Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Smjörklípuleikurinn
Mér finnst mikilvægt að birta hvað forsætisráðherra, Geir H. Haarde sagði, þegar hann var spurður í kjölfar yfirlýsinga fyrrverandi kosningastjóra Framsóknarflokksins og fyrrverandi upplýsingafulltrúa Félagsmálaráðherra Árna Magnússonar. Pétur Gunnarsson segir á síðu sinni að Geir hafi gefið samþykki og blessun sína á samruna REI. Í kjölfarið á smjörklípu númer skrilljón í þessu máli vitnar Björn Ingi í vin sinn Pétur Gunnarsson á sinni síðu og ,,staðfestir" að ,,Geir hafi litist vel á ráðahaginn" á heimasíðu sinni.
Það vill svo til að ég og margir aðrir sátu á þessum fundi líka og það eina sem var sagt að iðnaðarráðherra og forsætisráðherra hefði verið kynntur samruninn. Engar gildishlaðnar setningar fylgdu um skoðun þessara manna. Framsóknarmenn halda bara uppteknum hætti að taka sannleikskorn úr fórum sínum og spinna miklum ásökunum í kringum þau.
Þetta er allt skemmtilegur spuni hjá Framsóknarmönnunum en endurspeglar helst hversu óöruggir þeir eru orðnir og hversu mikið sokknir þeir eru í drulluna. Geir H. Haarde segir við fréttastofu útvarpsins að þarna sé tóm vitleysa á ferðinni, honum hafi verið sagt frá þessu lauslega í tveggja manna tali og aldrei skýrt frá málavöxtum. Hér eru hans eigin orð þegar Einar Þorsteinsson spyr hann um málið í fréttum útvarps:
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins:
Sko fréttirnar af þessu eru alveg furðulegar og til marks um afar óvandaðan málatilbúnað af hálfu þeirra sem hafa í Framsóknarflokknum verið að setja þetta á flot. Fyrrverandi borgarstjóri sagði mér frá því lauslega í tveggja manna tali að þetta hefði borist í tal. Mér voru ekki sýndir neinir pappírar eða beðinn um afstöðu í þessu máli og það er algerlega fjarri því. Og þeir sem eru að draga þetta fram núna eru að reyna að draga athyglina frá aðalatriðinu, semsagt því hvernig þessu máli var klúðrað í, í þessu samrunaferli.
Einar Þorsteinsson: Kynnti hann þér ekki þessar fyrirætlanir efnislega, nákvæmlega?
Geir H. Haarde: Nei. Það stóð aldrei til.
Einar: Ekki með tuttugu ára samninginn eða?
Geir H. Haarde: Nei nei nei, aldeilis ekki. Engin efnisatriði. Heldur var mér sagt, sagði hann mér frá því að, að þetta hefði borist í tal. Og hvenær sagði hann mér frá því, það var 28. september svo við höfum það nú alveg nákvæmt. Einar: Þannig að þú hefur ekki lagt blessun þína yfir samninginn?
Geir H. Haarde: Nei ég var ekki beðinn um neitt álit á því. Og, og lagði hvorki blessun mína né annað yfir, yfir það mál.
Ætlar Björn Ingi að draga þessar ásakanir sínar til baka? Eða ætlar hann að þræta fyrir hvað hver sagði í Stöðvarstjórahúsinu og í samtölum borgarstjóra fyrrverandi og forsætisráðherra? Ætlar Valgerður Sverrisdóttir að spara stóru orðin? Hvenær ætlar þetta fólk að líta í eigin barm? En Guðni Ágústsson, þurfti Björn Ingi ekki blessun hans á málinu eins og gefið er í skyn að borgarstjóri hefði þurft? Þetta er allt mjög ótrúverðugur spuni sem sýnir örvæntingu Framsóknarflokksins og tilraunir þeirra til að hreinsa sig af þessu skítuga máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Á að segja manni það, að jafn vandaður maður og Geir er, að hann hafi látið duga tveggja manna tal, þar sem lauslega er imprað á málum? Að hann hafi ekki viljað fá meira að heyra og vita? Held ekki...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 8.11.2007 kl. 11:20
Sæl Þorbjörg,
Þið Sjálfstæðismenn eigið alla mína samúð, þegar kemur að leðjukasti Framsóknar "spena" manna, þeirra Björns Inga og Péturs Gunnars!
Guðni Ágústsson var spurður á sínum tíma hvort Björn Ingi hefði ekki rætt þennan samruna/samning við hann, hann sagði eitthvað á þá leið að hann hefði jú lítillega rætt þetta við hann (þ.e. Guðna) en að hann (þ.e. Guðni) hefði nú bara ekki skilið "alvarleika" málsins eða alvarleika málisin eins og hann orðaði það! Þetta var reyndar áður en að Guðni áttaði sig á því að hann gæti "hefnt" sín á Sjálfstæðismönnum fyrir að leyfa sér ekki að vera lengur í ríkisstjórn!
Sigrún (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:30
Alltaf gott að taka allar upplýsingar með inní - flott hjá þér Þorbjörg.
Annars er mér efst í huga núna vaxtahækkanir bankanna og "evrublekkingin" sem þeir eru að reyna setja á okkur.
Var einmitt að blogga um það áðan - vona að ungt fólk lesi þær upplýsingar - það er svo mikilvægt fyrir fjárhag alls fólks að farvegurinn haldist réttur!!
Ég sendi þér tölvupóst - hef nú verið að kíkja eftir svari!
Ása (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 14:35
Í þessu sem öðrum málum hefi ég mínar sjálfstæðu skoðun sem ég ætla ekki að tíunda hér og nú. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.