Moli: Nemendur međ íslensku sem annađ mál

Í nýjum tölum frá Hagstofunni kemur fram ađ tćplega 1600 grunnskólabörn hafa erlent tungumál ađ móđurmáli. Í haust voru 1.594 börn í grunnskólum međ annađ móđurmál en íslensku og hefur fjölgađ 225 frá síđastliđnu skólaári, sem er rúmlega 16% fjölgun.

Um 3,6% allra grunnskólanemenda hafa annađ móđurmál en íslensku. Alls hafa 264 börn pólsku sem móđurmál, 173 ensku og 144 tala filippseysk mál. Pólska hefur veriđ algengasta erlenda móđurmáliđ í grunnskólum frá haustinu 2002 en árin ţar á undan var enska algengasta erlenda móđurmál grunnskólanema.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sex og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband