Sunnudagur, 20. maí 2007
Af hverju Ingibjörg frekar en Jón?
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins hefur verið til umræðu í dag. Þar eru settar fram kenningar um að Ingibjörg Sólrún gæti auðveldlega slitið stjórnarsamstarfi eftir tvö ár og búið til minnihlutastjórn. Að mínu mati er þetta ótrúleg fullyrðing um Ingibjörgu umfram aðra flokksformenn. Hefði Jón eitthvað verið traustari til samstarfsins með mjög lítinn meirihluta og jafnvel betri kjötkatla í boði með vinstri stjórn? Ég hefði nú viljað sjá sterkari rökstuðning á Mogganum gegn samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.
Hins vegar get ég alveg tekið undir ýmsar vangaveltur um hvernig er allt í einu að vinna með fólki í Samfylkingunni nú þegar allt stefnir í sterka ríkisstjórn þessara tveggja flokka. Ég að minnsta kosti finn að það er pínu skrýtið að heilsa þessu annars ágæta fólki (stjórnmálamenn í öllum flokkum eru að mínu mati hið mætasta fólk) sem samherja. Þetta er án efa skrýtið fyrir alla í báðum flokkum og mun taka smá tíma að venjast. Þetta er spurning um að byggja upp nýja samskiptahætti og traust.
En nú bíð ég eins og aðrir frétta um nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála. Nú þarf að fara að byrja og láta hendur standa fram úr ermum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Held að Styrmir sé endanlega að tapa sér í samsærisfrumskóginum. Skil ekki alveg hvað eigendur Moggans eru að spá með því að koma honum ekki á eftirlaun....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.5.2007 kl. 23:46
Er þetta ekki sett svona fram vegna þeirrar staðreyndar að Samfylkingin er jú yfirlýstur höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins? Það er ekki hægt að segja það sama um Framsókn enda hafa þeir verið mjög léttir í taumi síðastliðin 12 ár. Þannig hefði þessi fullyrðing í morgunblaðinu ekki getað átt við Jón Sig.
Það er engu líkara en að sumir Sjálfstæðismenn séu búnir að gleyma allri beiskjunni og hatrinu af hálfu sumra Samfylkingarmanna í sinn garð.
Gunnar Jóhannsson, 21.5.2007 kl. 09:54
Sammála þér, þetta er skrýtið ástarsamband hjá þeim Geir og Ingibjörgu (eða verður þetta svona ástar-haturssamband?).
Án efa finnst mörgum í mínum flokki (Sjálfstæðis) að flokkurinn sé að færast til vinstri (kannski of mikið að sumra mati), og án efa er álíka komið hjá mörgu Samfylkingarfólki, sem finnst að þeirra flokkur sé að færast of mikið til hægri.
Án efa verður þetta góð stjórn, hún verður a.m.k. mjög sterk. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu, þ.e. hvort einhverjir flokkadrættir munu koma upp innan Sjálfstæðisflokksins milli hægri og vinstri arms, og hvort svipað ástand muni koma upp hjá Samfylkingunni.
Örn Jónasson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 10:56
Ég þekki Jón allvel, traustur og gengnheill maður. Ætti að vísu miklu frekar vera í okkar ástsæla flokki en í Framsókn.
Við stóðum ekki við kjörorðin okkar ,,Gjör rétt, þol ei órétt" þegar aðilar í þingflokki okkar voru í viðræðum við Samfylkinguna á sama tíma og formaður okkar var í viðræðum við Jón um stöðuna.
Ég treysti ekki ISG neitt viðlíka og Jóni. Við höfum verið í félagskap saman og þar hefur Jón getið sér afar gott orð, sem heill og sannur maður.
Kærar kveðjur
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 21.5.2007 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.