Mánudagur, 14. maí 2007
Guðjón Arnar orsök?
Ég var að velta fyrir mér eftir fjölmarga spjallþætti gærkvöldins hvernig Frjálslyndi flokkurinn ætlaði að tækla öll þau samstarfsboð sem útilokuðu hann algjörlega. Þá rann upp fyrir mér að orsök þess að stjórnarandstaðan hafi ekki náð betri árangri væri hreinlega Guðjón Arnar sjálfur og mistök hans. Hann lét Nýtt Afl vaða yfir flokkinn, studdi ekki Margréti og ýtir henni út. Í kjölfarið fer hún í framboð fyrir annan flokk og gagnrýnir Frjálslynda flokkinn harkalega.
Íslandshreyfingin verður til og Margrét fær til liðs við sig Ómar Ragnarsson (og það er önnur pæling hvers vegna hann en ekki hún var í forsvari fyrir flokkinn). Íslandshreyfingin tekur töluvert af fylgi af VG og jafnvel fleirum og kjósendum finnst fjölmargir flokkar allt í einu vera að tala um umhverfismál og setja þau á oddinn. Þar með eru umhverfismálin minna rædd. Hundruð atkvæða falla niður dauð og ríkisstjórnin heldur velli að lokum eftir mjög skamma kosningabaráttu.
Líkur eru á ef Guðjón hefði náð að sætta sjónarmið, komið fram með hógværa stefnu í innflytjendamálum og Margrét orðið þingmannsefni að ásýnd flokksins væri önnur. Og jafnvel þannig að flokkurinn hefði stolið atkvæðum af Sjálfstæðisflokknum eins og hann gerði fyrir réttum fjórum árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þessari pælingu.
Ævar Rafn Kjartansson, 14.5.2007 kl. 23:15
Óskapar skelfing held ég að þú hafir hitt naglann á höfuðið!
Pétur Tyrfingsson, 15.5.2007 kl. 00:51
Ókey þetta er með ólíkindum að heyra. Í fyrsta lagi verð ég að segja að Margrét hefur hagað sé með ólíkindum kjánalega. Ég veit hvað ég er að tala um, því ég var lengi vel að reyna að sætta sjónarmið innan flokksins. Hún brást fólkinu sínu. " Vinir mínir úr öðrum flokkum hafa sagt mér", sagði hún á Landsþingi. Svo lýsti hún því yfir eftir fundinn, að hún hefði hvort sem er ekki þegið varaformannssætið þó hún hefði sigrað! Halló! til hvers þá að sækjast eftir því ? þar brást hún fjölda fólks sem treysti henni og vildi vel.
Það voru ýmsir "vinir hennar" úr öðrum flokkum sem hvöttu hana til að yfirgefa flokkinn og henni bauðst ýmislegt, ef hún vildi gera það. Hvað eru þau boð í dag ?. Nú þarf hún auðvitað á því að halda ekki satt. Nei ég gleymdi því alveg, hún situr sem varaborgarfulltrúi í stjórn Reykjavíkurborgar fyrir Frjálslyndaflokkinn. Eða hvað ? Er þetta ekki manneskjan sem vildi kæra Gunnar Örlygsson fyrir að svíkja lit?
Hún getur nagað handarbökin, því ef hún hefði verið kyrr, væri hún sennilega orðin þingmaður fyrir Frjálslyndaflokkinn í dag. Jón Magnússon bauðst til að víkja sæti fyrir hana á síðustu metrunum áður en listanum var lokað. Það skiptir mestu máli að flokkurinn komi vel út úr kosningum sagði hann. Hún neitaði. Þetta var eftir að hún gekk úr flokknum. Svoleiðis er nú það.
Nei Margrét var á einhverju egóflippi, sem mér er óskiljanlegt, eins og ég vildi henni vel og reyndi að ráða henni heilt. Hugsjón segir hún ég segi svo langt í frá einhver hugsjón. Eiginhagsmunapot er nær sannleikanum.
Guðjón Arnar kom fram við hana af fullum heilindum, eins og hann gerir við alla sem hann umgengst. Guðjón Arnar er gegnheill maður og sáttfús. Hann fyrirgaf Margréti og fjölskyldu þó þau væru farin að reyna að grafa undan honum sem formanni í fyrra sumar. Það er mér kunnugt um. Það er meira en Margrét er, því um leið og við vinir hennar í flokknum reyndum að ráða henni heilt, vorum við orðnir óvinir hennar. Þannig er nú það.
Fólkið okkar sem hvarf með henni út úr flokknum hefur smátt og smátt verið að koma aftur til baka. Og við fögnum því vissulega. Þegar það áttaði sig á því að þetta var bara særð metorðagirnd, sem átti sér enga stoð í hugsjón, þá urðu sumir ansi langleitir.
Margrét verður að eiga það við sig, hvað hún vill gera hún gæti verið þingmaður í dag, og jafnvel ráðherraefni, hefði hún haft hugsjónina að leiðarljósi. Því miður fyrir hana þá varð ekkert úr því, af því að hún einfaldlega neitaði jafnoft og Postulinn frægi, áður en haninn galaði.
Mér þykir samt ennþá pínuvænt um hana og óska henni alls hins besta og að hún finni sína hillu í lífinu. En hún ætti að láta pólitíkina eiga sig. Það einfaldlega fer ekki saman. En það skal enginn kenna Guðjóni Arnari um þau mistök í mín eyru, ég veit betur og þekki þessi tvö alveg nægilega vel til að segja BULLSHIT.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.