Mánudagur, 1. maí 2006
Líflegt í miðbænum
Við frambjóðendur fórum yfir mikið svæði í borginni í dag til að sýna okkur og sjá aðra. Það var þröngt á þingi í Lágmúla 7, einni af kosningaskrifstofum flokksins, þar sem eldri borgurum var boðið í kaffi. Sama má segja um kosningaskrifstofu Heimdalls sem er á Austurvelli. Þar stóð ég meðal annars og grillaði pylsur með Helgu Kristínu og það er hægt að segja að það hafi skipst á skin og skúrir. Rétt hjá í Landsímahúsinu var kosningaskrifstofa vesturbæjarfélaga og miðbæjar með grillveislu líka og mér sýndist pylsurnar rjúka út þar. Á Austurvelli var unga fólkið og hlustaði á tónleika sem ég held að BÍSN eða iðnnemar hafi staðið fyrir.
Ég og Jórunn fórum svo í ráðhúsið þar sem allir þeir sem urðu 70 ára voru boðnir í veitingar hjá borgarstjóra. Mér finnst þetta skemmtileg hefð sem hefur skapast og tíðkast í yfir 20 ár. Mér datt strax í hug að það væri frábært að gera þetta fyrir alla þá sem verða 6 ára á árinu og bjóða börnin velkomin í skólakerfið. Ég verð að viðurkenna að mér fannst ansi langt gengið af öllum framboðum að spranga þarna um í leit af atkvæðum og ég lét mig fljótlega hverfa af vettvangi.
Vikan framundan er þéttbókuð hjá mér, bæði í framboðsmálum og í vinnu. Helgin hefur verið löng en samt gjöful, sérstaklega þó fyrirlestur Mitchel Resnicks í Orkuveituhúsinu þar sem hann kynnti verkefnið Prolonging Kindergarten Education. Verkefnið byggir á hugmyndafræði leikskólans þar sem börn læra í gegnum leik. Verkefnin tengjast sköpun í gegnum tölvur og í OR var sýning nemenda á verkefnum sem þau höfðu unnið með teymi Resnicks. Frábærar hugmyndir og það sem var mikilvægast, frábærlega áhugasamir nemendur og foreldrar. Ég vona að við getum fundið þessu góða verkefni stað í kerfinu hjá okkur.
Ég og Jórunn fórum svo í ráðhúsið þar sem allir þeir sem urðu 70 ára voru boðnir í veitingar hjá borgarstjóra. Mér finnst þetta skemmtileg hefð sem hefur skapast og tíðkast í yfir 20 ár. Mér datt strax í hug að það væri frábært að gera þetta fyrir alla þá sem verða 6 ára á árinu og bjóða börnin velkomin í skólakerfið. Ég verð að viðurkenna að mér fannst ansi langt gengið af öllum framboðum að spranga þarna um í leit af atkvæðum og ég lét mig fljótlega hverfa af vettvangi.
Vikan framundan er þéttbókuð hjá mér, bæði í framboðsmálum og í vinnu. Helgin hefur verið löng en samt gjöful, sérstaklega þó fyrirlestur Mitchel Resnicks í Orkuveituhúsinu þar sem hann kynnti verkefnið Prolonging Kindergarten Education. Verkefnið byggir á hugmyndafræði leikskólans þar sem börn læra í gegnum leik. Verkefnin tengjast sköpun í gegnum tölvur og í OR var sýning nemenda á verkefnum sem þau höfðu unnið með teymi Resnicks. Frábærar hugmyndir og það sem var mikilvægast, frábærlega áhugasamir nemendur og foreldrar. Ég vona að við getum fundið þessu góða verkefni stað í kerfinu hjá okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.