Miðvikudagur, 26. desember 2007
Aukið val um námsgögn (grein í Mbl. 24.12)
Hljóðlát bylting á sér stað í grunnskólum landsins þessa dagana. Á grundvelli nýrra laga um námsgögn er Menntamálaráðuneytið í fyrsta sinn að færa til grunnskóla landsins fjármagn til námsgagnakaupa sem skólarnir velja sér sjálfir. Nú fær hver og einn grunnskóli, til viðbótar við sinn kvóta, hjá Námsgagnastofnun fé til innkaupa á námsgögnum út frá þörfum skólans og hugmyndafræðilegri stefnu.
Breyting í kjölfar nýrra laga
Ný lög um námsgögn voru samþykkt á vorþingi 2007. Markmið laganna sem samþykkt voru á vorþingi 2007 er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Lögin gera ráð fyrir að starfsemi Námsgagnastofnunar haldist svo til óbreytt. Að auki er kveðið á um námsgagnasjóð sem hefur það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja og auka val þeirra um námsgögn. Með námsgagnasjóði er brotið blað í sögu námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla en ríkið hefur eitt séð um útgáfu námsgagna frá 1936. Framlag til námsgagnasjóðs er ákveðið í fjárlögum ár hvert. Á þessu ári er búið að greiða samtals 100 milljónir og í framtíðinni verður greitt úr námsgagnasjóði í maí ár hvert. Ráðstöfun á þessu fé er til kaupa á námsgögnum frá lögaðilum og eiga námsgögnin að samrýmast markmiðum aðalnámskrár. Fjármunir úr námsgagnasjóði mega flytjast milli ára hjá hverjum og einum grunnskóla.
Aukið val út frá sýn kennara og skóla
Námsgögn grunnskóla hafa hingað til verið einsleit enda hefur Námsgagnastofnun ekki haft mikið svigrúm miðað við fjárframlög síðustu ára. Í raun hafa stjórnendur Námsgagnastofnunar unnið þrekvirki í útgáfu námsgagna fyrir börn þrátt fyrir miklar breytingar á námskrám og sinnt þörfum skóla á hagkvæman hátt. Það er hins vegar löngu tímabært í ljósi stefnumarkandi ákvarðana skóla, sveitarfélaga og löggjafa að skólar fái meira svigrúm til að kaupa inn þau námsgögn sem þeim henta og geti valið úr fjölbreyttu efni frá ólíkum lögaðilum, þ.m.t. Námsgagnastofnunar. Nú er vonin að hinir ýmsu lögaðilar, útgefendur skólaefnis og jafnvel fyrirtæki kennara kynni vinnu sína fyrir skólum landsins og auki þannig val og ábyrgð kennara sjálfra á því kennsluefni sem notað er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Góðar fréttir af gagnlegum og löngu tímabærum breytingum!
Júlíus Valsson, 27.12.2007 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.