Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Umræðustjórnmál og fylgistap
Ég er svo innilega sammála bloggi Þórarins Eldjárns (sem ég er nýfarin að lesa) þar sem hann ræðir um þingumræðu um málefni RÚV. Þar segir hann:
,,Á undanförnum árum hefur borið nokkuð á sérkennilegri lýðræðisumræðu sem gengur út á það að því meiru sem hinn allra minnsti minnihluti fái að ráða, þeim mun meira sé lýðræðið þar með orðið. Og svo á hinn bóginn: Því stærri meirihluti sem er fyrir einhverju tilteknu máli, þeim mun minna lýðræði. Samkvæmt þessum kokkabókum hlýtur td. stofnun lýðveldisins 1944 að hafa verið hrikalega ólýðræðisleg. Þetta er kallað meirihlutaofbeldi og þykir skelfilega ljótt. Ég get svo sem alveg tekið undir það að allt ofbeldi er slæmt. Af tvennu illu kýs ég þó frekar meirihlutaofbeldi en minnihlutaofbeldi."
Sú lýðræðisumræða sem Þórarinn er að vísa á sér rætur að rekja í málflutning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Stefáns Jóns Hafstein og Dags B. Eggertssonar. Þessir aðilar hafa notað í gegnum árin frasa eins og umræðustjórnmál, sjálfstæð stjórnsýsla, lýðræðislegir stjórnunarhættir og fleiri þessum líkum. Íslendingar hafa tekið þessum frösum ágætlega en ekki greint nákvæmlega hvað þeir fela í sér. Þessir frasar hafa hins vegar hentað sérstaklega vel fyrir ofangreinda einstaklinga í meirihluta, þ.e. að láta þannig líta út að þeir taki lýðræðislegar ákvarðanir og að stjórnsýslan starfi án þess að stjórnmál hafi þar bein áhrif. Þetta hentar hins vegar alls ekki í stjórnarandstöðu eins og RÚV málið sannaði. Gísling minnihlutans á umræðu um hvort útvarp og sjónvarp eigi að vera sf., ehf. eða ohf. endurspeglar vel hversu innantómur frasi umræðustjórnmál eru. Fylgistap Samfylkingarinnar er án efa beintengt endalausum umræðustjórnmálum.
,,Á undanförnum árum hefur borið nokkuð á sérkennilegri lýðræðisumræðu sem gengur út á það að því meiru sem hinn allra minnsti minnihluti fái að ráða, þeim mun meira sé lýðræðið þar með orðið. Og svo á hinn bóginn: Því stærri meirihluti sem er fyrir einhverju tilteknu máli, þeim mun minna lýðræði. Samkvæmt þessum kokkabókum hlýtur td. stofnun lýðveldisins 1944 að hafa verið hrikalega ólýðræðisleg. Þetta er kallað meirihlutaofbeldi og þykir skelfilega ljótt. Ég get svo sem alveg tekið undir það að allt ofbeldi er slæmt. Af tvennu illu kýs ég þó frekar meirihlutaofbeldi en minnihlutaofbeldi."
Sú lýðræðisumræða sem Þórarinn er að vísa á sér rætur að rekja í málflutning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Stefáns Jóns Hafstein og Dags B. Eggertssonar. Þessir aðilar hafa notað í gegnum árin frasa eins og umræðustjórnmál, sjálfstæð stjórnsýsla, lýðræðislegir stjórnunarhættir og fleiri þessum líkum. Íslendingar hafa tekið þessum frösum ágætlega en ekki greint nákvæmlega hvað þeir fela í sér. Þessir frasar hafa hins vegar hentað sérstaklega vel fyrir ofangreinda einstaklinga í meirihluta, þ.e. að láta þannig líta út að þeir taki lýðræðislegar ákvarðanir og að stjórnsýslan starfi án þess að stjórnmál hafi þar bein áhrif. Þetta hentar hins vegar alls ekki í stjórnarandstöðu eins og RÚV málið sannaði. Gísling minnihlutans á umræðu um hvort útvarp og sjónvarp eigi að vera sf., ehf. eða ohf. endurspeglar vel hversu innantómur frasi umræðustjórnmál eru. Fylgistap Samfylkingarinnar er án efa beintengt endalausum umræðustjórnmálum.
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning