Mánudagur, 3. mars 2008
Málefnin ráða för (grein 22.01.08)
Reykvíkingar kjósa borgarstjórn á fjögurra ára fresti. Kjósendur móta skoðun sína út frá mönnum, hugmyndafræðilegri stefnu flokka og einstökum málefnum. Í borgarstjórnarkosningum árið 2006 var ljóst að mikilvægustu baráttumálin í Reykjavík væru samgöngumál, umhverfismál og málefni eldri borgara. Flokkarnir sem buðu fram, alls 5 talsins, höfðu allir ákveðin einkenni og stóðu fyrir ákveðna hugmyndafræði, mismikla þó. Reykvíkingar kusu og höfnuðu þáverandi meirihlutasamstarfi Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar. Skilaboð kjósenda voru að annað mynstur stjórnarsamstarfs tæki völdin í Reykjavíkurborg en R-lista samstarfið sem hafði ráðið ríkjum í 12 ár og lent í miklum skakkaföllum eftir fráhvarf Ingibjargar Sólrúnar.Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hófu samstarf eftir kosningar á grundvelli málefna. Mörg mjög góð verk voru framkvæmd strax eða komin í farveg. Frístundakortið, lóðir á kostnaðarverði, lækkun leikskólagjalda, frítt í strætó, græn skref í Reykjavík og sveigjanlegra skólastarf voru meðal þeirra verkefna sem fóru í framkvæmd. Gagnrýnin var helst sú frá flokksfólki að búið væri að uppfylla öll loforðin of hratt - svo mikill var hugurinn í borgarfulltrúum nýs meirihluta. En þá kom byltan. Bylta sem varð vegna ágreinings innan meirihlutans um hvernig staðið var að málum í svo kölluðu REI máli. Meirihlutinn féll.Björn Ingi valdi að yfirgefa Sjáflstæðisflokkinn þrátt fyrir afar farsælt samstarf og samveru og tók þátt í hreinu valdaráni með svikum sínum. REI-listinn, meirihluti fjögurra flokka, varð til um völd í borginni. Enginn málefnasamningur var gerður og engin sýn kynnt borgarbúum. Meirihlutinn var búinn til í kringum alls kyns klúður í kringum Orkuveitu Reykjavíkur en í 100 daga gerðist síðan ekkert í málefnum REI. Strax var ljóst að mikil mistök voru að gera ekki málefnasamning. ,,Pólitík hins daglega lífs sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um nýjan meirihluta. Lausnir í ágreiningsmálum voru að biðja menntamálaráðherra að skera sig úr snörunni í skipulagsmálum. Borgarbúar höfðu aldrei neina trú á að þessi fjögurra flokka meirihluti án málefnaskrár ætti sér mikla framtíð. Greinilegt var að Ólafur F. Magnússon var ósáttur við málefnaleysi REI listans enda mjög trúr sínum hugmyndafræðilegum sjónarmiðum. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins segja nú að samstarfið hafi verið afar gott þrátt fyrir að Ólafur hafi á mörgum tímapunktum látið í ljós óánægju, bæði opinberlega og við aðra borgarfulltrúa. Samstarfsmenn Ólafs vanmátu á sínum 100 dögum að ólíkt þeim gat Ólafur ekki sætt sig við valdabandalag í stað málefnabandalags. Nýr meirihluti varð til á mánudag. Hann vinnur út frá stefnu tveggja flokka sem eiga í raun meira sameiginlegt hugmyndafræðilega en þeir flokkar sem myndað hafa meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu 14 árin. Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu afstýra því að næstu mánuðir og ár verði það tímabil aðgerðarleysis sem einkenndu störf meirihlutans sem nú er fallinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.