Reykjavíkurmaraþon

Jæja, það tókst í dag.  Ég hljóp í fyrsta sinn 10 km í þessari líka grenjandi rigningu.   Það var nú gott að ná áfanganum einu sinni áður en ég tek þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.   Ég var slétta klukkustund og vonandi verður sá tími bættur eitthvað á menningarnótt.

Mér var sagt af ótal mörgum að ég þyrfti ekkert endilega að vera búin að hlaupa 10 km.   Það væri nóg að gera eins og ég hef verið að gera, hlaupa hressilega, 5-8 km í hvert sinn.   Þá yrðu 10 kílómetrarnir nú ekki mikið mál.   En (og ég held að þetta sé kvenlægt vandamál,), ég þurfti að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta.  Ekki gat ég farið að pústa og skjálfa af þreytu í sjálfu maraþoninu.   Sjálfstraustið ekki nægilega sterkt í þessum efnum!

Ég hlakka til menningarnæturinnar, ég held að þetta verði frábær dagur.

p.s. - Glitnir (www.glitnir.is) er með sniðuga síðu af heimasíðunni þar sem hægt er að heita á hlaupara.  Ég valdi að styðja foreldrafélag Öskjuhlíðarskól og nú geta velunnar mínir, foreldrafélagsins eða annara góðgerðarsamtaka heitið á mig sem hlaupara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt eftir að rúlla þessu upp!!

Sigrún Erlendsd (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Flott hjá þér Þorbjörg. Ég hef verið að hlaupa 10 km. undanfarið. Er með lakari tíma en þú. Ég fer annaðhvort 10 km eða hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu.

Theódór Norðkvist, 10.8.2007 kl. 13:06

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Gangi þér vel Tobba. Hef sjálfur hlaupið hálfmaraþon og langaði til að vera með núna líka en hnén leyfa það ekki í ár. Sjáum til næsta ár.

Taka svo bara svo hressilega á þessu núna, 10 km á 50 mín. Koma sooooo.

Sigurjón Sveinsson, 10.8.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband