Föstudagur, 11. janúar 2008
Forgangsröðun fyrir börn (Frbl. 10.01.08)
Þessa dagana er glænýr meirihluti í borgarstjórn að rífast. Meirihlutinn er að rífast um gömul hús sem sannarlega eiga sér mikla sögu og verðmæti. Þessi sami ósamstæði meirihluti tók hins vegar ákvörðun um að húsin skyldu hverfa fyrir nokkrum árum þegar R-listinn var við völd. En nú telja þessir sömu aðilar eðlilegt að skipta um skoðun, skoðun sem gæti kostað útsvarsgreiðendur 600 milljónir eða jafnvel meira.
Foreldrar skrifa mér reiðir þessa dagana vegna umfjöllunar um húsafriðun og telja forgangsröðun borgarfulltrúa ótrúlega. Nýr meirihluti sem ekki enn hefur sett fram málefnasamning hefur þó sagst ætla að setja þjónustu við börn í öndvegi. Þrátt fyrir aðgerðir fyrri meirihluta og núverandi meirihluta fyrir áramót vantar hátt í tvöhundruð starfsmenn, eða á helming leikskóla í Reykjavík. Enn vantar umsjónarkennara í grunnskóla borgarinnar. Enn vantar að manna frístundaheimili. Stóru orðin voru ekki spöruð hjá borgarfulltrúum meirihlutans þegar þeir voru í minnihluta. Þrúgandi þögn um vandann er hins vegar áberandi núna þegar sömu borgarfulltrúarnir eru komnir í meirihluta.
Ekki skortir umfjöllunina um Laugaveg 4-6 undanfarna daga og ótrúlegasta fólk er farið að tjá sig og sýna málinu skilning og stuðning. Foreldrar eiga erfiðara með að tjá sig enda hafa þeir áhyggjur af því að reiði þeirra um ástandið bitni á þeirra eigin börnum. Foreldrar sem eru alla daga að koma börnum sínum fyrir hjá vinum og vandamönnum, taka þau í vinnu eða fresta því að fara að vinna eftir fæðingarorlof hljóta að spyrja sig hvaða forgangsröðun borgin hafi að leiðarljósi. Foreldrar eiga sér ekki sterka talsmenn. Því spyr ég borgarstjórann í Reykjavík fyrir hönd foreldra hver sé forgangsröðunin hjá nýjum meirihluta í málefnum barna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1163
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Góðan daginn allir. ég vildi bara láta ykkur vita að Jafnréttindafélag Íslands verður stofnað í næstu viku.
Fyrsti fundurinn verður miðvikudagskvöldið 23. Janúar kl 20:00.
Nánari upplýsingar eru á síðunni minni.
Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.