Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Afar áhugaverð skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að 35% vilji stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.    Það kemur mér á óvart hversu mikil breidd er á skoðunum fólks varðandi stjórnarsamstarf.   Það kemur minna á óvart hversu mikill munur er á skoðunum landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í þeim efnum.

Það sem mér finnst áhugaverðast kemur ekki fram í fréttinni.  Það er að rúmlega 81% kjósenda vilja hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.   Að aðeins tæplega 19% kjósenda vilji vinstri stjórn segir ansi mikla sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki vegna þess að fólk er almennt skynsamt. Ég hefði vel getað hugsað mér að Sjálfstæðisflokkurinn færi í stjórnarandstöðu eitt eða tvö kjörtímabil, hann og þjóðin hefðu gott af því en vegna úrslitana þá væri það óskynsamlegt. Framsókn og Vinstri Grænir eiga enga leið saman einfaldlega vegna stóriðjustefnu þessarar tveggja flokka og því verður Sjálfstæðisflokkurinn að vera í ríkisstjórn ef skapa á hér trausta og góða ríkisstjórn. Ég vil D og S en kaus þó hvorugan flokkinn.. maður verður að skoða afstöðu sína út frá úrslitum og hugsa um hag sem flestra. Það þýðir ekki að ana blint í sjóinn og styðja sína hvað sem á gengur..

Kær kveðja.

Björg F (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband