar (frá 5-22 ára) og ágætlega er búið að þeim. Í sambýli búa börn sem eiga mjög erfitt með daglegar venjur og ef foreldri eða foreldrar geta ekki sinnt þörfum þeirra daglega. Kennarar eru alltaf með eitt barn sem sitt verkefni en þrír kennarar koma að hverju barni. Á daginn keyra kennarar börnin í skólann þar sem dagskóli er líka starfræktur.
Dagskólinner rekinn í skólanum sjálfum fyrir börn í sambýlisúrræðnu og fyrir börn sem eru keyrð í skólann. Skólinn er stór og er nýbúinn að fá sundlaug sem allir starfsmennirnir sannarlega stoltir af. Farið er eftir sérstakri námskrá sem stofnandi NECC vill gera opinbera fyrir alla þar sem í er að finna mjög nákvæmar aðferðir við dagleg verkefni og aðferðir við að þjálfa t.d. samskiptahæfni eða augnsamband. Í dagskólanum er líka leikskóli fyrir einhverf börn sem er rekinn samhliða leikskóla fyrir börn starfsfólks. Alltaf er einn starfsmaður með eitt barn og oft fannst manni nóg um hvað allt var kerfisbundið og skipulagt. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og börnin eru þjálfuð í ákveðnum aðferðum eða hæfileikum mjög skipulega og veitt svo umbun fyrir. Allt er skráð mjög nákvæmlega niður og í hverjum mánuði fer yfirmaður yfir árangur og framfarir barnsins.
Heimaþjónustavar úrræði sem er í boði fyrir börn 0-3 ára. Í Massachussets eru reglurnar þannig að skólakerfið tekur við börnunum miðað við aldur en ekki þjónustu eins og heima. Þetta þýðir að Heilbrigðisráðuneytið styður öll úrræði við börn með sérþarfir frá 0-3 ára en frá 3-22 ára eru menntamálayfirvöld með mál barna með sérþarfir. Síðan tekur velferðarþjónustan við eftir 22 ára. Því er í boði þjónusta, allan daginn, fyrir einhverf börn heima. Við fengum að fara heim til eins drengs sem var greinilega búinn að ná mjög miklum árangri. Eins og við vitum er snemmtæk íhlutun eins og þessi líklegust til að ná bestum árangri. Kennarar í skólanum sögðu að það væri alltaf hægt að vinna með allan aldur en að eftir 10 ára aldur væri orðið marktækt erfiðara að vinna með einhverf börn.
Skólastofurí hefðbundnum grunnskólum (e. partner classrooms) er úrræði sem eykst hvað hraðast hjá þeim. Í þessu felst að kennarar þeirra byggja upp skólastofu í hefðbundnum skóla og vinna að því að þjálfa barnið í að vera í hefðbundnum skólastofum. Þetta er það sem kemst næst skóla án aðgreiningar sem NECC vinnur með og þeir leggja mikla áherslu á að einhverf börn þurfi svo mikið aðhald og skýran ramma að þetta sé það sem virki best í aðlögun að hefðbundnum úrræðum.
Þetta var mikill lærdómur sem við fengum en við vorum Íslendingarnir flestir sammála um að úrræðin væru heldur vélræn og söknuðum að ekki væri myndlist og tónlist notuð til að styðja við börnin. Litli strákurinn sem við Elísabet hittum heima við var að raula mjög mörg lög og hafði greinilega gaman að tónlist. Kannski saknaði maður að sjá þau ekki hlæja meira og njóta lífsins en það er erfitt að koma með svona sleggjudóma þegar aðeins er kíkt á einstaka barn í nokkra klukkutíma.
Ég er hins vegar sannfærð um að starfsfólk skólanna okkar í Reykjavík hafi lært mjög margt, hvernig væri hægt að gera hlutina eða hvernig á ekki að gera þá. Ég, Oddný og Ásta Þorleifs, hinir pólitísku fulltrúar, erum að minnsta kosti miklu vitrari eftir þessa ferð.
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Börnin í fyrsta sæti (grein 05.03.08)
Í gær samþykkti borgarstjórn stefnumörkun meirihluta borgarstjórnar í formi þriggja ára áætlunar. Áætlunin er leiðarvísir um forgangsröðun næstu ára og hefur þann tilgang að koma stærri verkefnum í nauðsynlegan áætlunarfarveg. Þriggja ára áætlun setur okkur stjórnmálamönnum ramma sem að krefst þess að við forgangsröðum öllum okkar draumum um betra umhverfi fyrir Reykvíkinga. Forgangsröðunin nú er í þágu yngstu borgarbúanna. Börnin eru sett í fyrsta sæti.
Undanfarin 3 ár hefur mikil þensla á vinnumarkaði haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Reykjavíkurborgar í samkeppni um starfsfólk. Starfsmannavelta hefur sérstaklega hrjáð leikskólana og haft umtalsverð áhrif á þjónustu við börn og umhverfi starfsfólks. Starfsfólk leikskóla hefur tekist hetjulega á við viðvarandi vanda og á mikið hrós skilið fyrir mikla eljusemi og jákvæðni. Foreldrar hafa fundið fyrir vandanum, inntaka barna inn á leikskóla og í önnur úrræði hefur tafist og sumar fjölskyldur hafa þurft að takast á við skerta þjónustu. Afleiðingar þessa er hækkandi meðalaldur þeirra barna sem hafa aðgang að þjónustu.
Borgarstjórn ætlar að binda enda á þessa bið með þrískiptri áætlun. Í fyrsta lagi verður meginþjónusta borgarinnar við börnin - borgarreknu leikskólarnir - styrktir með því að fjölga rýmum með stækkun skóla í eldri hverfum og með því að bæta við deildum. Þetta er í takt við kröfur um aukinn dvalartíma barna og fjölgun yngri barna í leikskólum borgarinnar. Í öðru lagi er gert ráð fyrir því að taka í notkun glæsilega nýja 5 deilda leikskóla í nýbyggingarhverfum borgarinnar. Vel heppnuð hugmyndasamkeppni um hönnun leikskóla skilaði borginni þremur glæsilegum teikningum af leikskólum framtíðarinnar þar sem tekið var mið af þörfum barna og starfsmanna á 21. öld. Leikskólar munu rísa næstu ár við Árvað í Norðlingaholti, í Úlfarsárdal og á Vatnsmýrarsvæði. Í þriðja lagi munu áætlanir leikskólasviðs gera ráð fyrir að auka val foreldra á þjónustu fyrir allra yngstu börnin þannig að í boði sé fjölbreytt og traust þjónusta við foreldra með börn frá eins árs aldri. Í þessu felst að styrkja annars vegar eftirsótta þjónustu sem nú er í boði en af skornum skammti, líkt dagforeldraþjónustu og einkarekna leikskóla fyrir yngstu börnin en bjóða um leið upp á fleiri úrræði til að fjölga valmöguleikum á þjónustu fyrir foreldra sem byggjast á ólíkum þörfum barna. Gert er ráð fyrir verulegum fjármunum í þessa þjónustu á næstum þremur árum en teknar hafa verið frá stighækkandi fjárhæðir á tímabilinu til viðbótar við stofnkostnað, allt að 400 milljónum króna til að mæta auknum rekstrarútgjöldum vegna þessa.
Það er ekki aðeins lögbundin skylda borgarinnar að sinna leikskólamálum á metnaðarfullan og faglegan máta heldur einnig siðferðisleg skylda okkar við samfélagið. Foreldrar eru mikilvægur mannauður á vinnumarkaði og Reykjavíkurborg verður að veita íbúum sínum val um þjónustu svo að foreldrar geti látið drauma sína rætast hverjir sem þeir eru. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Til þess að svo sé þarf þjónusta við yngstu börnin að vera framúrskarandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 3. mars 2008
Skattar og gjöld lækka (Grein 19.02.08)
Í þessari viku var stórum áfanga náð. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands náðu, með mikilli vinnu og virðingu fyrir stöðu hvors annars, saman um launaþróun og forgangsröðun launa. Mikilvægast við þessa kjarasamninga er að forystumenn atvinnulífsins og ASÍ náðu saman um þá forgangsröðun að setja mest til þeirra sem hafa setið eftir í launaskriði og hafa lægstu launin. Þessir kjarasamningar voru skynsamlegir og mjög þýðingarmiklir og eru forsenda annarra ákvarðana, bæði fyrir efnahagslífið í heild og rekstur fyrirtækja en líka fyrir þá samninga sem koma í kjölfarið.
Í lok samningalotu kom ríkisstjórnin með jákvætt útspil fyrir hönd skattgreiðenda til að styðja við einstaklinga og fyrirtæki. Útspil ríkisstjórnarinnar fól meðal í sér sértækar aðgerðir til að bæta stöðu barnafjölskyldna, hækkun bóta og skattleysismarka og aukin framlög til símenntunar. Sérstaklega ánægjulegt er að sjá að ríkisstjórnin tekur á sama tíma og hún bætir kjör launþega ákvörðun um að lækka fyrirtækjaskatt úr 18% í 15%. Sumum þykir erfitt að skilja þessa stefnu hægri manna en með því að lækka skatta á fyrirtæki geta tekjur hins opinbera af sköttum einmitt aukist verulega þar sem skattalækkanir virka sem hvati fyrir efnahagslífið til að taka ákvarðanir um aukin umsvif. Ríkið fær minni sneið af stærri köku í stað stærri sneiðar af minni köku áður. Gott dæmi um þetta er lækkun fyrirtækjaskatta hér á landi úr 33% árið 1995 í 18%. Sú lækkun hefur skilað ríkinu mun meiri tekjum en áður og styrkir fyrirtæki til lengri tíma. Aðrar sérstaklega jákvæðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru loforð um frekari lækkun á tollum og vörugjöldum og fyrstu skrefin í að afnema stimpilgjöld . Vonandi verða öll stimpilgjöld afnumin á þessu kjörtímabili enda eru þessi gjöld ósanngjarn nefskattur.
Það er skýrt að aðeins ein ástæða er fyrir því að ríkissjóður getur spilað út svona sterkum aðgerðum inn í kjarasamninga ASÍ og haft áhrif á samninga sem eru framundan. Ástæðan er sú að ríkissjóði hefur verið stýrt með styrkri hendi undanfarinn áratug með það að leiðarljósi að lágmarka skuldir og hámarka um leið sveigjanleika ríkissjóðs til að mæta aðgerðum eins og þessum í sambærilegu efnahagsástandi sem nú ríkir. Ábyrg fjármálastjórnun á ríkissjóði er grundvöllur hagsældar og ætti að vera mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna að halda í heiðri.
Mánudagur, 3. mars 2008
Stundum þarf að hugsa stórt (Grein 06.02.08)
Mánudagur, 3. mars 2008
Málefnin ráða för (grein 22.01.08)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Verndun húsa og nýr meirihluti
Á borgarstjórnarfundi í dag fór Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna vel yfir þann farsa sem hefur einkennt vinnubrögð nýs meirihluta í Reykjavík vegna húsa við Laugaveg 4-6.
Þessi farsi einkennist fyrst og fremst af ósætti í nýjum meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og flokks Frjálslynda. Samfylkingin er klofin í málinu, sumir vilja flytja húsin, sumir vilja friða og sumir vilja breyta skipulagi. Vinstri grænir hafa skipt um skoðun frá því að þeir samþykktu deiliskipulag Laugavegsins á síðasta kjörtímabili og vilja nú friða húsin, Frjálslyndir eru mjög skýrir og vilja friða öll húsin á Laugavegi en Framsóknarflokkurinn vill rífa húsin.
Þetta er kjarni málsins. Nýr meirihluti í Reykjavík er ekki sammála um hvað eigi að gera við þau. Nú bíður meirihlutinn eftir niðurstöðu menntamálaráðherra en hefur samt ekki fundið sér skýra stefnu. Enn er líka óljóst hvað gerist ef ráðherra friðar húsin, þ.e. hver er skaðabótaskyldur og hver framtíð Laugavegarins er og hvort að ríkisstjórn er þarna komin með skipulagsvald í sveitarfélögum. Og ef að ráðherra ákveður að friða ekki húsin, hvað ætlar þá nýr borgarstjórnarmeirihluti að gera? Ætlar hann að breyta deiliskipulagi og lækka húsin? Ætlar hann að flytja húsin í Hljómskálagarðinn? Ætlar hann að kaupa aftur reitinn af verktökum? Þessum spurningum er ekki svarað af því að meirihlutinn er ekki sammála.
Nokkrar spurningar vakna sem tengjast þessu. Væri nýr borgarstjóri svona rólegur ef húsafriðunarnefnd væri að friða hús sem meirihlutinn væri sammála um að ætti að rífa? Eru landsmenn allir tilbúnir til að láta ríkið greiða skaðabætur úr sjóði skattgreiðenda upp á hundruði milljóna fyrir Laugaveg 4-6? Hvað með restina af Laugavegi og deiliskipulagið í heild, erum við að sjá svona farsa endurtaka sig með þeim afleiðingum að verktakar og eigendur hlaupa beint í aðra kosti? Og að lokum, Björn Ingi Hrafnsson sleit meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna ósættis flokksins í REI málinu. Af hverju ætli hann slíti ekki núna, þegar ósættið er ekki bara sýnilegt heldur ekki sættanlegt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Forgangsröðun fyrir börn (Frbl. 10.01.08)
Þessa dagana er glænýr meirihluti í borgarstjórn að rífast. Meirihlutinn er að rífast um gömul hús sem sannarlega eiga sér mikla sögu og verðmæti. Þessi sami ósamstæði meirihluti tók hins vegar ákvörðun um að húsin skyldu hverfa fyrir nokkrum árum þegar R-listinn var við völd. En nú telja þessir sömu aðilar eðlilegt að skipta um skoðun, skoðun sem gæti kostað útsvarsgreiðendur 600 milljónir eða jafnvel meira.
Foreldrar skrifa mér reiðir þessa dagana vegna umfjöllunar um húsafriðun og telja forgangsröðun borgarfulltrúa ótrúlega. Nýr meirihluti sem ekki enn hefur sett fram málefnasamning hefur þó sagst ætla að setja þjónustu við börn í öndvegi. Þrátt fyrir aðgerðir fyrri meirihluta og núverandi meirihluta fyrir áramót vantar hátt í tvöhundruð starfsmenn, eða á helming leikskóla í Reykjavík. Enn vantar umsjónarkennara í grunnskóla borgarinnar. Enn vantar að manna frístundaheimili. Stóru orðin voru ekki spöruð hjá borgarfulltrúum meirihlutans þegar þeir voru í minnihluta. Þrúgandi þögn um vandann er hins vegar áberandi núna þegar sömu borgarfulltrúarnir eru komnir í meirihluta.
Ekki skortir umfjöllunina um Laugaveg 4-6 undanfarna daga og ótrúlegasta fólk er farið að tjá sig og sýna málinu skilning og stuðning. Foreldrar eiga erfiðara með að tjá sig enda hafa þeir áhyggjur af því að reiði þeirra um ástandið bitni á þeirra eigin börnum. Foreldrar sem eru alla daga að koma börnum sínum fyrir hjá vinum og vandamönnum, taka þau í vinnu eða fresta því að fara að vinna eftir fæðingarorlof hljóta að spyrja sig hvaða forgangsröðun borgin hafi að leiðarljósi. Foreldrar eiga sér ekki sterka talsmenn. Því spyr ég borgarstjórann í Reykjavík fyrir hönd foreldra hver sé forgangsröðunin hjá nýjum meirihluta í málefnum barna?
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill