Skammir eða hól?

“Við mig hefur verið sagt að ég hafi gert frábæran viðskiptasamning sem mér yrði hælt fyrir í viðskiptalífinu en af því ég er í stjórnmálum þá er ég skammaður.” 


Af þessum orðum Björns Inga á borgarstjórnarfundi 10. október er ljóst að hann taldi samninginn um samruna REI og Geysis Green Energy bæði frábæran og sitt eigið verk.  Þetta er áhugavert að hafa í huga þegar helstu niðurstöður eru skoðaðar úr álitsgerð sem Ársæll Valfells vann fyrir hönd Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands að beiðni stýrihóps um málefni OR. Í niðurstöðum álitsins sem eru birtar að hluta í Morgunblaðinu í gærmorgun kemur m.a. fram að: 

  1. Ekki komi fram hvernig 16 milljarða kr. verðmæti REI og 27,5 milljarða verðmæti GGE sé fundið
  2. Ekki komi fram í samningnum hver áhætta OR sé vegna skuldbindingar um að selja hlutafé eða hvernig meta beri áhættuna
  3. Ekki heldur hvernig gengið 2,77 við útgáfu hlutabréfa REI sé fundið
  4. Ekki liggi fyrir mat á aukningu rekstraráhættu OR eða annarra áhrifa á rekstur eða rekstrarhæfi OR vegna ótakmarkaðs aðgangs REI að tilteknum framleiðsluþáttum þess
  5. í þjónustusamningi á milli OR og REI sé hvergi fjallað um verð framleiðsluþátta eða magn, en slíkt sé þó grundvöllur mats á verðmætum í skiptum

Og þetta telur Björn Ingi “frábæran viðskiptasamning”?  Þeir aðilar sem ég hef talað við úr viðskiptalífinu segjast aldrei hafa heyrt um eins “bjánaleg vinnubrögð” í samningagerð. Það væri kannski ekki úr vegi að Björn Ingi upplýsi hvaða fólk í viðskiptalífinu hann vitnar í hér að ofan? 

Það er óásættanlegt fyrir borgarbúa ef Björn Ingi sest aftur í stjórn Orkuveitunnar eftir að hafa brugðist trausti borgarbúa eins hrapalega í samningum fyrir þeirra hönd og kemur fram í punktunum fimm hér að ofan. 

Að lokum: Ég veit ekki til þess að neinn sem tengist málinu fyrir hönd Reykjavíkurborgar hafi enn svo mikið sem séð efnahags- eða rekstrarreikninga Geysis Green Energy.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl.

Sé að innleggið mitt í fyrra blogginu þinu á heima hér en ekki þar. Setjum það því inn ´réttan stað :

Sendi þér slóð á frábæra umfjöllun Ágústs H. Bjarnason verkfræðings um milljarðaverðmætin sem fjármálajöfrar eru að tala upp í REI og GGE. Umfjöllunin er innanbúðar, þar sem Ágúst hefur um áratuga skeið unnið við orkuvirkismál þess lands. Hver er sannleikurinn? Erum við eins stór og mikil og miklir frumkvöðlar og gefið er í skyn ?  Lítið á bloggið :

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/361074/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.11.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Var að lesa það, takk fyrir ábendinguna.   Frábært innlegg.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 11.11.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er nú eitt athygliverðasta innleggið í þetta ótrúlega rugl sem ég hef lesið. Mér er nefnilega næst að halda að umfjöllun Spaugstofunnar í gær hafi sýnt býsna vel hvar borgarnir eru svona almennt staddir í þekkingu sinni á málinu. 

Takk fyrir mig.

Árni Gunnarsson, 11.11.2007 kl. 17:26

4 identicon

Frábært hvað þú ert dugleg. Ég er stolt yfir að hafa kosið þig Þorbjörg þrátt fyrir fortölur v ina minna.

Alfarið ert þú að vaxa í starfi þínu Þorbjörg Helga!

Ég er ánægð með þig og mun styðja þig svo lengi sem þú ert einlæg, eins og hér!!

Ég er ekki ein um að átta mig á stöðu mála og ég skil ykkur rosalega vel.

Vilhjálmur viðurkennir að hann hafi ekki upplýst ykkur, sem um leið leysir ykkur úr gálganum, um stöðu mála, má vera tímaskortur. Ég kaus Vilhjálm og veit að hann er ærlegur en oft auðtrúa. Hlustar á þann sem situr í hásætinu.

 flestir Sjálfstæðismenn berum virðingu fyrir einlægni ykkar.

Haltu áfram að tala út frá þínum sjónarmiðum, rétt eins og Davíð Oddsson og Björn Bjarnason gera! Ég vil sterkar konur og þið eruð þarna Hanna Birna og þú !

kær kveðja, jben 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 17:31

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Alltaf í boltanum?

Þorkell Sigurjónsson, 11.11.2007 kl. 20:31

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Fyrirgefðu Þorbjörg Helga, ég setti þetta inn, "alltaf í boltanum" sem eins konar prufu, því um daginn eftir að þú gerðis bloggvinur minn, komst athugasemd mín ekki inn á síðuna þína. En nú er allt í lagi og ég óska þér allra heilla.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 11.11.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband