Fimmtudagur, 20. september 2007
Nýjar víddir (Morgunblaðið, 15. september 2007)
LEIKSKÓLAR í Reykjavík eru eftirsóttir af foreldrum fyrir börn sín. Þar fer fram menntun í gegnum leik, börn eru vistuð í öruggu umhverfi, fá umhyggju og hollan mat. Þeir eru eftirsóttir vegna gæðastarfs og skipulags og undanfarin ár hefur hver og einn leikskóli styrkt sérstöðu sína. Sextán sjálfstætt reknir skólar og dagforeldrakerfi er einnig rekið samhliða borgarrekna kerfinu af miklum metnaði. Reykjavíkurborg borgar nú jafnmikið með barni óháð rekstrarformi og foreldrar hafa val um hvaða skóla þeir velja fyrir börnin sín.
Foreldrar og konur sem vinnuafl
Leikskólarnir eru ekki síst mikilvægir til að tryggja það mikilvæga vinnuafl sem foreldrar, og konur þá sérstaklega eru. Þegar grunnþjónusta brestur fer mikill tími og álag í að raða niður pössun fyrir börn, taka þau með í vinnu eða taka frí til að mæta kröfum atvinnurekandans. Foreldrar sem eru efnaðri hafa sumir hverjir leyst þennan viðvarandi vanda með því að ráða sér starfsmann inn á heimilið. Aðrir redda hverjum degi fyrir sig og bæta þannig á álagið sem er til staðar við að púsla flókinni fjölskyldudagskrá saman. Konur, sem eru að jafnaði líklegri til að vera í hlutastarfi til að mæta þörfum heimilisins, eru því enn líklegri til að draga úr atvinnuþátttöku sinni þegar ekki býðst þjónusta. Að sama skapi er trygg og góð þjónusta fyrir yngstu börnin forsenda atvinnuþátttöku kvenna. Þetta sést glögglega á meðfylgjandi mynd sem sýnir aukningu atvinnuþátttöku samhliða fjölgun vistunarstunda barna í leikskólum Reykjavíkur frá 1992.
Þurfum að horfa á nýjar lausnir
Undanfarin ár hefur verið viðvarandi vandi að manna leikskóla og ekki sér fyrir að þessi vandi hverfi. Uppbygging þjónustu hefur verið gríðarlega hröð, leikskólakennurum fjölgar ekki nægilega hratt, mikill skortur hefur verið á starfsfólki í landinu og launakjör starfsmanna ekki haldið í við launaskrið. Þetta og fleiri ástæður hafa haft þau áhrif að undanfarin 4 til 5 ár hefur vantað starfsfólk á leikskóla borgarinnar og foreldrar þurft að búast við eða lifa með skerðingu á þjónustu. Í svona viðvarandi stöðu er komið að því að velta verður fyrir sér nýjum leiðum og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Fjölmargt nýtt hefur verið reynt á þessu ári til að fá fólk til starfa hjá Leikskólum Reykjavíkur en vandinn er enn til staðar. Huga þarf að fleiri möguleikum í stöðunni og ýta undir einstaklingsframtakið og fleiri tegundir þjónustu. Sjálfstætt reknir skólar hafa meiri sveigjanleika og eru í minni mönnunarvanda í Reykjavík. Erlendis er vel þekkt að leikskólar séu reknir af fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum fyrir borgarsjóði. Félagasamtök, jafnvel íþróttalið, hafa tekið að sér að reka leikskóla með góðum árangri. Í Stokkhólmi er helmingur leikskóla einkarekinn og oft af leikskólastjórum sem voru áður í starfi hjá borginni. Með því hafa fleiri konur tekið þátt í sjálfstæðum rekstri og geta haft bein áhrif á umhverfi sitt og starfsmenn sína. Fyrirtæki geta séð sér hag í að bjóða þjónustu fyrir yngstu börn starfsmanna sinna og foreldrar gætu séð kost í því að vera meira með börnum sínum, jafnvel í hádeginu eða í langa bíltúrnum heim á leið eftir vinnu. Þorum að horfa á nýjar lausnir, lausnir sem geta mætt þörfum barna, foreldra og fyrirtækja.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Ríki og bær eiga að sjálfsögðu að reka leikskóla fyrir öll börn og rekstaraðilar eiga að tíma að borga stafsmönnum leikskólanna góð laun.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.9.2007 kl. 19:33
Til þess að þið borgarfulltrúar og bæjarfulltrúar sveitafélaganna fáið raunmædda mynd á laun starfsmanna leikskóla og ég tala nú ekki um laun grunnskólakennara (sem eru lærri en leikskólakennara) þá tel ég að þið ættuð að íhuga að þiggja NÁKVÆMLEGA sömu laun fyrir ykkar vinnu og framlag og spyrja ykkur svo: GET ÉG LIFAÐ Á ÞESSUM LAUNUM?
Ég get lofað að svar ykkar verður einfalt: NEI!
Hættið þessu BULLI og borgið starfsmönnum leik- og grunnskóla MANNSÆMANDI LAUN!
Börnin eru okkar dýrasti arfur - förum vel með hann!
Theódóra (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 20:26
Það eru foreldrar sem vilja sjá sjálf um uppeldi barna sinna. Á það bara að vera valkostur hinna efnameiri?
Elías Theódórsson, 25.9.2007 kl. 08:50
Þú talar um í pistli þessum að leikskólakennurum fjölgi ekki nægilega hratt... Held það sé ekki alveg málið, heldur að útskrifaðir leikskólakennarar leita í önnur störf í þjóðfélaginu þar sem launin eru hærri, enda næga vinnu að fá og þeir eins og allir hinir þjóðfélagsþegnar þurfa að reka heimili.
Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.