Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2006
Mánudagur, 27. febrúar 2006
Aðferðafræðin er aukaatriði
Það er ekkert annað en lóðaskortsstefna R-listans er að valda þessum vandræðagangi bæði núna við útboð í Úlfarsfelli og lottóið í Lambaseli. Þrátt fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans og nýkjörinn oddviti skýri betur út hverjir mega bjóða í lóðirnar þá hefði klúðið orðið eitthvað annað - til dæmis hefði viðkomandi verktaki fengið vini og vandamenn og fjölskyldu sína til að bjóða í lóðirnar með sínum kennitölum. Vatnið leitar alltaf leiða til að komast niður fjallið í svona efnum. Þegar skortur á lóðum er viðvarandi eins og núna verður aldrei friður í kringum úthlutun lóða.
Það er ljóst að auka þarf hratt og örugglega framboð á lóðum til þess að hægt sé að veita Reykvíkingum tækifæri á að finna sér viðunandi heimili í borginni. Það er hægt að gagnrýna allar aðferðir útboðsleiða en málið snýst einfaldlega ekki um aðferðafræði í þessu máli. Það snýst um það að allt of fáar lóðir hafa verið boðnar út síðustu 12 ár og því mikil eftirspurn eftir lóðum í Reykjavík. Útboð eins og í Úlfarsfelli með þetta fáar lóðir er því gert til að ýta undir verð á lóðum.
Þriðjudagur, 21. febrúar 2006
Moli: ný könnun í borginni
Könnun: D og Sf með jafnmarga menn í Reykjavík
Sjálfstæðiflokkur og Samfylking fengju 7 borgarfulltrúa kjörna og Vinstri hreyfingin-grænt framboð einn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Samfylkinguna. Ef skoðuð eru svör þeirra er tóku afstöðu fengi Sjálfstæðisflokkur tæp 46% atkvæða, Samfylking rúm 40%, Vinstri grænir fengju rúm 8% atkvæða, Framsóknarflokkurinn tæp 4% og Frjálslyndi flokkurinn um 1,5%. Sjöundi borgarfulltrúi Sf stendur þó mjög tæpt og litlu munar að D-listi nái 8. manni inn. Úrtak könnunarinnar var 800 hundruð manns í Reykjavík, á aldrinum 18-80 ára. Svarhlutfall var rúm 70%.
Sjálfstæðiflokkur og Samfylking fengju 7 borgarfulltrúa kjörna og Vinstri hreyfingin-grænt framboð einn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Samfylkinguna. Ef skoðuð eru svör þeirra er tóku afstöðu fengi Sjálfstæðisflokkur tæp 46% atkvæða, Samfylking rúm 40%, Vinstri grænir fengju rúm 8% atkvæða, Framsóknarflokkurinn tæp 4% og Frjálslyndi flokkurinn um 1,5%. Sjöundi borgarfulltrúi Sf stendur þó mjög tæpt og litlu munar að D-listi nái 8. manni inn. Úrtak könnunarinnar var 800 hundruð manns í Reykjavík, á aldrinum 18-80 ára. Svarhlutfall var rúm 70%.
Þriðjudagur, 21. febrúar 2006
Moli: Nemendur með íslensku sem annað mál
Í nýjum tölum frá Hagstofunni kemur fram að tæplega 1600 grunnskólabörn hafa erlent tungumál að móðurmáli. Í haust voru 1.594 börn í grunnskólum með annað móðurmál en íslensku og hefur fjölgað 225 frá síðastliðnu skólaári, sem er rúmlega 16% fjölgun.
Um 3,6% allra grunnskólanemenda hafa annað móðurmál en íslensku. Alls hafa 264 börn pólsku sem móðurmál, 173 ensku og 144 tala filippseysk mál. Pólska hefur verið algengasta erlenda móðurmálið í grunnskólum frá haustinu 2002 en árin þar á undan var enska algengasta erlenda móðurmál grunnskólanema.
Um 3,6% allra grunnskólanemenda hafa annað móðurmál en íslensku. Alls hafa 264 börn pólsku sem móðurmál, 173 ensku og 144 tala filippseysk mál. Pólska hefur verið algengasta erlenda móðurmálið í grunnskólum frá haustinu 2002 en árin þar á undan var enska algengasta erlenda móðurmál grunnskólanema.
Þriðjudagur, 21. febrúar 2006
Moli: Málþing um fjölmiðla á morgun
Menntamálaráðuneyti og Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands bjóða til málþings um fjölmiðla, miðvikudaginn 22. febrúar. Málþingið verður í Þjóðminjasafni Íslands milli kl. 13.00 ? 16.00.
DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS
13.00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytur ávarp
13.15 Sigve Gramstad, fyrrverandi forstjóri Medietilsynet og sérfræðingur Evrópuráðsins, fjallar um fjölmiðlalögin í Noregi og ber saman við íslenskar aðstæður
13.45 Guðbjörg Hildur Kolbeins, fjölmiðlafræðingur, skoðar hvernig hægt sé að stofna nýjan fjölmiðil á Íslandi í dag
14.15 ? 14.30 Kaffihlé
14.30 Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlafræðingur, fjallar um forsendur og markmið nýrra fjölmiðlalaga
15.00 Þorbjörn Broddason stýrir panelumræðum. Í panel sitja Páll Magnússon, útvarpsstjóri, Magnús Ragnarsson, forstjóri Skjás Eins, Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins og Ari Edwald, forstjóri 365.
Fundarstjóri er Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands.
Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Ekki þarf að tilkynna þátttöku.
Frekari upplýsingar veitir Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti.
DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS
13.00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytur ávarp
13.15 Sigve Gramstad, fyrrverandi forstjóri Medietilsynet og sérfræðingur Evrópuráðsins, fjallar um fjölmiðlalögin í Noregi og ber saman við íslenskar aðstæður
13.45 Guðbjörg Hildur Kolbeins, fjölmiðlafræðingur, skoðar hvernig hægt sé að stofna nýjan fjölmiðil á Íslandi í dag
14.15 ? 14.30 Kaffihlé
14.30 Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlafræðingur, fjallar um forsendur og markmið nýrra fjölmiðlalaga
15.00 Þorbjörn Broddason stýrir panelumræðum. Í panel sitja Páll Magnússon, útvarpsstjóri, Magnús Ragnarsson, forstjóri Skjás Eins, Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins og Ari Edwald, forstjóri 365.
Fundarstjóri er Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands.
Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Ekki þarf að tilkynna þátttöku.
Frekari upplýsingar veitir Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti.
Mánudagur, 20. febrúar 2006
Hver tilboðshafi bauð að meðaltali í 13 lóðir
Það er með ólíkindum hversu illa R-listinn klúðrar öllu er viðkemur lóðum og skipulagi. Lotterí í Breiðholti, skipulagsslysið Hringbrautin, bútasaumurinn í Vatnsmýrinni og nú þetta ótrúlega klúður við úthlutun lóða í Úlfarsfelli.
Í útboðsskilmálum kemur fram að lögaðilar geti ekki gert kauptilboð í byggingarrétt á lóðum fyrir einbýlishús en umrædd tilboð gerði Benedikt Jósepsson, eigandi fyrirtækisins ByggBen ehf., í eigin nafni. Að meðaltali hljóðuðu tilboð Benedikts upp á 20 milljónir króna fyrir hverja lóð. Benedikt fékk 39 lóðir af 40 mögulegum.
Tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar á 120 lóðum í suðurhlíðum Úlfarsfells eru samkvæmt þessum útboðstölum allt að 4,3 miljörðum króna. Byggingarréttur fyrir hverja íbúð er að meðaltali um 10,5 miljón. Alls gerðu 313 aðilar 4.240 tilboð í lóðir. Þetta þýðir að hver og einn af þessum 313 aðilum gerðu 13 tilboð í hverja lóð að meðaltali sem sýnir að þarna voru töluvert margir í sama tilgangi og Benedikt.
Dagur ósýnilegur sem formaður skipulagsráðs
Það er merkilegt að Dagur hinn yfirleitt mjög sýnilegi í öllum skipulagsmálum sé gjörsamlega ósýnilegur í þessu máli. Ætli það sé verið að verja nýja oddvitann fyrir hnjaski? Á hann að sleppa við pólitík og öll önnur óþægindi? Hvar er sýnilega, opinbera og lýðræðislega stjórnsýslan hans Dags?
Klúðrið í Úlfarsfelli er margfalt. Í fyrsta lagi var engin samstaða um þessa aðferðafræði í borgarráði. Í öðru lagi var lágmarksupphæð sú sem gefin var fyrir einbýlishúsalóð mikið hærri en lottótalan í Breiðholt og of há miðað við markaðsverð sambærilegra lóða í nágrannasveitarfélögunum. Í þriðja lagi er alls ekki skýrt að það hagnist einstaklingum, þ.e. Reykvíkingum, betur að einstaklingar byggi húsin sjálfir. Færa má sterk rök fyrir því að byggingaraðilar geti byggt á hagkvæmari hátt og uppboð því eðilegri og betri leið fyrir reykvískar fjölskyldur. Í fjórða lagi er gefið að þessi vandi heldur áfram að vera vandi á meðan að slíkur skortur er á lóðum eins og raun ber vitni.
Nú segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, það ekki koma til greina að sami einstaklingur fái allar einbýlishúsalóðirnar sem boðnar voru út í Úlfarsárdal nú fyrir helgi. R-listinn ætlar að nýta sér fyrirvara sem eru í reglunum en þá er líklega borgin skaðabótaskyld. Enn hafa þessir fyrirvarar ekki verið opinberaðir og virðist enginn stjórnmálamaður hafa þá á hreinu. Eini maðurinn sem sá og sér ljósið er Árni Þór Sigurðsson oddviti Vinstri grænna þegar hann sagði í gær: ,, ...sú aðferð Reykjavíkurborgar að efna til útboðs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða í landi Úlfarsárdals [hefur] beðið skipbrot."
Í útboðsskilmálum kemur fram að lögaðilar geti ekki gert kauptilboð í byggingarrétt á lóðum fyrir einbýlishús en umrædd tilboð gerði Benedikt Jósepsson, eigandi fyrirtækisins ByggBen ehf., í eigin nafni. Að meðaltali hljóðuðu tilboð Benedikts upp á 20 milljónir króna fyrir hverja lóð. Benedikt fékk 39 lóðir af 40 mögulegum.
Tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar á 120 lóðum í suðurhlíðum Úlfarsfells eru samkvæmt þessum útboðstölum allt að 4,3 miljörðum króna. Byggingarréttur fyrir hverja íbúð er að meðaltali um 10,5 miljón. Alls gerðu 313 aðilar 4.240 tilboð í lóðir. Þetta þýðir að hver og einn af þessum 313 aðilum gerðu 13 tilboð í hverja lóð að meðaltali sem sýnir að þarna voru töluvert margir í sama tilgangi og Benedikt.
Dagur ósýnilegur sem formaður skipulagsráðs
Það er merkilegt að Dagur hinn yfirleitt mjög sýnilegi í öllum skipulagsmálum sé gjörsamlega ósýnilegur í þessu máli. Ætli það sé verið að verja nýja oddvitann fyrir hnjaski? Á hann að sleppa við pólitík og öll önnur óþægindi? Hvar er sýnilega, opinbera og lýðræðislega stjórnsýslan hans Dags?
Klúðrið í Úlfarsfelli er margfalt. Í fyrsta lagi var engin samstaða um þessa aðferðafræði í borgarráði. Í öðru lagi var lágmarksupphæð sú sem gefin var fyrir einbýlishúsalóð mikið hærri en lottótalan í Breiðholt og of há miðað við markaðsverð sambærilegra lóða í nágrannasveitarfélögunum. Í þriðja lagi er alls ekki skýrt að það hagnist einstaklingum, þ.e. Reykvíkingum, betur að einstaklingar byggi húsin sjálfir. Færa má sterk rök fyrir því að byggingaraðilar geti byggt á hagkvæmari hátt og uppboð því eðilegri og betri leið fyrir reykvískar fjölskyldur. Í fjórða lagi er gefið að þessi vandi heldur áfram að vera vandi á meðan að slíkur skortur er á lóðum eins og raun ber vitni.
Nú segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, það ekki koma til greina að sami einstaklingur fái allar einbýlishúsalóðirnar sem boðnar voru út í Úlfarsárdal nú fyrir helgi. R-listinn ætlar að nýta sér fyrirvara sem eru í reglunum en þá er líklega borgin skaðabótaskyld. Enn hafa þessir fyrirvarar ekki verið opinberaðir og virðist enginn stjórnmálamaður hafa þá á hreinu. Eini maðurinn sem sá og sér ljósið er Árni Þór Sigurðsson oddviti Vinstri grænna þegar hann sagði í gær: ,, ...sú aðferð Reykjavíkurborgar að efna til útboðs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða í landi Úlfarsárdals [hefur] beðið skipbrot."
Mánudagur, 13. febrúar 2006
Samfylkingin hafnar konu
Hvar er Kvennalisti Samfylkingarinnar? Hvar eru feministar og allir jafnréttissinnarnir núna? Ef um væri að ræða Sjálfstæðisflokkinn í þessum efnum væru fyrirsagnir blaðanna "Sjálfstæðsmenn hafna konu!". Það er alveg merkilegt hversu vægt er tekið á þessu þegar vinstri flokkarnir eiga í hlut.
Sunnudagur, 12. febrúar 2006
Svipbrigðalaus Dagur
Þetta var glæsilegt prófkjör hjá Samfylkingunni um helgina og ég óska Degi Bergþórusyni til hamingju með sigurinn. Síðasta prófkjörsvikan fór framhjá mér þar sem ég hef verið erlendis en ég sé að Dagur hefur verið duglegastur að auglýsa af þessum frambjóðendum sem báðu um 1. sætið. Ég horfði svo spennt á endalaust klúður með fyrstu tölur í kvöld og hlakkaði til að sjá niðurstöðuna sem er hér að neðan.
Mér fannst þó leiðinlegt að sjá hversu svipbrigðalaus Dagur var þegar fréttirnar bárust. Á stundum eins og þessum ættu frambjóðendur sem sigra að haga sér eins og Björk Vilhelmsdóttir og Oddný Sturludóttir og sýna gleði sína og þakklæti. En Dagur var eins alvarlegur og veðurfréttamaður að venju. Hann var ekki búinn að koma sér fyrir í Kastljósstólnum þegar hann var byrjaður að senda leiðindapílur í loftið um Vilhjálm og Sjálfstæðisflokkinn. Baráttan um borgina er hafin og hann er búinn að setja tóninn. Dagur ætlar að tala um fortíð Sjálfstæðismanna fyrir 12 árum síðan. Það verður gaman að heyra dæmin sem hann grefur upp og sérstaklega gaman að heyra hann mæta Vilhjálmi í kappræðum um hin og þessi mál sem komu upp fyrir mörgum árum síðan. Gangi honum vel, Vilhjálmur er minnugur um allt og alla enda mikill reynslubolti. Það sem er þó mikilvægast er að Dagur hefji ekki einhverjar einræður sem að fari um víðan völl og reyni að halda sér innan umræðunnar. Það hefur að vísu ekki gerst oft enda er hann snillingur í að svara ekki spurningunum sem hann fær.
Mér fannst þó leiðinlegt að sjá hversu svipbrigðalaus Dagur var þegar fréttirnar bárust. Á stundum eins og þessum ættu frambjóðendur sem sigra að haga sér eins og Björk Vilhelmsdóttir og Oddný Sturludóttir og sýna gleði sína og þakklæti. En Dagur var eins alvarlegur og veðurfréttamaður að venju. Hann var ekki búinn að koma sér fyrir í Kastljósstólnum þegar hann var byrjaður að senda leiðindapílur í loftið um Vilhjálm og Sjálfstæðisflokkinn. Baráttan um borgina er hafin og hann er búinn að setja tóninn. Dagur ætlar að tala um fortíð Sjálfstæðismanna fyrir 12 árum síðan. Það verður gaman að heyra dæmin sem hann grefur upp og sérstaklega gaman að heyra hann mæta Vilhjálmi í kappræðum um hin og þessi mál sem komu upp fyrir mörgum árum síðan. Gangi honum vel, Vilhjálmur er minnugur um allt og alla enda mikill reynslubolti. Það sem er þó mikilvægast er að Dagur hefji ekki einhverjar einræður sem að fari um víðan völl og reyni að halda sér innan umræðunnar. Það hefur að vísu ekki gerst oft enda er hann snillingur í að svara ekki spurningunum sem hann fær.
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill