Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Föstudagur, 27. apríl 2007
Reykjavík vaknar!
Loksins eru í boði fjölbreyttar lóðir á ólíkum svæðum í borginni. Borgarstjórnarflokkurinn kynnti áðan tímasetta áætlun og fast verð á nýbyggingarlóðum borgarinnar fram í tímann. Vefur sem sýnir öll svæðin og skipulagið á þægilegan hátt er kominn í gagnið og svínvirkar. Hægt er að sjá hvenær hvaða lóðir verða úthlutaðar og fyrstu lóðirnar verða tilbúnar til úthlutunar núna í maí. Fljótlega verður hægt að skoða svipaðan vef á sama stað fyrir atvinnuhúsalóðir.
Reykjavík vaknar í dag af værum og löngum svefni í þessu samhengi því fyrrverandi meirihluti í borginni vanrækti þetta mikilvæga hlutverk borgaryfirvalda svo árum skipti. Ég hlakka til að heyra hvað fólki finnst um þetta útspil okkar í borgarstjórn, ég er a.m.k. afar stolt af þessu og Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson fá sérstakt hrós frá mér fyrir mikla og góða vinnu og undirbúning.
Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulagsráðs segir að til úthlutunar á næstu árum verði að minnsta kosti 1000 íbúðir í nýbyggingarhverfum, u.þ.b. 500 nýjar íbúðir í miðborginni og nágrenni og að úthlutað verði þrisvar á ári eða í maí, september og desember. Það verður því nægt framboð lóða í Reykjavík enda í samræmi við málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni.
Borgarstjóri sagði á fundinum í dag að nú verði nýjar úthlutunarreglur viðhafðar í Reykjavík. Hver einstaklingur getur sótt um eina lóð. Eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir verður dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla öll skilyrði. Þannig ræðst í fyrsta lagi hverjir fá lóðir og í öðru lagi í hvaða röð umsækjendur fá að velja sér lóð. Fast verð er á lóðum í nýju reglunum, 11 milljónir fyrir einbýlishús, 7.5 milljónir fyrir parhús og raðhús og 4.5 milljónir fyrir fjölbýlishús.
Hér er hægt að skoða kortið á vefnum sem sýnir lóðaskipulagið í Reykjavík til næstu ára.
Fjöldi nýrra íbúða í boði á næstu árum í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2007 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Leikskólamál ekki skólamál hjá Samfylkingunni?
Það er áhugavert að bera saman ályktanir stjórnmálaflokka núna í baráttunni. Ég staldra eðlilega við þær ályktanir sem tengjast skólamálum og þá sérstaklega hvað varðar leikskólamál. Ályktun Sjálfstæðisflokksins í skóla- og fræðslumálum er ítarleg og vel unninn enda mikil vinna í nefndum og á landsfundi að baki. Í henni er sérstaklega fjallað um hvert skólastig fyrir sig og kaflinn um leikskólastigið er eftirfarandi:
,,Leikskólaaldurinn er afar mikilvægt mótunarskeið og ber að efla leikskólann sem fyrsta skólastig. Umhyggja, alúð og þroskandi starf á þessum árum er fjárfesting sem skilar sér margfalt síðar á lífsleiðinni. Leikurinn er lífstjáning barnsins og mikilvægasta náms- og þroskaleið þess. Landsfundur hvetur til að sérstök áhersla verði lögð á að efla leikskólastigið í samvinnu við foreldra og kennara, stofnanir og atvinnulífið. Mikilvægt er að leita leiða til að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum landsins. Nám í leikskóla er skapandi og tryggja þarf áfram sterk tengsl við verk- og listgreinar. Forðast þarf að sama skapi að rammar um leikskólastarf og kjör kennara þrengist, svo að hið lifandi og sveigjanlega starf leikskólans fái áfram að blómstra. Á þessum árum er mikilvægt að til staðar sé gott sérfræði- og greiningarstarf með áherslu á sértækar úrlausnir. Í samræmi við grundvallarreglu að fé fylgi barni áréttar landsfundur að engu skipti hvort sá styrkur fari til opinberra aðila, einkaaðila eða til heimilisins sjálfs. "
Þessu til viðbótar er margt lagt til sem tengist fleiru en einu skólastig eins og t.d. ,,Stefna ber að því að fella ákvæði um hámarkslaun úr gildi hjá leik- og grunnskólakennurum líkt og hjá framhaldsskólakennurum."
Ályktun Samfylkingarinnar er mun styttri og meira í númeruðum loforðastíl. Það sem stingur helst í stúf er að ekkert er rætt um leikskólastigið sérstaklega þrátt fyrir að Samfylkingin sé óþreytandi að berja sér á brjóst í þessum málaflokki. Aðeins á einum stað er leikskólinn nefndur sérstaklega.
,,Stuðla að því að öllum standi til boða gjaldfrjáls menntun frá og með leikskóla til og með háskóla."
Að mínu mati er gæðamunurinn á grunnvinnu þessara ályktana verulegur. Allir flokkar bera eflaust metnað til allra skólastiga jafnt en það er ótrúlegt að ekki sé minnst á skólamál á ígrundaðri hátt.
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Umbætur og þjónustuaukning í leiðakerfi Strætó.
Sem fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Strætó BS. og borgarfulltrúi í umhverfisráði tók ég við mjög krefjandi verkefni er varðar almenningssamgöngur. Mitt allra fyrsta verkefni var að skera niður kostnað þar sem félagið tapaði 1 milljón á dag. Það gekk augljóslega ekki þrautalaust fyrir sig enda voru talningar og önnur upplýsingatækni um nýtingu vagna og leiða ekki til staðar. Í kjölfarið var kallað eftir stjórnsýslu- og rekstrarlegri úttekt á félaginu sem staðfesti gagnrýnisraddir Sjálfstæðismanna undanfarin ár í borgarstjórn um rekstur og stjórnun félagsins. Í kjölfarið var strax farið í að breyta kostnaðarskiptireglu félagsins þannig að Reykjavík gæti breytt leiðakerfi innan borgarmarka án þess að þurfa að deila um það við nágrannasveitarfélög sem tóku áðar þátt í kostnaði breytinga. Breytingar urðu í kjölfarið á framkvæmdastjórn og nýlega var ráðinn nýr framkvæmdastjóri, Reynir Jónsson, sem hóf störf sl. föstudag.
Endurskoðun leiðakerfis á sér stað á hverju ári og breytingar eru nú að fara í kynningu hjá vagnstjórum. Í gær var umhverfisráði sýndar breytingar sem byggja nú í fyrsta skipti á mjög nákvæmum talningum sem gáfu skýra mynd af því hvaða stöðvar voru öflugastar í kerfinu og hvernig notendur eru að nota einstakar leiðir. Kynntar voru þjónustubreytingar sem allar eru jákvæðar að mati hverfaráða enda eru þær unnar með það í huga að hverfin sjálf njóti góðs af (leiðir innan hverfis bættar og tengingar við fleiri leiðir úr hverfinu líka). Til dæmis fær nú Breiðholtið aukna þjónustu, Grafarvogur hverfisstrætisvagna sem kallað hefur verið eftir lengi og Grafarholtið langþráðar tengingar við Grafarvog og íbúðir námsmanna í hverfinu.
Það var að mínu mati stórundarlegt að hlusta á minnihlutann í umhverfisráði kvarta yfir ónógu samráði. Aldrei fyrr hafa leiðakerfisbreytingar verið kynntar í umhverfisráði áður og aldrei fyrr hefur samband verið haft við hverfaráð vegna svona leiðabreytinga. Heildarendurskoðun og bylting leiðakerfisins sem er enn umdeild var kynnt fyrir íbúum á fundum en leiðakerfisbreytingar eins og nú hafa aldrei verið kynntar fyrr en nú. Það er líka undarlegt að hlusta á minnihlutann sem er ábyrgur fyrir gríðarlega slæmri fjárhagsstöðu félagsins kvarta yfir því að sumartíðni verði á annarri tíðni en vetrartíðni. Það er nú svo að notkun á strætó minnkar um 45% á sumrin og það er í raun afar óeðlilegt að keyra tóma vagna bara af því að!
Að mínu mati er helsti munurinn á nýjum meirihluta og þeim eldri að nýr meirihluti vinnur með upplýsingar og staðreyndir þegar ákvarðanir eru teknar. Upplýsingar og tölfræði eru grundvöllur þess að almenningssamgöngur þjóni íbúum sem best og í framtíðinni verður lagt upp úr því að nýta enn meira af upplýsingum til að bæta þjónustuna enn frekar. Þessu til viðbótar finnst mér mikilvægt að starfsmenn Strætó, og þá sérstaklega vagnsstjórar, geti átt aukinn þátt í að móta félagið og þjónustu þess. Vagnstjórar þurfa að geta veitt upplýsingum um leiðakerfi og ánægju eða óánægju notenda til þróun leiðakerfis og almenningssamgangna í heild.
Á vettvangi Reykjavíkurborgar erum við búin að kynna metnaðarfullar tillögur vegna aðgerðaráætlunar um 10 Græn skref. Í henni er sérstaklega tekið á málefnum Strætó og nú þegar er búið að gera nýjar tímatöflur, unnið er að því að allar biðstöðvar fái nafn og tilraun um að gefa námsmönnum frítt í Strætó hefst næsta haust.
Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2007 kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Við krotum bara á það sem enginn á
Ég er mjög hugsi yfir þessum skemmdarvörgum sem ganga um borgina krotandi, brjótandi rúður og stelandi úr skólum og opinberum byggingum. Í hverfaráði Háaleitis höfum við rætt mjög mikið um veggjakrot og hegðun sem þessa en hún virðist vera sérstaklega áberandi í Háaleiti og Laugardalshverfi. Við höfum fengið til okkar hverfalögregluþjón og verkefnastjóra veggjakrotsmála hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Þau hafa skýrt út fyrir okkur hvernig á málum er haldið og viðbrögðum ungmenna sem eru staðnir að verki.
Ungmennin segja hvað varðar veggjakrotið að þau ,,kroti bara á það sem enginn á". Hverfislögregluþjónninn sagði þetta einstaklega súrt að heyra því þau virðist ekki skynja að það sem enginn á eigi allir. Þetta eru kannski skilaboð um að við sem samfélag séum ekki að minna börn og foreldra á að þessar samfélagslegu eigur eins og skólar, ljósastaurar, rafmagnskassar og grindverk séu greiddar úr vasa íbúa borgarinnar. Það sem enginn á eiga allir, líka foreldrar þessara barna.
Innbrot í austurborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Græn skref í Reykjavík
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Konur leynivopn þjóða?
Nú hefur Goldman Sachs metið að ef jöfnuð er atvinnuþátttaka karla og kvenna gæti það aukið landsframleiðslu um 9% í Bandaríkjunum, í Evrópu um 13% Kog í Japan 16%. Það væri gaman að rýna betur í hvernig þessi greining er framkvæmd en ég efast um að ávinningur fyrirtækja af sjónarmiðum og skoðunum kvenna sé ekki einu sinni talinn með.
April 13 2007 12:49
In the struggle to cope with ageing populations and heavier pension liabilities, governments, though they may not realise it, have a secret weapon ? women. Goldman Sachs estimates that closing the gap between male and female employment would boost US gross domestic product by as much as 9 per cent, eurozone GDP by 13 per cent and Japanese GDP by 16 per cent.
Increasing female employment accounts for 0.4 percentage points of the eurozone?s 2.1 per cent trend growth since 1995, and Goldman projects a further 0.25 percentage point lift over the next 10 years. But rising female employment is not inexorable. The relatively high level in the US has slipped and Japan?s low rate remains stubbornly flat ? so no economic fillip for them.
Copyright The Financial Times Limited 2007
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill