Mánudagur, 14. maí 2007
Hrós á fallegum degi
Það var notaleg og hátíðleg stund í Höfða í dag þegar borgarstjóri afhenti fyrir hönd leikskólaráðs hvatningarverðlaun leikskóla í fyrsta sinn. Allir starfsmenn þeirra 6 leikskóla sem fengu hvatningarverðlaun leikskólaráðs komu og tóku við verðlaunum og nutu tónlistaratriða og veitinga. Borgarstjóri sagði nokkur vel valin orð og afhenti verðlaunahöfunum innrammaða viðurkenningu, blómvönd og fallega leirskál hannaða af Helgu Unnarsdóttur.
Hér er nánari lýsing á verðlaunaverkefnunum:
Hvatningarverðlaun leikskólaráðs 2007 DvergasteinnSamstarf Myndlistaskóla og leikskóla var sett á laggir sem þróunarverkefni til að efla myndmennt og myndskilning og unnið á árunum 1999 2003. Verkefnið hefur hlotið styrki á hverju ári fram til þessa. Börn frá 3ja ára aldri sækja tíma í Myndlistarskóla Reykjavíkur í ákveðinn tíma á hverju ári. Reynt er að tvinna áhuga barnanna á þeirra eigin þekkingarheimi við markvissu fræðslu þar sem leitast er við að skerpa sýn og næmi þeirra fyrir myndsköpun og opna um leið hug þeirra fyrir stærra samhengi hlutanna. Í verkefninu er líka fólgin sú hugsun að óvænt atburðarás í sköpun sé ævinlega tilefni til að leita nýrra leiða og nýrra möguleika.
Ótrúleg eru ævintýrin er verkefni þar sem fengist er við eina þjóðsögu/ævintýri hverju sinni og er efni hennar og úrvinnsla á því tengt flestum námsgreinum þannig að námið verður heildstætt. Unnið er í nokkrar vikur eða mánuði með afmarkað verkefni á öllum deildum leikskólans - en útfærslan er löguð að aldri, áhuga og getu hvers nemendahóps.
Fellaborg
Mannauður í margbreytileika er þróunarverkefni sem fyrst hlaut styrk þróunarsjóðs leikskólaráðs árið 2006. Markmið þess er að vinna með viðhorf barna og fullorðinna til margbreytileika mannlífsins. Með því að leggja áherslu á margbreytileikann hefur sjóndeildarhringur starfsfólks víkkað og þar með er það hæfara og virkara í að takast á við viðfangsefni í daglegu skólastarfi.
Leikskólinn Fellaborg kemur einnig að þróunarverkefninu Tannvernd í samvinnu við Lýðheilsustöð. Þetta frumkvöðlaverkefni hlaut styrkveitingu árið 2007, en það byggir á því að fylgjast með tannheilsu leikskólabarna og fræða foreldra um tannvernd.
HamraborgVísindaverkefni var upphaflega unnið sem þróunarverkefni. Markmiðið var að efla áhuga leikskólabarna á eðli hluta og efna. Kristín Norðdahl og Haukur Arason lektorar við KHÍ þróuðu hugmyndir að verkefninu. Börnin vinna með lögmál náttúrufræðinnar og raunvísinda í gegnum leikinn. Þau skoða fyrirbæri í umhverfi sínu frá nýjum sjónarhóli og þroska skilning sinn á náttúrunni. Orð föður eins drengs í leikskólanum lýsa þessu vel: Drengurinn hefur smitað aðra í fjölskyldunni með áhuga sínum á því hvernig efni, orka, hreyfingar og kraftar tengjast og oft liggur öll fjölskyldan yfir hinum ýmsu vísindaverkefnum.
NóaborgStærðfræði með elstu börnunum í Nóaborg var hrundið af stað sem þróunarverkefni á árunum 1999-2000. Aftur var sótt um styrk til þróunarverkefnis vegna fagvinnu með yngri börnunum og veturinn 2001-2002 var unnið með 2-4 ára börnum að tilraunaverkefni í stærðfræði. Stærðfræðiverkefni eru nú snar þáttur í starfsemi Nóaborgar. Áhersla er lögð á uppgötvunarnám og að börnin læri stærðfræði í gegnum leik. Foreldri orðaði það svo : Börnin fá á frumlegan hátt að kynnast tölum, formum og litum með spilum, þrautum, söngvum og leikjum.
Sólborg
Sameiginlegt nám fatlaðra og ófatlaðra barna. Starfsgrundvöllur leikskólans Sólborgar byggir á hugmyndafræði og kennsluaðferðum sameiginlegs náms fatlaðra og ófatlaðra barna. Þar dvelur fjölbreyttur barnahópur og lærir saman í gegnum leik og daglegt starf. Í leikskólanum vinna ólíkar starfsstéttir saman af fagmennsku að því að mæta þörfum hvers og eins og leita sífellt nýrra leiða til að ná markmiðum leikskólans.
Samvinna og fagstarf. Við upphaf starfsemi leikskólans Sólborgar árið 1994 var strax mótaður starfsgrundvöllur með þá hugsjón að leiðarljósi að þar færi fram nám án aðgreiningar og að skólastarfið byggði á hugmyndafræði heiltækrar skólastefnu. Sólborg var fyrsti leikskólinn til að vinna samkvæmt slíkri stefnu. Ein af leiðunum til að framfylgja henni er samstarf fag- og uppeldisstétta. Sólborg leggur mikinn metnað í samstarf bæði innan skólans og við foreldra og er velgengni barnanna ekki síst því góða samstarfi að þakka.
Steinahlíð
Í túninu heima er þróunarverkefni í náttúru og umhverfisvernd sem unnið var á árunum 2003-2005. Leikskólinn Steinahlíð er einn elsti leikskólinn í Reykjavík og var húsnæðið gefið Barnavinafélaginu Sumargjöf árið 1949 með því skilyrði að þar skyldi alltaf lögð áhersla á trjárækt og matjurtarækt. Það hefur verið gert í gegnum árin og umhverfismál hafa verið vaxandi þáttur í starfi leikskólans. Steinahlíð var fyrsti leikskólinn sem sótti um alþjóðlegu umhverfisviðurkenninguna Grænfánann og fékk hann árið 2003.
Orð foreldra barns í Nóaborg segja allt sem segja þarf:
Krakkarnir læra að breyta rusli og matarafgögnum í mold, skipst er á um að vera moldarbarn, og það fær þann heiður þann daginn að fara út með matarafganga í safntunnuna. Börnunum er kennt að nota minna af sápu og pappír og þau læra að rækta jörðina og nýta þennan stóra garð sem þau hafa í alls kyns verkefni þessu tengdu. 3 ára dóttir mín stoppar mig reglulega við pappírs- og sápunotkun og segir að þetta sé aðeins of mikið - fiskarnir verði bara hræddir Sömu sögu segir faðirinn sem kvartaði undan því að hann fengi ekki frið við raksturinn því hann mætti ekki leyfa vatninu að renna ..
Sex leikskólar fá hvatningarverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.