Moli: Málþing um fjölmiðla á morgun

Menntamálaráðuneyti og Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands bjóða til málþings um fjölmiðla, miðvikudaginn 22. febrúar. Málþingið verður í Þjóðminjasafni Íslands milli kl. 13.00 ? 16.00.

DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS

13.00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytur ávarp
13.15 Sigve Gramstad, fyrrverandi forstjóri Medietilsynet og sérfræðingur Evrópuráðsins, fjallar um fjölmiðlalögin í Noregi og ber saman við íslenskar aðstæður
13.45 Guðbjörg Hildur Kolbeins, fjölmiðlafræðingur, skoðar hvernig hægt sé að stofna nýjan fjölmiðil á Íslandi í dag
14.15 ? 14.30 Kaffihlé
14.30 Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlafræðingur, fjallar um forsendur og markmið nýrra fjölmiðlalaga
15.00 Þorbjörn Broddason stýrir panelumræðum. Í panel sitja Páll Magnússon, útvarpsstjóri, Magnús Ragnarsson, forstjóri Skjás Eins, Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins og Ari Edwald, forstjóri 365.

Fundarstjóri er Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands.

Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Ekki þarf að tilkynna þátttöku.
Frekari upplýsingar veitir Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband