Foreldrar ósparir á lofið

Þetta eru frábærar niðurstöður og ég vona að leikskólakennarar og starfsmenn taki þetta til sín sem miklu hrósi fyrir faglegt og gott starf í skólunum.

Ég er sérstaklega ánægð að sjá ánægju foreldra sem eiga börn sem þurfa á sérþjónustu að halda inni í skólunum.   Það er mikilvægt að halda því til haga að hugmyndafræði leikskóla borgarinnar í sérkennslumálum er snemmtæk íhlutun og um leið og upp kemur grunur um að barn þurfi sértæka þjónustu fer ferli í gang hjá starfsmönnum skóla og sérfræðingum á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.   Þannig fær barn þjónustu eins fljótt og auðið er.  

Það er mikilvægt að þetta sé skýrt þar sem að undanfarin misseri hafa verið uppi háværar raddir um að biðlistar séu langir á BUGL og Greiningarstöð Ríkisins.  Biðlistarnir eru vissulega of langir og efla þarf þessar stofnanir til muna.  En halda þarf til haga að í Reykjavík er strax gripið inn í hjá hverju og einu barni og það fær þjónustu hjá borginni eins og kostur er á.

Almennt þykir mér vera kominn tími á að endurskoða sérkennslumál þjóðarinnar í heild og vænti mikils af nýrri ríkisstjórn í þeim efnum.   Þegar skólamálin voru flutt frá ríki til sveitarfélaga fylgdi lítið af ferlum og ekkert fé og sum sveitarfélög hafa enga burði til að mæta þörfum allra barna.   Þetta þarf að skoða vel.   Í ferð okkar til Danmerkur í maí var áhugavert að sjá að fjölskyldumálaráðuneytið þar hafði sett fram stefnu í þjónustu við fyrirbura.  Þar er snemmtæk íhlutun lögð til grundvallar og unnið í fyrirbyggjandi aðgerðum þar sem hærri líkur eru á að fyrirburar þurfi einhvern stuðning í framtíðinni.   Þessar fyrirbyggjandi aðgerðir skila sér í heilbrigðari einstaklingi, miklu betri upplýsingagjöf til foreldra og forráðamanna og síðan lægri sérkennslukostnaði í gegnum allt skólakerfið.


mbl.is Foreldrar ánægðir með þjónustu leikskólanna í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband