Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Frítt í Strætó verkefnið hefur göngu sína
Ég bendi áhugasömum um samgöngumál á afrakstur sumarsins hjá okkur í borgarstjórn. Um er að ræða eitt af grænu skrefunum sem er tilraunaverkefni með að gefa framhaldsskólanemendum og háskólanemendum frítt í strætó í eitt skólaár.
Verkefnið er vel undirbúið þó ég segi sjálf frá og ég vona að fleiri taki eftir því að Strætó er alvöru valkostur. 19. ágúst fer vetrarleiðakerfið í gang og þjónar nú þétt þeim leiðum sem mikið eru notaðar og minna þeim sem eru fámennari. Þetta er eðlileg þróun fremur en að vera með sömu tíðni á öllum vögnum enda er það alþekkt í nágrannalöndum okkar að vagnar eru með þétta tímatöflu á annatímum og á helstu leiðum en aðrar eru með allt að klukkutíma tímatöflu.
Heimasíðan betri í Strætó er komin í loftið og þar verður að finna helstu upplýsingar um verkefnið en skólarnir hefjast um 20. ágúst og þá geta nemendur náð sér í kortið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Reyndar finnst mér skynsamlegra að hækka fargjöldin hjá námsfólki .
Þá losnar maður við hópinn sem útbýjar og skemmir strætóskýlin .
Það er ófá skiftin, þar sem ég hef skolfið í hálfgluggalausu skýli með brenndri tímatöflu, og hrákaslettum sem námsmenn hafa spýtt í einhverju menningarlegu námskasti .
Látum þá sem skemma borga, en frítt fyrir fólk á snyrtilegum aldri . Annars hætti ég alveg að taka strætó ! Lofa því .
enok (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 19:28
Held að námsmenn í framhaldsskólum séu ekki sökudólgarnir, Enok. Sé mestu ólætin í krökkum c.a. 10-13 ára sem gera þetta af leiðindum sínum.
Vil lýsa yfir mikilli ánægju með þetta framtak hjá Borginni. Vona að fleiri taki strætó í kjölfarið. Er sjálf farþegi milli Akraness og Reykjavíkur daglega og stór rúta dugir ekki til í fyrstu ferð á morgnana yfir vetrartímann, aukabíll þarf að fara líka. Það munar svo um skólafólkið. Fá allir nemar í reykvískum skólum frítt í strætó, líka þeir sem koma utan af landi?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 21:14
Mér líst vel á skrif og metnað hennar Þorbjargar. Sjálfur hef ég áform um að nota strætó þegar ég flyt til Íslands í haust, þrátt fyrir að ætlun mína að kaupa bíl til að geta leyft mér að keyra út á land og ganga um náttúruna áður en Íslendingum tekst að eyðileggja hana.
Ég legg til að opnað verði fyrir miðasölu á heimasíðustrætó, www.bus.is, svo hægt sé að fá miða/kort sent heim í póstkassann.
Mig langar að lokum að hrósa Þorbjörgu fyrir góða samfélagsvitund, þrátt fyrir að vera í Sjálfstæðisflokknum sem gjarnan vill skoða málin frá sjónarhóli einstaklingsins.
Árni (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 07:49
Mer list bara vel á þetta ,en svona af því að eg kaus þig til þessara starfa og ykkur sem eruð þarna i meirihluta,gleimdu þið gamla fólkinu,eg bara spir því nóg var um að það ætti að gera mikið fyrir okkar hóp/Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 8.8.2007 kl. 11:32
Framtakið er frábært og mikið framfaraspor. Hins vegar mætti vera hagstæðara fyrir hinn almenna notanda að nota strætó. Í okkar fjölskyldu eigum við einn bíl og erum að reyna að forðast fjölgun í bílaflotanum, þannig að við nýtum strætó eins og við mögulega getum (þ.e. fullorðna fólkið!). Við vonum þess vegna að þið haldið áfram hinu góðu störfum - öllum í hag.
Kveðja, Þórdís
Þórdís Guðmundsdóttir, 8.8.2007 kl. 12:44
Nújá, er Enok með sterk rök?
Á að láta heila kynslóð af námsfólki líða fyrir skemmdir sem eru unnar af svörtum sauðum? Eru það sterk rök?
Þegar ég var ungur þá voru krakkarnir sem oltu skemmdum ekki þeir sömu og sem fóru í framhaldsskóla. Ef heimilislaus eldri borgar yrði gripinn við skemmdarverk, væri það þá sterk rök fyrir að refsa öllum eldri borgurum sem eiga heimili?
Með því að gefa námsmönnum frítt í strætó þá gæti orðið til heil kynslóð sem kann að nota strætó. Eftir nám verða þeir kaupendur að þjónustunni. Beinn kostnaður gæti því komið til baka í framtíðinni. Því er erfitt að meta ávinninginn eftir aðeins einn vetur. Það má svo ekki gleyma að meta samfélagslegan ávinning.
Árni (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 14:38
Hvernig væri að ALLIR fengju frítt í strætó. Þá væri fólki ekki mismunað og eftil vill léttist umferðin á yfirfullum götum borgarinnar að ógleymdu sliti á malbikinu sem yrði minna með minnkandi umferð sem kostar Borgina milljónir árlega... Gunnar bæjarstjóri í Kópavogi hefur boðað að íbúar Kópavogs fái ALLIR frítt í strætó frá áramótum, hann vill greynilega ekki mismuna fólkinu í sínum heimabæ.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.8.2007 kl. 16:49
Ég tek undir með Guðrúnu, væri ekki hægt að nota minni og fleiri vagna í von um að enkabílarnir standi aðeins meira í það minnsta virku daganna og ætti umferðin þá að liprast og svo þetta vinsæla minni mengun.
Árni þú ert eitthvað útundan þarna í útlöndum það er ekkert verið að eyðileggja Ísland einungis verið að nota auðlindir okkur framdráttar, þú veist afla tekna, það þarf að reka hinar ýmsu stofnanir eins og stræto og lánastofnun Íslenskra námsmanna ofr. ofr.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.8.2007 kl. 17:59
Ég hef lært á minni veru í útlöndum hvað Ísland er fallegt land. Ég hef
líka lært það að Íslendingar bera ekki virðingu fyrir náttúrunni og kunna
ekki að meta fegurð landsins.
Árni (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 19:29
Hvurslag dylgjur eru þetta hjá þér Árni, umræðan um náttúru Íslands væru ekki svona mikklar nema Íslendingar væru að hugsa um hag lands og þjóðar, þú hefur eitthvað ruglast á litum, sko þú átt alveg að fara eftir því sem læknirinn segir það var örugglega rauða pillan þann 8. gula þ. 9. og græn á morgunn nú skaltu stemma þig af annars hringirðu bara í dokksa ef þú ert ekki alveg með þetta á hreinu.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.8.2007 kl. 20:46
Flott framtak, frítt í strætó.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.8.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.