Að vinna heimavinnuna

Í lok síðustu færslu kom ég aðeins inn á ótrúlega staðreynd varðandi sameiningu REI og Geysi Green Energy, sameining sem Björn Ingi talar um sem “frábæran viðskiptasamning”. Það er sú staðreynd að þeir sem komu að málinu fyrir hönd borgarbúa sáu aldrei reikninga Geysi Green Energy og enginn hefur enn séð þá samkvæmt mínum upplýsingum.   Samt sem áður tók samþykkir stjórn og stjórnendur OR 3. október að taka við verðmati sem hljóðaði upp á 27,5 milljarða.Það er ekki verið að tala um neina skiptimynt í þessum viðskiptum. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að heildartekjur Orkuveitunar árið 2006 voru 18,1 milljarður (66% af yfirlýstu “virði” Geysi Green Energy). Einnig var eigið fé OR í lok árs 2006 66,7 milljarðar. Stjórn Orkuveitunnar ætlaði því að taka við eignum sem metnar voru á 40% af bókfærðu eigin fé Orkuveitunnar án þess svo mikið sem skoða reikninga viðkomandi félags.

Þetta hljómar fáránlega að þetta sé rétt en er staðreynd engu að síður. Satt best að segja hef ég aldrei heyrt um neinn samning um samruna fyrirtækja eða kaup á hlutafé fyrir meira en nokkrar milljónir króna þar sem menn leggjast ekki yfir reikninga viðkomandi félaga. Hér var ekki nóg með að menn hafi sleppt því að skoða grunngögnin í málinu; menn gerðu ekki einu sinni þá kröfu að fá þessi gögn.

Og hafa ekki enn.   Ætlar Svandís ekki að draga allt fram í dagsljósið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæl. Það er erfitt fyrir alla aðla að rannsaka mál og ætla að draga allt fram á meðan að fólk í Sjálfstæðisflokknum sameinast um að reyna að rægja Björn Inga niður í skítinn.  Það má ekki gleyma því Þorbjörg að það var Guðlaugur Þór sem vildi og startaði þessari útrás.  Og það var Vilhjálmur og einka vinur hans sem stóðu að þessum samning með stuðningi Björns Inga Hrafnssonar.  Þetta eru staðreyndirnar í þessu REI máli.  En ég er ekkert að draga úr máli Björns Inga ef það var eitthvað misjafnt á að fjalla um það á lýðræðislegan hátt.  En það er ekki réttmæt umfjöllun að kenna honum um hvernig þetta samstarf fór og hvernig mál þróuðust.  Þú veist þetta vel Þorbjörg eins vel greind og þú ert og eins vel þú hefur starfað í Borgarstjórn og ert skemmtilegur karegter í pólitíkinni (Að mér finnst).  Það er ykkur þessum ungliðum ekki til til framdráttar í pólitíkinni að fara uppá tærnar og kenna örum um innanflokks vandamál.  Það eru tvær fylkingar innan Sjálfstæðisflokksins önnur sem er kallaður Björns armur og er með menn eins og Gísla Matein og fl innanborðs.  Og svo armur Geirs H. sem er með Júlíus Vífill innanborðs.  En það sem skeði er það að þegar stjórnarslitinn urðu hrukku allir við, þ+ó svo að ákveðin hluti borgarstjórnar fulltrúa Sjálfstæðismanna hafi verið að grafa undan Vilhjálmi sem Borgarstjóra og viljað hann burt.

Einar Vignir Einarsson, 13.11.2007 kl. 20:16

2 identicon

Eins gott að fólkið sem stóð svona að málum sé farið frá völdum, segi ég nú bara...

Grímur (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hverjir voru að tala upp verð ? Hver var væntanleg hagnaðarsýn "fjárfestanna"  gegn litlu ? Sjá viðhengi tölvupósts sem barst Jónínu Benediktsdóttur og birt er á bloggi hennar :

Nafnlaus tölvupóstur frá fjárfestafundinum leynilega í London með Hannesi Smárasyni og Bjarna Ármannssyni um orkugróða framtíðarinnar með samruna REI og GGE.

   Fundur GGE í London

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband