Þriðjudagur, 19. júní 2007
Deilt um sjálfstætt rekna leikskóla
Í borgarstjórn í dag var tekist á um grundvallarhugmyndir um sjálfsætt rekna skóla í borginni. Hér fyrir neðan er ræða mín við umfjöllun ákvörðunar meirihluta leikskólaráðs og borgarráðs um að Hjallastefnan ehf. taki við rekstri Laufásborgar.
Í umræðunni var hægt að greina hugmyndafræðilegan ágreining. Þrátt fyrir veikar tilraunir til að segjast vilja jafnræði milli rekstrarforma segir sagan annað. Öllum tillögum Sjálfstæðisflokksins um aukið fé og jafnræði milli rekstrarforma fengu aldrei framgang á síðasta kjörtímabili. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn mótmælt þeim skrefum sem hafa verið stigin í þessa átt, m.a. þegar lagt var til að hin svokallaða ,,fimm hagkvæmustu skólarnir" reglan væri afnumin. Miðað við sum ummæli sem féllu í dag má marka breytingu á þessu neikvæða hugarfari. Við sjáum til, því nóg verður gert í þessa átt á þessu kjörtímabili.
Ræða (óritskoðuð)
Forseti ágætu borgarfulltrúar.Hér er til umræðu fundargerð leikskólaráðs þar sem meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna staðfestu samning leikskólaráðs við Hjallastefnuna ehf. vegna reksturs Laufásborgar. Fyrst þykir mér mikilvægt að óska Reykvíkingum til hamingju með að nú sé starfræktur Hjallaskóli í borginni. Starfsmönnum og foreldrum óska ég sérstaklega til hamingju með daginn og óska þeim velfarnaðar. Bæði starfsmenn og foreldrar hafa óskað eftir að Hjallastefnan ræki Laufásborg í mörg ár, frá því á síðasta kjörtímabili. Þess fyrir utan er sérstaklega gaman að samningurinn sé til umræðu í dag 19. júní, kvennréttindadeginum, þar sem að hugmyndafræði Hjallastefnunnar grundvallast á hugmyndum um jafnréttisuppeldi. Það er hins vegar skuggi á málið að minnihlutinn í borgarstjórn ætli að kjósa gegn rekstrarformi Laufásborgar í dag. Bókanir bæði minnihluta og meirihluta endurspegla skoðanir borgarfulltrúa ágætlega. Ljóst er að það er vilji Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að halda áfram að jafna stöðu sjálfstætt rekinna skóla á forsendum þess að foreldrar hafi fullkomið valfrelsi þegar kemur að því að velja þá þjónustu sem hentar börnum þeirra best. Í bókun meirihluta leikskólaráðs kemur skýrt fram að stefnt er að því að tryggja jafna stöðu skóla áfram á kjörtímabilinu með það að markmiði að skólaskjöld séu þau sömu í öllum skólum borgarinnar. Það er að mínu mati ljóst að þrátt fyrir fögur orð um Hjallastefnuna sé minnihlutinn á móti stjálfstætt reknum skólum. Ég segi þetta því að gagnrýni þeirra á núverandi samning felur í sér gagnrýni á fyrirkomulag sem þeir sjálfir, í fyrrverandi meirihluta, ákváðu og höfðu alla burði til að breyta, þ.e. að í samningum við sjálfstætt rekna skóla sé leyfilegt að hafa 15% hærri gjaldskrá. Fjölmörg ár og fjölmörg tækifæri voru til staðar fyrir fyrrverandi meirihluta til að jafna þann mun sem er á milli sjálfstætt rekinna leikskóla og borgarrekinna leikskóla. Og í boði er að fylgja meirihlutanum í ákvörðunum sínum á þessu kjörtímabili ef minnihlutanum er alvara í þegar þeir segja að fylgja þurfi jafnræðisreglu. En minnihlutinn núverandi sat hjá þegar samþykkt var að afnema hina svokölluðu og sérsmíðuðu fimm hagkvæmustu reglu sem þýddi að þá tók gildi sama reikniregla fyrir alla leikskóla hvað þetta varðar. Hvar var jafnræðishugsun minnihlutans þegar þetta var samþykkt? Ég minni líka á að í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram þá tillögu þess efnis að gengið yrði til samninga við fulltrúa sjálfstætt rekinna leikskóla. Í tillögunni fólst m.a. að borgarstjórn tryggi raunverulegt frelsi og tryggt yrði að allir nemendur njóti sama stuðnings óháð því rekstrarformi sem ríkir í einstaka skólum. Það kemur ekki á óvart að tillögunni var vísað frá á þeim forsendum að viðræður stæðu yfir. Ýmis áhugaverð ummæli féllu í þessari umræðu og meðal annars sagði borgarfulltrúi Stefán Jón Hafstein eftirfarandi sem endurspeglar og staðfestir skoðun núverandi minnihluta og þáverandi meirihluta á skólagjöldum. Með leyfi forseta Með framlögum borgarinnar og skólagjöldum hefðu skólarnir tekjur á hvern nemanda sem væru ríflegar meðalgreiðslur á nemanda í almenna kerfinu.. Í þessum orðum endurspeglast að það var aldrei vilji fyrrverandi meirihluta að greiða meira til skólanna til að stefna að lægri eða engum skólagjöldum. Enn fleiri tækifæri voru til staðar. Til dæmis var ekkert hlustað á sjálfstætt reknu skólana til dæmis er varðar hærri greiðslur miðað við fjölda fagfólks. Hvar var jafnræðishugsun minnihlutans þegar þegar þessu var vísað frá? Samningarnir eru allir mjög ólíkir og misgóðir og eru alls ekki gerðir til að tryggja jafnræði. Nú mun nýr meirihluti fara í að semja við alla hina skólana á grundvelli samnings við Laufásborg, einmitt til að tryggja sjálfstætt reknu skólanum fullan aðgang að sjóðum borgarinnar til jafns við aðra skóla og til að hvetja nýja og gamla rekstraraðila til að hugsa til framtíðar varðandi nýjan rekstur. Minnihlutinn núverandi opinberað áhugaleysi sitt aftur og aftur á fyrri kjörtímabilum og heldur því áfram í dag. Minnihlutinn er á móti einkaframtakinu í skólakerfinu og mér þætti það heiðarlegra í alla staði ef minnihlutinn kæmi hreint fram og segði eins og er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.