X-listinn hækkar gjöld

Nýr meirihluti í borginni, X-listinn eins og hann kallar sig í fundargerðum borgarstjórnar, tók fyrsta tækifæri sem bauðst og hækkaði mat í leikskólum.   Ég minni á að allir þessir flokkar, allir fjórir vildu gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu kosningabaráttu og nýlega var VG með tillögu um gjaldfrjálsa skóla (og vísuðu þá líka til að matur væri foreldrum að kostnaðarlausu).  

Borgarstjóri, Dagur B. Eggerstsson sagði á síðasta borgarstjórnarfundi að þessi meirihluti ætlaði ekki að koma með málefnaskrá fyrir borgarbúa.   Ætla Reykvíkingar að leyfa þeim að komast upp með það að semja um málefni?  Á að brjóta alla hugmyndafræðilegar áherslur og láta málin bara dúllast áfram?   Þetta verður afar dýr meirihluti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Þessi nýji meirihluti er alveg ótrúlegur. Það er eitt að stinga samstarfsflokkinn í bakið og ganga til starfa með nýjum meirihluta en hitt sem er verra er það að hinn nýji meirihluti leggi ekki fram málefnaskrá. Þessi meirihluti er sorgleg sjón og hreint fáránlegur. Sjálfstæðisflokkurinn var kominn á fullt skrið í að gera góða hluti í borginni og átti svo sannarlega ekki þessa meðferð Björns Inga á honum, skilið. Sjálfstæðisflokkurinn er sko ekkert afturhald, það er hins vegar hinn nýji meirihluti, samansull fjögurra flokka. 

Það er náttúrulega klárt mál að borgarbúar vilja ekki þennan nýja meirihluta, enda þarf fjóra flokka til að þeir geti starfað. Ég vona það svo innilega að við Sjálfstæðismenn náum hreinum meirihluta í borginni í næstu kosningum enda frábært fólk þar á ferð.

Ég er nú ekki borgarbúi, en hef þó sterka skoðun á þessu máli síðustu daga og hef mikinn áhuga á borgarpólitíkinni.

Þetta sem þú ert að skrifa um núna er merki þess að þessir flokkar eigi ekki að vera við stjórnvölinn, lofa einhverju en standa ekki við það. Ég veit að þið veitið þeim aðhald með setu í minnihluta.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður 

Auðbergur Daníel Gíslason, 8.11.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Það virðist sem svo, að krosstré bregðis sem önnur tré.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 20:31

3 identicon

Við þessu var alveg búist enda snýst nýr meirihluti eingöngu um völd en ekki málefni. Reynslan af fyrri tíð R-listans er nú ekki beint glæsileg. 

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:13

4 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

Þetta er nú meira ruglið, þessi x listi er glæsilegur og bjargaði borgarbúum frá enn einu hneykslinu sem tengist d-listanum. Sala bankanna þar sem björgúlfur fékk lán hjá Landsbankanum og felldi það svo niður þegar hann var orðinn eigandi. Nú átti að gera það sama með orkuna og enn á ný var mikil spilling í spilunum. Þeir sem tóku við sér og komu í veg fyrir þetta eru bestu menn. Og vá hvað ætluðu þið að gera, hækka leikskólagjöld, þó svo matur hækki er annað sem lækkar á móti.

Þórður Steinn Guðmunds, 9.11.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þú "gleymir" alveg að minnast á að gamli meirihlutinn (sem þú varst í) ætlaði að hækka gjöldin mun meira. Auðvitað á að hafa leikskólann gjaldfrjálsann og það á að vinna að því að gera það mögulegt. Meirihlutinn sem þú varst í Þorbjörg var rándýr en sem betur fer er hann kolfallinn:) Takk fyrir það. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.11.2007 kl. 15:22

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 9.11.2007 kl. 21:11

7 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ægir: Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni vel. Hins vegar á endaspretti fyrrverandi borgarstjórnar gerðist þetta REI mál, sem endaði með því að Björn Ingi stakk þetta frábæra fólk í samstarfsflokki sínum í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokknum í bakið.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 9.11.2007 kl. 21:35

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl.

Sendi þér slóð á frábæra umfjöllun Ágústs H. Bjarnason verkfræðings um milljarðaverðmætin sem fjármálajöfrar eru að tala upp í REI og GGE. Umfjöllunin er innanbúðar, þar sem Ágúst hefur um áratuga skeið unnið við orkuvirkismál þess lands. Hver er sannleikurinn? Erum við eins stór og mikil og miklir frumkvöðlar og gefið er í skyn ?  Lítið á bloggið :

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/361074/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.11.2007 kl. 22:02

9 Smámynd: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Ægir, ég veit ekki hvort þú ert VG eða ekki en VG lagði til á þessu ári að allt nám yrði gjaldfrjálst, leikskóli og grunnskóli og í því fólst að matur væri gjaldfrjáls líka.  Ég man ekki hvort Samfylking var með á þessu en Stefán Jón hefur oft sagt að það sé ekki línan hjá þeim að gefa fæði.  Ég er sammála honum og er ósammála að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 11.11.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband