Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Nemendur með lestrarerfiðleika
Ég hef alltaf sagt að eins og skólakerfið okkar er orðið gott þá eru nokkrir hópar með sértæka erfiðleika og sértækar gáfur oft útundan í kerfinu. Þeirra á meðal eru nemendur með lestrarerfiðleika. Á síðustu 18 mánuðum hafa fulltrúar menntamálaráðherra skilað vinnu sem afmarkar hvaða verkefni þurfi að vinna til að bæta umhverfið. Menntamálaráðherra opnaði í kjölfar þessarar vinnu tvo vefi til stuðnings nemendum með lestrarörðugleika og foreldrum þeirra.
Annar þeirra, Lesvefurinn, er vefur sem veitir ólíkum hagsmunaaðilum upplýsingar um lestur og lestrarerfiðleika. Á Lesvefnum verður í framtíðinni sett inn mikið efni til upplýsinga og einnig geta foreldrar og kennarar sett þarna inn fyrirspurnir.
Hinn vefurinn, Lesvélin, er vefur sem auðveldar aðgengi fólks með lestrarerfiðleika að texta á netinu. Um er að ræða upplestrarþjónustu lesvélarinnar Ragga. Aðgangur að lesvélinni er öllum opinn.
Ég er viss um að þessir tveir vefir komi strax til góðra nota og ég vona að þetta verði kynnt vel. Þetta er líka vonandi fyrsta skrefið af mörgum til að bæta þjónustu við börn með leserfiðleika í skólakerfinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.11.2007 kl. 01:03 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Sumir hópar OF útundan í kerfinu? Það er semsagt í lagi að börn sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða, börn með ADHD og börn með þroskafrávik séu útundan...bara ekki OF útundan, eða hvað??
guðrún (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:14
Já, þorbjörg Helga það má alltaf gera betur og sérstaklega í sambandi við lesblindu. Þekki þann vanda nokkuð. Sonur minn átti við þennan vanda að stríða, en heppilegt að það uppgötvaðist snemma, samt átti hann geysi erfitt á fyrstu árum skólagöngunnar . Ég varð að lesa með drengnum mínum fram að fermingu allar hans námsgreinar. En þetta hafðist allt saman og í haust útskrifaðist hann frá Bifröst úr B.A. í félagsvísundum og hagfræði.
Þorkell Sigurjónsson, 28.11.2007 kl. 21:32
Sæl Guðrún, þetta eru að mínu mati aðeins of sterk viðbrögð enda átti að standa þarna oft en ekki of. Ég hef leiðrétt þetta nú.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 29.11.2007 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.