Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Umbætur og þjónustuaukning í leiðakerfi Strætó.
Sem fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Strætó BS. og borgarfulltrúi í umhverfisráði tók ég við mjög krefjandi verkefni er varðar almenningssamgöngur. Mitt allra fyrsta verkefni var að skera niður kostnað þar sem félagið tapaði 1 milljón á dag. Það gekk augljóslega ekki þrautalaust fyrir sig enda voru talningar og önnur upplýsingatækni um nýtingu vagna og leiða ekki til staðar. Í kjölfarið var kallað eftir stjórnsýslu- og rekstrarlegri úttekt á félaginu sem staðfesti gagnrýnisraddir Sjálfstæðismanna undanfarin ár í borgarstjórn um rekstur og stjórnun félagsins. Í kjölfarið var strax farið í að breyta kostnaðarskiptireglu félagsins þannig að Reykjavík gæti breytt leiðakerfi innan borgarmarka án þess að þurfa að deila um það við nágrannasveitarfélög sem tóku áðar þátt í kostnaði breytinga. Breytingar urðu í kjölfarið á framkvæmdastjórn og nýlega var ráðinn nýr framkvæmdastjóri, Reynir Jónsson, sem hóf störf sl. föstudag.
Endurskoðun leiðakerfis á sér stað á hverju ári og breytingar eru nú að fara í kynningu hjá vagnstjórum. Í gær var umhverfisráði sýndar breytingar sem byggja nú í fyrsta skipti á mjög nákvæmum talningum sem gáfu skýra mynd af því hvaða stöðvar voru öflugastar í kerfinu og hvernig notendur eru að nota einstakar leiðir. Kynntar voru þjónustubreytingar sem allar eru jákvæðar að mati hverfaráða enda eru þær unnar með það í huga að hverfin sjálf njóti góðs af (leiðir innan hverfis bættar og tengingar við fleiri leiðir úr hverfinu líka). Til dæmis fær nú Breiðholtið aukna þjónustu, Grafarvogur hverfisstrætisvagna sem kallað hefur verið eftir lengi og Grafarholtið langþráðar tengingar við Grafarvog og íbúðir námsmanna í hverfinu.
Það var að mínu mati stórundarlegt að hlusta á minnihlutann í umhverfisráði kvarta yfir ónógu samráði. Aldrei fyrr hafa leiðakerfisbreytingar verið kynntar í umhverfisráði áður og aldrei fyrr hefur samband verið haft við hverfaráð vegna svona leiðabreytinga. Heildarendurskoðun og bylting leiðakerfisins sem er enn umdeild var kynnt fyrir íbúum á fundum en leiðakerfisbreytingar eins og nú hafa aldrei verið kynntar fyrr en nú. Það er líka undarlegt að hlusta á minnihlutann sem er ábyrgur fyrir gríðarlega slæmri fjárhagsstöðu félagsins kvarta yfir því að sumartíðni verði á annarri tíðni en vetrartíðni. Það er nú svo að notkun á strætó minnkar um 45% á sumrin og það er í raun afar óeðlilegt að keyra tóma vagna bara af því að!
Að mínu mati er helsti munurinn á nýjum meirihluta og þeim eldri að nýr meirihluti vinnur með upplýsingar og staðreyndir þegar ákvarðanir eru teknar. Upplýsingar og tölfræði eru grundvöllur þess að almenningssamgöngur þjóni íbúum sem best og í framtíðinni verður lagt upp úr því að nýta enn meira af upplýsingum til að bæta þjónustuna enn frekar. Þessu til viðbótar finnst mér mikilvægt að starfsmenn Strætó, og þá sérstaklega vagnsstjórar, geti átt aukinn þátt í að móta félagið og þjónustu þess. Vagnstjórar þurfa að geta veitt upplýsingum um leiðakerfi og ánægju eða óánægju notenda til þróun leiðakerfis og almenningssamgangna í heild.
Á vettvangi Reykjavíkurborgar erum við búin að kynna metnaðarfullar tillögur vegna aðgerðaráætlunar um 10 Græn skref. Í henni er sérstaklega tekið á málefnum Strætó og nú þegar er búið að gera nýjar tímatöflur, unnið er að því að allar biðstöðvar fái nafn og tilraun um að gefa námsmönnum frítt í Strætó hefst næsta haust.
Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2007 kl. 15:28 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Allt er þetta nú þetta gott og blessað en mér finnst samt of skammt gengið að gefa aðeins námsmönnum frítt í strætó, þar inni ættu allavegana öryrkjar að vera líka, ef að einhver þjóðfélagshópur þarf á því að halda þá eru það þeir. Flestir öryrkjar lepja dauðann úr skel og hafa fáir efni á að kaupa sér bifreið, hvað þá að reka slíka. Rautt eða grænt kort nýtist þeim lítt þar sem margir af þeim nota vagnana ekki það oft á mánuði. Stök fargjöld eru dýr þrátt fyrir smánarafslátt til handhafa öryrkjaskírteina. Annað sem mörgum öryrkjanum svíður er að þurfa að framvísa slíku skírteini þegar stakt fargjald er borgað, finnst það niðurlægjandi. Góð vinkona mín sem er öryrkji hefur oft lent í því að setja sinn öryrkjamiða í kassann og gengið aftur vagninn, síðan hefur vagnstjórinn kallað á eftir henni og farið fram á að sjá sönnun fyrir því að hún sé öryrkji (sennilega af því að hún ber það ekki utan á sér að nokkuð sé að henni), verulega niðurlægjandi fyrir viðkomandi sem í lendir. Helst vildi ég sjá algörlega gjaldfrjálsan strætó, allt er til vinnandi að minnka hrikalegan bílamassann á götunum. Fólk er alltaf að borga allskyns þjóðþrifamál og þjónustu í gegnum skatta, jafnvel þó að það noti viðkomandi þjónustu sjálft, af hverju ekki strætó líka þegar ljóst er hve gríðarlega þjóðhagslega haghvæmt það er? það kostar lítið meira að reka öfluga almenningsvagna á ári en að byggja ein meðalstór mislæg gatnamót skilst mér, hægt yrði að hægja verulega á gatnagerðarbrjálæðinu á móti, sú hít hefur engan botn.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.4.2007 kl. 21:28
Hvers vegna upp á líf og dauða eiga almenningsvagnar að skila hagnaði. Ef almenningsvagnakerfið er notað eins og best er kemur það til með að spara borgrbúum svo mikið á öðrum sviðum. Til dæmis minkar vetaslit og minna ðarf að gera við vegi á hverju sumti. Mengun mmindi minka. Slium mindi fækka vegna minni umferðar. Samfélagið mindi spara í innflutningi á eldsneiti og gúmmíi svo eithvað sé nefnt. Eftir þetta sem kemur fram í pislinum hjá þér skítur það svolítið skökku við að fara að gefa frítt í strætó fyrir skólafólk.
Ég vil meina að strætó egi að verarekinn af samfélaginu og ekki bara skólfólk egi að fá frítt heldur líka ellilífeyrisþegar og þá er hægt að gefa restini frítt líka því þeir láta hvort sem er ekki sjá sig í vögnunu.
Öflugt almenningsamgöngukerfi er ein besta aðferð sem hægt er að hafa til að spara á öðrum sviðum samfélagsins og að tala um sparnað þar er það versta.
Hugsið ykkur hvð hægt væri að spara í vegaframkvæmdum ef strætókerfið væri svo öflugt að hægt væri að trítla niður á stoppistöð og það væri víst að innan 10 min væri kominn vagn sem myndi flitja mann í veg fyrir vagn sem skilaði manni umþað bil á áfangastað. Ef maður væri allveg viss um aðþutfa aldrei að bíða lengur en 10 mín til að komast áfram þá er þáð álíka langur tími og fer í stopp á ljósum þegar maður ekur bíl á milli borgarhluta.
Brynjar H Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason, 24.4.2007 kl. 21:28
Mun þá ekki verðið lækka í sumar fyrst að þjónustan verður minni?
Ég er a.m.k. ekki sátt að borga sama verð fyrir rauða kortið ef ég þarf að bíða í 30 mín eftir honum. Nógu slæmt er að það taki mig klst. lengur að fara heim úr vinnunni með viðkomu í ræktinni með strætó en ef ég væri á bíl þó að þið lengið ekki þann tíma.
Guðrún Helga (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.