Næsta launadeila liklega skammt undan.

Nú hefur verið samið við starfsfólk öldrunarstofnana til að koma í veg fyrir flótta starfsfólks í aðrar stéttir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir kom þeirri keðjuverkun af stað þegar hún hækkaði laun ófaglærðra starfsmanna í grunnskólum að aðrar stéttir fóru að miða sig við breytt kjör sambærilegrar stétta. Allir muna eftir uppþotunum í kringum leikskólakennarana sem hafa nú samið um betri kjör og hafa nú töluvert betri laun en starfsmenn hjúkrunarheimila. Stéttir hafa lítið annað en aðrar stéttir til að miða laun sín við. Það er eðlilegt að mínu mati að allar stéttir beri sig saman við hvora aðra í launum en óeðlilegt af borgarstjóra að hugsa ekki um þessa keðjuverkun sem hefst þegar hún ákveður í góðri trú að hækka laun. Þessi keðjuverkun mun halda áfram og verðbólgan mun aukast í takt við hana, og launin munu rýrna hratt í kjölfarið vegna þess að efnahagslífið má ekki við þessum hækkunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband