Umsóknir í Kennaraháskóla Íslands

Nú er alveg ađ koma ađ lokadagsetningu móttöku umsókna í KHÍ.   5. júní nk. rennur út sá tími sem stúdentar og ađrir áhugasamir hafa til ađ skila inn umsóknum í grunnnám.  Vefurinn er ekki alveg nógu spennandi verđ ég ađ viđurkenna, en ég hvet umsćkjendur til ađ hringja á skrifstofu skólans og fá upplýsingar um námsleiđirnar.

Ég vil hvetja alla sem eru ađ hugsa um ađ sćkja um nám í einhverjum háskóla ađ kynna sér námiđ viđ KHÍ.   Ţađ er nýbúiđ ađ breyta verulega kennslunámskrá skólans ţannig ađ valiđ hefur aukist og međ ţví fylgir ný hugsun um kennaranám og framtíđarnámsmöguleika kennara. 

Ég bendi sérstaklega á nýtt kennaranám fyrir yngstu börnin.   KHÍ mun eflast mikiđ spái ég í kennslufrćđi fyrir yngstu börnin á nćstu árum enda eru rannsóknir alltaf ađ sýna okkur meira og meira fram á mikilvćgi ţessa fyrstu ára barna okkar varđandi tengslamyndun, máltöku og námshćfni.   Ţađ eru margar spennandi rannsóknir til um ţroska barna og ekki er síđur skemmtilegt ađ nota hugvitiđ til ađ hugsa hvernig eigi ađ rannsaka ţessu litlu kríli okkar til ađ fá fram hvernig ţau hugsa og lćra.

Einn prófessorinn minn í Seattle er sé ég ennţá á fullu ađ rannsaka getu ţeirra yngstu.  Áhugasamir geta skođađ af heimasíđu hans ýmsar nýjar birtingar og umfjallanir um ţćr.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er sammála ţví ađ ţađ góđa starf sem er unniđ í Kennaraháskóla Íslands er ekki nógu sýnilegt á vefnum. Ţađ eru mörg spennandi verkefni sem bćđi starfsfólk og nemendur vinna ţar ađ og eftir ţví sem ég hef heyrt frá nemendum ţá eru ţeir mjög ánćgđir međ námiđ ţar og námsandann. 

Ég held ađ fyrir nemendur ţá sé mjög gott ađ  sjá dćmi um viđfangsefni sem nemendur eru ađ vinna ađ og hafa sýnishorn af námsefni og námsumhverfi á vefnum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 4.6.2007 kl. 11:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband