Þriðjudagur, 4. desember 2007
Ekki góðar fréttir
Þetta lítur ekki nægilega vel út. Ísland virðist falla talsvert í lesskilningi frá fyrri könnunum og stærðfræði þó ekki eins mikið. Við erum í miðjumoðinu í öllum þremur greinum en einna verst í náttúrufræði. Í ljós kemur að mikil tilfærsla er á góðum nemendum, þ.e. nemendum sem eru á hæfnisstigi 5 og 6 þannig að við fjölgum þeim nemendum sem eru í meðalhæfnisþrepum eða þeim verstu. Mér sýnist þau lönd sem hafa bætt sig einmitt hafa gert hið gagnstæða, einbeitt sér að því að styrkja þá nemendur sem að eru í meðalhópnum og bætt frammistöðu þeirra.
Þetta kallar á mikla endurskoðun á málinu og ég hugsa að ég ræði þetta á borgarstjórnarfundi á eftir. Þetta kallar á meiri upplýsingar um árangur, akkúrat það sem við Sjálfstæðismenn vildu í síðasta meirihluta fara að gera meira af. Einnig kemur inn í þessa umræðu agamál, skóli án aðgreiningar og opin kennslurými sem ég persónulega tel vera mikið álag fyrir kennara.
Sveitarfélög hafa nú rekið grunnskólana í áratug og því ágæt reynsla komin. Það eru mikil vonbrigði að frá 2000 hafi staða Íslands dalað samfara þessum uppbyggingartíma. Ég fagna því að ráðherra ætli að fá viðbrögð allra í skólaumhverfinu, nú þurfa foreldrar, kennara, sveitarfélög og pólitíkusar að líta í eigin barm og skoða hvað þarf að gera. Eftir þrjú ár verðum við að hækka okkur í þessari könnun. Það er það eina sem er kýrskýrt í mínum huga.
PISA-könnun vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Hvernig á að vera hægt að ráða hæfa kennara í allar stöður þegar þið borgið svona léleg laun?
Krakkar í 10. bekk fá hærri laun á kassa í Bónus heldur en kennarinn þeirra.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 14:12
Tek undir með Hákoni Hrafni, það er ekki kennurum bjóðandi að fá svona lág laun, þetta er algjör hörmung. Mér finnst að ætti að gera kennara ánægða og stolta af starfsheiti sínu og BORGA ÞEIM MANNSÆMANDI LAUN !!!
Ég meina hver veit ekki að þeir eiga skilið hærri tekjur ? Það eru bara einstaklingar sem eru ákveðnir í að gera ekki betur við þá !
Kveðja
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 4.12.2007 kl. 14:27
Ég sé vandamálið, ef vandamál skuli kalla hjá foreldrum barnanna. Foreldrar eiga að sýna börnum sínum meiri ræktarsemi, örva þau til dáða og hjálpa til við lærdóminn, freka heldur en að setjast á kvöldin fyrir framan sjónvarpið. Það er ósanngjarnt að áfellast einungis kennarastéttina fyrir það, ef kannanir sýna laka útkomu á færni nemanda.
Þorkell Sigurjónsson, 4.12.2007 kl. 22:06
Ég vil bara segja að á Íslandi er stefnan í menntamálum skóli án aðgreiningar og þá eru börn sem eru með sérþarfir og sem eiga við námsörðugleika að stríða í venjulegum skólum en ekki í sérskólum eins og tíðkast í mörgum löndum. Á Íslandi er fjöldi barna í sérskólum hlutfallslega mjög lítill miðað við hlutfall barna í sérskólum í öðrum löndum. Í Finnlandi sem er með hæstu einkunn í þessari PISA-könnun er hinsvegar hlutfall barna í sérskólum mjög hátt og það er ekki vegna þess að það eiga fleirri börn við fötlun eða námserfiðleika að stríða þar. Svo taka sérskólarnir ekki þátt í þessari PISA könnun. Það er ekkert að marka þessa könnun. Það gefur auga leið að flestir nemendur í sérskólum eru með lægri einkunnir en þeir sem eru ekki í sérskólum. Eru þá þeir nemendur með sérþarfir í íslenskum skólum að draga einkunn íslendinga í þessari könnun niður??? Hvað er að marka þessa könnun?
Tinna (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:45
Góður punktur hjá þér Tinna,
ég er á þeirri skoðun að börnin sem eru vel yfir meðallagi í getu séu að gleymast í skólakerfinu.
Miðjumoðið ætlar allt um koll að keyra og einstaklingsmiðað nám er ekkert nema fínt orð yfir sérkennslu að mínu mati.
Það þarf að fara að finna úrlausnir fyrir þessa nemendur sem skara fram úr og ekki bara einblína á þá sem eiga við erfiðleika að stríða.
Og síðan þurfa foreldrar að fara að taka sig saman í andlitinu og einbeita sér að námi barnanna sinna.
Kveðja
Þórunn (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 01:51
Þessi útkoma er fyllilega í samræmi við það Púkinn átti von á, en í því sambandi vill Púkinn minna á það sem hann sagði hér fyrir nokkrum dögum. Ef niðurstöður könnunarinnar komu einhverjum á óvart, þá er ljóst að það fólk er ekki að fylgjast með því sem er að gerast í skólakerfinu.
Púkinn, 5.12.2007 kl. 02:01
Ég er sammála þér Þórunn, foreldrarnir þurfa að taka sig á. Lífsgæðakapphlaupið er alveg að fara með okkur íslendinga og við vinnum alltof mikið, höfum þess vegna engan tíma fyrir börnin. Ég veit að sumir foreldrar þurfa að vinna mikið t.d. einstæðir foreldrar en ég veit um miklu fleirri foreldra sem þurfa þess ekki. Við verðum að forgangsraða rétt og setja börnin í fyrsta sæti. Ég hef verið að kenna (í vettvangsnámi í KHÍ í þrjár vikur) og það voru sárafá börn sem lærðu heima....og það var nú ekki mikið sem þau þurftu að gera (ég var að kenna miðstigi). Þau sem lærðu heima voru "duglegu" nemendurnir. Ég man bara þegar ég var í skóla þá fór mamma mín eða pabbi alltaf með mér yfir heimalærdóminn. Eru foreldrarnir (auðvitað ekki allir en voða margir) alveg hættir að fylgjast með lærdómi barna sinna? Það gefst bara ekki tími til þess þegar þeir eru að vinna til kl 5. Þá er verslað eða tekið til, eldaður kvöldmatur og svo er kominn háttatími.
Ég held hinsvegar að álag á kennurum sé gríðarlega mikið... var allavega alveg búin á því sjálf eftir þessar þrjár vikur í kennslu. Þá tel ég teymiskennslu vera frábær lausn bæði fyrir kennara og nemendur. Þá eru tveir kennarar saman með bekk, sem er kannski 28 nemendur. Þá deila þeir ábyrgð og það verður ekki eins mikið álag en verð bara að segja ykkur að ég hef unnið allskonar vinnu en aldrei jafn erfiða og þessa. Það er bara oft þannig að einn kennari þarf að aðstoða svo marga og sumir nemendur þurfa að bíða alltof lengi eftir aðstoð því kennari getur bara hjálpað einum í einu. Þá sjá líka fjögur augu meira en tvö. Ég var með tvo kennara, í teymiskennslu, í einu fagi í KHÍ og þær voru alveg æðislegar. Mjög ólíkar en bættu hvora aðra upp. Þá ná kennarar meiri yfirsjón og í stað þess að senda börn út úr kennslustofunni í sérkennslu þá er einn "auka" kennari í stofunni til þess að aðstoða þá sem þurfa sérkennslu. Ég held að teymiskennsla sé framtíðin... eða ég vona það allavega:)
Tinna (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 10:59
Sæl
Ég er alveg sammála hér að mörgu leyti, skóli án aðgreiningar allt í lagi en þá þarf að búa svo um hnútana að hægt sé þessu öllu. Kennari í dag getur þetta ekki með góðu móti þ.e.a.s. sinnt þessu öllu og eins og staðan er í skólum í dag er hátt í 22- 27 nemendur í bekk með öll frávik. Hefur fjölgað til muna í bekkjum síðasta ár vegna kennaraskorts.
Frábært að lengja kennaranámið en hver haldið þið að fari í 5 ára nám til að fá þessi laun? Og er það lausn allra mála? Hver er ábyrgð foreldra í þessu öllu, það er ekki bara skólinn.
Svo að lokum ef skólarnir eiga að sjá um öll uppeldisstörf eins og ætlast er til hvernær eiga kennarar þá að hafa tíma til að kenna?
Dóra (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.