Verndun húsa og nýr meirihluti

Á borgarstjórnarfundi í dag fór Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna vel yfir þann farsa sem hefur einkennt vinnubrögð nýs meirihluta í Reykjavík vegna húsa við Laugaveg 4-6.

Þessi farsi einkennist fyrst og fremst af ósætti í nýjum meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og flokks Frjálslynda.   Samfylkingin er klofin í málinu, sumir vilja flytja húsin, sumir vilja friða og sumir vilja breyta skipulagi.  Vinstri grænir hafa skipt um skoðun frá því að þeir samþykktu deiliskipulag Laugavegsins á síðasta kjörtímabili og vilja nú friða húsin, Frjálslyndir eru mjög skýrir og vilja friða öll húsin á Laugavegi en Framsóknarflokkurinn vill rífa húsin.

Þetta er kjarni málsins.  Nýr meirihluti í Reykjavík er ekki sammála um hvað eigi að gera við þau.   Nú bíður meirihlutinn eftir niðurstöðu menntamálaráðherra en hefur samt ekki fundið sér skýra stefnu.   Enn er líka óljóst hvað gerist ef ráðherra friðar húsin, þ.e. hver er skaðabótaskyldur og hver framtíð Laugavegarins er og hvort að ríkisstjórn er þarna komin með skipulagsvald í sveitarfélögum.  Og ef að ráðherra ákveður að friða ekki húsin, hvað ætlar þá nýr borgarstjórnarmeirihluti að gera?  Ætlar hann að breyta deiliskipulagi og lækka húsin?  Ætlar hann að flytja húsin í Hljómskálagarðinn?  Ætlar hann að kaupa aftur reitinn af verktökum?   Þessum spurningum er ekki svarað af því að meirihlutinn er ekki sammála.

Nokkrar spurningar vakna sem tengjast þessu.   Væri nýr borgarstjóri svona rólegur ef húsafriðunarnefnd væri að friða hús sem meirihlutinn væri sammála um að ætti að rífa?   Eru landsmenn allir tilbúnir til að láta ríkið greiða skaðabætur úr sjóði skattgreiðenda upp á hundruði milljóna fyrir Laugaveg 4-6?  Hvað með restina af Laugavegi og deiliskipulagið í heild, erum við að sjá svona farsa endurtaka sig með þeim afleiðingum að verktakar og eigendur hlaupa beint í aðra kosti?  Og að lokum, Björn Ingi Hrafnsson sleit meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna ósættis flokksins í REI málinu.   Af hverju ætli hann slíti ekki núna, þegar ósættið er ekki bara sýnilegt heldur ekki sættanlegt?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigurðsson

Það vita allir sem vita vilja að meirihultinn er klofinn i þessu mali sem og öðrum. En nu þorir Björn Ingi ekki að gera neitt enda væri hann illa staddur ef sprengdi þennann meirihluta. Meirihlutinn i Reykjavik a að vikja sem allra fyrst.

Guðjón Sigurðsson, 15.1.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Það á að rífa þetta og það í hvelli þar sem öll möguleg leyfi eru til staðar og svo á húsafriðunarnefnd að segja af sér, þar er klúðrið, "þú friðar ekki eftirá"

Sævar Einarsson, 15.1.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er mín skoðun að það eigi að rífa þessi hús enda eigendur með öll tilskylin leyfi.
Nú hefði verið gott fyrir þau ef þau hefðu gert, hvað kallast það "málefnasaming" en eins og dagur sagði þá eru það nú gamaldags vinnubrögð.

Óðinn Þórisson, 15.1.2008 kl. 18:07

4 identicon

Persónulega finnst mér það frekar ómálefnalegt af þér að líkja REI málinu við friðun húsa á laugarvegi. Ég veit allavega hvað í minum huga er talsvert mikilvægara og þýðingameira mál.

Jóhann (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 23:37

5 identicon

Hvernig er hægt að ætlast til þess að borgarfulltrúar svari bréfum frá manni sem kallar sig "Fullur"?

Mæltu manna heilust Þorbjörg. Þú stendur þig mjög vel. Meirihlutinn springur fyrr en síðar.

Rúnar (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 03:04

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mesta klúður. Sammála því. En væri svo slæmt ef verktakar forðuðu sér af Laugaveginum? Felst ekki vandinn einmitt í yfirgangi þeirra og grunsamlega mikilli undanlátssemi skipulagsyfirvalda?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2008 kl. 12:44

7 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sæl Þorbjörg og til hamingju með að vera komin aftur í meirihluta. Þetta verður strembið en Ólafur hættir ekki á meðan hann er borgarstjóri, svo mikið er víst - klókt! :o)

Varðandi Laugaveg 4-6: Verum minnug þess að niðurstaða friðunaraðila er sú að húsin séu ekkert merkileg heldur einungis götumyndin. Því þurfa uppbyggingaraðilar fyrst og fremst að leggja meiri áherslu á að hin nýja bygging falli vel að götumyndinni. Það er líka mín skoðun að byggingin nýja megi ekki vera hærri en hornhúsið á horni Laugavegs og Skólavörðustígs. Ef nýja húsið er hærra þá "minnkar" það verulega hornhúsið sem er glæsilegt hús og það væri mikil synd.

Sáttamöguleikinn liggur í því að endurhanna ytra byrði nýja hússins þannig að það falli betur að götumynd Laugavegarins og hornhúsinu. Þá held ég að þetta mál sé í höfn, götumyndin í lagi og komið hús sem að innan er nútímalegt verslunarhúsnæði sem hentar nútímaverslunarrekstri. Þá er hægt að henda þessum hjöllum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.1.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Félag Ungra Frjálslyndra

Félag ungra frjálslyndra lýsir yfir algerum stuðning við Ólaf F. Magnússon borgarfulltrúa F-Listans og fagnar því að grundvallarmálefni Frjálslynda flokksins séu nú að fá brautargengi í Reykjavík.

Félag ungra frjálslyndra fagnar því sérstaklega að nýi borgarmeirihlutinn ætli sér að viðhalda eign almennings á Orkuveitu Reykjavíkur og orkuauðlindum hennar.

Félag Ungra Frjálslyndra, 22.1.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband