Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Meira um strætó af vef umhverfisráðs
Unga fólkið fari oftar í strætó!
?Meginlína nýs meirihluta í Reykjavík er að styrkja þurfi almenningssamgöngur og að þjónusta sem veitt er og það viðmót sem notendur fá: skipti mestu. Stefnan er að minnka flækjustig sem skapast með ólíkum gjaldflokkum,? segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. ?Almenningssamgöngur eiga að vera ódýrar, einfaldar og fljótlegar. Til að svo verði þarf að koma í veg fyrir frekari gjaldskrárhækkanir,? segir Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Gjaldskrár breytingar Strætó bs hafa verið í deiglunni í vikunni.
Allir eru sammála um að æskilegt er að almenningssamgöngur gegni mikilvægu hlutverki í borgum. Öflugar almenningssamgöngur draga m.a. úr loftmengun og umferðartöfum og stuðla að því að borgarlandið nýtist betur undir annað en samgöngur.
Ný gjaldskrá tók gildi hjá Strætó núna í vikunni. ?Í flestum tilvikum er um hækkun fargjalda að ræða, en einstaka verðflokkar lækka eða standa í stað. Fargjaldahækkunin nemur að jafnaði tæpum 10%. Minnst er hækkunin hjá öldruðum og öryrkjum, eða 6,7%,? segir í frétt frá Strætó bs (www.bus.is). Fjargjald fullorðinna verður 280 krónur en staðgreiðslufargjald 6 til 18 ára verður 100 krónur. Farið í fargjaldskorti 6-11 ára verður áfram 37,50 krónur. Auk þessa bjóðast ýmis afsláttarkjör.
Bókanir í umhverfisráði um strætó
Gjaldskrárbreytingarnar komu til umræðu á síðasta fundi umhverfisráðs og gerðu bæði minnihluti og meirihluti bókanir: Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sögðu hækkanir á fargjöldum Strætó ganga í berhögg við stefnu Reykjavíkurborgar um að efla almenningssamgöngur í því augnamiðið að bæta umhverfi, heilsu og borgarbrag. Í bókun þeirra stendur að þessar hækkanir bitni á þeim sem síst skyldi: fólki sem velur umhverfisvænan samgöngumáta.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögðu aftur á móti í bókun að tilkoma staðgreiðslufargjalds barna og ungmenn hefði vonandi þau áhrif að ungmenni nýttu sér almenningssamgöngur betur og kynntust nýju og breyttu leiðakerfi. Meirihlutinn nefndi einnig í bókun sinni gildi þjónustu og viðmóts notenda vagna og skýrt markmið sitt í að bæta þjónustu strætó með öllum mögulegum aðgerðum.
Út frá þörfum Reykvíkinga
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfisráði Reykjavíkur og stjórnarmaður í stjórn Strætó bs leggur áherslu á lækkanir í strætó handa ungu fólki og bendir á að gjaldskrárbreytingin endurspegli hækkanir og spár um hækkanir á verðlagi og olíugjaldi.?Í undirbúningi hjá Strætó bs. og umhverfisráði borgarinnar er tilraun um að gefa frítt í strætó fyrir tiltekna hópa,? segir Þorbjörg hér á heimasíðu Umhverfissviðs. ?Þessi tilraun mun mæla hvort að gjaldið í vagnana sé í raun hindrun í sjálfu sér, einnig verður spennandi að sjá hvernig niðurstöðurnar verða.? Hún segir að kannanir erlendis sýni að greiðsla gjalds sé ekki hindrun enda sé alltaf mjög skýr ávinningur fyrir fólk að nota almenningssamgöngur. ?Til dæmis kostar 9 mánaða Strætókort jafnmikið og rekstur bíls í einn mánuð, ? segir hún. Þorbjörg segir stefnuna vera að minnka markvisst það flækjustig sem skapist með ólíkum gjaldflokkum. ?Með því að setja eitt skýrt gjald fyrir börn er mun auðveldara að kynna fargjaldið í samhengi við einfaldleikann við að nota vagninn. Nýtt leiðakerfi hefur vafist fyrir mörgum og við teljum mikilvægt að kynna yngstu notendunum, framtíðarnotendum Strætó, fyrir kerfinu og kostum þess að nota vagninn til að komast á milli borgarhluta eða sveitarfélaga,? segir hún og að markmiðið sé að athygli foreldra á því að börnin geti á auðveldan hátt notað leiðakerfi Strætó til að komast í frístundir, til afa og ömmu eða til vina. Hún segir næsta skref stjórnar Strætó bs. að einfalda staðgreiðslufargjöld fyrir fullorðna en núverandi notendur Strætó nýta sér mjög mikið afsláttarkort nú þegar sem léttir á pyngjunni.
?Meginlína nýs meirihluta í Reykjavík er að almenningssamgöngur þurfi að styrkja og að í því samhengi skipti mest sú þjónusta sem veitt er og það viðmót sem notendur fá. Þjónusta á að mótast út frá þörfum Reykvíkinga fyrst og fremst og vagnarnir eiga að vera raunverulegur valkostur við aðra samgöngukosti,? segir hún.
Þau borga sem menga
Sóley Tómasdóttir fulltrúi Vinstri grænna í umhverfisráði segist vera ánægð með að gjaldskrá Strætó hafi verið einfölduð og að gjald ungmenna hafi verið lækkað. ?Hækkanir á gjaldskrá fyrir börn (12-18) og fullorðna finnst mér aftur á móti óréttlætanlegar að svo stöddu,? segir hún. Strætó er umhverfisvænn samgöngumáti að hennar mati og á því að vera ódýr. ?Hugmyndafræði gjaldheimtu á að byggja á því að þau borgi sem mengi.? Sóley telur brýnt að styrkja almenningssamgangnakerfið í Reykjavík. Almenningssamgöngur eiga að vera ódýrar, einfaldar og fljótlegar. ?Til að svo verði þarf að koma í veg fyrir frekari gjaldskrárhækkanir, fjölga forgangsakreinum og þétta ferðir strætisvagnanna. Umhverfisvæn borgaryfirvöld eiga að styðja myndarlega við almenningssamgöngur og tryggja að raunverulegir valkostir séu til staðar fyrir borgarbúa,? segir hún.
Heilnæmt hlutverk
Pálmi Freyr Randversson sérfræðingur í samgöngumálum hjá Umhverfissviði segir að auka eigi hlutdeild almenningssamgangna úr 4%-8% á næstu 20 árum. Hann segir að meðal annars þurfi að bæta lykilstoppistöðvar vagna þannig að þær verði skjólgóðar og vistlegar. ?Strætó skal njóta forgangs í umferðinni og í því tilliti er unnin áætlun um forgangsbrautir, ? segir hann.
Sóknarfæri strætó eru mikil, að mati Pálma og að sennilega þurfi hugarfarsbreytingu gagnvart almenningssamgöngum í Reykjavík. ?Einnig eru hjólreiðar og almenningssamgöngur tilvaldir kostir saman ? þar sem auðvelt væri að taka hjólið með í strætó eða skilja það eftir við stoppistöðina,? segir hann. Almenningssamgöngur í huga Pálma eiga að vera notaðar sem verkfæri til að stuðla að heilnæmu umhverfi í borginni, bættri heilsu borgarbúa og aðlaðandi borgarbrag.
?Meginlína nýs meirihluta í Reykjavík er að styrkja þurfi almenningssamgöngur og að þjónusta sem veitt er og það viðmót sem notendur fá: skipti mestu. Stefnan er að minnka flækjustig sem skapast með ólíkum gjaldflokkum,? segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. ?Almenningssamgöngur eiga að vera ódýrar, einfaldar og fljótlegar. Til að svo verði þarf að koma í veg fyrir frekari gjaldskrárhækkanir,? segir Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Gjaldskrár breytingar Strætó bs hafa verið í deiglunni í vikunni.
Allir eru sammála um að æskilegt er að almenningssamgöngur gegni mikilvægu hlutverki í borgum. Öflugar almenningssamgöngur draga m.a. úr loftmengun og umferðartöfum og stuðla að því að borgarlandið nýtist betur undir annað en samgöngur.
Ný gjaldskrá tók gildi hjá Strætó núna í vikunni. ?Í flestum tilvikum er um hækkun fargjalda að ræða, en einstaka verðflokkar lækka eða standa í stað. Fargjaldahækkunin nemur að jafnaði tæpum 10%. Minnst er hækkunin hjá öldruðum og öryrkjum, eða 6,7%,? segir í frétt frá Strætó bs (www.bus.is). Fjargjald fullorðinna verður 280 krónur en staðgreiðslufargjald 6 til 18 ára verður 100 krónur. Farið í fargjaldskorti 6-11 ára verður áfram 37,50 krónur. Auk þessa bjóðast ýmis afsláttarkjör.
Bókanir í umhverfisráði um strætó
Gjaldskrárbreytingarnar komu til umræðu á síðasta fundi umhverfisráðs og gerðu bæði minnihluti og meirihluti bókanir: Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sögðu hækkanir á fargjöldum Strætó ganga í berhögg við stefnu Reykjavíkurborgar um að efla almenningssamgöngur í því augnamiðið að bæta umhverfi, heilsu og borgarbrag. Í bókun þeirra stendur að þessar hækkanir bitni á þeim sem síst skyldi: fólki sem velur umhverfisvænan samgöngumáta.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögðu aftur á móti í bókun að tilkoma staðgreiðslufargjalds barna og ungmenn hefði vonandi þau áhrif að ungmenni nýttu sér almenningssamgöngur betur og kynntust nýju og breyttu leiðakerfi. Meirihlutinn nefndi einnig í bókun sinni gildi þjónustu og viðmóts notenda vagna og skýrt markmið sitt í að bæta þjónustu strætó með öllum mögulegum aðgerðum.
Út frá þörfum Reykvíkinga
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfisráði Reykjavíkur og stjórnarmaður í stjórn Strætó bs leggur áherslu á lækkanir í strætó handa ungu fólki og bendir á að gjaldskrárbreytingin endurspegli hækkanir og spár um hækkanir á verðlagi og olíugjaldi.?Í undirbúningi hjá Strætó bs. og umhverfisráði borgarinnar er tilraun um að gefa frítt í strætó fyrir tiltekna hópa,? segir Þorbjörg hér á heimasíðu Umhverfissviðs. ?Þessi tilraun mun mæla hvort að gjaldið í vagnana sé í raun hindrun í sjálfu sér, einnig verður spennandi að sjá hvernig niðurstöðurnar verða.? Hún segir að kannanir erlendis sýni að greiðsla gjalds sé ekki hindrun enda sé alltaf mjög skýr ávinningur fyrir fólk að nota almenningssamgöngur. ?Til dæmis kostar 9 mánaða Strætókort jafnmikið og rekstur bíls í einn mánuð, ? segir hún. Þorbjörg segir stefnuna vera að minnka markvisst það flækjustig sem skapist með ólíkum gjaldflokkum. ?Með því að setja eitt skýrt gjald fyrir börn er mun auðveldara að kynna fargjaldið í samhengi við einfaldleikann við að nota vagninn. Nýtt leiðakerfi hefur vafist fyrir mörgum og við teljum mikilvægt að kynna yngstu notendunum, framtíðarnotendum Strætó, fyrir kerfinu og kostum þess að nota vagninn til að komast á milli borgarhluta eða sveitarfélaga,? segir hún og að markmiðið sé að athygli foreldra á því að börnin geti á auðveldan hátt notað leiðakerfi Strætó til að komast í frístundir, til afa og ömmu eða til vina. Hún segir næsta skref stjórnar Strætó bs. að einfalda staðgreiðslufargjöld fyrir fullorðna en núverandi notendur Strætó nýta sér mjög mikið afsláttarkort nú þegar sem léttir á pyngjunni.
?Meginlína nýs meirihluta í Reykjavík er að almenningssamgöngur þurfi að styrkja og að í því samhengi skipti mest sú þjónusta sem veitt er og það viðmót sem notendur fá. Þjónusta á að mótast út frá þörfum Reykvíkinga fyrst og fremst og vagnarnir eiga að vera raunverulegur valkostur við aðra samgöngukosti,? segir hún.
Þau borga sem menga
Sóley Tómasdóttir fulltrúi Vinstri grænna í umhverfisráði segist vera ánægð með að gjaldskrá Strætó hafi verið einfölduð og að gjald ungmenna hafi verið lækkað. ?Hækkanir á gjaldskrá fyrir börn (12-18) og fullorðna finnst mér aftur á móti óréttlætanlegar að svo stöddu,? segir hún. Strætó er umhverfisvænn samgöngumáti að hennar mati og á því að vera ódýr. ?Hugmyndafræði gjaldheimtu á að byggja á því að þau borgi sem mengi.? Sóley telur brýnt að styrkja almenningssamgangnakerfið í Reykjavík. Almenningssamgöngur eiga að vera ódýrar, einfaldar og fljótlegar. ?Til að svo verði þarf að koma í veg fyrir frekari gjaldskrárhækkanir, fjölga forgangsakreinum og þétta ferðir strætisvagnanna. Umhverfisvæn borgaryfirvöld eiga að styðja myndarlega við almenningssamgöngur og tryggja að raunverulegir valkostir séu til staðar fyrir borgarbúa,? segir hún.
Heilnæmt hlutverk
Pálmi Freyr Randversson sérfræðingur í samgöngumálum hjá Umhverfissviði segir að auka eigi hlutdeild almenningssamgangna úr 4%-8% á næstu 20 árum. Hann segir að meðal annars þurfi að bæta lykilstoppistöðvar vagna þannig að þær verði skjólgóðar og vistlegar. ?Strætó skal njóta forgangs í umferðinni og í því tilliti er unnin áætlun um forgangsbrautir, ? segir hann.
Sóknarfæri strætó eru mikil, að mati Pálma og að sennilega þurfi hugarfarsbreytingu gagnvart almenningssamgöngum í Reykjavík. ?Einnig eru hjólreiðar og almenningssamgöngur tilvaldir kostir saman ? þar sem auðvelt væri að taka hjólið með í strætó eða skilja það eftir við stoppistöðina,? segir hann. Almenningssamgöngur í huga Pálma eiga að vera notaðar sem verkfæri til að stuðla að heilnæmu umhverfi í borginni, bættri heilsu borgarbúa og aðlaðandi borgarbrag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.