Mánudagur, 23. apríl 2007
Við krotum bara á það sem enginn á
Ég er mjög hugsi yfir þessum skemmdarvörgum sem ganga um borgina krotandi, brjótandi rúður og stelandi úr skólum og opinberum byggingum. Í hverfaráði Háaleitis höfum við rætt mjög mikið um veggjakrot og hegðun sem þessa en hún virðist vera sérstaklega áberandi í Háaleiti og Laugardalshverfi. Við höfum fengið til okkar hverfalögregluþjón og verkefnastjóra veggjakrotsmála hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Þau hafa skýrt út fyrir okkur hvernig á málum er haldið og viðbrögðum ungmenna sem eru staðnir að verki.
Ungmennin segja hvað varðar veggjakrotið að þau ,,kroti bara á það sem enginn á". Hverfislögregluþjónninn sagði þetta einstaklega súrt að heyra því þau virðist ekki skynja að það sem enginn á eigi allir. Þetta eru kannski skilaboð um að við sem samfélag séum ekki að minna börn og foreldra á að þessar samfélagslegu eigur eins og skólar, ljósastaurar, rafmagnskassar og grindverk séu greiddar úr vasa íbúa borgarinnar. Það sem enginn á eiga allir, líka foreldrar þessara barna.
Innbrot í austurborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Athugasemdir
Sæl Þorbjörg. Greip tvo um daginn í Hlíðunum og þeir sögðu það sama.....voru reyndar yfir sig hneykslaðir á afskiptaseminni og sögðust alveg mega krota á ljósastaura og svona dót úti á götu.
Þarf ekki að ræða þetta inn í grunnskólunum - greinilega er ekki rætt um þetta heima hjá kroturunum..
Guðrún Hulda, 23.4.2007 kl. 11:01
Það er kominn tími til stórátaks gegn veggjakroti. Eitt sem ég hef klengi furðað mig á er hvar þessir krakkar (í flestum tilfellum er jú um börn að ræða) fá efnið og áhöldin, þ.e. þessa breiðu tússpenna og alla spreybrúsana.
Þar tel ég að pottur sé brotinn því að það eru ekki margir söluaðilar að þessum vörutegundum. Bílavarahlutaverslanir, byggingvöru- og málningarverslanir, svo og ritfangaverslanir ættu með réttu að takarka frjáls aðgengi að þessum vörum. Það er varla svo erfitt í framkvæmd að hafa spreybrúsa fyrir aftan afgreislukassa eða hafa tússpenna undir eftirliti í þessum búðum.
B Ewing, 23.4.2007 kl. 11:30
Ég var um daginn að versla í Húsasmiðjunni og veitti því athygli að þar var mikið úrval af málningarvörum í úðabrúsum, og þar voru 4 unglingar að skoða og velja sér liti. Bíddu nú við - ég bara spyr; finnst fólki ekki að það sé komið tími til þess að það verði verulega hertar reglur með það hver fær að kaupa málningarúðabrúsa? Það er ljóst að núverandi fyrirkomulag er ekki að ganga upp.
Bragi (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 11:34
Ég var um daginn að versla í Húsasmiðjunni og veitti því athygli að þar var mikið úrval af málningarvörum í úðabrúsum, og þar voru 4 unglingar að skoða og velja sér liti. Bíddu nú við - ég bara spyr; finnst fólki ekki að það sé komið tími til þess að það verði verulega hertar reglur með það hver fær að kaupa málningarúðabrúsa? Það er ljóst að núverandi fyrirkomulag er ekki að ganga upp.
Bragi (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 11:35
Ef ökumaður ekur á einhver mannvirki og skemmir, ber honum að greiða fyrir þær skemmdir.
Hvað er öðruvísi með svona krot?
Kærar kveðjur
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 23.4.2007 kl. 13:52
Heil og sæl, Þorbjörg Helga og aðrir skrifarar !
Þarf víst engan að undra, sjáum hvernig komið er okkar samfélagi. Þegar ég var að alast upp, á sjöunda áratug síðustu aldar, og fram á unglingsár þess áttunda, þá var yfirleitt ein fyrirvinna, fyrir heimilið; og látið duga. Hvað sem á bjátaði, að þá var móðir mín yfirleitt til staðar, þá ég og systkini mín komum heim, úr skólanum, og það mátti gamla konan eiga, að hún fylgdist vel með, úr eldhúsglugganum, hvort við værum að fremja einhver heimskupör, og tókst yfirleitt, að stöðva okkur, reyndum við nokkra óknytti.
Háhraða þotulið nútímans, virðist ekki mega vera að því; að ala upp börn, hér á Íslandi, ætti bara að sleppa því; margt hvert; enda...... börnin meira og minna gangandi sjálfala um götur og torg. Þarna eiga allir stjórnmálaflokkar sök á, enda virðist græðgisvæðing kapítalismans skipta meira máli, en eðlilegt fjölskyldulíf.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Með sama áframhaldi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.