Tími til að njóta

Það var skemmtilegt að fá loksins að kynna stefnu okkar í fjölskyldumálum borgarinnar. Við hittumst öll frambjóðendur á Hagaborg með börnin okkar og barnabörn. Allir fengu að leika sér og andrúmsloftið var afslappað, líkt og í fjölskylduboði þar sem allir þekktust. Allir gengu til verks að hjálpa börnunum að lita, kubba og lesa. Það einkenndi stemninguna að allir voru öryggir og afslappaðir, og ekki síst að frambjóðendur eru farnir að þekkjast mjög vel.

Fjölskyldustefnan var unnin af stórum hópi frambjóðenda í margar vikur. Viðbrögðin sem við höfum fengið eru gríðarlega góð, allir sjá að þetta hefur verið vel ígrundað og hugsað í heild. Það er mikil hvatning að heyra þetta því að það urðu engin slagorð til í kringum þessa stefnu heldur var hún unnin út frá sjónarmiðum okkar allra um betri borg fyrir fjölskyldur. Uppáhaldsáherslurnar mínar tengjast samræmingu skóladagsins, áætlun um betri menntun fyrir grunnskólabörn og skólasamningar fyrir hvern skóla. Ég trúi því að með meira valdi til hæfra skólastjórnenda er hægt að gefa skólanum nægt sjálfstæði til þess að gegna stærra hlutverki í hverfasamfélaginu í samstarfi við foreldra, kirkju, heimili eldri borgara, skáta og íþróttafélög. Tökum dæmi. Skóli sem fær fjármuni miðað við fjölda nemenda getur ákveðið hvernig þeir nýta fjármuni sína til að samræma skóladaginn við skólaskólið sitt, hver sér um skjólið, hvernig samstarfið við íþróttafélögin eru. Horft er til hinna ýmsu þátta í skipulagi skólans með það að sjónarmiði að reka skólann þannig að þróunarstarf fái meira fé. Í þessu felast endalausir möguleikar. Þetta form hefur verið við lýði í Kópavogi núna í nokkur ár og gefist gríðarlega vel.

Það er margt í þessari fjölskyldustefnu sem vert er að kynna sér. Við leggjum mikla áherslu á umhverfið í hverfunum, ekki bara fyrir börn heldur fyrir allan aldur. Það þarf að bæta umhverfið með trjám, góðum stígum og blómum á sumrin auk þess sem bekkir og rólóvellir þurfa að fá meira vægi við skipulag hverfa. Það er nefnilega kominn tími á að fjárfesta í uppbyggingu og viðhaldi í hverfum.

Ég hlakka til að koma öllum þessum málum áleiðis á næsta kjörtímabili, vonandi í þeirri stöðu að geta framkvæmd fremur en að meirihlutinn vísi alltaf góðum hugmyndum í eitthvað óskilgreint pappírsferli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband