Gagnleg heimsókn í leikskóla í Danmörku og Svíþjóð

Í síðustu viku fóru fulltrúar leikskólaráðs Reykjavíkurborgar og starfsmenn Leikskólasviðs í kynnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar í þeim tilgangi að skoða almennt það sem gengur og gerist í leikskólamálum.  Við skoðuð marga ólíka leikskóla og hittum embættismenn og stjórnmálamenn.

Það var margt sem við lærðum og ekki síst lærðum við hvað kerfið er gott hér heima.   Hins vegar erum við alltaf að reyna að gera betur en í gær og fjölmargar hugmyndir og upplýsingar komu fram.   Mér fannst áhugavert að bæði í Danmörku og Svíþjóð eru ekki neinar reglur eða viðmið um stærð leikskólabygginga eða rýmiskrafa á hvert barn.   Í Svíþjóð er búið að afnema hámarkslaun kennara þannig að nú keppa sveitarfélög og hverfi í sveitarfélögum um kennara á forsendum faglegs starfs og aðbúnaðs.   Í Svíþjóð eru 45% leikskóla einkareknir.   Í Danmörku er mikill stuðningur við faglegt starf skólanna til að efla skólanámskrárgerð.   Bæði löndin eru með miðlæga skráningu fyrir börnin.  Svíar eru með 15 mánaða fæðingarorlof en lofa börnum plássi við 15 mánaða aldur ef barnið hefur verið skráð við 12 mánaða aldur (að vísu ekki í fyrsta val foreldra um skóla).  Foreldrar í báðum löndum borga fyrir þjónustu allt árið og yfirvöld gera ekki neina kröfu um að barn fari í frí(við rukkum fyrir 11 mánuði á þessum forsendum).  Í Stokkhólmi hafa yfirvöld mikil áhrif á hvaða hugmyndafræði er notuð í leikskólum (Reggio Emelio).

Það var margt annað áhugavert sem mun koma fram í skýrslu frá ferðahópnum.   Vona að sem flestir áhugamenn kynni sér hana.  Ég mun setja hlekk á síðuna þegar hún verður tilbúin fyrir áhugasama.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Fengu fatlaðir inngöngu í leikskóla í Danmörku og Svíþjóð?

Halla Rut , 29.5.2007 kl. 00:14

2 identicon

Þorbjörg það er gott að þér fannst heimsóknin gagnleg. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að slíkar ferðir kjörinna fulltrúa til annara landa sé bara ekkert annað en kaupauki og jaðrar við spillingu.  

Svona ferðir eru orðnar nánast óþarfar núorðið, nánast allt sem þið sáuð á ykkar ferðum er sjáanlegt á vefsetrum á norðurlöndunum og/eða í kennslubókum og námsskrám þaðan. Þetta er því að mínu mati fáránleg óráðssía og ykkur til skammar.

Það er kjörinna fulltrúa að segja hvað á að gera og sérfræðinganna sem vinna við fagið að ákveða hvernig hinum pólitísku markmiðum skuli náð.  

Ég skora á þig og samfulltrúa þína að fara betur með opinbert fé í framtíðinni. 

Alfreð Jonsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 00:27

3 identicon

Sæl Þorbjörg.

Í framhaldi af tali þínu um leikskólamál erlendis langar mig að vekja athygli á ósanngjörnum kjörum fjölskyldu Ívans Victors.

Ég hef verið að fygljast með umræðunni um Ívan Victor. Ívan var áður á leikskólanum Heiðarborg (fyrir ofan Árbæ), en hefur verið hafnað um aðgang að leikskólanum, þrátt fyrir að móðir hans og faðir hafi fengið staðfestingu frá Reykjavíkurborg um að hann hefði fengið inngöngu. Hins vegar bar leikskólastóri Heiðarborgar því fyrir sig að hún gæti ekki tekið 'svona' barn inn á leikskólann sökum manneklu. Móðir Ívans neitaði að gefast upp, og fann sjálf aðila til þess að veita Ívani þá þjálfun og stuðning sem hann þarfnast. Hinsvegar er þessi aðili ekki faglærður, en meira en fús til að fara á námskeið og læra til þess að vera hæf starfinu, en það kom ekki til greina.

Án þess að þetta hljómi sem persónuleg árás á þennan leikskólastjóra, hef ég mikinn áhuga á að vita hvernig Reykjavíkurborg mun taka á þessu máli. Er það virkilega sanngjarnt að foreldrar barns, sem er búið að fá inngöngu í leikskóla, sé hafnað á þeim forsendum að ekki sé til starfskraftur til að sinna barninu. Eru lögin ekki þannig að fatlaðir eigi forgang inn á leikskóla og því ekki á valdi leikskólastjóra að 'velja' börn sem fá inngöngu?

Ég vona að Ívan Victor fái það sem er sanngjarnt, að fara í sama leikskóla og áður, kynnast betur þeim börnum sem hann mun ganga í skóla með og fái þann stuðning og þá þjálfun sem hann þarf og á skilið.

Kær kveðja, Lísa.

Vek athygli á bloggsíðu Höllu Rutar, móðir Ívans:

http://blogg.visir.is/hallarut

lísa (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 00:32

4 identicon

Gott þið gerðuð góða ferð og sáu góða leikskóla, þeir finnast víða. Stærsti munurinn finnst mér gjaldið sem maður greiðir fyrir þjónustuna, þú minnist ekki á hana. Við erum námsmenn, með 2 börn á leikskóla og borgum sem svarar 1200 ísl krónum á mánuði, fyrir 8 tíma pláss fyrir þá báða. Og leikskólinn er alveg frábær.

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 07:26

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Setja link á skýrsluna frá þessum hópi. Takk.

Steinarr Kr. , 29.5.2007 kl. 18:36

6 Smámynd: Halla Rut

Að sjálfsögðu er eðlilegt að fólk í ykkar stöðu farið í vettvangs heimsóknir og kannið skilyrði, vinnubrögð og aðstæður annarstaðar.  Mér finnst þetta fáránlegt "comment" há Sigurði.

Mér finnst það heldur sorglegt sem gefið er í skyn í ummælum þínum Þorbjörg að þér finnist hugtækið "skóli án aðgreiningar" sé eitthvað sem sé bara eitthvað sem sé of "heitt" núna.  Ég bara skil ekki alveg hvert þú ert að fara.  Þessi  setning í ummælum þínum hræðir mig.

Við höfum komið svo langt síðustu 30 ár ekki segja mér að það sé verið að íhuga að taka skref til baka.

Halla Rut , 30.5.2007 kl. 01:49

7 Smámynd: Halla Rut

Skil hvað þú ert að segja. Það er orðið mjög erfitt að tala um fatlaða yfirleitt.  Það eru svo mörg orð sem má ekki nota og svo eru sum orð sem særa einn en eru notuð í daglegu tali hjá öðrum.  Ég held að við séum orðin svolítið upptekin af því hvað "má" segja og hvað ekki. Sum heiti má jafnvel nota í dag en ekki á morgun. Maður finnur að þetta gerir marga stressaða sem vinna innan um og með  fötluðum. Sérstaklega þegar verið er að tala við foreldra.

Ætlaði alls ekki að vera með ósanngjörn ummælum mínum, fannst þú bara að vera að segja að "skóli án aðgreiningar" væri eitthvað sem þér þætti ekki alveg það besta.  Það er svo mikilvægt fyrir fatlaða að fá að ganga í skóla og leikskóla í sínu hverfi. En þetta fer að sjálfsögðu mikið eftir eðli fötlunar og finnst mér að foreldrar (og barnið sjálft ef það er þannig statt) eigi að hafa mest um það að segja. 

Það er sparnaður fyrir framtíðina að huga vel að fötluðum þegar þeir eru ungir.  Það skiptir svo miklu máli fyrir samfélagið og einstaklingana sjálfa að þeir ná að verða eins sjálfstæðir eins og mögulegt er.  Breskar rannsóknir sýna að ef t.d. einhverfir fái mikla hjálp og þjálfun á leikskóla aldri og stuðning í grunnskóla þá mun það kosta ríkið aðeins um 10% af því sem það mundi annars kosta ef sá hinn sami hefði ekki fengið hjálp.  Hjálpin og þjálfunin gerir þá að miklu leiti sjálfstæða og þeir geta unnið fyrir sér að miklu leiti en engin hjálp þýðir að viðkomandi er á stofnun alla ævi. 

Þetta er  stundum ósanngjarnt starf sem þú ert í  því fólk í þinni stöðu heyrir of bara það sem miður fer en er sjaldan hrósað fyrir afrek sín. Gangi þér vel í þínum störfum, ég er viss um að þú átt eftir að láta gott af þér leiða. Þú hefur sterka persónu og maður finnur áhugann.

Halla Rut , 30.5.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband