Mánudagur, 30. október 2006
Leysum kraftinn úr læðingi - Þorbjörg og Illugi (Mbl. 27.10.06)
MJÖG mikið er undir því komið að það takist að nýta vel tíma grunnskólabarna, allt frá fyrsta degi. Á undanförnum árum hefur Ísland komist í hóp þeirra þjóða þar sem lífsgæði eru mest. Til þess að halda þessari stöðu og til þess að gera enn betur er mikilvægast að bæta menntakerfið okkar. Grunnskólinn er hvað mikilvægastur því þar er lagður sá grunnur sem flest önnur tækifæri byggjast á. Við höfum efnahagslega getu til þess að gera grunnskólann þann besta í heimi og ekki er deilt um að íslensk börn eru jafn vel gefin og börn í öðrum löndum. Það er mat höfunda að sveigjanleikinn sé lykilatriðið þegar búa á til heimsins besta grunnskóla.
,,Menntakerfið er okkur það mikilvægt að það hlýtur
að vera alvarlegt umhugsunarefni að þar,
af öllum sviðum þjóðlífsins,
skuli ekki vera samhengi á
milli launa og frammistöðu."
,,Menntakerfið er okkur það mikilvægt að það hlýtur
að vera alvarlegt umhugsunarefni að þar,
af öllum sviðum þjóðlífsins,
skuli ekki vera samhengi á
milli launa og frammistöðu."
Sveigjanlegri kjör kennara
Haldgott mat á gæðum skólastarfsins er lykill að því að umbylta núgildandi launakerfi grunnskólans. Í grófum dráttum er það svo að nú er engin leið fyrir skólastjóra að greiða góðum kennara hærri laun. Það er því ekki bein tenging á milli þess að standa sig vel í starfi og njóta umbunar í launum. Kennarar eru ekki ólíkir öðru fólki þar sem umbun og viðurkenning fyrir vel unnin störf hvetur okkur til dáða. Við teljum því að það eigi að veita skólastjórnendum rúmar heimildir til þess að gera betur við þá kennara sem standa sig vel í starfi. Það gengur ekki að eina færa leiðin til að hækka góðan kennara í launum sé að minnka við hann kennslu og auka við hann stjórnunarstörf. Menntakerfið er okkur það mikilvægt að það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni að þar, af öllum sviðum þjóðlífsins, skuli ekki vera samhengi á milli launa og frammistöðu. Menntakerfið er aflvél hagkerfisins og jafnframt besta leiðin sem við höfum til að veita börnunum jöfn tækifæri í lífinu óháð efnahag foreldra þeirra. Eitt vandasamasta og mikilvægasta verkefni skólayfirvalda er meðal annars að hlúa sem best að þeim skólum þar sem eru mörg börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við þekkjum það öll að nemendur í íslenskum skólum búa við ólíkar félagslegar aðstæður. Ein leið fyrir sveitarfélög til að styrkja slíka skóla er sú að verja til þeirra auknum fjármunum sérstaklega og greiða góðum kennurum við skólann hærri laun. Við eigum að hverfa frá jafnlaunastefnunni sem gerir skólastarfið stirt og ósveigjanlegt. Hún er ekki til þess fallin að efla gæði menntunar í landinu og ekki til þess fallin að veita jöfn tækifæri.
Sveigjanlegt skólastarf
Niðurstöður PISA-rannsóknar gefa vísbendingar um að lítill munur sé á milli skóla á Íslandi. Í raun kemur fram að Ísland og þau lönd önnur sem sýndu lítinn sem engan mun á milli skóla eru öll fyrir neðan OECD-meðaltalið í lestrargetu og stærðfræði og eiga mjög fáa nemendur sem gengur mjög vel eða mjög illa í námi. Út frá þessu vakna spurningar um of stífa ramma og of lítinn sveigjanleika í skólaumhverfi landsins. Mikilvægt er að losa ramma og miðstýringu, hleypa ólíkum rekstrarformum að og losa úr læðingi þann mikla kraft sem býr í fagfólki skólanna. Ef kennarar fá sveigjanleika til athafna fara mýmargar hugmyndir fagfólksins í framkvæmd. Halda þarf áfram vinnu við að losa ramma laga, reglugerða og námskráa. Hæfileg blanda sjálfstætt rekinna skóla og opinberra er æskileg því okkur miðar lítið sem ekkert áfram ef skólarnir eru meira eða minna steyptir í sama mót. Á síðustu árum hafa víða sprottið fram athyglisverðar nýjungar í skólastarfi á grunnskólastiginu og eftir því sem fleiri sveitarfélög auka valfrelsi foreldra og nemenda, því fjölbreyttara verður námsframboðið. Með því að virkja hugmyndir margra eru miklar líkur á að við eflum skólastarf í heild. Ólík rekstrarform skóla hafa til að mynda mikil áhrif á skólakerfið í heild sinni því þeir eiga auðveldara með að skynja hlutverk sitt. Hugmyndir kennara um kennsluhætti og form fara þar hraðar í framkvæmd og ýta þannig við kröfum og skilningi foreldra og samkeppnishugsun í öðrum skólum. Með sveigjanleika einkarekinna skóla og auknu sjálfstæði skóla á vegum sveitarfélaga verða viðbrögð menntakerfisins hraðari, frumkvæði eykst og gæði skólastarfs aukast. Við þurfum sveigjanlegt skólakerfi sem leysir krafta úr læðingi, eykur fjölbreytni og laðar þannig fram það besta í skólastarfinu.
Haldgott mat á gæðum skólastarfsins er lykill að því að umbylta núgildandi launakerfi grunnskólans. Í grófum dráttum er það svo að nú er engin leið fyrir skólastjóra að greiða góðum kennara hærri laun. Það er því ekki bein tenging á milli þess að standa sig vel í starfi og njóta umbunar í launum. Kennarar eru ekki ólíkir öðru fólki þar sem umbun og viðurkenning fyrir vel unnin störf hvetur okkur til dáða. Við teljum því að það eigi að veita skólastjórnendum rúmar heimildir til þess að gera betur við þá kennara sem standa sig vel í starfi. Það gengur ekki að eina færa leiðin til að hækka góðan kennara í launum sé að minnka við hann kennslu og auka við hann stjórnunarstörf. Menntakerfið er okkur það mikilvægt að það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni að þar, af öllum sviðum þjóðlífsins, skuli ekki vera samhengi á milli launa og frammistöðu. Menntakerfið er aflvél hagkerfisins og jafnframt besta leiðin sem við höfum til að veita börnunum jöfn tækifæri í lífinu óháð efnahag foreldra þeirra. Eitt vandasamasta og mikilvægasta verkefni skólayfirvalda er meðal annars að hlúa sem best að þeim skólum þar sem eru mörg börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við þekkjum það öll að nemendur í íslenskum skólum búa við ólíkar félagslegar aðstæður. Ein leið fyrir sveitarfélög til að styrkja slíka skóla er sú að verja til þeirra auknum fjármunum sérstaklega og greiða góðum kennurum við skólann hærri laun. Við eigum að hverfa frá jafnlaunastefnunni sem gerir skólastarfið stirt og ósveigjanlegt. Hún er ekki til þess fallin að efla gæði menntunar í landinu og ekki til þess fallin að veita jöfn tækifæri.
Sveigjanlegt skólastarf
Niðurstöður PISA-rannsóknar gefa vísbendingar um að lítill munur sé á milli skóla á Íslandi. Í raun kemur fram að Ísland og þau lönd önnur sem sýndu lítinn sem engan mun á milli skóla eru öll fyrir neðan OECD-meðaltalið í lestrargetu og stærðfræði og eiga mjög fáa nemendur sem gengur mjög vel eða mjög illa í námi. Út frá þessu vakna spurningar um of stífa ramma og of lítinn sveigjanleika í skólaumhverfi landsins. Mikilvægt er að losa ramma og miðstýringu, hleypa ólíkum rekstrarformum að og losa úr læðingi þann mikla kraft sem býr í fagfólki skólanna. Ef kennarar fá sveigjanleika til athafna fara mýmargar hugmyndir fagfólksins í framkvæmd. Halda þarf áfram vinnu við að losa ramma laga, reglugerða og námskráa. Hæfileg blanda sjálfstætt rekinna skóla og opinberra er æskileg því okkur miðar lítið sem ekkert áfram ef skólarnir eru meira eða minna steyptir í sama mót. Á síðustu árum hafa víða sprottið fram athyglisverðar nýjungar í skólastarfi á grunnskólastiginu og eftir því sem fleiri sveitarfélög auka valfrelsi foreldra og nemenda, því fjölbreyttara verður námsframboðið. Með því að virkja hugmyndir margra eru miklar líkur á að við eflum skólastarf í heild. Ólík rekstrarform skóla hafa til að mynda mikil áhrif á skólakerfið í heild sinni því þeir eiga auðveldara með að skynja hlutverk sitt. Hugmyndir kennara um kennsluhætti og form fara þar hraðar í framkvæmd og ýta þannig við kröfum og skilningi foreldra og samkeppnishugsun í öðrum skólum. Með sveigjanleika einkarekinna skóla og auknu sjálfstæði skóla á vegum sveitarfélaga verða viðbrögð menntakerfisins hraðari, frumkvæði eykst og gæði skólastarfs aukast. Við þurfum sveigjanlegt skólakerfi sem leysir krafta úr læðingi, eykur fjölbreytni og laðar þannig fram það besta í skólastarfinu.
Spurt er
Ertu mótfallin/n samræmdum prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
Bloggvinir
- kjartanvido
- olofnordal
- fridjon
- andres
- astamoller
- gaflari
- ragnhildur
- birkire
- doggpals
- stebbifr
- jarnskvisan
- herdis
- ea
- doj
- godsamskipti
- arndisthor
- audbergur
- audureva
- arniarna
- aslaugfridriks
- dullur
- bryn-dis
- jaxlinn
- erla
- uthlid
- grettir
- gudfinna
- hildurhelgas
- kolgrimur
- hlodver
- oxford
- hvitiriddarinn
- golli
- ingo
- ibb
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- skruddan
- maggaelin
- olafur23
- otti
- sigurdurkari
- sjalfstaedi
- saethorhelgi
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vibba
- villithor
- thorsteinn
- hnefill
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning