Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Borgarfulltrúi hittir fjárfesta í London
Það er áhugaverð fréttaskýringin í Morgunblaðinu í dag, sunnudag. Þarna kennir ýmissa grasa og ég fagna þessu því í Kastljósi 1. nóvember sl. voru söguskýringar Björns Inga með ólíkindum um málið. Sérstaklega þykir mér áhugavert að heyra að 17. - 18. september fer Bjarni með stjórn REI, Birni Inga og Hauki Leóssyni, og heldur kynningarfundi í London með fjárfestum, s.s. Barcleys, JP Morgan, Morgan Stanley, Merryl Lynch og Novator. Þarna kemur líka í ljós að Björn Ingi sat fyrstu samningafundi um samruna. Síðan tóku við samningafundir með mönnum sem lifa í viðskiptalífinu og skynja engan veginn kröfur um meðferð á opinberu fé og hvernig stjórnsýsla virkar.
Mér finnst þetta sérstaklega áhugavert út frá ýmsum orðum borgarfulltrúans Björns Inga sem hafa fallið og hafa gefið í skyn að hann sé blásaklaus af allri þessari framvindu (allt gert undir forystu Sjálfstæðismanna, áttar sig ekki á hvers vegna málið þurfti að ganga svona hratt, heldur að hann hafi ekki beitt sér með óeðlilegum hætti) og að hann líti ekki á það sem sitt hlutverk að upplýsa borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að sitja með okkur meirihlutafundi tvisvar í viku og þó að við á þessum tíma værum á hverjum fundi að óska eftir upplýsingum um málefni OR.
Hvernig ætli Björn bloggi á morgun um málið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Og þetta er sami maðurinn og þið völduð með ykkur til að mynda meirihluta með. Eg tek heilshugar undir mér þér að Björn Ingi hefur leikið tveimur skjöldum í Rei og Or., og verið undir þrýstingi frá ýmsum framsókarmönnum, við að tryggja aðkomu þeirra að kjötkölunum, sem fannst þeirra tími vera kominn til að hagnast á allmenningseign.
Eg tel að reynsuleysi og ínnbirðis deilur ykkar hafi valdið því, að þið sitið ekki lengur við stjórnvölin, og alveg ótrúlegt að þið sýnduð ekki dug til að stoppa samrunan við Geysir.
Eg hef átt miklu meiri samleið með skoðunum þínum eftir að þú komst í minnihluta, og vera mikið málefnalegri en áður.
haraldurhar, 4.11.2007 kl. 02:24
Að gefnu tilefni vil ég segja dyggum lesendum mínum að mikið af athugasemdum hafa verið að koma af sömu IP tölu með ólíkum nöfnum, þ.e. einstaklingar að skrifa færslur inn undir fölsku flaggi. Ég hef því miður þ.a.l. ákveðið að samþykkja allar athugasemdir sjálf þó mér finnist ömurlegt að stunda einhverja ritskoðun. Það mun því mögulega líða einhver tími þar til að athugasemd birtist.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 4.11.2007 kl. 03:04
Er hægt að svara því í einni málsgrein hver ber ábyrgð á samstarfsslitunum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.11.2007 kl. 13:45
Sæl Þorbjörg,
Þú sagðir sjálf að Haukur Leósson hefði verið með Birni á fundinum. Haukur var þinn fulltrúi í þessu starfi. Þú skipaðir hann. Ef hann var ekki að skila því sem þú vildir þá var þitt að láta hann breyta því eða setja hann af. Ef þú fékkst ekki upplýsingar frá honum og Vilhjálmi þá var það eitthvað sem þið þurftuð að taka á innan flokksins.
Björn hefur aldrei sagt að hann beri ekki ábyrgð. Þvert á móti hefur hann sagst bera ábyrgð. Sjálfstæðismenn leiddu hins vegar stjórnina og Haukur var ykkar fulltrúi í stjórn ásamt Vilhjálmi. Það var þeirra hlutverk að upplýsa borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Þið hafið hins vegar fyrrt ykkur ábyrgð sem er ykkur til minnkunar (ég kaus ykkur - er því enginn pólitískur andstæðingur).
Auðvitað hefði ekki verið óeðlilegt að samstarfsflokkurinn fjallaði um þetta líka á meirihlutafundum en fyrst og fremst liggur ábyrgðin innan ykkar flokks sem var eini flokkurinn með tvo fulltrúa í stjórninni, þ.m.t. stjórnarformanninn.
Hættið að kasta frá ykkur ábyrgðinni. Hættið að ata Björn Inga aur. Hættið að grafa ykkur pólitíska gröf með því að benda á alla aðra eins og litla gula hænan. Þetta er ykkur til minnkunar. Takið á ykkur ábyrgðina, lærið af þessu og gerið betur næst. Þetta eru krefjandi verkefni. Stundum klúðrar maður málum. Það er bara þannig. Þið klúðruðuð þessu. Þá biðst maður afsökunar, reynir að læra af því og leggur síðan af stað aftur.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.11.2007 kl. 18:50
Heimir, það er enginn einn sem ber ábyrgð, allir 8 bera ábyrgð á sambandsslitunum.
Og aðrir sem hér hafa skrifað: það er ljóst að ég væri ekki að velta þessu máli fyrir mér ef ég hefði vitað öll efnisatriði málsins, það eru enn að koma fram upplýsingar um málið fram sem ég vissi ekki um. Ég tek fulla ábyrgð á því að hafa ekki allar upplýsingar en það er samt svo að það eru allir með sína málaflokka og alltaf þegar stór mál koma upp eru þau (eiga að vera) rædd á meirihlutafundum. Annars gengi ekkert fram, fólki er treyst. Á meirihlutafundum er oft farið yfir stór mál á mörgum fundum, t.d. álagsgreiðslur til kennara eða skipulagsmál, þ.a. allir séu sáttir. Það er mikill trúnaðarbrestur eða vanmat á samstarfsfólki að koma ekki með stór mál inn til meirihlutans.
Að lokum, við tókum ábyrgð á málum, við höfnuðum þessum vondu vinnubrögðum. Ég tel mig hafa fylgt sannfæringu minni alla leið, og ef það er að grafa sína pólitísku gröf þá verður það að vera svo. Vilhjálmur tók ábyrgð á gjörðum sínum og hefur ítrekað sagt að hann hafi gert mistök, líka Haukur Leósson í kjölfar óska okkar um að borgarfulltrúi færi í stjórn OR. Björn Ingi er sá sem var okkar fulltrúi að auki en hann hefur ekki tekið neina ábyrgð að mínu mati. Hann ákvað að hlaupa burt frá vandanum. Hann mun setjast innan fárra vikna í stjórn OR og halda uppteknum hætti.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 4.11.2007 kl. 21:40
Björn Ingi hljópst ekki frá verkefnunum "Hann mun setjast innan fárra vikna í stjórn OR og halda uppteknum hætti.". Hann sleit samstarfinu við ykkur. Það er munur þar á.
Þegar ég tala um að grafa pólitíska gröf er ég ekki að tala um að hafa þessa eða hina skoðunina. Þér er það fullfrjálst og til þess kusum við þig. Það eru þessar blammeringar sem hafa farið fram í fjölmiðlum sem eru fyrir neðan virðingu ykkar allra. Þegar fólk úr öllum flokkum, þótt Sjálfstæðismenn hafi verið grimmastir - enda svekktastir, hefur gerst sekt um að nota orðbragð og aðdróttanir sem er eitthvað sem þú kennir börnunum þínum að nota ekki í samskiptum við annað fólk. Stundum er sagt að enginn eigi að skrifa bréf reiður, hvað þá heldur tölvupóst. Blaðamannafundir og viðtöl taka það verulega lengra.
Það sýkir mjög mikið alla umræðu þegar fullorðið heiðvirt fólk sem er að leggja sig fram og hefur kallað eftir trausti almennings ásakar hvert annað um svik, spillingu, óheiðarleika, lygi o.s.frv. Áður en komið er út á þann ís er mál að stoppa við og velja einhverja aðra leið. Svona bara segir maður ekki! Ef um er að ræða spillingu þá er það grafalvarlegt lögreglumál og ber að kæra og rannsaka sem slíkt. Sé það ekki tilfellið þá er ekki um spillingu að ræða heldur er þar um að ræða skoðanamun sem er fullkomlega eðlilegur. Ég tel að ekkert í þessu máli hafi verið spilling. Hvorki borgarfulltrúarnir, Haukur, Björn Ingi, Vilhjálmur, stjórnendur OR eða aðrir sem komu að málinu hafa skarað eld að sinni köku á ólöglegan hátt. Þarna er einfaldlega um að ræða röð misjafnra skoðana annars vegar og klaufaskapar og klúðurs hins vegar. Það er allt annað mál. Það er tvennt ólíkt að segja að einhver hafi klúðrað einhverju og að hann sé spilltur. Þar er ekki bara stigsmunur heldur eðlismunur - klaufi vs. glæpamaður.
Fullkomlega óeðlileg notkun á orðum eins og svik, spillingu, óheiðarleika og lygi hefur verið raunin hjá fulltrúum allra flokka, svo ekki sé minnst á hina ýmsu bloggara sem hafa farið langt langt út fyrir öll velsæmismörk í þessu sambandi. Ég hef hins vegar meiri trú á ykkur heldur en þeim þar sem þið eruð jú skynsemisfólk sem hefur tekið að sér stjórn verkefna fyrir almenning, gert út á traust og eruð öll að því eins vel og þið getið, ég efast ekkert um það. Þið hafið hins vegar skitið ykkur sjálf út og munuð þurfa bæði tíma og dugnað til að vinna til baka það traust sem þið sjálf hafið rúið ykkur.
Skilnaðir verða stundum ljótir og þessi var það. Oftast nær eiga ljótu skilnaðirnir sér stað inni á heimilum, í síma eða á lögfræðistofum. Þessi átti sér stað í fjölmiðlum. Munurinn var enginn innávið (sömu orð, aðdráttanir og reiðiköst) en það munaði öllu útávið þar sem það dró úr trúðverðugleika allra sem þátt tóku á landsvísu.
Nú gildir að læra af reynslunni og afnema þessi orð úr málfari stjórnmálanna nema þau séu raunverulega til staðar - en þá eru þau líka raunverulega til staðar og ber að gera viðvarandi ráðstafanir sem hafa ekkert með skoðanir eða flokka að gera heldur lög.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.11.2007 kl. 22:34
Ég leyfi mér sem kjörnum fulltrúa í leit að sannleikanum í málinu að varpa staðreyndum fram og ræða þær til að málið í heild sinni skýrist. Ég tel að þó að þú og sumir aðrir séu komnir með leið á þessu og finnst þetta drullugt þá verði allt að koma upp á yfirborðið. Síðast í dag kemur í ljós að verðmatið ,,góða" er miklu miklu miklu hærra en rök eru fyrir. Sjö milljarða leikur að tölum hjá kjörnum fulltrúum.
Sögulega skiptir máli að halda öllu til haga. Ekkert er verið að blammera eins og þú orðar það, það er verið að ræða um staðreyndir málsins sem enn eru að koma fram í dagsljósið.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 6.11.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.